Showing 352 results

Archival descriptions
Bókhald English
Print preview Hierarchy View:

Bókhaldsgögn

Reikningabókin er innbundin og handskrifuð bókfærslubók í góðu ásigkomulagi. Í bókinni er félagatal dýraverndunarfélagsins fyrir árið 1939 og bókhaldsfærslurnar eru gerðar á tímabilinu 1939-1963. Á saurblaði bókarinnar stendur; Ath. úr dánarbúi Egils Helgasonar 2003.
Í bókinni var mikið af lausblöðum sem er sett í sér möppu:
Bókhaldskvittanir og reiknivélastrimill frá tímabilinu 1961-1972. Félagaskrá, dagsett 1.11.1964 og fleiri skjöl og nafnalistar er tengjast kosningum á fundi dýraverndunarfélagsins. Einnig skýrsla um aðbúnað útigangshrossa, Skjal og reikningur úr db. Egils Helgasonar. Skjöl þessi voru sett í aðra örk.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Bókhaldsgögn 1960

Bókhaldsgögn frá árinu 1960, alls 55 skjöl. Flest þeirra varða félagsheimilið Héðinsminni, m.a. vinnuframlag við byggingu þess.

Akrahreppur (1000-)

Bókhaldsgögn 1961

Bókhaldsgögn frá árinu 1961, alls 7 skjöl. Flest þeirra varða félagsheimilið Héðinsminni.

Akrahreppur (1000-)

Bókhaldsgögn 1968

Bókhaldsgögn frá árinu 1968, alls 1 skjöl. Öll skjölin eru varðandi Varmahlíðarskóla.

Akrahreppur (1000-)

Bókhaldsslitrur

Bókhald. Upplýsingar um hvað hann verslaði og hvað ferðir, bíó og annað sem hann fjármagnaði. Nær þó stundum eingöngu frá ágúst til ársloka, þannig að þetta eru nokkrir partar.

Sigurður Jóhann Gíslason (1893-1983)

Bókhaldsuppgjör

Fjórar innbundnar bækur í ýmsum stærðum sem innihalda bókhaldsskráningu fyrir félagið. Einnig önnur bókhaldsgögn, kvittanir, útfyllt eyðublöð og fundarboð.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Bréf

Bréf frá árunum 1974-1991. Afrit af bréfum frá Akrahreppi og bréf til Akrahrepps.

Akrahreppur (1000-)

Færslubækur

Færslubækur bókhalds sem flestar tengjast búrekstri í Lónkoti en ein virðist þó tengjast verslunarrekstri.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Færslubók

Innbundin bók með bókhaldsfærslum. Færslurnar eru handskrifaðar og vel læsilegar. Bókin er vel varðveitt, kjölurinn er aðeins laus í sér en hann er heill. Kjölurinn er límdur aðallega til að merkja bókina.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Færslubók

Þykk innbundin bók í A4 stærð með bókhaldsfærslum. Færslurnar eru handskrifaðar og vel læsilegar. Bókin er vel varðveitt, kjölurinn er heill en hann er límdur aðallega til að merkja bókina.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Færslubók

Þunn stílabók með bókhaldsfærslum, bundin með tveimur heftum. Færslurnar eru handskrifaðar og vel læsilegar. Kjölur bókarinnar er límdur með rauðu límbandi (örugglega upprunalegt) sem er farið að losna frá neðst.
Ath. opnan í miðjunni hefur losnað frá heftunum.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Færslubók 1942-1959

Þykk innbundin bók í stærðinni 32,5x20 cm.
Bókin virðist tengjast einhvers konar verslunarrekstri, líklega deildaskiptu kaupfélagi en óljóst er hvaða verslun um ræðir.
Ástand bókarinnar er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Færslubók 1949

Skrifblokk í A5 broti.
Í henni eru þrjár síður þar sem færðar eru inn vöruúttektir á Siglufirði árið 1949.
Ástand bókarinnar er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Færslubók 1958-1959

Stólabók í A4 broti.
Í hana eru færðar færslur sem tengjast búrekstri í Lónkoti árin 1958-1959.
Ástand skjalsins er gott.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Félagsheimilið Bifröst: skjalasafn

  • IS HSk N00502
  • Fonds
  • 1925-1998

Safn sem inniheldur nokkrar afhendingar sem allar tengjast starfsemi Félagsheimilisins Bifrastar og Sauðárkróksbíós h/f, allt frá stofnun þeirra 1925 til 1998. Ekki er vitað nákvæmlega hverjir afhenda skjölin en vitað er að Sigurbjörn Björnsson afhenti tvær öskjur sem í voru fylgiskjöl bókhalds 1992-1996 og voru afhentar 21.09.1998. Ein afhendingin, skjöl frá árinu 1966-1969 voru frá U.M.F.T. samkvæmt miða sem fannst meðal skjalanna - ekki kemur fram hver afhennti þau skjöl.

Afhendingarnar voru óskráðar. Byrjað var að gróf flokka öll skjölin, búið var að gróf flokka fylgigögn bókhalds - sérstaklega nýjustu skjölin þar sem þau höfðu verið í möppum og þau látin halda sér að mestu.
Meiri tími fór í að flokka önnur skjöl, þeirra á meðal voru kjörbréf, fundargerðir, skýrslur um rekstur bíósins og félagsheimilisins, samningar um veitingarekstur, gjaldskrár, fundarboð, einnig bréf og formleg erindi. Í safninu eru áhugaverðar heimildir um sögu Bifrastar, umræður um stækkun og breytingum á félagsheimilinu, einnig skjöl og teikningar því til staðfestingar. Skjölin voru aðgreind og þeim raðað eftir ártölum inn í arkirnar.
Safnið er allt ágætlega varðveitt og vel læsilegt. Í safninu eru margar pappírsgerðir og þykktir. Skjölin voru í misgóðu ástandi, pappírinn að mestu gulnaður og snjáður, jafnvel rifnaður. Hefti og bréfaklemmur voru hreinsaðar úr elstu skjölunum.

Talsvert miklu af skjölum var grisjað úr safninu - sérstaklega ef það voru fleiri en eitt eintak til - reynt var að halda betra eintakinu eftir. Mest af því sem var grisjað úr voru vélritaðar fundargerðir og skýrslur sem voru til í 2-3 eintökum. Það sama á við um efnahagsreikninga, gjaldskrár, óútfyllt hlutabréf í Sauðárkróksbíó h/f. Haldið var eftir árituðum hlutabréfum auk óútfylltra eintaka af hvorri upphæð 500.- og 1000 kr.
Hlutabréf í Félagsheimilinu Bifröst frá 1954 sem voru í eigu Iðnaðamannafélags Sauðárkróks voru afhent af Ingimari Jóhannssyni 29.05.2024. Bréfin voru í hans vörslu eftir að þau voru fjarlægð úr bankahólfi sem Iðnaðarmannafélag Sauðárkróks hafði til afnota hjá Arion Banka - áður Búnaðarbanka Íslands. Bréfunum var bætt við í skjalasafnið frá Bifröst.

Á meðal bókhaldsgagna fannst áhugavert skjal, það er leigusamningur sem gerður var við breska setuliðið á Félagsheimilinu Bifröst sem kom til Sauðárkróks og dvaldi hér í um tvö ár, frá 1940 til 1942. Skjal þetta er undirritað af Eysteini Bjarnasyni framkvæmdastjóra og foringja bresku hermannanna.
Byrjað var að á að flokka bókhaldsgögnin, það kom fljótt í ljós að það yrði lang auðveldast að fara í gegnum þau skjöl. Á meðal bókhaldsgagnanna eru ársreikningar, hlutabréf í Bifröst og Sauðárkróksbíói, afrit kvittana, tékkhefti, færslubækur og skilagreinar. Einnig eru bækur með færslum fyrir happadrættimiðasölu, yfirlit yfir bíósýningar og tekjur vegna þeirra og bók með yfirliti yfir lánadrottna. Hefti í fylgiskjalasafninu voru látin haldast þar sem safnið var mjög umfangsmikið og mikið af skjölunum heftuð saman en bréfaklemmur voru fjarlægðar.
Í fylgigögnum bókhalds er mikið safn af launaseðlum og skilagreinum launa auk greiðslukortakvittana viðskiptavina félagsheimilisins. Allt þetta eru persónugreinanleg gögn og þess vegna TRÚNAÐARGÖGN.

Úr safninu var grisjað ein ljósmynd af togara - líklega norskum, sem fylgdi safninu. Tilgáta er að hann hafi verið keyptur af útgerðarfyrirtækjum á Sauðárkróki en ekkert sem bendir til þess að svo sé.
Saman við eina afhendinguna voru skjöl sem ekki var greinilegt hvernig tengdust Bifrastarafhendingunum. Með þeim var miði sem á var skrifað "Þröstur Erlingsson afhendir, 10.12.1999". Í safninu var jarbótarskýrsla fyrir Staðarhrepp, almanök frá árinu 1946-1950 og 1 kvittun frá Mjólkursamlagi KS stíluð á Þorstein Jóhannsson Stóru-Gröf, einnig var önnur kvittun sem hann skrifar undir fyrir hönd Sjúkrasamlag Staðarhrepps. Þessi skjöl voru grisjuð úr safninu og skráð sérstaklega.

Bifröst hf. (1947-

Fylgigögn bókhalds

Fylgigögn bókhalds frá 1942-1954, alls 46 stk.
Mest reikningar fyrir keyptum munum til safnsins.
Sumir reikninganna eru óhreinir og mikið er um brot og krumpur í þeim.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Fylgigögn bókhalds

Fylgigögn bókhalds frá árunum 1957-1981 (flest frá árinu 1959).
Varða búrekstur í Lónkoti.
Sum gagnanna eru upplituð af óhreindingum eða krumpuð, annars er ástand þeirra gött.

Tryggvi Guðlaugsson (1903-1994)

Fylgigögn bókhalds

Reikningar, minnisblöð og ýmis fylgigögn bókhalds.
Alls 36 blöð og ein sparisjóðsbók.
Varðar viðskipti lestrarfélagsins við ýmsa aðila.
Ástand skjalanna er gott.

Lestrarfélag Skefilsstaðahrepps

Results 86 to 170 of 352