Reykjarhóll á Bökkum

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Reykjarhóll á Bökkum

Equivalent terms

Reykjarhóll á Bökkum

Associated terms

Reykjarhóll á Bökkum

2 Authority record results for Reykjarhóll á Bökkum

2 results directly related Exclude narrower terms

Eiríkur Ásmundsson (1867-1938)

  • S003155
  • Person
  • 29.03.1867-08.02.1938

Eiríkur Ásmundsson, f. í Neskoti 29.03.1867, d. 08.02.1938 á Reykjarhóli. Foreldar: Ásmundur Eíriksson bóndi í Neskoti og víðar (f. 1826) og kona hans Guðrún Hafaliðadóttir frá Krakavöllum. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neskoti og fór með þeim að Vöglum í Þelamörk 1884 og dvaldi með þeim þar í fjögur ár. Stundaði sjómennsku við Eyjafjörð og víðar og reri m.a. í sel á vorin en var á línubátum á haustin. Á sumrin vann hann nokkuð við landbúnaðarstörf og kom sér upp fjárstofni sem hann hafði m.a. á fóðrum hjá föður sínum. Eiríkur hóf búskap í Neskoti 1895-1898, var bóndi á Höfða á Höfðaströnd 1898-1899, Reykjarhóli á Bökkum 18991938. Þar vann hann mikið að framkvæmdum og húsakosti. Tók virkan þátt í félagsmálum sveitarinnar, var m.a. oddviti Haganeshrepps 1916-1922, og sat lengi í hreppsnefnd. Sat sýslufundi 1915-1916 og var í skattanefnd hreppsins í mörg ár. Var einn af stofnendum Samvinnufélags Fljótamanna og sat í stjórn þess í 11 ár, þar af formaður í 7 ár.
Árið 1895 hóf Eiríkur búskap með Guðrúnu Magnúsdóttir (04.04.1856-01.05.1920). Þau eignuðust 4 börn.
Árið 1899 fluttist til þeirra systir Guðrúnar, Anna Sigríður (f. 10.07.1876). Hún tók við búsforráðum hjá Eiríki eftir að Guðrún systir hennar lést. Anna og Eiríkur eignuðust tvö börn.

Hafliði Eiríksson (1895-1979)

  • S03177
  • Person
  • 07.07.1895-30.01.1979

Hafliði Eiríksson, f. að Nesi í Flókadal 07.07.1895 (6.7. skv. kirkjubók), d. 30.01.1979 í Reykjavík. Foreldrar: Eiríkur Ásmundsson, bóndi á Reykjarhóli á Bökkum og sambýliskona hans, Guðrún Magnúsdóttir. Hafliði ólst upp hjá foreldrum sínum er lengst af bjuggu á Reykjarhóli á Bökkum. Fjórtán ára fór hann til sjós á hákarlaskip og var hálfan annan áratug á hákarlaskipum. Hafliði var ýmist til sjós eða vann að búi foreldra sinna þar til hann hóf sjálfur búskap. Hann var bóndi á Austara-Hóli 1924-1927, Minni-Reykjum 1928-1929, í Neskoti 1927-1928 og aftur 1929-1953. Þegar hann brá búi flutti hann til Akraness og vann þar aðallega við fiskvinnslu. Árið 1960 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó við Bergþórugötu 25 til dánardags. Starfaði hann þar nokkuð við smíðar.
Maki: Ólöf Anna Björnsdóttir (1895-1989) frá Sigríðarstöðum í Flókadal. Þa eignuðust eina dóttur og ólu upp Hafliða Frímannssonar frá Austara-Hóli í Flókadal og dótturson sinn Hafliða Kristjánsson.