Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 151 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Torfbæir
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

134 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

KCM82

Hofsstaðasel. Hesthús nær. Fjárhús fjær. Bárujárnshlaða á bak við (ca. um 1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM95

Mynd tekin í Hofsstaðaseli. Drengurinn er Ólafur M. Óskarsson (ca. 1966-1970.)

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM331

Kofi í Varmahlíð. Austan og sunnar sundlaugarinnar í gilbarminum að sunnanverðu. Þar bjó gamall maður með nokkrar karakúlkindur. Ingólfur Sveinsson.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 65

Tveir menn gæða sér á nesti við torfbæ. Í bakgrunni er fallega hlaðinn veggur.
Í skýringum við myndina segir "mjólkurdrykkja og skyrát."

Egill Jónasson (1901-1932)

BS2788

Bærinn að Svínavatni í Húnavatnshreppi. Á hlaði stendur Steingrímur Jóhannesson bóndi með kíki. Bustirnar eru f.v. Betri stofan - en fyrir ofan hana geymsluloft sem gengið var í úr hlóðaeldhúsi - sem var baka til. Stofan er nú á byggðasafninu á Reykjum í Hrútafirði. Bæjardyr voru fremur rúmgóðar. Þriðja burst var geymsla. Lengst til hægri var smiðjan. Að baki þessum húsum var baðstofan.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS2723

Fólk og hestar á hlaðinu í Heiðarseli. Þorbjörg Schweizer situr á hesti en Sveinbjörg systir hennar talar við hana. Árni Jónsson hugar að reiðtygjum á hesti Þorbjargar. Hugsanlega er þarna mynduð brottför Þorbjargar og Brunos - en þau fluttust til Þýskalands.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS462

Eiríksstaðir í Svartárdal - Hún. Guðmundur Sigfússon bóndi í bæjardyrum

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS480

Klemens Guðmundsson b. Brún í Svartárdal - Hún og Sigurður Steindórsson á hlaðinu.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS297

  1. Austurhlið Laufásbæjar - baðstofuhúsið. Gluggarnir vinstra megin eru á eldhúsi og búri - lengst t.h. er pilthúsið. Uppi er baðstofan - hjónaherbergið og kontórinn.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS426

Klemens Guðmundsson í Bólstaðarhlíð gengur frá Skottastöðum með pósttöskuna á öxl. Halldór Jóhannsson bóndi gengur niður brekkuna frá bænum. Local Caption Myndin virðist spegluð í bókinni: Úr torfbæjum inn í tækniöld III - bls. 234.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS442

Barkarstaðir í Svartárdal. Drengurinn er Vermundur Eiríksson frá Vatnshlíð - sem dvaldist á Barkarstöðum.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS115

Hundur við fjárhús í Múlakoti í Fljótshlíð

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS133

Svana Theodórsdóttir (1922-1994) og Skúli Theódórsson (1925) í anddyrinu á Keldnabænum. Bak við Svönu eru dyrnar að Skálanum og sér þar í gamalt kirkjualtari. Til hægri sést í Saltkistuna fyrir gróft salt - en til vinstri er Stóra kistan. Í henni var geymt ómalað korn. Sjá nánar: Úr torfbæjum inn í tækniöld III - bls. 87.

Bruno Scweizer (1897-1958)

BS135

Veggskápur frá 1779 við búrdyrnar í anddyri gamla bæjarins á Keldum. Á myndinni eru einnig snælda - hrossabrestur og kambur.

Bruno Scweizer (1897-1958)

Mynd 293

Svartvhít ljósmynd. Negatíva skönnuð í tif.
Líkan af torfbæ.
Af sýningu í Grunnskólanum á Hofsósi.

Guðni Sigurður Óskarsson (1950-)

Mynd 13

Hópur af fólki fyrir framan burstabæ. Hundur hægra megin á myndinni og tunna í forgrunni.
Fólkið og staðurinn óþekkt.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Sýningarskrá

Sýningaskráin er ljósrituð á tvær pappirsarkir í A4 stærð, aðra hvíta og hina græna.
Fremst er uppdráttur af torfbænum í Glaumbæ og innan í lýsingar á hverju rými fyrir sig.
Ástand skjalsins er gott.

Byggðasafn Skagfirðinga (1948 -

Terry Hughes

Bréfasamskipti Byggðasafnsins og Terry Hughes
Alls 2 pappírsarkir.
Varðar: Fyrirspurn um torfhús.
Ástand skjalanna er gott.

Terry Hughes

Bréfritari Húsafriðunarnefnd

Bréfasamskipti Byggðasafnsins og Húsafriðunarnefndar.
22 pappírsarkir í A4 stærð.
Varðar Tyrfingsstaðaverkefnið og ferniseringu á timburgólfi í Áshúsi.
Ástand skjalsins er gott.

Húsafriðunarnefnd ríkisins

Stefán Jóhannesson

Ósk um að kaupa bæ Ólafs Guðmundssonar hér á Krók og hvernig Bygginganefnd gæfi út upplýsingar um viðhald. Bærinn var torfbær sem hét Ósland og stóð við Freyjugötu 20.

Bygginganefnd Sauðárkróks

KCM290

Bóla í Blönduhlíð. Sigrún M. Jónsdóttir (Lóa) lengst t.v. hjá börnunum. Aðrir óþekktir.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 229

Selnes á Skaga. Íbúðarhúsið var byggt árið 1958.
Tóftarbrotunum á bakkanum var ýtt fram af og þar með grafinn niður sporvagn sem notaður var við fisklöndun.
Ofarlega til vinstri eru tóftir af fjárhúsum.

Jón Norðmann Jónasson (1898-1976)

Mynd 29

Bjarnfríður Þorsteinsdóttir f. 1894 á Auðnum í Sæmundarhlíð, d. 1977 á Sauðárkróki. Hún dvaldist á Bakka í Hólmi og síðar í Húsey 1917 til 1932. Móðir Hjartar Vilhjálmssonar, bifreiðastjóra á Sauðárkróki. Myndin tekin á Bakka 1928.
Tilgáta: Barnið gæti heitið Sigurður Steindórsson.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 33

Óþekktur maður með hest í taumi. Í baksýn er hluti torfbæjar.

Egill Jónasson (1901-1932)

Mynd 14

Glaumbær í Skagafirði.
Maðurinn vinstra megin á myndinni er óþekktur.

Egill Jónasson (1901-1932)

Niðurstöður 86 to 151 of 151