Showing 66 results

Archival descriptions
Verkalýðsfélög English
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

6 results with digital objects Show results with digital objects

Umsóknir og útborganir 1970-1996

Í safni sem var D1 eru innbundnar bækur og pappírsgögn, sum í tvíriti, önnur eru afrit af skjölum. Gögnin tengjast úthlutunum á atvinnuleysisbótum, úr sjúkarsjóði einnig örorku og ellilífeyri. Um er að ræða persónugreinanleg gögn og trúnðaðarmál. Safnið er vel varðveitt.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Söngvar jafnaðarmanna

Fjölritað hefti í stærðinni 13,7 x 10,9 cm.
Gefið út að tilhlutan fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna af fræðslustjórn þess.
Ástand skjalsins er gott.

Reglugerð ekknasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1922

Tvær reglugerðir fyrir ekknasjóðs Verkamannafélagsins Fram. Um er að ræða pappírsgögn línu- og rúðustrikuð blaðsíður sem á eru handskrifaðar þessar reglugerðir, eldri reglugerðin er dagsett 23. jan. 1922, hin (og líklega gerð mun seinna) er ódagsett og án ártals.
Gögnin hafa varðveist ágætlega og eru vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Lög Verkamannafélagsins Fram 1933-1938

Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum í bókinni eru skráð lög Verkamannafélagsins Fram. Fyrstu lög félagsins voru skráð 7. febrúar 1933 og til ársins 1938 auk undirskriftum félagsmanna og skráðar eru sex lagabreytingar. Bókin er í A3 stærð er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Hulda Sigurbjörnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00031
  • Fonds
  • 1947-2006

Gögn sem tengjast Verkakvennafélaginu Öldunni, Sauðárkróki og gögn sem tengjast bæjarpólítíkinni.
Einnig 12 eintök af tímaritinu 19. júní.

Hulda Sigurbjörnsdóttir (1922-2015)

Hcab 349

Skemmtiferð Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. Frá vinstri: Ólafur Jónsson- Jón Friðbjörnsson- Ingimar Bogason- Þorvaldur Erlendsson- Haukur Gíslason- Eiður Guðvinsson- Sigurður Jósafatsson- Magnús Bjarnason- Valdimar Pétursson- Friðvin Þorsteinsson- Gunnar Haraldsson- Friðrik Friðriksson- Herdís Sigurjónsdóttir- Pétur Víglundsson- Leví Konráðsson- Jóhannes Konráðsson- Sigurður Stefánsson- Marteinn Jónsson (m/húfu) og Valdimar Magnússon. Safn Kr.C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 348

Skemmtiferð Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. Frá vinstri: Ólafur Jónsson- Jón Friðbjörnsson- Ingimar Bogason- Þorvaldur Erlendsson- Haukur Gíslason- Eiður Guðvinsson- Sigurður Jósafatsson- Magnús Bjarnason- Valdimar Pétursson- Friðvin Þorsteinsson- Gunnar Haraldsson- Friðrik Friðriksson- Herdís Sigurjónsdóttir- Pétur Víglundsson- Leví Konráðsson- Jóhannes Konráðsson- Sigurður Stefánsson- Marteinn Jónsson (m/húfu) og Valdimar Magnússon. Safn Kr.C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 347

Skemmtiferð Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. Frá vinstri: Ólafur Jónsson- Jón Friðbjörnsson- Ingimar Bogason- Þorvaldur Erlendsson- Haukur Gíslason- Eiður Guðvinsson- Sigurður Jósafatsson- Magnús Bjarnason- Valdimar Pétursson- Friðvin Þorsteinsson- Gunnar Haraldsson- Friðrik Friðriksson- Herdís Sigurjónsdóttir- Pétur Víglundsson- Leví Konráðsson- Jóhannes Konráðsson- Sigurður Stefánsson- Marteinn Jónsson (m/húfu) og Valdimar Magnússon. Safn Kr.C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 346

Skemmtiferð Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. Frá vinstri: Ólafur Jónsson- Jón Friðbjörnsson- Ingimar Bogason- Þorvaldur Erlendsson- Haukur Gíslason- Eiður Guðvinsson- Sigurður Jósafatsson- Magnús Bjarnason- Valdimar Pétursson- Friðvin Þorsteinsson- Gunnar Haraldsson- Friðrik Friðriksson- Herdís Sigurjónsdóttir- Pétur Víglundsson- Leví Konráðsson- Jóhannes Konráðsson- Sigurður Stefánsson- Marteinn Jónsson (m/húfu) og Valdimar Magnússon. Safn Kr.C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 345

Skemmtiferð Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. Frá vinstri: Ólafur Jónsson- Jón Friðbjörnsson- Ingimar Bogason- Þorvaldur Erlendsson- Haukur Gíslason- Eiður Guðvinsson- Sigurður Jósafatsson- Magnús Bjarnason- Valdimar Pétursson- Friðvin Þorsteinsson- Gunnar Haraldsson- Friðrik Friðriksson- Herdís Sigurjónsdóttir- Pétur Víglundsson- Leví Konráðsson- Jóhannes Konráðsson- Sigurður Stefánsson- Marteinn Jónsson (m/húfu) og Valdimar Magnússon. Safn Kr.C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 344

Skemmtiferð Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. Frá vinstri: Ólafur Jónsson- Jón Friðbjörnsson- Ingimar Bogason- Þorvaldur Erlendsson- Haukur Gíslason- Eiður Guðvinsson- Sigurður Jósafatsson- Magnús Bjarnason- Valdimar Pétursson- Friðvin Þorsteinsson- Gunnar Haraldsson- Friðrik Friðriksson- Herdís Sigurjónsdóttir- Pétur Víglundsson- Leví Konráðsson- Jóhannes Konráðsson- Sigurður Stefánsson- Marteinn Jónsson (m/húfu) og Valdimar Magnússon. Safn Kr.C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Gjörðabók atvinnumálanefndar Verkamannafélagsins Fram 1950

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1950, sem inniheldur fundagerðir atvinnumálanefndar. þetta er þunn stílabók, handskrifuð með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókinni er fyrstu tvær fundagerðir atvinnumálanefndar V.M.F. Fram auk þess sem skrifað er svar frá stjórn V.M.F. Fram vegna fyrirspurnar frá nefndinni um verksvið nefndarinnar innan félagsins. Fremst er handskrifað "Komin frá Jóni Magnússyni, Skr.1987". Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók Verkamannafélagsins Fram 1961-1967.

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1961-1967 sem inniheldur fundagerðir stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum og er græn á lit. Í bókinni eru fundagerðir þar sem V.M.F. Fram og Verkakvennafélagagið Aldan funda um fyrirhuguð verkföll hjá verkafólki á Sauðárkróki. Á aftasta saurblaði bókarinnar eru tvær vísur og undir þeim eru stafirnir E.H. Á þessum tima var Egill Helgason fundaritari og eru vísurnar líklega eftir hann.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók stjórnar Verkamannafélagsins Fram 1942-1953.

Fundgerðabók Verkamannafélagsins Fram 1942-1953 og inniheldur fundagerðir stjórnar. Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt, bindingin er aðeins farin að losna frá. Límborði er á kili bókarinnar.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók stjórnar Verkamannafélagsins Fram 1931.

Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókinni eru færðar inn þrjár fundagerðir fyrir árið 1931, einnig er handskrifað uppkast á leikriti - ekki kemur fram hver höfundurinn. Kápa bókarinnar er svart og á því stendur með gylltum stöfum "Excercise Book", kjölurinn og hornin eru rauð. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist ágætlega.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók stjórnar Verkamannafélagsins Fram 1923-1928

Fundgerðabók stjórnar Verkamannafélagsins Fram 1923-1928. Harðspjaldabók með línustrikuðum blaðsíðum, heftin sem héldu spjaldinu og blaðsíðunum saman voru fjarlægð þar sem þau voru orðin mjög ryðguð. Í bókinni eru fundagerðir, lög félagsins, félagaskrá og reikninga félagsins fyrir árið 1926, 1927 og 1928. Einnig er nafnalisti með nöfnum þeirra sem gáfu vinnu sína við byggingu hús V.M.F. Fram og stofnsamningur fyrir hlutabréf í húsinu.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1966-1972.

Fundgerðabók kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1966-1972. Bókin er innbundin með línustrikuðum blaðsíðum, níu fundagerðir eru skráðar í bókina. Bókin er ágætlega varðveitt og vel læsileg.
Í bókinni var umslag sem á stendur "Framboðslistar: til fulltrúakjörs á 32. þing A.S.Í 1972". Með umslaginu eru þrjú blöð, tvö í A4 stærð og eitt í A5, sem er línustrikað. A4 blöðin eru vélrituð og handskrifuð með nöfnum fulltrúa fyrir fulltrúakjör fyrir þing A.S.Í árið 1972 fyrir lista A og B. Á blöðunum eru líka nöfn meðmælenda fulltrúanna. Á A5 blaðinu er handskrifuð yfirlýsing þar sem undirritaður, Egill Helgason segist hafa tekið á móti framboðslistum fyrir áðurnefndu fulltúakjöri. Egill skrifar undir yfirlýsinguna sem er dagsett 4. okt.1972. Blöðin eru viðkvæm til meðhöndlunar.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók félagsfunda Verkamannafélagsins Fram 1926-1931.

Fundgerðabók félagsfunda Verkamannafélagsins Fram 1926-1931, bókin er innbundin með línustrikuðum blaðsíðum í A3 stærð. Í bókinni eru fundagerðir, breytingatillögur á lögum félagsins og samþykktir um lagabreytingar. Einnig er félagaskrá og ákvarðanir um kauptaxta launa 1929.
Bókin er vel læsileg, fyrsta blaðsíðan virðist hafa verið rifin eða skorin úr bókinni að öðru leyti hefur bókin varðveist ágætlega.
Bókin er brúnyrjótt að lit

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók aðalfunda Verkamannafélagsins Fram 1936-1951.

Fundgerðabók aðalfunda Verkamannafélagsins Fram 1936-1951. Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum, bókin er í A3 stærð. Bókin er í ágætu ásigkomulagi og vel læsileg. Nokkrar blaðsíður hafa losnað, eða eru lausar. Á einhverjum tímapunkti hefur verið reynt að gera við og festa blöðin. Límborði er á kili bókarinnar.

Verkamannafélagið Fram

Fundgerðabók aðalfunda Verkamannafélagsins Fram 1933-1935.

Fundgerðabók aðalfunda Verkamannafélagsins Fram 1933-1935. Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Nokkrar blaðsíður eru auðar og virðist sem að það hafi farist hjá að skrá nokkrar fundagerðir í bókina. Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundasókn Verkamannafélagsins Fram 1928-1929

Þunn stílabók með línustrikuðum blaðsíðum sem inniheldur lista yfir félagsmenn Verkamannafélagsins Fram 1928-1929 og mætingu þeirra á fundi félagsins. Hefti sem binda bókina voru orðin mjög ryðguð og farin að molna og skemma blaðsíðurnar í miðjubrotinu. Heftin voru fjarlægð (molnuðu reyndar í sundur við viðkomu), bókin er vel læsileg og að öðru leyti hefur varðveist ágætlega.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir Verkamannafélagsins Fram v/ Ströndin sf.

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram vegna Strandar sf. (sem er Sæmundargata 7b) sem Verkamannafélagið Fram átti. Þar rak félagið veislu- og fundarsal sem það leigði út.
Í bókina eru skráðar þrjár fundagerðir auk þess sem ein fundagerð, dagsett 25. okt. (án ártals) er á lausu línustrikuðu blaði. Einnig voru í bókinni vélrituð blöð með dagskrá stjórnafundar, hugmynd að gjaldskrá og drög að starfslýsingu umsjónarmanns með sal. Bókin er vel læsileg og í góðu ásigkomulagi.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir Verkamannafélagsins Fram 1997-1999

Fundagjörðir Verkamannafélagsins Fram 1997-1999, í safninu eru úptrentuð og ljósrituð pappírsgögn með fundagerðum stjórnar V.M.F. Fram, stjórn sjúkarsjóðs Vlf. Fram og sameiginlegs fundar Verkamannafél. Fram og Verkakvennafélags Öldunnar.
Safnið inniheldur fundarboð og dagskrá funda, einnig gögn sem tengjast dagskrárefnis fundanna, öll hefti voru hreinsuð úr safninu. Skjölum var raðað eftir dagsetningu funda og ártali - að öðru leyti var það látið haldast óbreytt. Öll gögn eru í góðu ásigkomulagi og vel læsilegt. Í fundagerð 24.9.1998 er t.d. rætt um samstarf V.M.F. Fram og Vkf. Ölduna um ýmis samstarfsverkefni félaganna, þar að auki er rætt um sameiningu þeirra. Í fundargerð stjórnar Vlf. Fram dags.18.10.1999 kemur meðal annars fram formlegar samþykktir félaganna tveggja um sameiningu.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir samninganefndar Verkamannafélagsins Fram

Fundagjörðir samninganefndar Verkamannafélagsins Fram 1996-1997. Í bókinni er fyrsta fundagerð samninganefndarinnar sem haldin var 12.11.1996 auk tveggja annara funda sem nefndin hélt árið 1997 - ekkert annað er skráð í bókina. Bókin er í A4 stærð og er heilleg og vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1997-1998.

Fundagjörðir kjörstjórnar Verkamannafélagsins Fram 1997-1998, bókin er harðspjalda með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókinni eru færðar fimm fundagerðir, sú fyrsta er dagsett 23/3 en ekkert ártal er skráð. Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir kjörnefndar Verkamannafélagsins Fram 1996

Tvö lausblaða blöð (líklega klippt úr fundagerðabók, sbr. númerum efst á blöðunum) línustrikuð sem á eru handskrifaðar fundagjörðir kjörnefndar Verkamannafélagsins Fram. Annað blaðið er dagsett 4/3,1996, hið síðara er dagsett 8/3 en ekkert ártal er á því. Blöðin eru vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagjörðir hjálparsjóðs og sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1985-1997

Fundagjörðir hjálparsjóðs og sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1985-1997, innbundin bók í A4 stærð með handskrifuðum færslum og línustrikuðum blaðsíðum í henni eru persónugreinanleg trúnaðargögn. Bókin er vel læsileg og í góðu ásigkomulagi, ekki er færðar fundagerðir nema í hluta bókarinnar og er hún að mestu heil og ónýtt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1996-1997

Í bókina eru skráðar fundagjörðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1996-1997. Bókin er innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum, í hana eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN er tengjast meðal annars bótum frá sameiginlegri úthlutunarnefnd verkalýðsfélaga á Sauðárkróki.
Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1991-1996

Í bókina eru skráðar fundagjörðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1991-1996. Bókin er innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum, í hana eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN er tengjast meðal annars bótum frá sameiginlegri úthlutunarnefnd verkalýðsfélaga á Sauðárkróki.
Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1971-1979.

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1971-1979 inniheldur fundagerðir stjórn og trúnaðarráði félagsins. Bókin er Innbundin handskrifuð með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin er vel læsileg, bindingin er aðeins farin að losna að öðru leyti hefur hún varðveist ágætlega.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1968-1971.

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1968-1971 sem inniheldur fundagerðir stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókinni er vélritað blað sem var heft við blaðsíðu þar sem fundagerð dags 1. maí 1971 er rituð. Blað þetta er ályktun stjórnar og trúnaðarráðs V.M.F. Fram,og Verkakvennafélagsins Öldunnar til Útgerðafélags Skagfirðinga. Heftin voru fjarlægð.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram

Í bókina eru skráðar fundagjörðir úthlutunarnefndar Verkamannafélagsins Fram 1978-1991. Bókin er þykk, innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum, í hana eru PERSÓNUGREINANLEG TRÚNAÐARGÖGN er tengjast meðal annars bótum frá sameiginlegri úthlutunarnefnd verkalýðsfélaga á Sauðárkróki.
Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók stjórnar sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1962-1985.

Fundagerðabók stjórnar sjúkrasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1962-1985, innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin er í A4 stærð og í henni eru persónugreinanleg trúnaðarupplýsingar er varða félagsmenn sem sóttu um hjá sjúkrasjóðnum. Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt. Aftast í bókinni eru tvö blöð með töllegum upplýsingum frá sjúkrasjóðnum 1973 og 1977.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkamannafélagsins Fram 1984-1989.

Fundagerðabók stjórnar og trúnaðarmannaráðs Verkamannafélagsins Fram 1984-1989. Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin er vel læsileg og í góðu ásigkomulagi. Í einni opnu í bókinni (bls. 122-123) eru tvö vélrituð blöð með ályktun stjórnar og trúnaðarmannaráðs V.M.F. Fram. Blöðin eru límd á blaðsíðurnar og er þetta mjög snyrtilega frágengið.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók hjálparsjóðs Verkamannafélagsins Fram 1954-1961.

Fundagerðabók hjálparsjóðs Verkamannafélagsins Fram 1954-1961, bókin er innbundin og með línustrikuðum blaðsíðum.
Í bókina eru sjö fundagerðir skráðar, í þeim eru persónugreinanleg trúnaðargögn og í þeirri síðustu sem er dagsett 17. 12.1961 kemur fram að þetta sé síðasta úthlutun úr sjóðnum í núverandi formi, nýtt kerfi tæki við um áramót sem hefur mikið hærri tekjustofn en núverandi kerfi.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók aðalfunda Verkamannafélagsins Fram 1987-1997.

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1987-1997 inniheldur fundagerðir aðalfunda félagsins. Bókin er í A3 stærð og er innbundin með línustrikuðum blaðsíðum, aðeins er skráð í bókina að litlum hluta að. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist mjög vel.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabók aðalfunda Verkamannafélagsins Fram 1969-1986.

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1969-1986, bókin inniheldur fundagerðir aðalfunda félagsins. Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum, nokkur vélrituð blöð sem eru heftuð og / eða límd með límbandi á blaðsíður í bókinni. Um er að ræða ályktanir frá aðalfundum félagsins. Þess ber að geta að flestar fundagerðirnar eru ritaðar af Agli Helgasyni og Jóni Karlssyni fyrrum formanni félagsins. Í bókinni eru einnig nokkrar vísur eftir Egil.

Verkamannafélagið Fram

Fundagerðabækur

9 fundagerðabækur úr safni A-1. Elsta bókin sem er frá 1930 inniheldur heimild um stofnun félagsins.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Félagsskírteini

Félagsskírteinið er í stærðinni 10,6 x 7 cm. Utan um það er rauð kápa úr gervileðri og þar utan um rautt hulstur.
Skírteinið er merkt Magnúsi Bjarnasyni.
Ástand skjalsins er gott.

Alþýðusamband Íslands (1916-)

Bókhalds 1935-1938

Í safninu eru fylgiskjöl bókhalds, gjalda og tekjureikningar og efnahags reikningar - fyrir Jafnaðarmannafélag Sauðárkróks fyrir tímabilið 1935-1939. Einnig er einn lítill miði sem á er nafnalisti og reikningsdæmi á bakhliðinni. Skjölin eru ágætlega varðveitt og vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1943-1946

Í safninu eru efnahags- og rekstrarreikningar einnig skýrslur til Alþýðusambands Íslands fyrir tímabilið1943-1946. Skjölin eru vel læsileg og ágætlega varðveitt

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1941-1944

Í safninu eru tvær frumbækur með kvittanir fyrir greidd árgjöld til Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks 1941-1944, einnig félagaskrá og yfirlit yfir greidd árgjöld. Gögnin eru vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1941-1942

Fylgigögn bókhalds, efnahags- og rekstrarreikningur v/ Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks. Einnig eru fylgigögn bókhalds, kvittanir fyrir greiðslum, skilagrein vegna hlutaveltu og listi vegna útistandandi skulda við félagið. Pappírsgögnin hafa varðveist sæmilega, þau eru vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1939-2000

Safn sem áður var skráð C1 inniheldur vélrituð og handskrifuð pappírsgögn með ársreikningum Félagsheimilisins Bifrastar og Vkf Öldunnar, auk og innbundnar bækur sem innihalda félagaskrá og ársreikningum félagsins. Í safninu eru persónugreinanleg trúnaðarmál. Safn sem áður var C2 inniheldur árs- og efnahagsreiknnga Vkf Öldunnar og hreyfingalista frá 1989-1993. Í safninu er einnig lífeyrissjóðsyfirlit einstaklings sem var í Vkf Öldunni og er um að ræða trúnaðarmál.

Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)

Bókhald 1939-1942

Innbundin handskrifuð bók með línustrikuðum blaðsíðum. Bókin er merkt Höfuðbók II. Í bókina er skrá yfir greidd árgjöld félagsmanna Verkamannafélagsins Fram tímbilið 1939-1944 aftast í bókinni er félagaskrá. Bókin er í A5 stærð og er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1939-1940

Í safninu eru rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir Alþýðuflokksfélag Sauðárkróks, einnig eru þrjár kvittanir frá Alþýðusambandi Ísl. vegna greiðslna frá Alþýðuflokksfélagi Sauðárkróks. Safnið inniheldur fundarboð hjá A.S.Í, fylgigögn bókhalds, póstkvittanir, staðfestingu á greiðslu til A.S.Í, umslagi með frímerkjum og afklippur af umslagi og fylgibréfi fyrir póstsendingu.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1939-1940

Í safninu eru rekstrar- og efnahagsreikningar einnig frumbók með kvittunum fyrir greidd árgjöld skráð á Alþýðuflokksfélag Sauðárkróks og einn miði þar sem óskað er eftir upptöku í Jafnaðarmannafélag Sauðárkróks, dagsett og undirritað, gögnin eru frá tímabilinu 1939-1941. Ein útfyllt kvittun er eftir í frumbókinni. Safnið er allt vel varðveitt og læsilegt.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1938

Aðalreikningar Jafnaðarmannafélag Sauðárkróks fyrir árið 1938. Um er að ræða tvö blöð, annars vegar efnahagsreikningur og gjalda- og tekjureikning félagsins. Blöðin eru vel læsileg og hafa varðveist ágætlega.

Verkamannafélag Lýtingsstaðahrepps

Bókhald 1937-1939

Innbundin og handskrifuð sjóðsdagbók Verkamannafélagsins Fram. Í bókina eru færðar dagbókafærslur fyrir félagið fyrir tímabilið 1937-1939, að öðru leyti er bókin lítið notuð. Bókin er vel læsileg og í ágætlegu ásigkomulagið, límborði er á kjölnum.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1936-1938

Efnahags-og rekstrarreikningar fyrir árið 1936 handskrifað á línustrikuð blöð. Blöðin hafa rifnað og krumpast neðst. Reikningur Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks og skýrslur til ASÍ fyrir tímabilið 1936-1938 eru forprentaðar í A3 broti. Öll gögnin hafa varðveist ágætlega.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1936

Afrit af reikningi vegna vangreiðslu á félagsgjaldi dagsett 16/2.1936 í safninu eru perónugreinanleg trúnaðargögn.

Verkamannafélagið Fram

Bókhald 1935-1984

Innbundin og handskrifuð bók í A3 broti skrifað er í örfáar blaðsíður. Í bókinni er blað með upplýsingum með nöfnum nokkurra manna sem skulda (ekki kemur nákvæmlega fram hverjum þeir skulda eða hversu mikið), bréfið er ódagsett og án ártals.
Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi.

Verkamannafélagið Fram