Möðruvellir í Eyjafirði

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Möðruvellir í Eyjafirði

Equivalent terms

Möðruvellir í Eyjafirði

Tengd hugtök

Möðruvellir í Eyjafirði

6 Nafnspjöld results for Möðruvellir í Eyjafirði

6 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Marselía Kristjánsdóttir (1849-1940)

  • S02026
  • Person
  • 1849 - 28. jan. 1940

Húsfreyja á Möðruvöllum fram til 1892. Bjó síðar á Akureyri og varð loks forstöðukona á Grænuborg í Reykjavík.

Haraldur Sigurðsson (1876-1943)

  • S03317
  • Person
  • 18.10.1876 - 18.09.1943

Haraldur Sigurðsson fæddist 18. október 1876 og lést 18. september 1943. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson bóndi og kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir. Haraldur fæddist í Háamúla í Rangárvallasýslu. Haraldur var með foreldrum sínum í æsku að Háamúla og Butru í Fljótshlíð. Hann hóf nám í Möðruvallaskóla haustið 1894 og gekkst undir burtfararpróf frá skólanum vorið 1896. Hann var kaupmaður, sjómaður og trésmiður. Hann var síðast kvæntur Guðnýju Kristjönu Einarsdóttur og bjuggu þau í húsinu Sandi í Vestmannaeyjum.

Kristján Kristjánsson (1806-1882)

  • S01748
  • Person
  • 21. sept. 1806 - 13. maí 1882

Fæddur á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 21. september 1806, dáinn 13. maí 1882. Kristján var með stúdentspróf frá Bessastöðum 1826. Lauk lögfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1838.
,,Hann starfaði sem skrifari á tímabilinu 1826–1830 á Möðruvöllum hjá Grími Jónssyni amtmanni. Var starfsmaður í rentukammerinu 1833–1840. Skrifari embættismannanefndarinnar í Reykjavík 1841. Málaflutningsmaður í Reykjavík 1841–1843. Settur land- og bæjarfógeti í Reykjavík 1843–1844. Sýslumaður í Skaftafellssýslu 1844–1848, sat á Höfðabrekku. Varð 1847 jafnframt umboðsmaður Kirkjubæjar- og Þykkvabæjarklaustursjarða. Skipaður 1848 dómsmálaritari og 2. yfirdómari í landsyfirréttinum, en tók ekki við því embætti fyrr en næsta sumar. Skipaður 10. júlí 1849 land- og bæjarfógeti í Reykjavík, en gegndi jafnframt áfram embætti yfirdómara þangað til Jón Pétursson tók við því sumarið 1850. Vikið frá embætti 28. september 1851 vegna framkomu sinnar á Þjóðfundinum, en gegndi því þó fram í marsmánuð 1852. Fór þá utan og varð fulltrúi í hinni íslensku stjórnardeild í Kaupmannahöfn. Skipaður 1854 sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, sat í Hofstaðaseli. Skipaður 1860 sýslumaður í Húnavatnssýslu, sat á Geitaskarði. Skipaður 1871 amtmaður í norður- og austuramtinu, lausn 1881, sat á Möðruvöllum í Hörgárdal til 1874, er amtmannsstofan þar brann, en síðan á Akureyri."
Eiginkona: (giftust 05.06.1845): Ragnheiður Jónsdóttir Thorstensen (1824-1897) húsfreyja.

Tómas Jóhannsson (1894-1929)

  • S02191
  • Person
  • 3. mars 1894 - 4. sept. 1929

Fæddur og uppalinn á Möðruvöllum í Eyjafirði, sonur Jóhanns Jóhannssonar b. og smiðs þar og k.h. Guðrúnar Skúladóttur. Lauk prófi frá bændaskólanum á Hvanneyri vorið 1915 og var áfram á Hvanneyri fjósamaður 1917-1919. Á árunum 1920-1922 dvaldist hann við nám í Danmörku, lauk leikfimiprófi við íþróttaskólann í Ollerup og tók einnig próf í smíðum og járningum frá búnaðarskólanum í Kaupmannahöfn. Eftir það fór hann til Svíþjóðar og kynnti sér þar leikfimikennslu og járnsmíðar. Kom heim að Hólum árið 1922 og tók við leikfimi- og smíðakennslu við bændaskólann. Tómas vann einnig að verkstjórn fyrir búið og byggingum. Árið 1924 kvæntist Tómas Ástríði G. Magnúsdóttur frá Laxnesi í Mosfellsdal, en þau höfðu kynnst á Hvanneyri, þau eignuðust tvær dætur. Á árunum 1924-1927 hafði Tómas á leigu jörðina Hlíð í Hjaltadal en bjó þó ekki þar nema eitt sumar en hafði húsfólk á jörðinni. Þá var hann ráðsmaður á Hólabúinu hjá Steingrími Steinþórssyni 1928-1929. Tómas lést aðeins 35 ára gamall.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

  • S03408
  • Person
  • 18.11.1873-16.07.1959

Anna Margrét Magnúsdóttir, f. á Möðruvöllum í Eyjafirði 18.11.1873, d. 16.07.1959. Foreldrar: Magnús Ólafsson bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum og kona hans Marselína Kristjánsdóttir. Anna var í Kvennaskólanum á Laugalandi 1889-1892. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897. Mun einnig hafa lært matreiðslu þar. Þá lærði hún handavinnu og hattagerð í Kaupmannahöfn um 1901. Rak ljósmyndastofu í Lækjargötu 3 á Akureyri frá 1902 og síðar í Brekkugötu 1b. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í Reykjavík, á Siglufirði og Vestmannaeyjum. Anna var ógfit og barnlaus en ól upp Jóhönnu Jóhannsdóttur, söngkonu.

Stefán Jóhann Stefánsson (1863-1921)

  • S02979
  • Person
  • 1. ágúst 1863 - 20. jan. 1921

Fæddur á Heiði í Gönguskörðum. Foreldrar: Stefán Stefánsson (1828-1910) og Guðrún Sigurðardóttir (1831-1903). Maki: Steinunn Frímannsdóttir (1863-1947). Þau eignuðust 2 börn.
Stefán tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1884 og nam náttúrufræði við Hafnarháskóla með grasafræði sem sérgrein en lauk ekki prófi. Kennari við Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, síðar á Akureyri 1887–1908, skólameistari frá 1908 til æviloka. Átti heima í Stórubrekku 1889–1891. Bóndi á Möðruvöllum 1891–1910, en fluttist með skólanum til Akureyrar 1902. Oddviti Arnarneshrepps um skeið. Í amtsráði 1894–1905, er amtsráðin voru lögð niður. Ferðaðist um landið til jurtarannsókna með styrk úr landssjóði flest sumur á árunum 1883–1900. Frumkvöðull að stofnun Náttúrufræðifélags Íslands 1889 og að stofnun Náttúrugripasafnsins. Átti sæti í millilandanefndinni 1907. Í bankaráði Íslandsbanka 1913–1919. Alþingismaður Skagfirðinga 1900–1908, konungkjörinn alþingismaður 1908–1915 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn). Samdi rit og greinar um grasafræði, skólamál og sjálfstæðismál Íslands.