Sýnir 63484 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Enska
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

38926 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Bréf Ludvigs R. Kemp til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A5 stærð.
Það varðar baðlyf til fjárkláðaböðunar.
Með liggja 3 kvittanir vegna afhendingar baðlyfja.
Smá bútur hefur rifnað af bréfinu, annars er ástand skjalanna gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Lýtingsstaðahrepps til sýslunefndar

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar brú á Svartá.
Með liggur áætlun vegna brúargerðarinnar, undirrituð af Ólafi Kristjánssyni á Sveinsstöðum.
Einnig minnismiði með efniskostnaði.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Magnúsar Guðmundssonar til sýslunefndar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð. Með liggur bréfmiði í A5 stærð þar sem þess er óskað að bréfið verði lesið upp á sýslufundi.
Það varðar þakkir vegna gjafar sem Magnúsi var færð er hann hvarf til annarra starfa og flutti brott úr sýslunni.
Ástand skjalsins er gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Bréf Marius Fleisher til Akraskóla

Bréfið er vélritað á pappírsörk í A4 stærð. Það varðar fróðleik um Grænlenska jólasveininn. Með liggur upplýsingablað á grænlensku og dönsku, ásamt faðir vor á dönsku.

Marius Fleisher, Grænlandi

Bréf Minnu Cambell til Sigríðar Sigurðardóttur

Bréfið er handskrifað á 2 pappírsarkir í A5 stærð.
Það varðar bréf sem móðir Minnu fékk frá fósturforeldrum sínum og einnig dagbók Steinunnar Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Með liggja tvö ljósrit úr dagbók og 21 pappirsörk í A4 stærð sem er uppskrift úr dagbók.
Einnig ljósrit af umslagi sem bréfið frá Minnu hefur borist í.
Ástand skjalanna er gott.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Niðurstöður 8076 to 8160 of 63484