Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 92 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Winnipeg
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

89 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Mynd 128

Árni Kristinsson, 12 ára gamall. (F. 30.04.1883).
Líklega fyrsta mynd sem til er af honum.
Tekin í Winnipeg, Manitoba, Kanada árið 1895.

Mynd 133

Árni Kristinsson les jólasögu fyrir tvö af barnabörnum sínum, Patti og Steve Thompson. Myndin er tekin 24. desember 1959 í Saskaton.

Mynd 130

Sigríður (Johnson) Kirstinsson, kölluð Sadie. Kona Árna á mynd nr 1. Ef til vill brúðarmynd og ef svo er væri hún tekin árið 1012. Tekin í Winnipeg í Kanada.

Mynd 131

Guðrún Ólöf (Kristinsson) Thompson, kölluð Olive, með bróður sínum, Jóhn Alan Kristinsson. Börn Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Saskatoon, Saskatchewan í Kanada í september 1993.

Mynd 132

Guðrún Ólöf (Olive) með börn sín, talið frá vinstri: Bob Thompson, Carol (Thompson) Hellman, Olive (Kristinsson) Thompson, Patti (Thompson) Miller, gefandinn og Steve Thompson. Myndin er tekin í Saskaton í september 1993.

Mynd 129

Kristín Jónsdóttir (1847-1933). Móðir Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Mountain, Norður-Dakota.

Mynd 14

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna er tröllabarnið að bolta teinana fasta á bitana, en þarna urðu við að skipta um ég held 2 af hverjum 3 bitum vegna fóa og var þarna líklega erfiðasta vinnan, því svo var heldur enginn möl þar, og urðum við að stinga upp leirdrullu til að þjappa undir bitana. Við hækkuðum einnig 2 brýr þar og aðrar tvær í Oehra River. Til þorpsins sést lengst til vinstri."

Mynd 20

Myndin er tekin í Oehre River 3. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Tröllabarnið og Lýti eru fremstir, síðan Kári og bakvið sést á Ítalann og Þjóðverjann."

Mynd 43

Myndin er tekin í Manitoba 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þinghúsið í Manitoba. Þetta er mjög fallegt hús og fyrir framan tröppurnar sést minnismerki af Viktoríu drottningu. Í garðinum er stittan af Jóni Sig."

Mynd 60

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Mynd af mér fyrir aftan húsið hjá Kobba, þegar við vorum að steypa stéttina. Hvíld."

Mynd 62

Myndin er tekin í Winnipeg 29. agúst 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Ég stend þarna fyrir framan eina stærstu járnvöruverslun borgarinnar, heldur súr á svipinn. Á rúðunum má sjá rendur, um 10 cm frá kantinum, hringinn í kring. Þetta er til varnar þjófum, Þessi rönd er eins og úr brönsi og er rafstraumur á henni, og ef kemur sprunga í hana hringir þjófabjalla. þetta er mjög nýtt og er á mörgum byggingum í Wpeg. Ekki vorum við nú að hugsa nánar um það."

Mynd 73

Myndin er tekin í Brandon í september 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Brúin yfir Assinibroine ána. Sú á rennur í Rauðána inni í Winnipeg."

Mynd 13

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna er verið að vinna mð véltékkinn sem liftir upp teinunum og bitunum. Talið frá vinstri: Asninn, á bak við hann sést á annan Rússana okkar. Lýti og Hvati, Höfðinginn á tékknum, Tröllabarnið og Tjaldur. Fjær sést halamálið þvert yfir teinana, sem miðað er við hvað hækka eigi línuna mikið."

Mynd 21

Myndin er tekin í Oehre River 3. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Ítalinn er þarna á milli okkar, að gera einhverjar kúnstir, en hann var hinn mesti sprellikarl."

Mynd 25

Myndin er tekin í Brandon 19. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Þarna sést brúin yfir ána, hún liggur langt upp á bakkann hérna megin og liggur þar yfir CPR járnbrautarstöðina."

Mynd 26

Myndin er tekin í Brandon 19. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Þarna sést neðsti hlutinn af bænum, en hann stendur ofan í hálfgerðum dal, sem áin hefur sjálfsagt grafið. Bakkar sléttunnar sjást í fjarska."

Mynd 46

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þessi mynd er tekin niður aðalgötu Winnipeg-Portage. Dökka húsið niður með götunni með hvíta skúrnum á þakinu (með tvo svarta depla) er Eaton verslunin. Hendson Bayrslunin sést ekki, hún er nær okkur, sömu megin."

Mynd 49

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Ég stend þarna í dyrunum á Fort Garry virkinu. Þetta hlíð stendur til minja um þetta stóra virki og það eina sem eftir er af því. Það stóð þar sem miðborg Wpeg er nú."

Mynd 51

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þetta er Yarwood 806, þar sem við höfðum herbergi hjá Guddu. Kári stendur við hliðið."

Mynd 63

Myndin er tekin í Winnipeg 29. agúst 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Ráðhús Winnipeg borgar. Þar er mjög fögur og skrautleg bygging, með fallegum garði með minnismerkjum fyrir framan."

Mynd 17

Myndin er tekin í Rumas 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna sést nokkrir af vögnunum okkar. Vagninn lengst til hægri er sá sem við sofum í. Fyrir framan sést mótorvagninn með tvo dráttarvagna, við ferðuðumst á þeim á vinnustaðinn."

Mynd 22

Myndin er tekin í Brandon 19. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Járnbrautarstöð C.P.R. Myndin er tekin ofan af mjög stórri brú, sem sést betur á annarri mynd."

Mynd 28

Myndin er tekin í Piumas 1954
Aftan á myndinni stendur: "Hveitigeymslurnar í Píumas, svona turnar eru í hverju þorpi, mismunandi margir þó, og oft mjög stórir."

Mynd 47

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þessi mynd er nú ekki af neinni sérstakri götu, en svona eru allar íbúðar göturnar. í Wpeg.Húsin eru lítil en falleg, og ot engin girðing fyrir framan þau, svo kemur gangstjettin milli hennar og göturnar eru breiður grasivaxinn bali með einfaldri trjáröð. Það eru aldrei neinar búðir við þessar götur heldur aðeins á götunum sem skera þær."

Mynd 48

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þessi mynd er tekin yfir Assinnibo ánni, rétt fyrir ofan þar sem hún rennur í Rauðána. Það væri hægt að ætla að þetta væri langt inn í óbyggðum en þetta er í miðri borginni. Gatan sem liggur yfir brúna Oskorne str. er mjög stór og fjölfarin og útfrá henni liggur gatan sem Kobbi býr á."

Mynd 75

Myndin er tekin 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þetta er Jón Magnússon, móðurbróðir Kára, hann tók myndina af honum þegar hann fór í heimsókn til hans norður í Selkirk 4/12 54."

Mynd 15

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna voru karlarnir farnir að týnast á vagnana úr matartímanum, Kári og Gunter sitja lengst til hægri. Lengst til vinstri sést til þorpsins, en við vorum um mílu frá því, með vangatrossuna."

Mynd 16

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Verið að vinna við að lifta teinunum. Þetta eru mennirnir sem þjappa mölinni undir bitana með vélum. Talið frá vinstri: Þroti, Sjón, Monti, Grænhöfði, Ítalinn, Svipur, Þefur og Hvatur."

Mynd 19

Myndin er tekin í Rumas 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna stöndum við Gunter þjóðverjinn fyrir framan einn vagn, sem stoppaði þarna til að taka hveitivagna."

Mynd 32

Myndin er tekin í McCreary.
Aftan á myndinni stendur: "Myndin er tekin 2-3 mílum fyrir sunnan Mc Creary, þar sem við vorum að vinna og er af stéttinni. Svona er útsýnið hvar í Manitoba."

Mynd 44

Myndin er tekin í Manitoba 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þessi mynd er tekin inní andyri Þinghússins. Þessi vísundur er í fullri stærð og annar stendur hinu megin við stigann. Þeir eru baðir úr bronsi, en annars er húsið allt úr steini."

Mynd 50

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Ég stend þarna upp við trjábút sem Kobbi sýndi okkur einu sinni þegar við vorum ða komu úr "stéttarbaráttunni". Hann er hafður þarna til sýnis. Það ar fellt 1929 og var það þá 687 ára. Það má glöggt sjá árshringina, og svo hafa þeir merk inn á (hvítu strikin). Það var þetta gamalt þegar Columbus fann Ameríku og önnur merkileg ártöl. Það er um 6 fet í þvermál, frá British Columbia."

Mynd 54

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Húsið til vinstri er Hudson Bay, 7 hæða húsið fyrir aftan það neðar á götunni er það að láta byggju 2 hæða bílastæði fyrir viðskiptavininn. Stóra húsið þar fyrir aftan er Leikhús Wpeg. Þó held ég að aldrei séu sýnd leikrit þar. Þar söng íslenskur karlakórinn þegar hann kom hér um árið. Fyrir miðju er þinghúsið aftur."

Mynd 56

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Kári stendur þarna á brú yfir Assinnibo ána. Þetta er Osborne stræti en miklu fjær gengur Montgomery Ave út úr því. Á bak við Kára sjást þessi stóru auglýsingaskilti kannski 5 metrar á hæð þau eru mjög víða í borginni."

Mynd 57

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þetta er nú húsið hans Kobba, 246 Montgomery Ave. Það er nú svo sem enginn höll en það er nokkuð laglegt. Þetta er mjög nýlegt hverfi og húsin standa þarna mjög þétt (eins og alls staðar annars staðar) en aðal lóðin er á bak við húsið."

Mynd 59

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Kári og Kobbi fyrir aftan húsið hans þegar við hjálpuðum honum að steypa stéttina."

Mynd 64

Myndin er tekin í Winnipeg 29. agúst 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Við skruppum til Wpeg um þessa helgi og hittum Stebba þar, þá tók Kári þessa mynd af okkur."

Mynd 1

Myndin er tekin í Winnipeg júní 1955. Aftan á hana er skrifað:
"Þetta er Sargent Ave eða "Jeelanders main street" eins og það var einu sinni kallað. Þarna búa mjög margir ísl og stóra hvíta húsið til hægri er Ísl I.O.G.T. húsið séð vestur."

Mynd 8

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955. Aftan á hana er skrifað:
"Stytta Jóns Sig. og stúlkan sem lagði blómsveiginn. Hún heitir Margrét og maður hennar, Þorsteinn er prentari hjá öðru dagblaðinu hér."

Mynd 67

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955
Aftan á hana er skrifað: "Þetta er úr grunni nýja pósthússins sem verið er að byggja hér og er risabygging."

Mynd 69

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955
Aftan á hana er skrifað: "Hudson Bay verslunin séð á bakhlína og bílastæðið á tveimur hæðum, sem nú er verið að byggja þriðju hæðina á."

Mynd 66

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955
Aftan á hana er skrifað: "Montegomery Ave., 246 er held eg húsið til hægri sem hái ljósastaurinn ber í."

Mynd 3

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955. Aftan á hana er skrifað:
"Styttan af Jóni Sig. í þinghúsgarðinum og blómsveigur sem lagður að henni 17. júní. Krakkarnir eru íslenskir."

Mynd 5

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955. Aftan á hana er skrifað:
"Þetta er húsið sem stendur í City Park, það er eins konar söluturn."

Mynd 6

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955. Aftan á hana er skrifað:
"Kári er þarna að eta vínber allmakindalega, og ég hef orðið uppnumin úr skónum."

Mynd 68

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955
Aftan á hana er skrifað: "Bragi Melax og ég fyrir framan styttuna af Jón Sig. í þinghúsgarðinum, hún er eins og sú á Austurvelli.

Niðurstöður 1 to 85 of 92