Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

4 Authority record results for Sauðárkrókur

4 results directly related Exclude narrower terms

Ingi Gests Sveinsson (1919-2000)

  • S03587
  • Person
  • 04.11.1919-12.5.2000

Ingi Gests Sveinsson, f. í Reykjavík 04.11.1919, d. 12.05.2000 í Hafnarfirði. Foreldrar: Sveinn Helgason frá Ketilsstöðum á Kjalarnesi og kona hans Björg Sigríður Þórðardóttir frá Sperlahlíð í Arnarfirði. Ingi ólst upp hjá foreldrum sínum i Reykjavík. Hann vann sem sendill, m.a. hjá O. Johnson og Kaaber. Árið 1941 lauk hann sveinsprófi í rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Síðan lærði hann vélvirkjun og bifvélarvirkjun. Árið 1945 flutti hann í Neskuapsstað og sáum byggingu slippsins þar. Árið 1948 kom hann á Sauðárkrók og tók við formennsku á Bifreiða- og vélaverkstæði KS. Þar vann hann til 1958, að hann byggði eigið verkstæði, Vélaverkstæði Inga Sveinssonar. Sumrin 1958 og 1959 vann hann á skurðgröfu hjá Ræktunarsambandi Skagfirðinga. Verkstæði rak hann til 1963 en þáfluttist hann til Reykjavíkur. Gerðist hann vélstjóri á olíuflutningaskipinu Hamrafelli og 1964-1966 vann hann við Búrfellsvirkjun. Árið 1967 hóf hannstörf hjá Íslenska álfélaginu þear það hóf göngu sína. Ingi var mikill sundmaður og tók átt í ýmsum keppnum og átti mörg Íslandsmet. Ingi var radíóamatör og á Sauðárkróki byggði hann fyrstur manna loftnetsturn með snúanlegu stefnuvirku loftneti. Hann var eini Íslendingurinn og einn örfárra manna á heimsvísu sem hafði komið á staðfestu radíósambandi í öll lönd veraldar. Hann var heiðursfélagi í íslenska radíóamatörafélaginu. Á Sauðárkróki kenndi Ingi eðlis- og efnafræði við Iðnskólann um tíma og tók virkan þátt í starfi Rótarýklúbbsins.
Maki 1: Guðrún Sigríður Gísladóttir (1941-1988). Þau eignuðust fjögur börn. Þau slitu samvistir 1968.
Maki 2: Lilja Eygló Karlsdóttir (191-2010). Lilja átti fimm börn af fyrra hjónabandi.

Ingólfur Siggeir Andrésson (1912-1957)

  • S00164
  • Person
  • 26.04.1912-26.04.1957

Fæddur í Reykjavík 26. apríl 1912. Foreldrar hans voru Andrés Folmer Nilsen frá Leiðarhöfn við Vopnafjörð og Guðný Jósefsdóttir frá Uppsölum í Flóa. Ingólfur ólst upp með foreldrum sínum Reykjavík. Þegar hann var þriggja ára fékk hann lömunarveiki uppúr kíghósta og var fatlaður á fæti alla tíð síðan. Árið 1936 flutti hann til Sauðárkróks og vann þar við bílaviðgerðir. Í kringum 1943 fór hann aftur suður til þess að nema bifvélavirkjun og útskrifaðist með meistararéttindi í þeirri grein árið 1946. Sneri hann þá aftur til Sauðárkróks og byggði eigið verkstæði norðan við íbúðarhús sitt við Knarrarstíg. Ingólfur giftist Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Ósi á Borgarfirði eystra, þau eignuðust eina dóttur.

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson (1968-)

  • S03455
  • Person
  • 11.04.1968-

Magnús Gunnlaugur Jóhannesson, f. 11.04.1968. Foreldrar: Jóhannes Sigmundsson bóndi í Brekkukoti og kona hans Halldóra Kristín Guðrun Magnúsdóttir.
Bifvélavirki á Sauðárkróki.

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson (1930-2008)

  • S03393
  • Person
  • 02.03.1930-26.09.2008

Margeir Aðalsteinn Valdimarsson, f. 02.03.1930, d. 26.09.2008. Foreldrar: Valdimar Konráðsson (1900-1986) og Ingibjörg Jóhannsdóttir (1904-1955).
Hann var bifvélavirki og bjó m.a. í Hafnarfirði.
Maki: Sigríður Björgvinsdóttir (1932-). Þau eignuðust þrjú börn.