Sýnir 2 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
O.M. Stephensen Sálmar
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Andlegir Sálmar og Kvæði þess guðhrædda Kennimanns og Þjóðskálds Hallgríms Péturssonar

Andlegir Sálmar og Kvæði þess guðhrædda Kennimanns og Þjóðskálds Hallgríms Péturssonar. 8da útgáfa, eptir þeirri 5tu, fullkomnustu, sem útkom á Hólum 1773. Seljast óinnbundnir 72 ß. reidu Silfurs. Videyar Klaustri, 1834. Prentadir á Forlag Sekret. O. M. Stephensens, Vice Jústis Sekretéra í Islands konungl. Landsyfirétti af Bókþryckjara Helga Helgasyni.

Fimmtíu Passíusálmar kveðnir af Hallgrími Péturssyni

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar (1614 – 27. október 1674), prestur og sálmaskáld. Passíusálmarnir eru 50 talsins. Talið er að hann hafi samið þá á tímabilinu árunum 1656 – 1659. Þeir komu fyrst á prent árið 1666 og eru varðveittir í eiginhandarriti skáldsins í Landsbókasafni (JS 337 4to). Á titilsíðu segir: "Fimmtíu Passíu-Sálmar, qvednir af Hallgrími Péturssyni, Sóknar-presti til Saurbæar á Hvalfjardarstrønd, frá 1651 til 1674. 24. Utgáfa. Seljast óinnbundnir 48 ß. reidu Silfurs. Videyar Klaustri, 1836. Prentadir á Forlag Sekret. O. M. Stephensens, af Bókþryckjara Helga Helgasyni. ~ 166 s. 12°." Prentuð voru 2000 eintök.