Print preview Close

Showing 4983 results

Archival descriptions
Feykir: Ljósmyndasafn English
Advanced search options
Print preview Hierarchy View:

4902 results with digital objects Show results with digital objects

Fey 1651

Snjótroðari. Maðurinn sem stendur við troðarann er Viðhelm Guðbjartsson á Hvammstanga.

Feykir (1981-)

Fey 1658

Frá heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur forseta í Skagafjörð 23.-25. ágúst 1991.
Á myndinni er Þorsteinn Ásgrímsson formaður héraðsnefndar við hlið Vigdísar á Alexandersflugvelli. Á eftir þorsteini gengur kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir.

Feykir (1981-)

Fey 1660

Frá heimsókn forsetahjónanna Ólafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur á afmælishátíð á Sauðarkróki sumarið 1997.
Myndin er frá opnun Safnahúss Sauðárkróks. Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri er t.v. við forsetahjónin og Kristján Runólfsson t.h.

Feykir (1981-)

Fey 1664

Ferming í Knappstaðakirkju. Rúnar Þór Númason frá Reykjarhóli í Austur-Fljótum og sr. Bragi Ingibergsson sóknarprestur á Siglufirði sem þjónaði í Fljótum um tíma.

Feykir (1981-)

Fey 1672

Frá hátíðarguðþjónustu sem fram fór í Sauðárkrókskirkju í nóvember 1998. Tilefnið var 100 ára afmæli Prestafélags Hólastiftis.
Í öftustu röð f.v. Gunnlaugur Garðarsson, Akureyri, Árni Sigurðsson, Blönduósi, Birgir Snæbjörnsson, Akureyri, Ólafur Hallgrímsson, Mælifelli, Sigurður Grétar Sigurðsson, Hvammstanga, og Gísli Gunnarsson, Glaumbæ. Mið röð f.v. Hulda M. Helgadóttir, Hrísey, Gunnar Gíslason, Glaumbæ, Magnús Gamalíel Gunnarsson, Dalvík, Pétur Þórarinsson, Laufási og Sigríður Guðmarsdóttir, Ólafsfirði. Þrjú remstu eru f.v. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Sauðárkróki, Bolli Gústafsson vígslubiskup, Hólum og Sigurður Guðmundsson fyrrv. vígslubiskup.

Feykir (1981-)

Fey 1677

Kirkjukór Sauðárkrókskirkju og Jóhann Már Jóhannsson syngja í Sauðárkrókskirkju.

Feykir (1981-)

Fey 1678

Lokahóf unglingavinnu Sauðárkróksbæjar í Grænuklauf sumarið 1983. Verkstjórar unglingavinnu, félagsmálastjóri og bæjarstjóri bregða áleik.
F.v. Sigrún Halldórsdóttir, (Hulda Gísladóttir), Oddný Finnbogadóttir, Jónína Björg Kristinsdóttir, Björn Magnús Björgvinsson, Matthías Viktorsson félagsmálastjóri og Þórður Þórðarson bæjarstjóri.
Mynd nr 1556 er frá sama tilefni.

Feykir (1981-)

Fey 1682

Unglingavinna á Kirkjutorginu á Króknum sumarið 1988.

Feykir (1981-)

Fey 1685

Leikskólinn Glaðheimar. Börn fædd 1988 og 1989. F.v.: Ingunn Sandra Arnþórsdóttir (í gulri peysu, bakvið), Alrún Ösp Herudóttir, Fjóla Sigríður Stefánsdóttir, Sigfús Arnar Benediktsson og Grétar.

Feykir (1981-)

Fey 1701

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flytur ávarp á Faxatorgi á afmælishátíð Sauðárkróks í júlí 1997.

Feykir (1981-)

Fey 1706

Félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni heimsóttu Skagafjörð ásamt mökum um Jónsmessuleytið 1992 þar sem þei kváðust á við Skagfirðinga á Löngumýri. Í forgrunni á myndinni má þekkja Sveinbjörn Beinteinsson alsherjargoða (með alskegg).

Feykir (1981-)

Fey 1712

Ágúst Bentsson ásamt syni sínum, Ásgeiri Þresti, í snjóflóði sem féll úr Nöfunum norðan Kirkjuklaufar ofan við Skógargötu 18 í febrúar 1998.

Feykir (1981-)

Fey 1716

Snjómokstur á Skagfirðingabrautinni á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 1717

Snjómokstur á Skagfirðingabrautinni á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 1725

Vetrarmynd úr Skógargötunni á Króknum til norðurs.

Feykir (1981-)

Fey 1732

Snjómokstur á Sæmundargötunni á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 1735

Snjómokstur á Hólaveginum á Króknum.

Feykir (1981-)

Fey 1739

Kiwanisklúbburinn Drangey færði vistheimili sérdeildar Gagnfræðaskóla Sauðárkróks gafabréf að verðmæti 300 þúsund krónur í apríl 1993. Á myndinni er Aðalheiður Reynisdóttir þroskaþjálfi og umsjónarmaður sérdeildarinnar að taka við gjafabréfinu frá Stefáni P Stefánssyni formanni Drangeyjar. Til vinstri við Aðalheiði er Árni Heiðar Bjarnason.

Feykir (1981-)

Fey 1744

Nemendur sérdeildar Gagnfræðaskóla Sauðárkróks fá afhent endurskinsmerki frá Kiwanisklúbbnum Drangey í desember 1993.
Aftast eru Ólafur Jónsson forseti Kiwanisklúbbsins t.v. og Sveinbjörn Ragnarsson lögregluþjónn.

Feykir (1981-)

Fey 1756

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps á söngskemmtun í Húnaveri í janúar 1997. Stjórnandi Sveinn Árnason , við píanóið er Thomas Higgerson.

Feykir (1981-)

Fey 1766

Lúther Olgeirsson (1943-) frá Forsæludal í Vatnsdal rífur gærunar af skrokkunum í sláturhúsi SAH á Blönduósi haustið 1997.

Feykir (1981-)

Fey 1770

Þorsteinn Gunnarsson bóndi á Reykjum við Reykjabraut vorið 1991, en hann hafði auglýst eftir aðstoðarfólki við sauðburð en fengið lítil viðbrögð.

Feykir (1981-)

Fey 1773

Fyrstu hreinu galloway nautin úr Hrísey komu í Skagafjörð í ársbyrjun 1997. Þeir stinga nokkuð í stúf hinir kafloðnu kollar galloway kálfanna tveggja t.v. í fjósinu á Vöglum.

Feykir (1981-)

Fey 1775

Fyrstu hreinu galloway nautin úr Hrísey komu í Skagafjörð í ársbyrjun 1997. Þeir stinga nokkuð í stúf hinir kafloðnu kollar galloway kálfanna tveggja t.v. í fjósinu á Vöglum.

Feykir (1981-)

Fey 1780

Slátrað samkvæmt EB staðli í sláturhúsi Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi haustið 1997.

Feykir (1981-)

Fey 1791

Lúther Olgeirsson (1943-) frá Forsæludal í Vatnsdal, þar sem hann rífur gærunar af skrokkunum í sláturhúsi SAH á Blönduósi haustið 1997.

Feykir (1981-)

Fey 1803

Úr Fiskiðjunni á Sauðárkróki. Ragnar sigurbjõrnsson og Andrés Magnússon.

Feykir (1981-)

Fey 1804

Slátrun á Hólableikju. F. v. Steinþór Tryggvason, Kýrholti og Ástvaldur Jóhannesson, Reykjum. Þriðji óþekktur.

Feykir (1981-)

Fey 1806

Fiskvinnsla. Sennilega hjá Hólalaxi. Hólmfríður Jóna Línberg Runólfsdóttir t.h. og Ástvaldur Jóhannesson gæti verið annar f.v. Aðrir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 1807

Fiskvinnsla. F.v. Tómas Kristjánsson, Sigurður Ragnarsson, Skúli Jónsson og Þorbjörg Ágústsdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 1808

Rækjuvinnsla á Skagaströnd. Fremst og lengst til vinstri er Ásta Ýr Ásgeirsdóttir, við hlið hennar Sigrún Lárusdóttir og fremst hægra megin er Sigrún Guðmundsdóttir (móðir Sigrúnar Lárusdóttur). Sú fjórða er óþekkt.

Feykir (1981-)

Fey 1815

Japaninn Sima (t. v.) og Guðmundur vekrstjóri skoða afurðir ígulkerjavinnslunnar "Íguls" á Hvammstanga haustið 1993, en það eru hrogn ígulkerjanna sem sóst er eftir og þau flutt til Japan.

Feykir (1981-)

Fey 1818

Skreiðarverkun á Sauðárkróki vorið 1994. Sigurður Helgason verkstjóri lengst til vinstri á myndinni. Það eru mörg handtökin við skreiðina og saltfiskinn. Sigurður Helgason (1941-) Valdimar Örn Matthíasson (1973-) Ari Björn Sigurðsson (1973-).

Feykir (1981-)

Fey 1824

Steinullarverksmiðjan í nóv. 1994. Útlit fyrir taplaust ár og 15% söluaukningu milli ára. Stefán Ragnar Ragnarsson (1970-) t.v. Hinn óþekktur. Frétt í Feyki.

Feykir (1981-)

Fey 1828

Sjómannadagur á Króknum vorið 1997. Það var ekkert gefið eftir í koddaslagnum á Króknum og það var ekkert til sparað að koma félaganum í sjóinn. Í bátnum situr Hreiðar Örn Steinþórsson (1977-), hinir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 1833

Gæðingarnir teknir til kostanna. Hestasport stefndi að hestasýningum á Vindheimamelum sumarið 1992 á Vindhiemamelum. "Til móts við íslenska hestinn". Þetta er sýningarflokkurinn sem vann að markaðssetningu íslenska hestsins á Vindheimamelum. F. h. Björn Sveinsson, Varmalæk, Páll Bjarki Pálsson, Flugumýri, óþekkt, Jóhann Magnússon og Elvar Einarsson (1972-).

Feykir (1981-)

Fey 1835

Hestamót Hestamannafélagsins Svaða á Hofgerðisvelli 1992. A-flokkur gæðinga. F.h. Trix frá Gröf og Þórir Níels Jónsson (1966-2011) frá Óslandi, Kóróna frá Sigríðarstöðum og Egill Þórarinsson (1960-), Flosi frá Brekkukoti og Sigurbjörn Þorleifsson (1944-2011) Langhúsum, Gríma frá Sigríðarstöðum og Þórarinn Arnarson (1973-), og Ljúfur frá Gerðum og Gísli S. Hallldórsson. Jón Guðmundsson (1931-) frá Ósland (t.h). og Símon Ingi Gestsson (1944-2018) frá Barði afhenda Þóri og Trix verðlaun en þeir sigruðu.

Fey 1845

Björn Sverrisson knattspyrnumaður hjá Tindastóli, en Tindastóll auglýsti Pinotex fúavarnarefni sumarið 1984.

Fey 1846

Halldór Karl Hermannsson, núverandi hafnarstjóri í Reykjanesbæ.

Fey 1869

Fimm legsteinar úr Hólakirkjugarði. Þar sem þeir lágu undir skemmdum var þeim komið fyrir í turni Hóladómkirkju í febrúar 1990.

Fey 1897

Flogið til fjárleita á húnvesku heiðarnar haustið 1989. F.v. Magnús Jósefsson, Steinnesi, Magnús Ólafsson, flugmaður á Sveinsstöðum, Reynir Steingrímsson, Hvammi og Jón Pálmason, Hnausum.

Fey 1898

Bridgesveit Ásgríms Sigurbjörnssonar frá Siglufirði, F.v. Bogi Sigurbjörnsson, Anton Sigurbjörnsson, Jón Sigurbjörnsson og Ásgrímur Sigurbjörnsson, allt bræður.

Fey 1901

Á uppskeruhátíð sunddeildar Tindastóns sem haldin var á Pollanum í janúar 1999 fékk Helga Elísa Þorkelsdóttir (1983-) verðlaun fyrir bestan árangur en hún setti 14 héraðsmet árið 1998.

Fey 1909

Kvenfélag Sauðárkróks og Samband skagfirskra kvenna færðu Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki húsgögn í setustofu heimilisins að gjöf. Myndin tekin í janúar 1988 á deild 4 af stjórnum félaganna og starfsfólki deildarinnar þegar gjöfin var formlega afhent.

Fey 1917

Frá sameiginlegum fundi Verkakvennfélagsins Öldunnar og Verkamannafélagsins Fram í Bifröst vorið 1988 þar sem kjarasamningur verkalýðsfélaganna á norðurlandi annars vegar og Vinnuveitendasambands Íslands og Vinnumálasambands Samvinnufélaganna hins vegar voru samþykktir.
Frá vinstri: Jórun Guðmundsdóttir og Margrét Pétursdóttir frá Vesturhlíð, óþekkt, Auður Vilhelmsdóttir, Björg Pálsdóttir, Anna Guðbrandsdóttir og Kristín Jóelsdóttir.

Fey 1935

Opið hús í Mjólkursamlaginu vorið 1997. F.v. Gunnar Már Ingólfsson (1944-2001), mjólkurfræðingur, Björn Jóhannes Sighvatz (1957-), Sigurdríf Jónatansdóttir (1960-) og Malene Erkmann.

Fey 1937

Björgunarsveitarmenn úr Skagfirðingasveit setja saman rör fyrir göng undir Sæmundarhlíð á Sauðárkróki, til móts við Bóknámshús Fjölbrautaskólans, haustið 1996.

Fey 1949

Tilg. Útskurður hjá Bardúsu á Hvammstanga árið 1992.

Fey 1960

Slátursamlag Skagfirðinga (Neðra sláturhús). Frétt í Feyki haustið 1992 þar sem sláturhúsið er talið til fyrirmyndar við losun úrgangs.

Fey 1984

Tilraunavinnsla ígulkerjahrogna hjá hlutafélagonu ÍSEX á Sauðárkróki í janúar 1993.
Annar frá hægri er Svanur Fannberg Jóhannsson (1937-2001). Aðrir óþekktir.

Fey 1989

Starfsstúlkur Fiskiðjunnar vinna fiskbita í pakkningar til verslanakeðja í Belgíu. Fremst og lengra til vinstri er Birna Davíðsdóttir, þá Steinunn Rósa Guðmundsdóttir og lengst til hægri Soffía Aðalsteinsdóttir.
Grein í Feyki 7/12 1994 um fjöldauppsagnir hjá Fiskiðjunni.

Fey 1994

Stöð tvö og Bylgjan í heimsókn á Sauðárkróki haustið 1994 á ferð um landið. Af því tilefni var sett upp hljóðstofa í anddyri Skagfirðingabúðar þaðan sem Bylgjan sendi út. F.v. Bjarni Dagur Jónsson, Eiríkur Hjálmarsson, Þorgeir Ástvaldsson , Ágúst Héðinsson og Örn Þórðarson.

Fey 1998

Steinullarverksmiðjan 10 ára haustið 1995. Iðnaðarráðuneytið styður þróunarverkefni í verksmiðjunni. 16,5 milljóna hagnaður var fyrstu átta mánuðu ársins. Við þetta tækifæri ræsti Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra nýja og fullkomna steinullarsög í verksmiðjunni.Frá vinstri eru Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Ágústsson og Árni Guðmundsson (sést að hluta) allt stjórnarmenn. Þá Einar Einarsson framkvæmdarstjóri , Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Guðmundur Örn Guðmundsson framleiðslustjóri og Stefán Guðmundsson alþingismaður.

Fey 1999

Garður hlaðinn utan um kirkjuna að Knappstöðum í Stíflu haustið 1994. Talið frá vinstri: Jón Elvar Númason (1973-), Þrasastöðum, Gunnlaugur Jónsson, Sigurður Helgi Sigurðsson (1969-), Jón Sveinsson (1968-), Ríkharður Ríkarðsson (1975-).

Fey 2000

Úr Stuðlabergi á Hofsósi á degi iðnaðarins, haustið 1995 en þá voru liðin 30 ár frá stofnun Stuðlabergs hf. Frá vinstri Stefán Óskarsson, Hjalti Gíslason, Vilhjálmur Steingrímsson, Þorsteinn Kristjánsson og Sigurveig Friðriksdóttir.

Fey 2002

Heimsókn þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Skagafjörð vorið 1997. Á myndinni eru þeir að skoða framleiðslu Sjávarleðurs og Loðskinns.

Fey 2005

Frá saumastofunni Vöku á Sauðárkróki; Sigríður Sólborg Júlíusdóttir (1932-), Bára Svavarsdóttir og Kristín Skagfjörð Guðjónsdóttir (1939-).

Fey 2007

Svipmynd frá vöru- og þjónustusýningu á Sauðárkróki sumarið 1997. Bás Loðskinns og Sjávarleðurs vakti talsverða athygli á sýningunni. Annar frá vinstri er Friðrik Jónsson (1960-).

Fey 2016

Risabókamarkaður að Aðalgötu 16 Skr. (Kaffi Krók) í mars 1995. Um 8 tonn af bókum voru á markaðinum.

Fey 2018

Við höfnina á Sauðárkróki. Keppni í netasplæsingu á sjómannadaginn. Frá vinstri: Óþekktur, Sigurður E. Levý, Haraldur Birgisson frá Bakka. (krjúpandi), óþekktur, Einar Gíslason, Fúsi Agnars og óþekktur.

Fey 2019

Tilg. Frá námsskeiði í útskurði hjá Bardúsu h.f. á Hvammstanga í febrúar 1992.

Fey 2025

Starfsmenn Sauðárkróksbæjar leggja snjóbræðslu í gangstétt sunnan við Sauðárkrókskirkju. Gústav Bentson er annar f.v. Gunnar Pétursson bendir og Róar Jónsson er lengst t.h.

Fey 2026

Snjóflóð féll úr Tindastóli fyrir ofan bæinn Innstaland á Reykjaströnd í febrúar árið 1999 og olli það rafmagnsleysi á sex bæjum.

Fey 2028

Skagfirska Söngsveitin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Björgvin Þ. Valdimarsson (1956-), stjórnandi kórsins við píanóið.

Fey 2030

Karlakórinn Heimir syngur í Staðarbjargarvík við Hofsós á Jónsmessuhátíð 1994. Harmónikuleikarar eru bræðurnir Stefán (t.v.) og Jón Gíslasynir.

Fey 2031

Samkórinn Björk í A-Hún flytur Gloriu eftir Antonio Vivaldi á Húnavöku á páskum 1984. Stjórnandi kórsins Sveinn Árni Korshamn.

Fey 2034

Frá minningartónleikum um Jóhann Pétur Sveinsson í íþróttahúsinu í Varmahlíð í október 1995. Hér er söngsveitin Drangey að syngja undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur (1932-) við undirleik Vilhelmínu Ólafsdóttur (1948-).

Results 511 to 595 of 4983