Identity area
Reference code
Title
Date(s)
- 1848-1926 (Accumulation)
Level of description
Extent and medium
2 öskjur
Context area
Name of creator
Biographical history
Þorvaldur Ari Arason, f. 23.09.1849, d. 04.03.1926. Foreldrar: Ari Arason bóndi og kanselliráð á Flugumýri og kona hans Helga Þorvaldsdóttir. Þorvaldur ólst upp á Flugumýri. Hann var við nám í Lærða skólanum í Reykjavík en hætti þar og gjörðist bóndi á Flugumýri 1882-1896. Hann var bóndi á Víðimýri 1896-1921 en brá þá búi og var eftir það hjá sonum sínum til æviloka. Hann var póstafgreiðslumaður meðan hann bjó á Víðimýri.
Maki: Anna Vigdís Steingrímsdóttir (1854-1939). Þau eignuðust sex börn sem náðu fullorðinsaldri.
Name of creator
Biographical history
Ari var fæddur á Flugumýri 1813. Faðir: Ari Arason (1763-1840) fjórðungslæknir. Móðir: Sesselja Vigfúsdóttir húsfreyja.
Ari ólst upp hjá foreldrum sínum og hlaut "betri manna" menntun fyrir fermingu. Eftir fermingu var honum komið til náms hjá Pétri prófasti Péturssyni á Víðivöllum. Útskrifaðist stúdent úr heimaskóla sumarið 1831 hjá Gunnlaugi Oddssyni dómkirkjupresti í Reykjavík. Fór til Kaupmannahafnar sama sumar til náms í Háskólanum. Hóf þar nám í tannlækningum. Kom heim aftur 1833 en fór aftur utan sama ár og tók þá að lesa læknisfræði. Lauk þar ekki fullnaðarprófum til embættis. Faðir hans aldraður og heilsuveill kallaði hann heim til að aðstoða sig við búreksturinn. Faðir hans lést 1840 og veitti Ari búi móður sinnar forstöðu þar til hún andaðist árið 1843. Það haust fór Ari til Reykjavíkur og dvaldi þar við ýmis störf um veturinn, meðal annars lagði hann stund á orgelleik og söng hjá Pétri Guðjónsen orgelleikara. Ari er skráður húsmaður á Flugumýri 1844 en tók jörðina til ábúðar 1845 og bjó þar til æviloka. Rak þar stórbú.
Eiginkona: Helga Þorvaldsdóttir (1816-1894).
Saman áttu þau 11 börn. Fjögur þeirra komust á legg.
Name of creator
Biographical history
Faðir: Séra Ari Þorleifsson að Tjörn í Svarfaðardal. Móðir: Þorkatla Sigurðardóttir frá Barði. "Eftir lát föður síns (1769) ólst han upp hjá föðurbróður sínum, síra Jóni Þorleifssyni að Múla; var eftir lát hans með móður sinni að Ingvörum og að Syðri Brekkum í Skagafirði. Tekinn í Hólaskóla 1782, stúdent þaðan 25. maí 1789 ... Fekk 2. okt. s. á. Predikunarleyfi í Skálholtsbyskupsdæmi og var þá kominn suður að nema lækningar af Jóni landlækni Sveinssyni í Nesi við Seltjörn; tók próf hjá honum 7. Júlí 1794. Var 4. Sept. 1795 settur til aðstoðar Jóni lækni Péturssyni í Norðlendingafjórðungi .... . Settur fjórðungslæknir þar 18. Júlí 1801, en skipaður til fullnaðar 9. apr. 1802. Bjó fyrst á Víðivöllum í Blönduhlíð, sem hann hafði keypt, til 1805, er hann fluttist að Flugumýri, sem hann keypti ásamt fleiri jörðum Hólastóls í Skagafirði. Fekk lausn frá embætti 21. Jan. 1820, en stundaði þó lækningar eftir það. Var falið að lækna sárasótt, sem upp kom í Húnavatnsþingi 1824 (dagbók hans í Lbs. 1208, 4, to). Hann andaðist á Flugumýri. ... Lækningar heppnuðust honum allvel.“
Eiginkona: Sesselja Vigfúsdóttir (1780-1843). Tilgreind þrjú börn: Guðlaug, Anna Sigríður, Ari.
(Páll Eggert Ólason: Íslenskar æviskrár I, bls. 12-13).
Repository
Archival history
Afkomendur Þorvaldar Ara Arasonar afhentu Héraðsskjalasafni Skagfirðinga gögnin árið 2011.
Immediate source of acquisition or transfer
Content and structure area
Scope and content
Þorvaldur Ari Arason (1848-1926) var kenndur við Flugumýri og Víðimýri. Í skjalasafni hans er að finna ýmis skjöl er viðkoma búrekstri og félagsstarfi Þorvaldar en einnig eldri gögn úr fórum föður hans Ara Arasonar (1813-1881) lækni og stórbónda á Flugumýri og afa, Ara Arasonar (1763-1840) héraðslæknis og stórbónda á Flugumýri.
Appraisal, destruction and scheduling
Accruals
System of arrangement
Conditions of access and use area
Conditions governing access
Conditions governing reproduction
Language of material
- Icelandic
Script of material
Language and script notes
Physical characteristics and technical requirements
Finding aids
Allied materials area
Existence and location of originals
Existence and location of copies
Related units of description
Notes area
Alternative identifier(s)
Access points
Subject access points
Place access points
Name access points
Genre access points
Description control area
Description identifier
Institution identifier
Rules and/or conventions used
Status
Level of detail
Dates of creation revision deletion
27.04.2022, frumskráning í atom, SUP.
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Archivist's note
Afhendingaraðilar voru búnir að grófflokka gögnin. Hér eru í raun þrír skjalamyndarar en oft á tíðum er erfitt að sjá hvaða aðilum skjölin tilheyra og því ekki farin sú leið að skipta safninu upp en reynt að merkja það hverjum aðila eftir bestu getu.