Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 134 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Brýr
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

51 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Mynd 73

Myndin er tekin í Brandon í september 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Brúin yfir Assinibroine ána. Sú á rennur í Rauðána inni í Winnipeg."

Mynd 25

Myndin er tekin í Brandon 19. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Þarna sést brúin yfir ána, hún liggur langt upp á bakkann hérna megin og liggur þar yfir CPR járnbrautarstöðina."

Mynd 156

Fullorðna fólkið f.v. Ingibjörg Þorvaldsdóttir (1918-2005) Þorvaldur Þorvaldsson (Búbbi) (1913-2006), Hulda Jónsdóttir (1914-1992) og hugsanlega Börge Hillers maður Ingibjargar. Börnin og unglingarnir óþekkt.

Álit fjármálanefndar

Álitið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar brú á Merkigilsá.
Ryðskemmd eftir bréfaklemmu er á skjalinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Álit fjármálanefndar

Álitið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar brú á Fossá.
Með liggur handskrifuð pappírsörk í A5 stærð sem varðar álit aukanefndar.
Ryðskemmd eftir bréfaklemmu er á skjalinu, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,3 x 16 cm.
Bókin inniheldur m.a. fróðleik um Siglufjarðarveg, annál 1881-1882 og frásögn af hval í Hraunakoti, veðurfar sumarið 1882 í Fljótum, upplýsingar um foreldra Péturs, um Myllu-Kobba, frásögn af þreföldu brúðkaupi, tóvinnu, verslun og sauðasölu, skíðamenn og konur, fjölskylduhagi Péturs og æskuminningar, sveitarlýsingu Hannesar Hannessonar og brúagerð yfir Fljótaá og fleira.
Með liggur minnismiði frá Hjalta Pálssyni um efnisatriði bókarinnar.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Breytingatillögur aukanefndar

Skeytið er handskrifað pappírsörk í folio stærð.
Það varðar breytingatillögur samgöngumálanefndar, við tillögur vegamálastjóra.
Skjalið er örlitið rifið í brotum, annars er ástand þess gott.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Úr bréfabók sýslunefndar

Tvær handskrifaðar pappírsarkir í folio stærð, úr bréfabók sýslunefndar.
Varðar Héraðsvatnabrú.
Lítill bútur hefur rifnað úr skjalinu og á því eru lítils háttar rakaskemmdir.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Mynd 24

Sissa (Sigríður Anna Stefánsdóttir) í miðjunni. hin eru óþekkt. Myndin er tekin við brú á óþekktum stað og í bakgrunni er hestur með reiðtygi.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Bréf Vegamálastjóra til sýslunefndar

Bréfið er vélritað á pappírsörk í folio stærð. Það varðar greiðslu sements vegna Norðurárbrúar. Með liggja skrá yfir timbur í brúna og reikningur frá Eimskipafélagi Íslands vegna sementsflutnings.

Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu (1874-1988)

Niðurstöður 1 to 85 of 134