Sýnir 2014 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sauðárkrókur With digital objects
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Aðalgata

Mynd tekin rétt sunnan við Sauðárkrókskirkju út Aðalgötu. Mynd sennilega tekin að vori. Gamlibarnaskólinn til hægri. Hann var fyrst starfræktur á þessum stað í lok árs 1908 og varð Jón Þ. Björnsson skólastjóri. Jón reyndist einn mikihæfasti skólamður landsins og setti mjög svip sinn á skólastarf á Sauðárkróki um langt skeið.

Eyrin

Hesteyri, höfnin á Eyrinni í byggingu. Steypuklumpar bíða í röðum eftir því að vera sökkt við hafnargarðinn til að verja hann fyrir haföldunni. Nýja höfnin var gríðarmikið mannvirki og boðaði byltingu í atvinnuháttum á Sauðárkróki. Myndin tekin á árunum 1938-1939.

Hcab 398

Unglingaskólinn á Sauðárkróki veturinn 1935-1936- nemendur og kennarar. Efsta röð frá vinstri: 1. Svanhildur Steinsdóttir Neðra-Ási. 2. Gunnhildur Hansen Sauðárkróki. 3. Inga Skarphéðinsdóttir Blönduósi. 4. Hansína Sigurðardóttir Sauðárkróki. 5. Ásthildur Ólafsdóttir Sauðárkróki. 6. Ósk Sigurðardóttir frá Brandsstöðum. 7. Herfríður Valdimarsdóttir Vallanesi. 8. Sigurbjörg Sigurðardóttir Sauðárkróki. 9. Guðrún Sveinsdóttir Sauðárkróki. 10. Auður Jónsdóttir Sauðárkróki. 11. Hlíf R. Árnadóttir Sjávarborg. Næst efsta röð frá vinstri: 1. Jóhann Jakobsen Spákonufelli. 2. Arnór Sigurðsson Sauðárkróki. 3. Aðalsteinn Michelsen Sauðárkróki. 4. Valdimar Jónsson Flugumýri. 5. Gísli Magnússon Vöglum. 6. Brynleifur Sigurjónsson Geldingaholti. 7. Pálmi Sigurðsson Sauðárkróki. 8. Jóhann Pálsson Sauðárkróki. 9. Sigurður Eiríksson Sauðárkróki. 10. Guðvarður Sigurðsson Sauðárkróki. 11. Stefán Sigurðsson sýslumanns. Efsta röð frá vinstri: 1. Haukur Hafstað Vík. 2. Ásgrímur Eðvald Magnússon Sauðárkróki. 3. Hrólfur Sigurðsson Sauðárkróki. 4. Gunnlaugur Briem Sauðárkróki. 5. Þorsteinn Árnason Sjávarborg. 6. Magnús Þ. Jóhannsson (með hendi á öxl). Næst neðsta röð frá vinstri: 1. Ólína Jónsdóttir Sauðárkróki (með fléttur). 2. Halldóra Jónsdóttir Sauðárkróki. 3. Hildur Eiríksdóttir Sauðárkróki. 4. Þorvaldur Guðmundsson Kennari. 5. Pétur Hannesson ljósmyndari. 6. Jón Þ. Björnsson skólastjóri. 7. Sr. Helgi Konráðsson. 8. Sigríður Pétursdóttir Sauðárkróki. Neðsta röð frá vinstri: 1. Lúter Stefánsson Illugastöðum Laxárdal. 2. Ottó Michelsen Sauðárkróki. 3. Magnús Guðmundsson Sauðárkróki. 4. Indriði Sigurðsson Sauðárkróki. 5. Ingvar Jónsson Sauðárkróki. 6. Páll Friðriksson Sauðárkróki. 7. Árni Halldórsson Sauðárkróki. Samanber mynd nr. 109 í III b. Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason. Safn Kr.C. Magnússonar Sauðárkróki.

Ari Leó Björnsson Fossdal (1906-1965)

Mynd08

Bucik 5 manna Ingólfs Andréssonar, Fyrsti eigandi var Geir Vegamálastjóri. Ingólfur fluttist til Sauðárkróks ásamt Svavari Þorvaldssyni. In

Erlendur Hansen (1924-2012)

mynd 04

Ólöf Sigríður Snæbjarnardóttir mynd tekin milli Aðalgötu og Freyjugötu. Húsið í baksýn er Freyjugata 3.

Erlendur Hansen (1924-2012)

mynd 05

Vinstra megin er Erlendur Hansen og Jóhannes Hansen.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 01

Sigurbjörn Sigurpálsson "Bubbi" frá Ingveldarstöðum, Reykjaströnd ásamt reiðhesti sínum. Litla stúlkan er Sólbrún Friðriksdóttir (1941-). Sólbrún er dóttir Friðriks Friðrikssonar (1910-2008) og Laugu. Sigurbjörn Sigurpálsson 15. janúar 1917 - 18. mars 2008 Var á Ingveldarstöðum, syðri bær, Sauðárkrókssókn, Skag. 1930. Fósturmóðir: Anna S. Sigurðardóttir. Sjómaður á Sauðárkróki, síðar verkstjóri í Reykjavík.

Mynd 15

Kristján og Erlendur Hansen við Sauðárkrókskirkju sitja á bíl með númerið K 3.

Aðalsteinn Jónsson

Mynd tekin á Aðalgötu á Sauðárkróki, Fremstur er Aðalsteinn Jónsson, stúlkurnar tvær eru María Guðlaug Pétursdóttir og Steinunn Aðalheiður Rögnvaldsdóttir.

mynd 22

Þorvaldur Sveinsson og Sveinn Margeir Friðvinsson

Erlendur Hansen (1924-2012)

Síldarsöltun á Sauðárkróki

Talsvert af síld var saltað á Sauðárkróki. A.m.k. 60 konur voru um tíma skráðar til vinnu við söltunina. Söltun Sauðárkrækinga var þó aðeins brot af því sem var víða annar staðar fyrir Norðurlandi. Myndin gæti verið tekin árið 1942. Sjá má járnbrautateina er lágu frá bryggjunni uppá plönin, þar sem síldin var verkuð og fiskur vaskaður.

Í kartöflugarði

Aage Michelsen og Anna Lísa Michelsen í kartöflugarði. Matjurtagarðar voru gríðarmikilir á Sauðárkróki. Árið 1940 var uppskera Sauðkrækinga af kartöflum 335 tunnur samkvæmt hagskýrslum.

Niðurstöður 256 to 340 of 2014