Sýnir 55214 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

31934 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Viðskiptabækur

Viðskiptabækur sem innihalda upplýsingar um fólks- og vöruflutninga Gunnars Valdimarssonar. Innbundnar bækur og stílabækur.

Nýa testamenti

Hið nýa testamenti drottins vors Jesú Krists. Akureyri : Friðrik H. Jones ; London : Scripture Gift Mission, 1903. 380 bls. ; 14 sm.
Kápu vantar á bókina.

Nýárskveðjur

Tvær nýárskveðjur, skrifaðar á "ávísanir" frá Heilbrigðis- og hamingjubanka Íslands. Önnuð stíluð á Ólöfu Einarsdóttur á Hraunum frá Rósu Einarsdóttur en hin hjónin á Hraunum frá litla Birni í Hrúthúsum.

Jón Nikódemusson: Skjalasafn

  • IS HSk N00244
  • Safn
  • 1908-1930

11 skjöl úr dánarbúi Jóns Sigvalda Nikódemussonar. Ýmis afsöl og kaupsamningar ásamt persónulegum gögnum.

Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983)

Hjónavígslubréf

Hjónavígslubréf útgefið af Christian hinum 10, konungi Íslands og Danmerkur. Gefið út fyrir hjónin Sigvalda Jón Nikódemusson og Önnu Friðriksdóttur. Undirritað á Akureyri 27. september 1928 af sóknarpresti.

Afsal af Lindargötu 7

Afsal þar sem Páll Jónsson trésmiður á Sauðárkróki lýsir því yfir að Nikódemus Jónsson hefur tekið að sér yfirtaka skuld sína við Sparisjóð Sauðárkróks sem hvílir á húseign hans Theobaldshúsi / Lindargötu 7 / Fyrstabóli og borgi umsamið kaupverð nefndrar húseignar. Bréfið er dagsett 20. október 1919 og er undirritað og og stimplað á manntalsþingi á Sauðárkróki 1920.

Kaupsamningur

Kaupsamningur á milli Nikódemusar Jónssonar og Kristjáns Gíslasonar kaupmanns. Kristján afsalar sér til handa Nikódemusi húseign sína, fjós og hlöður er standa sunnanvert við lóð Nikódemusar uppi undir brekku. Bréfið er dagsett 30. október 1929, undirritað og stimplað af Sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu.

Afmæliskort

Afmæliskort til Jóns Nikódemussonar á 26 afmælisári hans, kortið er frá tengdamóður hans, Þorbjörgu. Framan á kortinu er áprentuð mynd af skeifu skreytt með rósum og fleiru.

Ljóð

Handskrifað ljóð sem ber yfirskriftina Húsið. Enginn höfundur né ártal er skráð við ljóðið. Líklega er ljóðið þó samið um húsið Fyrstaból við Lindargötu 7.

Niðurstöður 3316 to 3400 of 55214