Sýnir 257 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Michelsen-fjölskyldan: Skjalasafn Ísland Enska
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

209 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Svín

Jörgen Frak Michelsen var sennilega sá fyrsti sem hért svín á Sauðárkrókur. Svínaeignin er nýmæli og af mörgum óhæfilegur matur. Árið 1943 voru 10 svín talin til heimils á Sauðárkróki.

Síldarsöltun á Sauðárkróki

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur voru um tíma skráðar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðárkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annar staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Sjá má járnbrautateina er lágu frá bryggjunni uppá plönin, þar sem síldin var verkuð og fiskur vaskaður.

Horft yfir Aðalgötu

Séð yfir Aðalgötuna frá norðri til suðurs. Prúðbúið fólk við "Miklabæ" Aðalgötu 9. Hugsanlega húskveðja Péturs Sighvatz árið 1938. Lágreista húsið er hús Ögmundar Magnússonar söðlasmiðs, þar reis síðar Alþýðuhúsið og nú er þar skemmtistaðurin Mælifell.

Kýr

Kýrin Hyrna sem var ein af kúm Michelsens. Kúaeign var almenn á Sauðárkróki fram til ársins 1960. Þegar mest var, voru um 130 kýr á Sauðárkróki. Kýrnar voru reknar í beitihaga eftir mjaltir á sumrin og sóttar í kvöldmjaltir. Höfðu sérstakir kúarektorar það starf að reka kýrnar og sinna þeim yfir daginn.

Í leik

Systkini við leik í snjónum. Aage á hestbaki, Kristinn situr á sleðanum en Pála Michelsen ýtir á eftir.

Í kartöflugarði

Aage Michelsen og Anna Lísa Michelsen í kartöflugarði. Matjurtagarðar voru gríðarmikilir á Sauðárkróki. Árið 1940 var uppskera Sauðkrækinga af kartöflum 335 tunnur samkvæmt hagskýrslum.

Aðalgata handmokuð

Vetrarhörkur á Sauðárkróki. Á þessum tíma voru götur handmokaðar og yfirleitt ekki gert ráð fyrir að bílar færu um þær þegar snjór var sem mestur.

Aage á tréhesti.

Aage Micehlsen á tréhesti. Þennan hest fékk Frank Michelsens að gjöf frá Danmörku þegar hann var á fyrsta ári, s.s. 1914 þá var hesturinn klæddur með skinni eða skinnlíki.

Móflutningur

Flutningur á mó úr gröfuminni á Krók var erfið vinna. Matthildur Kristinsdóttir fósturdóttir Steindórs Jónssonar og Karen Edith standa í móflutningum.

Skrúðganga á leið út á Eyri

Börn í skrúðgöngu á leið út á Eyri til að taka þátt í hátíðarhölum 17. júní 1944. Hátíðarhöldin hófust í kirkjunni en síðan var gengið í fylkingu út á Eyrina. Á annað hundrað börn gengu fremst og báru litla fána. Á eftir börnunum komu fullorðnir, en fremstur í þeirri fylkingu bar merki Skagfiðinga frá Alþingishátíðinni 1930.

Blöndalshús

Aðalgata séð í norður. Fyrst frá vinstri Blöndalshús, Briem, Bræðrabúð, Haraldur Júlíusson. Bíll Cervolett 20 Björg G.

Guðrún Pálsdóttir og óþekktur maður.

Guðrún Pálsdóttir ásamt óþekktum manni við skúrabyggðina, sem var þar sem nú er Minjahús Sauðárkróks. Tilgátur um að maðurinn sé Hólmar Friðrik Magnús Magnússon
Fæddur á Sauðárkróki 14. október 1914
Látinn 8. júlí 1995
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Fósturforeldrar Þorkell Jónsson og Málfríður Friðgeirsdóttir. Sjómaður í Reykjavík 1945.

Árgangur 1929

Árgangur 1928 ásamt skólastjóra og kennar Barnaskólans á Sauðárkróki. Hugsanlega skólaferðalag. Aftasta röð frá vinstri; (Skráð Sigga Þórðar (Blöndal), Óþekkt, Þorvaldur Guðmundsson kennari, Jón Þorbjargarson Björnsson. Miðröð: Steinunn Aðalehieður Árnadóttir, Aage Michelsen, Magnús Bjarnason kennari og Alda Bjarnadóttir. Fremsta röð frá vinstri; Sigurður Margeirsson, Snorri Sigurðsson, Hjalti Jósafat Guðmundsson og skráning "Bjöggi Skafta". Einnig talið að Aage Michelssen sé á myndinni.

Bíll

Bíll við Skagfirðingabraut. Hugsanlegir eigendur eru Ole Bang og Þorvaldur Þorvaldsson "Búbbi"

Niðurstöður 1 to 85 of 257