Showing 12 results

Archival descriptions
Ísland Byggingarteikningar
Print preview Hierarchy View:

Sláturhús Kaupfélags Skagfirðinga

Sumarið 1908 reisti Kaupfélag Skagfirðinga sláturhús úr steinsteypu. Ingimar Sigurðsson kennari gerði teikninguna en Rögvaldur Ólafsson húsameistari í Reykjavík lagfærði hana. Árið 1908 var vesturhluti hússins byggður.

Ingimar Sigurðsson (1881-1908)

Félagsheimili og leikhús á Sauðárkróki

Teikningar af félagsheimili/leikhúsi og hóteli við Faxatorg, teiknað af Jóni Haraldssyni, arkitekt, 1979. Varð aldrei að veruleika. Afstöðumynd sem sýnir einnig hótel sunnan við félagsheimilið. Merkt "Reynir" en erfitt að lesa í restina.

Jón Haraldsson (1930-1989)

Teikningar af húsi og byggingarhlutum

Nokkrar teikningar af íbúðarhúsi ásamt teikningum af einstökum byggingarhlutum eftir Ásmund Sveinsson. Merkt Iðnskóla Sauðárkróks. Líklega um prófverkefni að ræða.

Ásmundur Sveinsson

Teikningar af húsi og gluggum

Nokkrar teikningar af íbúðarhúsi ásamt teikningum af gluggum eftir Hjalta Guðmundsson. Merkt Iðnskóla Sauðárkróks, 1955. Líklega um prófverkefni að ræða.

Hjalti Jósafat Guðmundsson (1929-2012)

Árni Blöndal: skjalasafn

  • IS HSk N00489
  • Fonds
  • 1955-2014

Safn úr eigu Árna Blöndals og Maríu Gísladóttur konu hans. Einkaskjalasafnið var forflokkað af skjalamyndara áður en það var afhent, í því safni er talsvert af persónulegum gögnum, sendibréf, jólakort, DVD diskar auk ljósmynda frá fjölskyldum þeirra bæði á Íslandi og erlendis. Í safninu eru einnig skjöl sem tengjast félögum sem Árni starfaði og kom að í gegnum tíðina. Safnið var að miklu leyti flokkað og voru skjölin geymd í plastvösum sem voru í plastmöppu. Safnið var yfirfarið og sumt flokkað á ný og því skipt í tvennt, það sem tengist byggingu Sauðármýrar 3 á Sauðárkróki og einkaskjöl. Allt plast var grisjað úr safninu, einnig ljósrit af fundargerðum úr fundargerðabókinni, afrit af ljósmyndum sem teknar voru á stjórnarfundum húsfélagsins að Sauðármýri 3.
Hefti voru fjarlægð. Ljósmyndirnar voru settar í sýrufría plastvasa fyrir betri varðveislu, öll pappírsgögn voru sett í arkir. Safnið var í tveimur öskjum.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)