Showing 3 results

Archival descriptions
Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps
Print preview Hierarchy View:

Ágrip úr sögu kvenfélaga í Skagafirði

Á meðal gagna eru handskrifuð og vélrituð blöð með sögu kvenfélaganna í Skagafirði, stofnár þeirra og starfsemi og fjölritað hefti með forsíðu þar sem stendur "Samtök Skagfirzkra Kvenna 100 ára, 7.júlí 1869-7.júlí 1969. Í safninu er einnig vélritað bréf, dagsett 17.11.1968 frá Kristmundi Bjarnasyni til Pálu Pálsdóttur um kvennaskólamál í Skagafirði. Einnig eru handskrifaðar athugasemdir, líklega Kristmundar og listi með heimildum. Vélrituð skjöl með ágrip sögu hins Skagfirzka Kvenfélags (ódagsett og án ártals). Vélritað ágrip af sögu Kvenfélags Sauðárkróks, dags.9.5.1969. Öll skjölin hafa varðveist mjög vel.

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Samband skagfirskra kvenna

  • IS HSk E00101
  • Fonds
  • 1869 - 2003

Um er að ræða mikið safn af handskrifuðum, vélrituðum, ljósritum, forprentuðum og tölvuútprentuðum skjölum. Auk þess formleg, óformleg erindi og bréf, skýrslur, bæklingar, þingsályktanir og fleira tengt málefnum sem S.S.K. lét sig varða um.
Félagatöl, lög S.S.K og Sambands Norðlenskra Kvenna (S.N.K.) og Kvenfélagssambands Íslands, einnig ársreikningar, jólakort, símskeyti tilefni 40 og 50 ára afmælis S.S.K. Samband Skagfirskra Kvenna stóð fyrir hugmyndasamkeppni um minjagrip árið 1987 og er verðlaunateikningin geymd í safninu. Einnig er prótótýpa af merki S.S.K. sem hannað var fyrir 40 ára afmæli S.S.K. 1983. Á meðal skjala voru innbundnar fundagerðir frá 1974-1983 og 2003, nokkrar voru til í tveimur eintökum og var ákveðið að grisja úr safninu og halda eftir einni fyrir hvert ár.
Í safninu er talsvert af úrkliptum auglýsingum, blaðagreinum og viðtölum úr héraðsfréttablöðunum Degi og Feyki, einnig Morgunblaðinu, frá árinu 1983-1997 sem tengdust starfi S.S.K og áhugasviða þeirra sem voru í forsvari fyrir sambandið. Blaða og úrklippusafnið var allt fjarlægt þar sem blöðin eru aðgengileg á www.timarit.is og engin þörf talin á að geyma þau né auglýsingarnar.
Í fyrstu var allt gróflega flokkað, síðan var ákveðið að flokka skjölin eftir ártölum. Pappírsgögn frá 1968-1979 voru sett saman við skjöl frá 1980 þar sem þau voru svo fá.
Í safninu eru nokkrar veifur, allir aukahlutir sem voru í veifunum voru teknir úr (skrúfur, plaststangir o.þ.h.). Öll gögn sem voru í plast- og pappamöpppum voru tekin úr og möppurnar fjarlægðar úr safninu einnig smellurammi. Einnig auðar blaðsíður og hefti voru fjarlægð að mestu þó þau væru ekki farin að skemma út frá sér. Nokkuð ljósmyndasafn fylgdi skjölunum, það var sett í sýrufría plastvasa. Búið var að skanna myndirnar inn og þær tengdar við safnið. Í safninu voru einnig vísur, stökur og kvæði eftir konur sem tengdust kvenfélögunum í Skagafirði og S.S.K. að einhverju leyti.
Allt safnið var í góðu ástandi og greinilega vel varðveitt.

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)

Samband Skagfirskra kvenna: skjalasafn

  • IS HSk N00539
  • Fonds
  • 1967-2008

Nokkrar afhendingar sem skráðar voru undir einu númeri. Um er að ræða, innbundnar bækur, skjöl og skýrslur frá Sambandi Skagfirskra kvenna (S.S.K.) starfstímabilið 1967-2008. Gögnin voru varðveitt í nokkrum öskjum, um er að ræða nokkrar afhendingar sem voru í öskjum nr.461, 515, 516, 517, 580 og 581. Ekki er vitað með vissu hverjir skjalamyndarar voru.
Í öskju 461 var 1 fundagerðarbók (1989-2003).
Samkvæmt lista sem fylgdi er líklega um sömu afhendinguna að ræða í öskjum 515, 516 og 517, sbr.lista yfir innihaldi afhendingarinnar sem fylgdi með. Gögnin voru afhent árið 2011, ekki er vitað hver skjalamyndari -/ar voru.
í öskju nr. 515, voru ársskýrslur SSK (1975-1996).
Í öskju nr. 516: ársskýrslur (1997-2007).
Í öskju nr. 517 fundagerðarbók (1982-2008), gestabók og orlofsfréttir.
Askja 580 fundagerðabók (1976-1984, fundagerðir aðalfunda 1982-1985 og 1987, listi yfir formenn kvenfélaga, ræða (ódags.) fundagerðir Sambands Norðlenskra kvenna (1984 og 1985).
Askja nr. 581 innihélt ársreikninga S.S.K. (1967-1979) og ársskýrslur K.Í 1991 - afhending frá Helgu Bjarnadóttur. Handskrifað blað þess efnis hvaða gögn hún afhenti fylgdi með.
Í öskju nr. 640 var ritið "Samtök Skagfirzkra kvenna 100 ára".

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)