Fonds E00101 - Samband skagfirskra kvenna

ssk1 ssk2 ssk3 ssk4 ssk5 ssk6 ssk7 ssk8 ssk9 ssk10 ssk11 ssk12 ssk13 ssk14 ssk15 ssk16 ssk17 ssk18 ssk19 ssk20 ssk21 ssk22 ssk23 ssk24 ssk25 ssk26 ssk27 ssk28 ssk29 ssk30 ssk31 ssk32 ssk33 ssk34 ssk35 ssk36 ssk37 ssk38 ssk39 ssk40 ssk41 ssk42 ssk43 ssk44 ssk45 ssk46 ssk47 ssk48

Identity area

Reference code

IS HSk E00101

Title

Samband skagfirskra kvenna

Date(s)

  • 1869 - 2003 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Handskrifuð, vélrituð, tölvuprentuð og fjölfölduð pappírsgögn.
5 öskjur 0,31 hm.

Context area

Name of creator

(1943 -)

Biographical history

Samband Skagfiskra Kvenna S.S.K. var stofnað 9.aprí 1943 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í því skyni að stofna samband fyrir kvenfélög í Skagafjarðarsýslu. Rannveig Hansdóttir Líndal hafði framgöngu fyrir stofnun sambandsins og boðaði til fundarins eftir að hún hafði kynnt sér að konur víðsvegar í héraðinu höfðu mikinn áhuga fyrir að þetta næði fyrir fram að ganga. Rannveig hafði einnig séð svo um að nokkur félaganna sendu fulltrúa á fund þennan eða sendu skriflegar beiðnir um upptöku í sambandið ef það yrði stofnað og voru sex kvenfélög sem komu að stofnun sambandsins.
Tilgangur sambandsins var meðal annars að efla samvinnu, samúð og félagsanda meðal kvenna á félagssvæðinu. Tilgangi sínum vildi sambandið ná með því að halda fundi þar sem fulltrúar hinna eintöku félaga á félagssvæðinu séu mættir einu sinni til tvisvar á ári og einnig með því að styðja við stofnun kvenfélaga í þeim sveitum þar sem enginn kvenfélög eru og með því að vinna að áhugamálum kvenna.
Á stofnfundinum talaði Rannveig um tilgang hins væntanlega sambands, hún lagði áherslu á að félögin öll myndu hafa bæði hagsmuni og ánægju af þessum samtökum ef þau myndu takast og sagðist vita að konur sem voru búnar að fá reynslu í þessum efnum voru þessu mjög fylgjandi. Til að létta undir byrjunarörðugleika sambandsins ákvað hún að gefa því sparisjóðsbók með innistæðu, alls kr.100.- sem fyrstu eign S.S.K. Rannveig gerði uppkast að lögum S.S.K., voru þau samþykkt einróma á fundinum og eru þau fyrstu lög félagsins. Fyrsta stjórn S.S.K var kosin Rannveig Líndal formaður, Stefanía Arnórsdóttir gjaldkeri og Jórunn Hannesdóttir ritari.
Fyrsti aðalfundur Sambands Skagfirskra Kvenna var haldinn í Bifröst 14. júní 1943, það sama ár gerðist Samband Skagfirskra Kvenna aðili að Sambandi Norðlenskra Kvenna. Konur innan S.S.K. létu sig varða allt mannlegt og mörg þörf mál vor rædd, sem dæmi íslenski búningurinn, línrækt á Íslandi, raforkumál, garðrækt, matreiðsla, orlof, sjúkramál, bindindismál, mál aldraðra og uppeldismál svo einhver dæmi séu nefnd.

Archival history

Ýmsar afhendingar sem hafa verið skráðar í eitt safn.

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Um er að ræða mikið safn af handskrifuðum, vélrituðum, ljósritum, forprentuðum og tölvuútprentuðum skjölum. Auk þess formleg, óformleg erindi og bréf, skýrslur, bæklingar, þingsályktanir og fleira tengt málefnum sem S.S.K. lét sig varða um.
Félagatöl, lög S.S.K og Sambands Norðlenskra Kvenna (S.N.K.) og Kvenfélagssambands Íslands, einnig ársreikningar, jólakort, símskeyti tilefni 40 og 50 ára afmælis S.S.K. Samband Skagfirskra Kvenna stóð fyrir hugmyndasamkeppni um minjagrip árið 1987 og er verðlaunateikningin geymd í safninu. Einnig er prótótýpa af merki S.S.K. sem hannað var fyrir 40 ára afmæli S.S.K. 1983. Á meðal skjala voru innbundnar fundagerðir frá 1974-1983 og 2003, nokkrar voru til í tveimur eintökum og var ákveðið að grisja úr safninu og halda eftir einni fyrir hvert ár.
Í safninu er talsvert af úrkliptum auglýsingum, blaðagreinum og viðtölum úr héraðsfréttablöðunum Degi og Feyki, einnig Morgunblaðinu, frá árinu 1983-1997 sem tengdust starfi S.S.K og áhugasviða þeirra sem voru í forsvari fyrir sambandið. Blaða og úrklippusafnið var allt fjarlægt þar sem blöðin eru aðgengileg á www.timarit.is og engin þörf talin á að geyma þau né auglýsingarnar.
Í fyrstu var allt gróflega flokkað, síðan var ákveðið að flokka skjölin eftir ártölum. Pappírsgögn frá 1968-1979 voru sett saman við skjöl frá 1980 þar sem þau voru svo fá.
Í safninu eru nokkrar veifur, allir aukahlutir sem voru í veifunum voru teknir úr (skrúfur, plaststangir o.þ.h.). Öll gögn sem voru í plast- og pappamöpppum voru tekin úr og möppurnar fjarlægðar úr safninu einnig smellurammi. Einnig auðar blaðsíður og hefti voru fjarlægð að mestu þó þau væru ekki farin að skemma út frá sér. Nokkuð ljósmyndasafn fylgdi skjölunum, það var sett í sýrufría plastvasa. Búið var að skanna myndirnar inn og þær tengdar við safnið. Í safninu voru einnig vísur, stökur og kvæði eftir konur sem tengdust kvenfélögunum í Skagafirði og S.S.K. að einhverju leyti.
Allt safnið var í góðu ástandi og greinilega vel varðveitt.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

IS-HSk

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

SUP yfirfærði úr Einkaskjalaskrá í atom - 26.5.2023.
Uppfært í Atóm 5.1.2024 JKS

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places