Skagafjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Skagafjörður

Equivalent terms

Skagafjörður

Associated terms

Skagafjörður

569 Archival descriptions results for Skagafjörður

539 results directly related Exclude narrower terms

Aðalfundir 1947-1975

Þunn innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blöðum. Bókin er 300 blaðsíðna og í hana eru skrifaðar fundagerðir aðalfunda S.S.K. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel. Límborði er á kili bókarinnar.

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Aðför að Oddi Þórarinssyni

Aðför að Oddi þórarinssyni. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Aðförin að Oddi Þórarinssyni í Geldingarholti. Sá atburður gerðist 13. janúar 1255. Gissur var í Noregi og hafði beðið Odd að stjórna liði sínu og hafa með mannaforráð að gera þar til hann kæmi aftur. Oddur rændi því sem hann vildi af andstæðingum Gissurar og stefndi til hefnda við Eyjólf ofsa, þann er brenndi Flugumýri. Er skemmst frá að segja að menn Eyjólfs komust í Geldingarholt án þess að njósn bærist og var Oddur drepinn úti á túni, þar sem hann varðist einn lengi vel, uns maður skreið aftan að honum og hélt fótum hans." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 40).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Ágrip af sögu Sambands Skagfirskra kvenna

Pappírshefti, heftað saman á langhlið með ágripi af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna frá stofun sambandsins í tilefni 40 ára afmælis sambandsins sem var 1983. Forsíðan og bakhlið heftsins er í gulum lit, hvít blöð þar á milli. Forsíðan er myndskreytt með merki S.S.K og ártalinu 1943 en ekki dagsett, bakhliðin er án skreytingar og texta. Ágripið um sögu S.S.K. er eftir Pálu Pálsdóttur einnig er í heftinu afmælisljóð og vísur eftir Emmu Hansen, Guðfinnu Gísladóttur og Hólmfríði Jónasdóttur, einnig er texti eftir Kristbjörgu S. Bjarnadóttur frá Litlu-Brekku sem heitir "Minningabókin" og er um starfsemi S.S.K.
Heftið í góðu ásigkomulagi .

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Ágrip úr sögu kvenfélaga í Skagafirði

Á meðal gagna eru handskrifuð og vélrituð blöð með sögu kvenfélaganna í Skagafirði, stofnár þeirra og starfsemi og fjölritað hefti með forsíðu þar sem stendur "Samtök Skagfirzkra Kvenna 100 ára, 7.júlí 1869-7.júlí 1969. Í safninu er einnig vélritað bréf, dagsett 17.11.1968 frá Kristmundi Bjarnasyni til Pálu Pálsdóttur um kvennaskólamál í Skagafirði. Einnig eru handskrifaðar athugasemdir, líklega Kristmundar og listi með heimildum. Vélrituð skjöl með ágrip sögu hins Skagfirzka Kvenfélags (ódagsett og án ártals). Vélritað ágrip af sögu Kvenfélags Sauðárkróks, dags.9.5.1969. Öll skjölin hafa varðveist mjög vel.

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Áhugamannafélagið Drangey (Afhending 1980)

  • IS HSk E00129
  • Fonds
  • 1959 - 1966

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ástandi. Bókin er með tölusettar blaðsíður upp í bls.192 og er síðast ritað í bókina bls.13. Eitt prentað skjal um yfirlit yfir fuglaveiði við Drangey fylgir bókinni.

Áhugamannafélagið Drangey

Árgeislinn 1908-1952

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Árni Blöndal: Skjalasafn

  • IS HSk N00022
  • Fonds
  • 1890-1990

Ljósmyndir og skjöl sem tengjast austur Húnavatnssýslu og Skagafirði.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Árni G. Eylands: Skjalasafn

  • IS HSk N00141
  • Fonds
  • 1916-1926

Gögn varðandi komu skurðgröfunnar til Skagafjarðar árið 1926.

Árni G. Eylands (1895-1980)

Ársreikningabók Ungmennafélags Holtshrepps 1935-1948

Innbundin og handskrifðuð bók með línustrikuðum síðum, í bókinni eru bókhaldsfærslur frá 1935-1948, ekki nema hluti af bókinni er nýttur fyrir reikningshalds, mikið er af auðum blaðsíðum. Bókin er með límborða á kjölnum og er ágætlega varðveitt.

Ungmennafélag Holtshrepps

Ásdís Vilhelmsdóttir: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00015
  • Fonds
  • 1870-1960

Myndir af fólki og mannlífi úr Skagafirði. Upprunnið frá henni, foreldrum hennar og afa og ömmu.

Ásdís Vilhelmsdóttir (1926-)

Atvinnurekstrarfélag Akrahrepps

  • IS HSk E00073
  • Fonds
  • 1930 - 1963

Heilleg harðspjalda bók um lög og fundargerðir félagsins. Bóki í góðu ástandi og lítið skrifað í hana. Inn í bók er ein laus opna af pappírgögnum um fundargerð, sett með bók.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

Bæjarfréttir

Þetta er grín-fréttablað. Engin dagsetning. Undirritað Simbi. Samtíðarmenn í Skuggsjá.
Á forsíðu er m.a teiknuð mynd af manni ásamt orðunum Pax vobiscum (Friður sé með yður).
Simbi gæti mögulega verið Sigmundur Jónsson (1927-2011) sem skrifaði undir nafninu Simbi.

Bændavísur

Vélritað hefti með 8 blaðsíðum og kápu. Vélritað. Inniheldur bændavísur eftir Gunnþórunni Sveinsdóttur frá Mælifellsá. Ortar um bændur í Laxárdal og á Skaga.

Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)

Bannfæring

Bannfæring. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir.
"Kolbeinn og Gyðríður bjuggu á Víðimýri og hjá þeim hafði Guðmundur verið presturtvo vetur þegar Brandur Sæmundsson Hólabiskup dó 1201. Kolbeinn kallaði þá saman fund á Völlum í Svarfaðardal. Þar mættu helstu höfðingar Norðlendinga og Gissur Halsson Haukdælingur, sem bað fyrir biskupefni Magnús son sinn. Úr varð að Guðmundur var kjörinn biskup, enda vinsæll og hæógvær maður og hefur Kolbeinn, að líkindum, talið að hann yrði auðvelt verkfæri sitt. Fór Kolbeinn til Hóla eftir biskupskjörið, tók búið í sínar hendur og fékk Guðmundur litlu ráðið, þótt hann sætti ekki við það ráðslag. Var ákveðið að Sigurður Ormsson tæki við umsjón Hólastaðar og Kolbeinn fór heim aftur, en vinskapur þeirra Guðmundar var orðinn lítill.
Um 1250 skarst alvarlega í odda milli þeirra tveggja út af dómsmáli yfir Ásbirni presti, sem kallaður var pungur. Dæmdi Kolbeinn prestinn sekan skóggangsmann. Biskup hafnaði niðurstöðu dómsins, enda taldi hann að kirkjan ætti að dæma í málinu, tók prestinn til sín og bannaði að nokkur prestur veitt Kolbeini kirkjulega þjónustu, né nokkrum sem í dómnum sat eða bar vitni. Mótspil Kolbeins var að fara til Hóla með skóggangsstefnu á húskarla vegna samneytis við prestinn. Þá bannfærði biskup Kolbein. Sættir tókust í málinu í að sinn fyrir tilstilli Páls Jónssonar Skálholtsbiksups, en áfram deildu þeir." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 9-10).

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Básafjós

Teikningar af básafjósi. Höfundur og dagsetning óskráð en teikningin merkt Agli Bjarnasyni á bakhlið.

Bók 1945 - 1958

Innbundin handskrifuð bók í lélegu ástandi bókakápa rifin og einnig blaðsíður en bókin er bundin saman með bandi og vel læsileg. Stofnfundabók félagsins.

Hestamannafélagið Stígandi

Bók 1968 - 1980

Harðspjalda handskrifuð fundabók í góðu ástandi um hin fjölmörgu störf sem fóru fram í félaginu.

Hestamannafélagið Stígandi

Bókaldsgögn

Í færslubók dags, 1987-1989 voru eftirfarandi gögn: óútfyllt eyðublöð og formlegt bréf frá Ríkisendurskoðun vegna minningarsjóð Jóhanns Ellertssonar, dags.20.01.1991. Útfyllt afrit af efnahagsreikningi vegna minningarsjóðs Jóhanns Ellertssonar, dags. 20.3.1989. Færslukvittanir frá Búnaðarbanka Íslands frá árinu 1990, Ljósrit af bókhaldsfærslum frá ÍSÍ og UMFÍ til Ungmennafélags Æskunnar fyrir árið 1990, Tvö afrit af rekstrarreikningi vegna 1989-1990. Þrjú fundarboð frá UMSS og eitt kjörbréf á ársþing, dagsett 2.3.1990, 6.4.1990 og 5.2.1991.Tvö blöð með nafnalistum, líklega vegna kosninga í stjórn, blöðin eru ódagsett.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Bókasafnsspjöld og lánsskírteini

Vel varðveitt forprentuð bókasafnsspjöld og lánsskírteini. handskrifaðar upplýsingar um höfund og bókarheiti og nöfn lántakenda eru á spjöldunum, þau eru með dagsetningum en óvíst er um ártöl. Lánsskírteinin eru ónotuð.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Bókaskrá 1940-1959

Forprentuð línustrikuð og óbundin pappírsgögn með upplýsingum um bókartiltla í eigu lestrarfélagsins. Gögnin eru vel læsileg og hafa varðveist ágætlega.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Bókhald

Í safninu eru 2 innbundar bækur, 1 hefti með dagbókarfærslum ásamt fylgigögnum bókhalds. Um er að ræða skýrslur á sundurliðun á opinberum gjöldum, skilagreinar fyrir skattinn, reiknings- og viðskiptayfirlit, erindi frá skattsjóra, verðskrá á trjáplöntum, útfyllt tékkhefti og greiðslukvittanir og árs-, aðalreiknngar skógræktarfélagsins. Úr safninu var grisjað ljósrit með aðalreikningum félagsins sem voru til í tveimur eintökum og eitt eintak fyrir hvert ár (1990-1992) var haldið eftir. Talsvert var af erindum og bréfum á meðal fylgigagna bókhalds sem fært var yfir í safn A.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-

Bókhaldsgögn

Reikningabókin er innbundin og handskrifuð bókfærslubók í góðu ásigkomulagi. Í bókinni er félagatal dýraverndunarfélagsins fyrir árið 1939 og bókhaldsfærslurnar eru gerðar á tímabilinu 1939-1963. Á saurblaði bókarinnar stendur; Ath. úr dánarbúi Egils Helgasonar 2003.
Í bókinni var mikið af lausblöðum sem er sett í sér möppu:
Bókhaldskvittanir og reiknivélastrimill frá tímabilinu 1961-1972. Félagaskrá, dagsett 1.11.1964 og fleiri skjöl og nafnalistar er tengjast kosningum á fundi dýraverndunarfélagsins. Einnig skýrsla um aðbúnað útigangshrossa, Skjal og reikningur úr db. Egils Helgasonar. Skjöl þessi voru sett í aðra örk.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Bókhaldsgögn

Handskrifuð bókhaldsgögn, bæði innbundin og óbundin. Bækurnar og pappírsgögnin hafa varðveist ágætlega.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bókhaldsgögn

Útprentuð pappírsgögn, alls fjögur hefti með rekstraryfirliti félagsins fyrir mismunandi tímabil. Vel læsileg og varðveitt gögn.

Foreldrafélag Seyluhrepps

Bókhaldsgögn 1929-1949

Handskrifaðir og vélritaðir efnahagsreikningar, Gögnin eru í ágætu ásigkomulagi, sum blöðin eru aðeins rifin.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bókhaldsgögn 1933-1965

Forprentaðar, vélritaðar og handskrifaðar kvittanir og önnur bókhaldsgögn, Gögnin eru í sæmilegu ásigkomulagi, þau eru röðuð upp í ártalsröð, blöðin hafa gulnað og eru orðin snjáð, sum blöðin eru rifin.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bókhaldsgögn 1941-1972

Fylgigögn bókhalds. Efnahagsreikningu f. árið 1941-1942 í A3 broti. Bókhaldskvittanir og reiknivélastrimlar, raðað eftir ártali. Þessi gögn fundust í reikngsbókinni.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Bókhaldsskjöl, skýrslur og erindi

Handskrifuð og vélrituð pappírsgögn, einnig formleg og óformleg. Félagatal, skrár yfir bókatitla og bókhaldsgögn. Gögnin eru í misgóðu ástandi en hafa varðveist ágætlega.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Bókhaldsuppgjör

Fjórar innbundnar bækur í ýmsum stærðum sem innihalda bókhaldsskráningu fyrir félagið. Einnig önnur bókhaldsgögn, kvittanir, útfyllt eyðublöð og fundarboð.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Bréf og erindi

Í þessu safni er mikið af handskrifuðum og vélrituðum, formlegum og óformlegum bréfum, erindum, skýrslum og fundagerðum. Skjölin eru vel varðveitt og sum hafa rifnað. Gögn eru röðuð í ártalsröð til einföldunar, þau voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Hofshrepps

Bréf til Alberts Kristjánssonar, oddvita Staðarhrepps

Bréfritari er Guðmundur Erlendsson oddviti Bólstaðarhlíðarhrepps, ritað í Mjóadal 28. ágúst 1910. Bréf til Alberts Kristjánssonar, Páfastöðum, oddvita í Staðarhreppi.
Í bréfi kemur meðal annars fram að greiddar séu 32.50 kr til Staðarhrepps vegna barns. Ritað um dilk-byggingarkostnað

Bréfabók

Innbundin og vel læsileg harðspjaldabók, í bókinni eru skráð formleg erindi og bréf sem send eru í nafni félagsins einnig fundarboð. Í bókinni er auk þess handskrifað afrit af samningi Garðyrkjufélags Seyluhrepps og Málfundafélagsins Fram um kaup garðyrkjufélagsins á spildu á fitjunum neðan við Reykjarhólsgarð fyrir sundlaugarstæði, dagsett 23. júní 1912. Einnig er í bókinni tilkynning til félagsmanna og auglýsing um kartöflur til sölu í Reykjahólsgarðinum. Ein fundagerð er í bókinni, dags. 3. maí 1925 og reikningar félagsins f. árið 1926.
Í bókinni eru tvö skjöl:
a) Listi með nöfnum eigenda hlutabréfa í Garðyrkjufélagi Seyluhrepps, árið 1944.
b) Skjal sem kallast Úskrift úr afsals og veðmálabókum Skagafjarðarsýslu. Um er að ræða saming um kaup Guðmundar Guðmundssonar bónda á Reykjarhóli, á spildu á Reykjarhóli, svonefndan Reykjahólsgarð. Skjalið er dagsett 27. ágúst 1920.

Garðyrkjufélag Seyluhrepps

Bréfabók 1908-1925

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Í bókinni eru skráð bréf og erindi sem hafa borist U.M.F.T. einnig erindi og bréf sem félagið sendi á tímabilinu 1908-1925. Í bókinni er skráð reglugjörð fyrir glímuverðlaunapening U.M.F.T., dags. í desember 1911. Bókin er vel varðveitt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Bréfritari: Gloria

1 umslag og 4 Bréf skrifuð á íslensku frá Gloriu í Winnipeg, Manitoba: 1981-1986.
Fyrsta bréf er dagsett 03.03.1981
Annað bréf er dagsett 20.11.1985
Þriðja bréf er dagsett 21.02.1986
Fjórða bréf er skrifað 1998
Umslag er stimplað 1986 í Winnipeg, Canada

Bréfritari Janis Johnson

Bréf frá Janis Johnson til Guðlaugar. Skrifað á ensku. Dagsetning 22.september en ártal er ekki skýrt, mögulega 2002.
Bréfsefni er merkt "The Senate of Canada" og Hon. Janis Johnson, Ottawa, (613) 943-1430 í rauðu letri.
Með fylgir ljósrituð mynd af Þóru Jónsdóttir. Á myndinni er skrifað á ensku fædd í september 1860 á Hólum og dó 1882 á Sauðárkróki.

Bréfritari Laufey

Tvö bréf til Guðlaugar og Þóris frá Laufeyju frænku þeirra, skrifuð á íslensku og merkt Winnipeg, Manitoba.
Fyrra bréfið er til Guðlaugar og er skrifað 24 desember, 1966.
Seinna bréfið er til Guðlaugar og Þóris bróðir hennar, skrifað 27 september, 1973

Bréfritari: Svava

9 bréf skrifuð á íslensku og 2 umslög frá Svövu í Riverton Manitoba til Guðlaugar og Þóris bróður hennar.
Bréf 1: 19. apríl, 1967. Tvær tölusettar blaðsíður.
Bréf 2: 15. desember, 1968. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 3: 16. júlí, 1977. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 4: 1.apríl, 1978. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 5: 31. desember, 1978. Samanbrotið bréf, skrifað á allar hliðar.
Bréf 6: 17. júlí, 1979. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 7. 8 desember, 1981. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar.
Bréf 8. 2. maí, 1981. Ein blaðsíða, skrifað á báðar hliðar
Bréf 9. Dagsetning ekki skýr en það stendur febrúar 198. Líklegt að það sé 1981 þar sem þetta er sama bréfsefni og er á bréfinu frá 2. maí 1981
2 umslög með kanadískum frímerkjum.

BS228

Víðimýrarkirkja í Skagafirði - bakhlið

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS229

Víðimýrarkirkja í Skagafirði - framhlið

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2773

Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Þil - kirkjubekkir.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2775

Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Innviðir - milliþil.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2776a

Víðimýrarkirkja í Skagafirði. Predikunarstóll.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2776b

Kaleikur í Víðimýrarkirkju. Gerður í Englandi 1592 -1593. Nú í Þjóðminjasafni.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2776c

Kaleikur í Víðimýrarkirkju. Gerður 1592-1593 í Englandi.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2790

Útskorin minningarfjöl í Víðimýrarkirkju til minningar um Ragnheiði Jónsdóttur d. 1732). Hún lét endurgera Grafarkirkju á Höfðaströnd í Skagafirði.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2791

Útskorin minningarfjöl úr Víðimýrarkirkju tileinkuð Benedikt Halldórssyni Vídalín (1774-1821) frá Reynistað - bónda á Víðimýri og konu hans Katrínu Jónsdóttur biskups Teitssonar á Hólum. Benedikt var bróðir Reynistaðarbræðra.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2793

Víðimýri í Skagafirði - séð til austurs til bæjarhúsa og kirkju.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2794

Víðimýrarkirkja við upphaf endurgerðar 1936. Verið er að rífa torfið utan af kirkjunni - en það var þá orðið illa farið.

Bruno Scweizer (1897-1958)

Búnaðarfélag Fellshrepps

  • IS HSk E00043
  • Fonds
  • 1912 - 1974

Bók harðspjalda og handskrifuð Jarðamælingabók í nokkuð góðu ástandi en límmiði á kili. Fundagerðabók harðspjalda í góðu ástandi ásamt bréfum og reikningum félagsins.

Búnaðarfélag Fellshrepps

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • IS HSk E00122
  • Fonds
  • 1892 - 1945

Fyrsta og önnur fundargerða - reikninga - og skýrslubók. Harðspjalda handskrifuð bækur í misjöfnu ástandi .

Búnaðarfélag Hólahrepps

Búnaðarfélag Holtshrepps

  • IS HSk E00029
  • Fonds
  • 1934 - 1978

Tvær innbundnar bækur sem innihalda fundargerðir, félagatal, lög félagsins og reikningshald.

Búnaðarfélag Holtshrepps

Búnaðarfélag Óslandshlíðar

  • IS HSk E00057
  • Fonds
  • 1945 - 1976

Harðspjalda handskrifuð bók í góðu ásigkomulagi

Búnaðarfélag Óslandshlíðar*

Búnaðarfélag Rípurhrepps

  • IS HSk E00062
  • Fonds
  • 1912 - 1984

Fundagerðabækur eru harðspjalda handskrifaðar bækur en í elstu upprunalegu gjörðabók hefur hún verið límd inn í nýja kápu og sú bók í góðu ástandi, hin bókin er einnig í góðu ástandi. Reikningabækur eru persónugreinanlegar og fjalla um persónuleg viðskipti bænda, þeirra inn - og úttekið, nöfn bænda og heimilsfang. Þær bækur eru í viðkvæmu ástandi. Pappírsgögn er lágu í safni og eru látin halda sér eins og þau komu fyrir í safni og eru í ártalaröð.

Búnaðarfélag Rípurhrepps

Búnaðarfélag Skefilsstaðahrepps

  • IS HSk E00047
  • Fonds
  • 1934 - 1988

Tvær harðaspjalda handskrifuð bækur um fundagerðir og bókhald félagsins. Ekki kemur fram í bókum uppruna né framtíð félagsins. En þær eru í góðu lagi.

Búnaðarfélag Skefilstaðarhrepps

Búnaðarfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00035
  • Fonds
  • 1889 - 1988

Innbundnar bækur frá Búnaðarfélagi Staðarhrepps. allar með plast límmiða á kili og í góðu læsilegu ástandi.

Búnaðarfélag Staðarhrepps

Results 1 to 85 of 569