Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 364 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Akrahreppur Enska
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

103 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • IS HSk E00028
  • Safn
  • 1926 - 1976

Tvær innbundnar bækur og handskrifaðar sem innihalda fundargerðir og félagatal frá Ungmennafélaginu Glóðafeyki á tímabilinu 1926-1976.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

  • IS HSk E00042
  • Safn
  • 1908 - 1966

Þrjár innbundnar og handskrifaðar bækur sem hafa varðveist misvel, tvær þeirra eru í ágætu ásigkomulagi en ein bókanna sem er frá 1913 og heldur utan um útlán safnsins er mjög illa farin. Bindingin er laus og nokkrar blaðíður hafa rifnað þvert yfir, einnig hafa öftustu blaðsíðurnar verið rifnar úr.
Í safninu eru einnig pappírsgögn af ýmsu tagi, t.d. bókhaldsgögn, handskrifuð og vélrituð gögn, bæði formleg og óformleg.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

  • IS HSk E00076
  • Safn
  • 1929 - 1933

Gögnin innihalda hin ýmsu gögn er varða starfsemi félagsins. Reikningur um rekstur nautahaldsins, ( keypt naut á árinu, vetrarfóðrun sumarhirðing, lán og styrkir og kaup á eftirlitsmanni ). Fylgigögn frá 1929 - 1932.
Lög um kynbætur nautgripa, 1.júní 1928.
Sendibréf til formanns Nautgriparæktarfélags Akrahrepps ( úthluta ) Hr. Björn Sigtryggsson, Framnesi. Styrkur fyrir fullmjólkandi kýr. Tveir reikningar frá Dansk Mælketeknisk Laboratorium A- S Köbenhavn 16.03.1929 og 06.08.1929.og sendibréf því tengt til Herr Björn Sigtryggsson.
Fundargerð 16.03 1930 en þau gögn eru tvö blöð illa farin og nokkuð lesanleg, þar kemur fram að Stefán Vagnsson skýrir frá starfsemi félagsinsá næst liðnu ári ,var aðalkjarni þess fóðrun og hirðing þarfanauts félagsins, (Páls ).

Nautgriparæktarfélagið í Akrahreppi (úthluta)

Fiskifélag Akrahrepps

  • IS HSk E00077
  • Safn
  • 1929 - 1930

Pappírsgögn um fiskikaup í Akrahreppi 1929.- 1930 deild II kaupendur og reikningar til Herra Stefáns Vagnssonar, greiðasölunni, Hjaltastöðum, undirritað Snæbjörn. Sendibréf var í umslagi sem hér fylgir með, merkt Stefán Vagnsson, Hjaltastöðum, skrifað af Snæbirni Sigurgeirssyni 28/7 - 29. Minnismiðar 2 stk um seldar skýrslubækur.

Fiskifélag Akrahrepps

Jarðabótaskýrslur

Stórar Jarðbótaskýrslur í góðu ástandi, þær eru látnar halda sér í því broti sem þær komu, nokkrar samanbrotnar og nokkrar án ártals. Jarðbótaskýrslur eru eins og segir í útdrætti úr lögunum, um ríkisframlag til jarðræktar og húsabóta ná til allra jarða í landinu er teljast lögbýli samkvæmt skilgreiningu ábúðalaga nr. 87 19. júní 1933, 1. kafla, 1. gr að undanskildum þeim jörðum og jarðahlutum er liggja innan skipulagssvæða kaupstaða, kauptúna, sjávar- og sveitaþorpa. Ræktað land telst í lögum þessum: Tún, matjurtagarðar, akrar og véltækt og framræst áveituengi.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Bókhaldsgögn 1960

Bókhaldsgögn frá árinu 1960, alls 55 skjöl. Flest þeirra varða félagsheimilið Héðinsminni, m.a. vinnuframlag við byggingu þess.

Akrahreppur (1000-)

Akrahreppur: Skjalasafn

  • IS HSk N00307
  • Safn
  • 1914-1991

1 askja sem inniheldur m.a. bókhaldsgögn, bréf, skýrslur, gögn varðandi forsetakosningar 1980 og fleira.

Akrahreppur (1000-)

Blöð

Blöð varðandi fasteignamat.

Akrahreppur (1000-)

Bókhald

Bókhaldsgögn hreppsnefndar Akrahrepps á tímabilinu 1823 til 1998

Akrahreppur (1000-)

Stígandi lestarfélag í Blönduhlíð: Skjalasafn

  • IS HSk N00075
  • Safn
  • 1919-1925

Sveitarblað sem hefur gengið á milli bæja í Blönduhlíð. Erfitt að átta sig á hver hefur forgöngu um stofnun blaðsins en svo virðist sem það hafi verið til áður og sé endurrisið kringum 1919. Fyrri skráning (handritasafn HSk) segir: Stígandi, sveitar- eða lestrarfélagsblað í Út-Blönduhlíð, að því er virðist. Ritað 1919 til 1925.

Stígandi lestarfélag (1919-1925)

Fundagerðarbók 1933-1951

Innbundin og handskrifuð bók með fundagerðum, reikningum félagsins og félagatali. Bókin er vel læsileg og hefur varðveist vel. Í bókinni er lítill miði með nöfnum nokkurra einstaklinga, líklega félagsmanna og "Afklippingur" frá Skrifstofu Fræðslumálastjóra í Reykjavík, dags.3.10.1944.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Útlánaskrá 1913-1926

Bókin er óinnbundin og línustrikuð og hefur verið nýtt til að skrá útlán og skil á bókum, fyrstu færslurnar eru frá 1913-1926. Binding bókarinnar er í slæmu ástandi að öðru leyti hefur hún varðveist ágætlega. Í bókinni er laus blöð með lögum félagsins ódagsett og óundirrituð.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Bókaskrá 1940-1959

Forprentuð línustrikuð og óbundin pappírsgögn með upplýsingum um bókartiltla í eigu lestrarfélagsins. Gögnin eru vel læsileg og hafa varðveist ágætlega.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Skjöl og bókhaldsgögn 1951-1966

Pappírsgögn, forprentuð, handskrifuð og vélrituð. Línu- og rúðustrikaður pappír. Skýrslur, bókhaldsskjöl, formleg- og óformleg erindi, listi yfir bókartitla félagsins og félagatal. Gögnin hafa varðveist ágætlega og eru röðuð í ártalsröð til einföldunar, þau voru hreinsuð af bréfaklemmum og heftum.

Lestrarfélag Miklabæjarsóknar

Atvinnurekstrarfélag Akrahrepps

  • IS HSk E00073
  • Safn
  • 1930 - 1963

Heilleg harðspjalda bók um lög og fundargerðir félagsins. Bóki í góðu ástandi og lítið skrifað í hana. Inn í bók er ein laus opna af pappírgögnum um fundargerð, sett með bók.

Atvinnurekstrarlánafélag Akrahrepps

Erindi og bréf

Bréfasafn félagssins sem barst á umræddum tímabili, gögnin eru í misjöfnu ástandi, sum léleg og er reynt að slétta úr blöðum á meðan önnur eru í betra ástandi. Hreinsað hefur verið úr gögnum bréfaklemmur og hefti og nokkuð er um ryð eftir það.

Búnaðarfélag Akrahrepps

Ýmis gögn

Prentuð gögn frá safni inniheldur m.a. Sýningarskrá fyrir heimilisiðnaðardeild fyrir Landbúnaðarsýningar 1947 og tímaritsgrein um Fundagerð 1916 frá Ársfundi Sambandsfjélags norðlenskra kvenna settur á Sauðarkrók. Einnig verðlistar, leiðbeiningar um byggingu safnfors , verðskrá fyrir búnaðarvélar og verkfæri og óútfyllt eyðublöð. Gögnin eru blettótt og eitthvað rifið, eitt póstkort frá1916 og tvö Rjefspjald Ísland frá 1899 og 1910 liggja hér.

Blað 1

Sveitablaðið Viljinn sem Lestrarfélagið í Miklabæjarsókn gaf út.
Ritstjóri: Jón Eiríksson.
Meðritstjórar: Séra Lárus Arnórsson og Agnar Baldvinsson.
Inniheldur ljóð, hugleiðingar og aðsent bréf.

Skattanefnd

Gögn Skattanefndar Akrahrepps á tímabilinu 1826 til 1963.

Akrahreppur (1000-)

Fjárræktarfélag Akrahrepps

  • IS HSk E00090
  • Safn
  • 1973 - 1991

Í safninu eru forprentuð pappírsgögn með tölvuútprentuðum skýrslum um hrúta, veturgamlar ær, hrútadóma og ásett hrútlömb í eigu félaga í Fjárræktarfélagi Akrahrepps, félagið skiptist í Fjárræktarfélögin Kára og Frosta - eftir staðsetningu bæja innan hreppsins. Skýrslurnar voru ekki sorteraðar eftir heiti félags en þau eru aðgreind sérstaklega á skýrslunum. Töluvert var af skýrslum sem voru prentaðar í tvíriti eða ljósritað. Afritin voru tekin úr safninu þar sem það átti við, skýrslunum var raðað eftir ártali og var það skipulag látið haldast nánast óbreytt, sumt þurfti að setja við rétt ártal. Safnið var geymt í möppu og voru millispjöld tekin úr og hefti hreinsuð úr.

Fjárræktarfélag Akrahrepps

Niðurstöður 171 to 255 of 364