Hóll í Sæmundarhlíð: Bréfasafn (Afh. 1947)
- IS HSk H00015
- Safn
- 1850-1900
Magnús, Sveinn Þórarinn, Þorbergur og Guðrún Jónsbörn frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sendibréfasafn.
Magnús Jónsson Fjalli (1851-1942)
Hóll í Sæmundarhlíð: Bréfasafn (Afh. 1947)
Magnús, Sveinn Þórarinn, Þorbergur og Guðrún Jónsbörn frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sendibréfasafn.
Magnús Jónsson Fjalli (1851-1942)
Sögufélag Skagfirðinga: Bréfasafn
Bréf til Sögufélags Skagfirðinga á tímabilinu 1936-1941.
Sögufélag Skagfirðinga (1937- )
Sveinn Sveinsson og Sveinn Sveinsson: Skjalasafn
Bréfasafn feðgana Sveins Sveinssonar (1779-1858) og Sveins Sveinssonar (1809-1873).
Sveinn Sveinsson (1779-1858)
Málfríður Friðgeirsdóttir: Skjalasafn
Málfríður Friðgeirsdóttir (1858-1954)
Gögn varðandi komu skurðgröfunnar til Skagafjarðar árið 1926.
Árni G. Eylands (1895-1980)
Guðmundur Sigurður Jóhannsson: Skjalasafn
Handskrifað bréf frá Skúla Magnússyni til Guðmundar ættfræðings varðandi ættartölur og með fylgir ljósrit af ættartölu Halldórs Bjarnasonar.
Guðmundur Sigurður Jóhannsson (1958-2018)
Guttormur Vigfússon: Skjalasafn
Frumrit bréfa frá fjölskyldinni Ljótsstöðum í Skagafirði til hjónanna Guttorms Vigfússonar og Sigríðar Guðbjörgar Önnu Sigmundsdóttur (1862-1922) er bjuggu á Geitagerði í Fljótsdal. Bréfin eru frá tímabilinu 1887-1918.
Guttormur Vigfússon (1850-1928)
Bréfaskriftir Gísla Stefánssonar í Vesturheimi til systur sinnar á Íslandi. Einnig bréf frá Guðbjörgu Þorbergsdóttur, Sauðárkróki, til frænku sinnar.
Helga Bjorg Dahlman (1919-2013)
Bréf frá Vigdísi Finnbogadóttur eftir heimsókn hennar á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki.
Björn Egilsson (1905-1999)
Garðar Víðir Guðjónsson : Skjalasafn
2 sendibréf
Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)
Garðar Víðir Guðjónsson : Skjalasafn
Ljósmynd, bréf, tækifærisvísur og skólabók
Garðar Víðir Guðjónsson (1932-2018)
Pálína Þorfinnsdóttir: Skjalasafn
Bréf Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum til Pálínu Þorfinnsdóttur.
Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)
Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Magnús Gunnarsson: Skjalasafn (Afh. 2023:031)
Í safni þessu eru fjölmörg sendibréf og meðfylgjandi umslög er bárust til Sigurbjargar og Magnúsar bróður hennar á þessu tímabili. Einnig eru sendibréf til Walters sem var í sveit hjá þeim Bréfin eru vel læsileg og í góðu ástandi. Í safni þessu liggja líka jólakort og myndir myndir og eru látnar halda sér hjá því sendibréfi vegna uppruna. Í series bókhaldi E, lá efst í safninu er óopnað umslag frá Kaupfélagi Skagfirðinga merkt Stefánía M Pétursdóttir, Garði Hegranesi, það er látið halda sér þannig.
Í series G-4 er handskrifað bréf með stimpilmerki. Bréfið sýnist vera skírnavottorð um skírn Jón fæddur 9.janúar, skírður 2.des.ár 1916.
Foreldrar, Björn Pálmason og Sigurbjörg Jónsdóttir.Ytri - Húsabakka. Dagsett, Glaumbæ 3.maí 1930.
Sigurbjörg Gunnarsdóttir (1888-1964)
Safn úr eigu Árna Blöndals og Maríu Gísladóttur konu hans. Einkaskjalasafnið var forflokkað af skjalamyndara áður en það var afhent, í því safni er talsvert af persónulegum gögnum, sendibréf, jólakort, DVD diskar auk ljósmynda frá fjölskyldum þeirra bæði á Íslandi og erlendis. Í safninu eru einnig skjöl sem tengjast félögum sem Árni starfaði og kom að í gegnum tíðina. Safnið var að miklu leyti flokkað og voru skjölin geymd í plastvösum sem voru í plastmöppu. Safnið var yfirfarið og sumt flokkað á ný og því skipt í tvennt, það sem tengist byggingu Sauðármýrar 3 á Sauðárkróki og einkaskjöl. Allt plast var grisjað úr safninu, einnig ljósrit af fundargerðum úr fundargerðabókinni, afrit af ljósmyndum sem teknar voru á stjórnarfundum húsfélagsins að Sauðármýri 3.
Hefti voru fjarlægð. Ljósmyndirnar voru settar í sýrufría plastvasa fyrir betri varðveislu, öll pappírsgögn voru sett í arkir. Safnið var í tveimur öskjum.
Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)
Ólína Ingibjörg Björnsdóttir og Guðjón Sigurðsson: skjalasafn
Bréfa og ljósmyndasafn úr eigu Guðjóns Sigurðssonar bakara og Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans, safnið samanstendur af sendibréfum og erindum m.a til þáverandi sjávarútvegsráðherra Emils Jónssonar (1963). Í safninu eru auk þess 280 pappírskópíur og ljósmyndir, hluti af þeim er úr eigu Björns (Haraldar) Björnssonar, bróður Ólínu. Safn Björns var í litlu tréboxi (gömlu vindlaboxi). Þess má geta að í tréboxinu voru tvær litlar myndamöppur með ljósmyndum af helstu kennileitum Kaupmannahafnar. Ákveðið var að halda söfnunum aðskildum og skrá myndirnar og myndamöppurnar sérstaklega.
Þegar byrjað var að fara yfir myndinar komu í ljós nokkrar myndir sem eru úr eigu Björns Björnssonar sem var tengdasonur Ólínu og Guðjóns, nokkrar af myndunum eru merktar honum og hafa liklega verið birtar í Morgunblaðinu (Björn var lengi fréttaritari blaðsins).
Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)
Álfheiður Helga Helgadóttir Briem: skjalasafn
1 handskrifað sendibréf frá Álfheiði til konu sem í bréfinu er kölluð Stebba
Álfheiður Helga Helgadóttir Briem (1868-1962)
Álfheiður Helga Helgadóttir Briem: skjalasafn
Eitt handskrifað sendibréf frá Álfheiði til Stebbu
Álfheiður Helga Helgadóttir Briem (1868-1962)
Stefana Guðbjörg Björnsdóttir: skjala- og ljósmyndasafn
Safn sem byggist á bréfaskrifum milli Stefönu við frænda hennar óperusöngvarann Stefán Íslandi, þau áttu í bréfaskrifum um 35 ára skeið eða frá því að hann fór utan til söngnáms í Genova á Ítalíu 1930 og allt til ársins 1965 er hann bjó og starfaði í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma nam Stefán og starfaði lengi á Ítalíu og svo síðar er hann hóf störf hjá Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn. Í safninu, auk sendibréfanna eru handskrifaðar jólakveðjur, nafnspjöld og skeyti. Einnig efnisskrá tónleika sem Stefán og Else Brehms héldu í Reykjavík ásamt undirleikaranum Fritz Weisshappel og skáldsaga sem er merkt Stefáni. Í safninu voru tveir myndarammar, í þeim voru tvær myndir - önnur þeirra pappírskópía var sett í viðeigandi plastvasa ásamt öðrum litmyndum sem voru í safninu. Hin myndin var úrklippa úr tímariti eða blaði með mynd af Stefáni, sú mynd var grisjuð úr safninu. Ákveðið var að halda myndarömmunum áfram í safninu.
Allt safnið er ágætlega varðveitt.
Stefana Guðbjörg Björnsdóttir