Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

302 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

Only results directly related

Mynd 115

Sama mynd og no 72.
Bifreiðin SK-1. Óþekktur hópur manna. Annar f.v. gæti verið Þorvaldur Þorvaldsson (Búbbi). Húsið á bak við hópinn er KG húsið sem stóð neðst í Kristjánsklaufinni að sunnan.

Mynd 11

Ljósmynd í stærðinni 6 x 6,2 sm. Á myndinni eru níu ungmenni sem standa við húsvegg. Myndin er hreyfð en líklega er þetta sama fólk og á mynd nr 10.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Mynd 10

Ljósmynd í stærðinni 6 x 6,2 sm. Á myndinni eru ellefu ungmenni sem standa við húsvegg. Talið frá vinstri:
Sólrún Steindórsdóttir, Guðrún Ingimarsdóttir frá Flugumýri, Rósa Sighvatsdóttir, Birna Guðjónsdóttir, Hulda Tómasdóttir, Anne Lise Bang, Sigfús Agnarsson frá Heiði, Steinunn Ingimarsdóttir frá Flugumýri, Ásbjörn Ólafur Sveinsson, Jósefína Hansen, Jóhannes Gunnarsson.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Mynd 1

Ljósmynd í stærðinni 9 x9 sm. Svarthvít pappírskópía. Á myndinni er húsið Leikborg (Aðalgata 22b) á Sauðárkróki.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Mynd 1

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni eru þrír karlkyns leikarar í búningum. Sá í miðjunni er líklega Péturs Hannesson í hlutverki álfakonungsins.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Mynd 02

Fermingardagur Árna Blöndal. Frá vinstri: Álfheiður Blöndal, Jóhanna Árnadóttir Blöndal (móður Árna), Auðunn Blöndal, Árni Blöndal og Valgard Blöndal faðir hans.

Ljósmyndir

Ljósmyndir af íþróttaviðburðum og iðkendum UMSS.

UMSS (1910-

Landbrot

Landbrot við verslunarhúsin, sem voru staðsett nærri Villa Nova. Landbrot var verulegt vandamál á Sauðárkróki og gerðar margar tilraunir tila ð hefta það. Með tilkomu hafnar út á Eyrinni minnkaði þetta vandamál, en síðar var lagður grjótgarður fyrir framan húsin til að koma í veg fyrir að þau sópuðust á haf út. Brún við gömlu bryggju.

KCM572

Votvirðri á Sauðárkróki. Börnin (ónafngreind) á myndinni er á róluvellinum við Skógargötu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM566

Fundur á Sauðárkróki. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra í ræðustóli. Tryggvi var forsætisráðherra frá 1927 til 1932.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM51

Jarðaför Péturs Hannessonar (ljósmyndara) frá Sauðárkrókskirkju, en hann lést árið 1960.
Líkmenn, t.h að framan er Kristján Skarphéðinsson en Adolf Björnsson aftar og t.v að framan er Gunnar Þórðarson en aftari óþekktur. Vörubíllinn (líkbíllinn) var í eigu Sigurðar Björnssonar Suðurgötu 4. Rotaryfélagar bera kistu hans og standa heiðursvörð.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM505

Guðrún Gísladóttir (1918-1988) líklega með Jakobínu dóttur sína. Í baksýn eru húsið Blómsturvellir á Sauðárkróki og sér niður á Skagfirðingabraut. Sauðáin rennur bak á við Guðrúnu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM485

Skrúðganga á Sauðárkróki. Gæti verið við vígslu sundlaugarinnar á Sauðárkróki (1957), en þá var gengið frá Barnaskólanum í Aðalgötunni að sundlauginni.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM481

Ónafngreint fólk með barn. Á bak við fólkið eru skúrar (Læknisskúrarnir) sem voru norðan við Suðurgötu 1 (Læknishúsið).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM447

Sauðárkrókur. Sundlaugin nýbyggð á miðri mynd, en hún var tekin í notkun 1957.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM443

Fjárhús (sýslumannshús) á Sauðárkróki. Sýsluhesthúsið t.h. við miðja mynd. Þessi hús stóðu sunnan og vestan við Safnahúsið.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM38

Malbikun á Sauðárkróki 1962. Guðni Friðriksson stendur og horfir á framkvæmdirnar. Suðurgata 1 (Læknishúsið) á miðri mynd.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM333

Sauðárkrókur eftir 1944. Gamla bryggjan neðan Aðalgötu t.v. Kolaportið nyrst í Aðalgötu ber yfir bryggjuna.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM3

Sauðárkrókur. Skrúðganga fyrir framan kirkjuna. Götur enn ómalbikaðar. Tilg. Vígsla sundlaugarinnar á Sauðárkróki 11. júní 1957, en þá var gengið frá kirkjunni að sundlauginni. (Líka tilg. 17. júní 1954). Tilg. að fánaberi sé Kári Steinsson og t.v. við skrúðgönguna er Guðjón Ingimundarson.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2801

Tvö svört lömb. Hús við Bárustíg og Öldustíg í baksýn, þá syðstu hús bæjarins (ca. um 1955).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2790

Kindur í garðinum við Suðurgötu 10 á Króknum. Til hægri er Suðurgata 8 og fjær eru gripahús (ca. 1955).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2712

Frá Sauðárkróki. Hafís við landið. Næst t.v. gamla bryggjan austan Aðalgötu (1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2700

Kind á á túni sunnan við Bárustiginn á Króknum. Húsið er líklega Bárustígur 6. (ca. 1960-1965).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2652

Sigrún Marta Jónsdóttir (Lóa) með kindur á túni sínu sunnan við Bárustiginn (1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2645

Leiði Hildar Margrétar Pétursdóttur, Magnúsar Guðmundssonar og Magnúsar Guðmundssonar í Sauðárkrókskirkjugarði.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2640

Egill Bjarnason í ræðustól í Grænuklauf á 17. júní 1958. T.v. má þekkja Rögnvald Ólafsson (Valda rak) og Jóhann Salberg sýslumann (dökkklæddan). Fjær við fánastöngina, Jón Dagsson og Ingibjörg Óskarsdóttir og (Friðrik Jónsson, Fíi, ber hæst) og Friðrik Friðriksson.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2638

Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður í ræðustól í Grænuklauf á 17. júní 1958. Fjær til vinstri f.v. Marteinn Friðriksson, Árni M. Jónsson og Kristján Linnet Jónsson (Kiddi Bif).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2637

Séra Björn Björnsson í ræðustóli við hátíðarhöld á 17. júní 1958 í Grænuklauf.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2636

  1. júní 1958. Hátíðarhöld í Grænuklauf. Eyþór Stefánsson í ræðustól. T.v. Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður (dökkklæddur), þá Adolf Björnsson, Friðrik Friðriksson og (tilg.) Áslaug Sigfúsdóttir (í samlaginu).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2635

  1. júní 1958. Hátíðarhöld í Grænuklauf. Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður í ræðustól.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2634

  1. júní 1958 á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Til hægri er Sigmundur Pálsson (með boltann). Þekkja má til hægri. F.h. Sólborg Valdimarsdóttir, María Pétursdóttir, Stefanía Anna Frímannsdóttir. Lengst t.v. Íris Sigurjónsdóttir og Jónína Antonsdóttir (Ína).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2617

Fólk á gangi milli Aðalgötu og Lindargötu á Sauðárkróki. T.v. Grána (n.v. horn) og Lindargata 10 t.h.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2616

Næst er Aðalgata 16 (Kaffi-Krókur). Þar næst Blöndalshús (sem var flutt yfir í Hegranes). (ca. um 1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Results 86 to 170 of 302