Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 1501 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Jóhannes Geir: Málverkasafn Myndlist With digital objects
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

JG-1094

Teikning af fólki við ýmiskonar athafnir. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1099

Tvær skissur af uppstillingum á gítörum - ávöxtum og öðrum hlutum á samankuðluðum dúkum á borði. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1965-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1100

Tvær skissur af uppstillingum á flöskum og öðrum hlutum á borði. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1965-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1109

Skissa af mönnum horfa á Víkingaskip koma að landi. Skissan er sennilega hluti af Sturlungaseríu Jóh.Geirs. Myndin er líklega frá 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1116

Teikning af manni með skegg í stafnum B. Myndina teiknaði Jóh.Geir fyrir bókina Bymbeyglu : einn samtíðarinnar spéspegill með innleiðslu eftir Björn Jónson læknir - bróðir Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1975 og er myndin því líklega frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1121

Skissa af seglskútu á siglingu og yfir henni flýgur kría. Á blaðinu stendur: „Krían“. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1123

Skissa af einhverskonar hlut - óvíst hverju. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1124

Skissa af einhverskonar hlutum eða verkfærum - óvíst hverju. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1130

Skissa af tveimur mönnum sitja við borð með lampa. Á blaðinu stendur: „Jóhannes.“ Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1131

Myndefni óljóst - mögulega einhverskonar þang eða annar gróður. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1132

Teikning af kálfi. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1141

Gróf skissa af manni með pípuhatt. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1143

Tvennar abstrakt skissur. Vinstri myndin er litrík með appelsínugulu - rauðu - grænu og bláum litum. Hægri myndin er brúnleit með rauðum ferköntuðum hlut fyrir miðju. Myndirnar gætu verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1145

Þrennar abstrakt skissur. Sú fyrsta er í efra vinstra horni blaðsins. Litasamsetning hennar er appelsínugul - brún - grængrá og svört. Önnur myndin er í efra hægra horni blaðsins. Hún sýnir líklega dökkleitt landslag - þar sem tungl eða sól er á gráum og bláum himni - yfir bláum sjó og svartri jörð. Þriðja myndin er litrík - með appelsínugulan - gráan - blágrænan - svartan og fjólubláan. Myndirnar gætu verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1151

Fimm abstrakt skissur. Sú fyrsta - í efra vinstra horni - er fjólublá með bláum hlut. Önnur skissan - hægra megin við þá fyrstu - er svartur hringur fylltur með rauðum á appelsínugulum og gulum bakgrunni. Þriðja myndin - í efra hægra horni - er af blómum í bláum blómavasa á bleikum bakgrunni. Fjórða skissan - í neðra hægra horni - er bleikur - gulir og grænir hlutir á bláum bakgrunni. Fimmta myndin - í neðra vinstra horni - er af bláum doppum sem mynda e.k. stjörnu á rauðum bakgrunni. Á skissunni er einnig gul rönd. Óvíst er hvort skissurnar eru eftir Jóh. Geir. Myndirnar gætu verið frá tímabilinu 1960-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1163

Mynd af skipi sigla inn vog - líklega Elliðárvog í Reykjavík. Myndin gæti verið frá 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1166

Teikning af torfbæ. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1172

Teikning af engli sem situr - með hendur fyrir andliti - á steini við klettaströnd. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1950-1960.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1180

Skissa af andliti Björns Jónssonar læknis - bróður Jóh.Geirs - þegar hann var drengur. Myndin var gerð fyrir bókina Glampar í götu sem Björn skrifaði um æskuminningar sínar á Króknum og var birt aftan á titilsíðu bókarinnar. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1183

Skissa af andliti Björns Jónssonar læknis - bróður Jóh.Geirs - þegar hann var drengur. Myndin var gerð fyrir bókina Glampar í götu sem Björn skrifaði um æskuminningar sínar á Króknum og var birt aftan á titilsíðu bókarinnar. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1187

Skissa af andliti Björns Jónssonar læknis - bróður Jóh.Geirs - þegar hann var drengur. Á blaðinu stendur: „Sendist aftur eða ljósrit“. Myndin var gerð fyrir bókina Glampar í götu sem Björn skrifaði um æskuminningar sínar á Króknum og var birt aftan á titilsíðu bókarinnar. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1191

Skissa af drengjum synda undan trylltum svönum. Samskonar mynd er á bls. 48-49 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1199

Skissa af fólki dansa um jólatré. Samskonar mynd er á bls. 261 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1208

Skissa af fólki umhverfis bíl. Samskonar mynd er á bls. 199 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1209

Skissa af Sauðárkrókskirkju og í bakgrunni má sjá líkfyld á leið upp Kirkjustíg. Samskonar mynd er á bls. 247 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1211

Skissa af þremur drengjum á hjólum. Myndin er líklega skissuð fyrir bókina Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1213

Skissa af tveimur mönnum á bát úti á hafi í ólgusjó. Á myndinni stendur: „Kuvending bls. 257.“ Samskonar mynd er á bls. 165 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1218

Skissa af bát með tvö möstur og stýrishús. Samskonar bátur er á mynd á bls. 81 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1220

Skissa af bát. Samskonar bátur er á mynd á bls. 81 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1223

Gróf skissa af krökkum skíða niður Nafirnar á Sauðárkróki. Samskonar myndefni er á bls. 133 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1228

Gróf skissa af krökkum leika sér í snjó. Á myndinni stendur: „Renna upp í brekkuna. gegnt.“ Samskonar myndefni er á bls. 122 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1237

Teikning af dreng róa bát útá hafi og maður veiðir fisk. Samskonar mynd er á bls. 169 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1239

Teikning af mönnum róa bát útá hafi í ólgusjó. Samskonar mynd er á bls. 165 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1245

Skissa af dreng á skrifstofu með tveimur mönnum. Myndin er líklega skissuð fyrir bókina Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1247

Teikning af dreng standa framan við skeggjaðann mann handan við afgreiðsluborð í verslun. Á blaðinu stendur: „Ísleifur“. Samskonar mynd er á bls. 177 í bókinni Glampar í götu eftir Björn Jónsson læknir - bróður Jóh.Geirs. Bókin kom út árið 1989 og er myndin því líklegast frá því um eða fyrir þann tíma.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1263

Skissa af fólki á víkingaskipum. Skissan er sennilega hluti af Sturlungaseríu Jóh.Geirs. Myndin er líklega frá 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1272

Abstrakt skissa af skipi. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1273

Teikning af hesti. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1281

Skissa af hesti á beit. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1283

Landslagsmynd af gróðurvöxnum móa. Myndin er frá 1971.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1285

Skissa af tveimur mönnum - annar stendur í dyragætt með poka í hendi á meðan hinn - sem er roskinn maður - situr í forgrunni. Sá síðarnefndi er faðir Jóh.Geirs - Jón Björnsson. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1287

Skissa af hesti. Fyrir neðan myndina stendur: „Styggur hestur“. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1288

Skissa af torfbæ. Fyrir neðan myndina stendur: „Baðstofa á Marbæli.“. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1301

Gróf skissa af bardaga. Myndirnar eru líklega hluti af Sturlungaseríu Jóh.Geirs. Myndin gæti verið frá 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1309

Teikning af hliðarsvip roskins manns með yfirvaraskegg og hatt - óvíst hverjum. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1312

Tvennar skissur - líklegast af uppstillingum. Efri myndin virðist vera á hvolfi. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1315

Gróf skissa - líklega af bátum við bryggju. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1317

Þrennar skissur, myndefnið á þeirri til vinstri virðist vera iðnaðarhverfi - myndefnið á þeirri til hægri að ofan er óljóst en greina má hús og mögulega skip en ekki er hægt að greina myndefnið á þeirri neðri til hægri. Við myndirnar til hægri er búið að skrifa ýmsar athugasemdir. Myndirnar gætu verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1319

Sex skissur eru á blaðinu þar sem myndefni þeirra allra eru skip við höfn. Myndin gæti verið frá 1945-1955 en mikið sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1320

Mjög gróf skissa þar sem myndefnið er óljóst - mögulega byggingar. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1324

Mjög gróf skissa þar sem myndefnið er óljóst. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1325

Fjórar grófar skissur eru á blaðinu þar sem myndefni þeirra allra virðast vera landslagsmyndir við sjávarsíðuna. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1330

Gróf skissa af húsaþökum í þéttbýli. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1336

Gróf skissa af óljósu myndefni - líklega einhverskonar byggingu. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1338

Skissa af byggingum. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1340

Skissa af húsum. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1341

Skissa af húsum. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1343

Á blaðinu eru sex skissur ýmist af fólki - landslagi eða bátum við höfn. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1348

Ógreinileg skissa af skipi í höfn. Myndin gæti verið frá 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1352

Auglýsingaspjald fyrir ísbúðina Ísborg - þar sem mynd er af dreng drekka sjeik. Á myndinni stendur: „Ísborg Reykjavík“ - „Milk Shake“ og „margvísleg bragðefni!“. Auglýsinguna hefur hann líklega gert þegar hann starfaði á auglýsingastofu Stefáns Jónssonar - bróður Jóh.Geirs - á tímabilinu 1945-1955.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1365

Málverk af bíl sem ekur eftir vegi - í bakgrunni eru nokkur hús við sjóinn. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1372

Málverk af trjám í húsagarði - þar sem húsið sést til hægri. Neðst til vinstri á myndinni má sjá bláklædda manneskju. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1960-1970.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1374

Óklárað málverk af skipi og nokkrum bátum í höfn - í bakgrunni má sjá hús í óþekktum bæ. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1985-1995.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1376

Málverk af Skarðsá við Sauðárkróksbæ. Í bakgrunni má sjá fjöllin handan við Skagafjörð. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin gæti verið frá tímabilinu 1953-1963.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1383

Sjálfsmynd af Jóh. Geir sitja í fjöru og skissa mynd. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1386

Óklárað málverk af hestum á beit í haga - einn þeirra lítur upp. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1387

Málverk líklega af iðnaðarhverfi - óvíst hvar. Neðri hluti myndarinnar er dökkleit en himininn ljós (gulur). Myndin virðist vera máluð með spaða. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1398

Málverk af hvalreka í fjöru. Myndin virðist vera máluð með spaða. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1401

Óklárað málverk af vegi sem liggur í gegnum landslag. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin gæti verið frá tímabilinu 1953-1963.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1405

Óklárað málverk af Reykjavík - þar sem horft er yfir sundin - Viðey og Esjuna. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1993-2003.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1407

Óklárað málverk af fjórum hestum. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1408

Málverk af því sem virðist vera byggingar handan við vog - líklega í Sandgerði. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1409

Óklárað málverk af húsum við götu - óvíst hvar. Gatan er dökkleit og himininn rauður. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1410

Óklárað málverk af þremur hestum - tveir þeirra eru að klóra hvorum öðrum. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1965-1975.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1418

Málverk af bát í naust - óvíst hvar. Myndin virðist vera máluð með spaða. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1424

Óklárað málverk af tveimur mönnum hjá þrennum bátum sem standa á landi - óvíst hvar - mögulega í Hafnafjarðahöfn. Í bakgrunni má sjá fjölda bygginga og fjöll (Esjuna?). Myndin gæti verið frá tímabilinu 1993-2003.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1425

Ókláruð landslagsmynd - óvíst hvar. Vegur liggur yfir landslag - þar sem fyrir miðju má sjá skóglendi en í bakgrunni fjöll. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1980-1990.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1426

Myndefni málverksins er óljóst - en við efri hlið má sjá tvenn hús. Myndin virðist vera máluð með spaða. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1438

Óklárað málverk af tveimur hestum í landslagi. Hestarnir eru í forgrunni - framhjá þeim liggur vegur og yfir þeim má sjá gráleitt og sérkennilegt skýjafar. Myndin gæti verið máluð með spaða. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1955-1965.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1440

Óklárað málverk af þremur mönnum við störf í iðnaðarhverfi - óvíst hvar. Hjá þeim stendur bátur. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1960-1970.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1443

Óklárað málverk af mönnum við ýmis störf - óvíst hvar. Í bakgrunni má sjá byggingar. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1445

Óklárað málverk af tveimur mönnum sem virðast halda á einhverjum hlut. Þeir eru staddir á óþekktri götu. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1975-1985.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1447

Óklárað málverk af tveimur mönnum við störf í fjöru - óvíst hvar. Á fjörunni eru bátar og handan við fjörðin eru fjöll. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1990-2000.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1448

Óklárað málverk af tveimur mönnum bera timbur einhversstaðar í Reykjavík. Í bakgrunni má sjá Esjuna. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1970-1980.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

JG-1452

Óklárað málverk af manni - ásamt tveimur hestum - á ferð um landslag - óvíst hvar. Í bakgrunni má mögulega sjá jökul. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1960-1970.

Jóhannes Geir Jónsson (1927-2003)

Niðurstöður 341 to 425 of 1501