Showing 12 results

Archival descriptions
Búnaðarfélag Hólahrepps
IS HSk E00122 · Fonds · 1892 - 1945

Fyrsta og önnur fundargerða - reikninga - og skýrslubók. Harðspjalda handskrifuð bækur í misjöfnu ástandi .

Búnaðarfélag Hólahrepps
IS HSk N00208 · Fonds · 1900

Tvö bréfspjöld (póstkort) með teiknuðum myndum frá Hólum í Hjaltadal.

Elinborg Bessadóttir (1947-)
Grunnskólinn á Hólum
IS HSk N00476 · Fonds · 1970 - 1990

Pappírsgögn. Bréf, fundargerðir, fjárhagsgögn og fleira.

Grunnskólinn á Hólum*
Hólamenn: Skjalasafn
IS HSk N00094 · Fonds · 1890-1891

Sveitablaðið Stígandi sem gefið var út af "nokkrum Hólamönnum", 1890-1891.

Hólamenn (1890-1891)
IS HSk N00523 · Fonds · 1942-1997

Gögn ýmissa félaga er störfuðu á Hólum í Hjaltadal á tímabilinu 1942-1997.

Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal
Lestrarfélag Hólahrepps
IS HSk E00108 · Fonds · 1885 - 1993

Gögnin í safninu segja langa sögu félagsins en þau eru í misgóðu lagi svo gott væri að mynda elsta hluta safnsins til að halda heimildum félagsins. Hreinsun var úr safni af heftum, bréfaklemmum og umslögum.
Fundagerða- reikninga og skýrslubækur innihalda skrár yfir keyptar bækur, félagaskrá, bókhald og fundagerðir.
Samkvæmt bókskrárbókum eru bókum skipt í deildir eftir því um hvað þær fjalla. Samanber deild E eru leikrit.
Útektar bækur eru skráðar á bæjarheiti, ártal og bókaheiti. Gjafabækur frá Friðbirni Traustasyni og er það heillöng bókaskrá.
Lítil ljóðabók Milli vita er skrifuð með mjög fallegri rithönd og gaman væri að koma ljóðunum út í veröldina. Bók er eftir Sigríði K Traustadóttur 24.04. 1886 - 02.07.1951.

Lestrarfélag Hólahrepps
IS HSk N00066 · Fonds · 1920-1930

Skólavinnubók Péturs Runólfssonar er hann var í Hólaskóla. Hann lauk námi þar árið 1930.

Pétur Marinó Runólfsson (1906-1962)
IS HSk N00496 · Fonds · 1900-1993

Í safninu eru svart hvítar litmyndir - fjölskyldumyndir og myndir teknar á Sauðárkróki og nokkrum öðrum kennileitum í Skagafirði. Tvær skólamyndir frá Húsmæðrakólanum á Löngumýri. Tvær myndir voru innrammaðar, önnur þeirra er máluð ljósmynd af Suðurgötu 18 og lítil mynd af Rósu og foreldrum hennar. Rammar og umslög utan um myndirnar var grisjað úr safninu. Í safninu eru einnig nokkrar handskrifaðar blaðsíður með lista yfir jólagjafir og jólakortasendingar. Í öskjunni er bréf frá Ingibjörgu, dóttur Rósu um afhendinguna til Héraðsskjalasafnsins.

Rósa Petra Jensdóttir
IS HSk N00165 · Fonds · 1895-1965

Ýmis gögn er varðar búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal frá 1895-1954, Hólaskóla í Hjaltadal fyrra hluta 20. aldar og Hólasókn í Hjaltadal.

Sigurður Jónsson (1882-1965)
Sigurjón Páll Ísaksson
IS HSk N00500 · Fonds · 1984-2016

Safn sem inniheldur ýmisleg smáprent, sem dæmi; auglýsingabæklingar, einblöðungar, dagskrár, yfirlit yfir viðburði og kynningarefni er tengjast viðburðum og söfnum í Skagafirði.
Úr safninu var grisjaðir kynningarbæklingar og mánaðaritið "Heima er bezt" 10, 1985, auglýsinga- og dagskráritið Sjónhornið og kynningarefni þar sem voru tvö eintök. Einnig var fjarlægt allt efni sem tengdist Skagafirði ekki beint. Í sumum tilvikum voru bæklingar og rit merkt skjalamyndara ásamt dagsetningu og ártali. Hefti voru fjarlægð úr einstökum ritum að undanskyldum þykkri ritum sem var leyft að halda sér óbreyttu.
Safnið er vel varðveitt.

Sigurjón Páll Ísaksson (1950-)
IS HSk N00488 · Fonds · 1974-1994

Safn sem Jón Bjarnason fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hólum afhenti 2015. Safnið samanstendur af skjölum er tengjast Skógræktarfélagi Skagfirðinga og fundagerðabókum ýmissa félaga sem nemendur Bændaskólans á Hólum voru í. Safnið frá skógræktarfélaginu samanstendur af formlegum erindum, bréfum, dagbókum og skýrslum er varða að mestum hluta skógrækt á Hólum og spannar tímabilið 1974-1994. Í safninu er líka talsvert af fylgigögnum bókhalds. Reiknings- og viðskiptayfirlit, greiðslukvittanir, launamiðar, skýrslur og skilagreinar frá skattinum. Verðskrár frá Skógræktarfélagi Íslands, einnig ársreikningar- og aðalreikningar. Í safninu sem tengist nemendum bændaskólans eru fundagerðabækur er tengjast Hestamannafélaginu Hrein, Málfundafélagi Hólasveina, Málfundafélag Hólaskóla og Íþróttafélag Hólaskóla einnig fylgdi ástundunarbók sem skráðar eru mætingar nemenda í tíma. Þegar farið var að vinna safnið var það gróf flokkað.
Það þurfti að fara yfir það og færa skjöl á milli, erindi, bréf og skýrslur í viðeigandi safn og fylgigögn bókhalds sömuleiðis.
öll erindi, bréf og skýrslur úr bókhaldsgögnunum og var raðað eins og kostur var í ártalsröð en minna lagt í að raða bókhaldsgögnin.
Talsvert var grisjað úr safninu, sérstaklega gögn sem voru til í fleiri en einu eintaki, orðsendingar og leiðbeiningabæklingar frá skattinum. Ljósrit af pöntunum fyrir trjáplöntur, fundarboð og plastvasi voru fjarlægð. Lög og frumvörp til laga og breytinga á lögum um skógrækt, skógvernd og jarðræktarlögum frá Alþingi. Rit um Náttúruminjar og frá Skógræktarfélagi Íslands og Leiðbeiningarmerki frá Vegagerðinni var einnig fjarlægt úr safninu. Úr safninu var einnig grisjað leiðbeingar fyrir sláttuvél og dælu og óútfyllt eyðublöð frá skattinum. Ákveðið var að safnið frá bændaskólanum yrði skráð með safni skógræktarfélagsins þar sem sami skjalamyndari afhenti bæði söfnin. Safnið var hreinsað af heftum og bréfaklemmum eins og kostur var. Í safninu eru persónugeinanleg trúnaðargögn.

Skógræktarfélag Skagfirðinga (1933-
IS HSk N00335 · Fonds · 1941-2003

Gjörðabók sóknarnefndar Hólasóknar, Hólum í Hjaltadal.
Bókin hefst 12. apríl 1941 og síðasta færsla er 25. ágúst 2003.

Sóknarnefnd Hólasóknar