Fundagerðabók Ungmennafélagsins Neista.
Ungmennafélagið Neisti (1987-)Ein harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi, los á blaðsíðum og blaðasíður lausar. Aftari kápa er laus frá kili en bókin hangir saman að framan. Þetta er ekki stofnfundarbók og kemur ekki fram stofnun félagsins.
Upprekstrarfélag StaðarafréttarKaupsamningur Upprekstrarfélags Staðarfjalla á Reynistaðarafrétt árið 1898. Bréfið er líklega eftirrit af upprunalega kaupsamningnum en samningurinn er dagsettur 28.03.1898 á Hafsteinsstöðum.
Í samningnum segir "Afréttarfélagið er: allur Staðarhreppur, allir Rípurhreppur að undanteknu Eyhildarholti, af Seyluhreppi Langholtið fram að Litlu-Seylu að henni meðtaldri, Geldingarholt, holtskot, Fjall, Vatnskarð og Elvogar innan sama hrepps, af Sauðárhreppi allir bæir í Borgarsveit."
Einnig fylgir frumvarp til reglugjörðar fyrir notkun Staðarafréttar, skyldum og réttindum sem eign þeirri fylgir.
Safnið inniheldur ýmis skjöl úr fórum Valdemars, einkum reikninga, skattagögn, bréf, búfjárbókhald og ýmis smárit.
Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)Bernskuminningar Valgarðs Jónssonar frá árunum 1932-1945.
Valgarð Jónsson (1932-2016)Í safninu er póstkort með mynd af sundkonu stinga sér til sunds (líklega í tengslum við vígslu sundlaugarinnar í Varmahlíð) og happdrættismiði fyrir sundlaug Skagfirðinga í Varmahlíð. Ekki er vitað hver afhendir eða hvenær.
VarmahlíðarfélagiðSkólablað.
VarmahlíðarskóliFundargerðir, bréf og bókhalds Veiðifélags Laxár í Laxárdal frá árinu 1971 til 1996.
Veiðifélag Laxár í LaxárdalGögn félagsins, ársreikningar, fundargerðir og ýmis önnur gögn.
Hluti gagnanna tengist samstarfsfélagi um Miklavatn og Sæmundará.
Gögnin komu frá Kristjáni Runólfssyni 9. apríl 1996.
Veiðivötn hf. (1969-?)Gestabók fyrir salinn sem nefndur var Strönd.
Verkakvennafélagið Aldan (1930-2001)Skjölin eru í mismunandi ástandi sum rifin, blöð gulnuð og ryð eftir hefti. Skjölin eru ýmist prentuð, vélrituð eða handskrifuð afrit, á fínum flugpappír og þegar safnið yngist verða gögnin að mestu útprentuð og með stimplum (logo) þeirra stofnanna sem þau koma frá. Allt safnið segir sögu félagsins, skjölin eru að mestu leyti vel læsileg. Safnið var látið halda sér eins og það birtist í safni í ártalsröð og nánast í upprunalegum örkum en skráning leiðrétt.
Trúnaðargögn sett sér í örk, með sínum gögnum og taka á þau úr safni áður en safn er skoðað og persónugreinanleg trúnaðargögn liggja í safni.
Mygla fannst í gögnum og voru þau ryksuguð og hreinsuð, ásamt því að hefti, bréfaklemmur og plast voru fjarlægð.
Ljósmyndir, 127 stk.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)Í safninu eru 2 eintök (frumrit og ljósrit) af greinagerð sem Hjalti Pálsson vann um Vesturfarasetrið í Hamar í Noregi í tengslum við að slíkt safn yrði opnað í Skagafirði. Hjalti heimsótti safnið og vann greinagerðina út frá heimsókninni í safnið og kom með gögn frá þeim. Þar á meðal eru 2 einblöðungar á ensku frá vesturfarasetrinu (Norsk Utvandrermuseum) og forprentuð og innbundin ársskýrsla á ensku og 2 úttekt um starfsemi safnsins og sögu þess. Úr safninu var grisjað 1 ljósritað eintak af greinargerð Hjalta, sömuleiðis úttekt um starfsemi safnsins og sögu, 1 kynningarbæklingur og innbundna ársskýrslan.
Vesturfarasetrið (1995-)Hreppsgögn úr Viðvíkurhreppi hinum forna.
ViðvíkurhreppurBókin er harðspjalda og handskrifuð en kápan er orðin mjög léleg, rifinn og trosnuð og er bókin með límborða á kili sem heldur kili saman, en bókin er laus frá. Blaðsíðurnar eru fínar og vel læsilegar. í bók er laus lítil bók, viðskiptabók frá Sparisjóð á Sauðárkrók nr.278 um bókhald Vinagjöf frá 1904 - 1941. Ein undirrituð kvittun um úthlutun úr sjóðnum. 1939.
Vinagjöf - sjóður, LýtingsstaðarhreppiFundagerðabók Vindheimamela s.f. frá 1970 til 1990.
Vindheimamelar sf (1970-?)Ýmis samtíningur handrita
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)