Á meðal gagna eru handskrifuð og vélrituð blöð með sögu kvenfélaganna í Skagafirði, stofnár þeirra og starfsemi og fjölritað hefti með forsíðu þar sem stendur "Samtök Skagfirzkra Kvenna 100 ára, 7.júlí 1869-7.júlí 1969. Í safninu er einnig vélritað bréf, dagsett 17.11.1968 frá Kristmundi Bjarnasyni til Pálu Pálsdóttur um kvennaskólamál í Skagafirði. Einnig eru handskrifaðar athugasemdir, líklega Kristmundar og listi með heimildum. Vélrituð skjöl með ágrip sögu hins Skagfirzka Kvenfélags (ódagsett og án ártals). Vélritað ágrip af sögu Kvenfélags Sauðárkróks, dags.9.5.1969. Öll skjölin hafa varðveist mjög vel.
Kvenfélagið Freyja í Viðvíkursveit. Tekið í Bifröst 1969. Sýning og aldarafmæli Kvenfélags Rípurhrepps. Á myndinni eru, frá vinstri: Alda Ferdinandsdóttir frá Lóni, Ásdís Björnsdóttir frá Vatnsleysu, Anna Jónsdóttir frá Laufhóli, Oddný Jónsdóttir frá Narfastöðum, Elínborg Bessadóttir frá Hofsstaðaseli, Elísabet Friðriksdóttir frá Viðvík, Helga Rögnvaldsdóttir frá Syðri-Hofdölum.
Nokkrar afhendingar sem skráðar voru undir einu númeri. Um er að ræða, innbundnar bækur, skjöl og skýrslur frá Sambandi Skagfirskra kvenna (S.S.K.) starfstímabilið 1967-2008. Gögnin voru varðveitt í nokkrum öskjum, um er að ræða nokkrar afhendingar sem voru í öskjum nr.461, 515, 516, 517, 580 og 581. Ekki er vitað með vissu hverjir skjalamyndarar voru. Í öskju 461 var 1 fundagerðarbók (1989-2003). Samkvæmt lista sem fylgdi er líklega um sömu afhendinguna að ræða í öskjum 515, 516 og 517, sbr.lista yfir innihaldi afhendingarinnar sem fylgdi með. Gögnin voru afhent árið 2011, ekki er vitað hver skjalamyndari -/ar voru. í öskju nr. 515, voru ársskýrslur SSK (1975-1996). Í öskju nr. 516: ársskýrslur (1997-2007). Í öskju nr. 517 fundagerðarbók (1982-2008), gestabók og orlofsfréttir. Askja 580 fundagerðabók (1976-1984, fundagerðir aðalfunda 1982-1985 og 1987, listi yfir formenn kvenfélaga, ræða (ódags.) fundagerðir Sambands Norðlenskra kvenna (1984 og 1985). Askja nr. 581 innihélt ársreikninga S.S.K. (1967-1979) og ársskýrslur K.Í 1991 - afhending frá Helgu Bjarnadóttur. Handskrifað blað þess efnis hvaða gögn hún afhenti fylgdi með. Í öskju nr. 640 var ritið "Samtök Skagfirzkra kvenna 100 ára".