Málaflokkur F - Ágrip af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk E00101-A-F

Titill

Ágrip af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna

Dagsetning(ar)

  • 1983 (Creation)

Þrep lýsingar

Málaflokkur

Umfang og efnisform

Pappírsgögn, vélritað rit með ágripi af sögu S.S.K.
1 örk

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(1943 -)

Lífshlaup og æviatriði

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Pappírshefti, heftað saman á langhlið með ágripi af sögu Sambands Skagfirskra Kvenna frá stofun sambandsins í tilefni 40 ára afmælis sambandsins sem var 1983. Forsíðan og bakhlið heftsins er í gulum lit, hvít blöð þar á milli. Forsíðan er myndskreytt með merki S.S.K og ártalinu 1943 en ekki dagsett, bakhliðin er án skreytingar og texta. Ágripið um sögu S.S.K. er eftir Pálu Pálsdóttur einnig er í heftinu afmælisljóð og vísur eftir Emmu Hansen, Guðfinnu Gísladóttur og Hólmfríði Jónasdóttur, einnig er texti eftir Kristbjörgu S. Bjarnadóttur frá Litlu-Brekku sem heitir "Minningabókin" og er um starfsemi S.S.K.
Heftið í góðu ásigkomulagi .

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Athugasemd

Ákveðið var að láta heftin sem halda söguágripinu halda sér þar sem þau voru ennþá heil.

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

IS-HSk

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir