Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2 results directly related Exclude narrower terms

GI 1619

Efsta röð frá vinstri: Erna Flóventsdóttir - Jónas Þór Pálsson - María Haraldsdóttir - Marta S. Sigtryggsdóttir - Magnús Bjarnason - Þorvaldur Guðmundsson - Helgi Konráðsson - Jón Þorbjargarson Björnsson - Jón Tómasson - Sigtryggur Pálsson - Soffía Lárusdóttir - Sveinn Skaptason - Björgvin Björnsson. önnur röð frá vinstri: Björn L. Blöndal - Eiður Árnason - Erla Guðjónsdóttir - Geirlaugur Jónsson - Guðmundur Árnason - Guðmundur Friðvinsson - Hauður Haraldsdóttir - Haukur Ármannsson - Haukur Stefánsson - Inga S. Kristmundsdóttir. Þriðja röð frá vinstri: Kolbrún Svavarsdóttir - Lára Lárusdóttir - Lilja Jónsdóttir - Lúðvík A. Halldórsson - Sigmundur Pálsson - Sigríður Friðriksdóttir - Snæbjörg Snæbjarnardóttir - Stefanía Brynjólfsdóttir - Stefán Sigurður GUðmundsson - Stefán Þ. Thodórson. Fjórða röð: Steinn Sveinsson - Sverrir Sveinsson - Tómas Þ Sighvatsson - Unnur G Lárusdóttir - Valgarð A. Jónsson - Ingólfur Nikódemusson - Björn Björnsson - Guðjón Ingimundarson - Þórdís S. Friðriksdóttir - Bjarni Haraldsson - Bjarni P. Óskarsson - Bragi Þ. Jósafatsson - Einar Sigtryggsson. Fimmta röð: Erlendur Hansen - Gunnar G. Helgason - Hallgrímur Sigurðsson - Hjalti Guðmundsson - Jóhannes Hansen - Jóhannes Jósefsson - Jónatan Jónsson - Magnús H. Sigurðsson - Óskar Þ. Einarsson - Pétur Pálmason - Sigurberg Sigurbergsson - Stefán Þ. Sigurðsson og Sverrir Briem.

GI 1620

Efsta röð frá vinstri: Anna Jóna Guðmundsdóttir - Erna Flóvents - Hallfríður Guðmundsson - Jónas Þór Pálsson - Sigurjón Björnsson - Jón Þorbjargarson Björnsson - Helgi Konráðsson - Þorvaldur Guðmundsson - Árni Þorbjörnsson - María Haraldsdóttir - Marta Sigtryggsdóttir - Sigtryggur Pálsson - Sigfús Agnar Sveinsson. Önnur röð frá vinstri: Soffía Lárusdóttir - Sveinn I Skaptason - Áshildur Elfar - Björgvin Björnsson - Björn Blöndal - Eiríkur Haukur Stefánsson - Erla Guðjónsdóttir - Geirlaugur Jónsson - Þriðja röð Gísli G. Hafliðason - Guðmundur Friðvinsson - Guðmundur S. Árnason -Haukur Ármannsson - Hjörtur Guðmundsson - Inga Kristmundsdóttir - Kolbrún Svavarsdóttir - Lára Lárusdóttir. Fjórðar röð frá vinstri: Lilja Jónsdóttir - Lúðvík Halldórsson - Sigmundur Pálsson - Sigríður Friðriksdóttir - Árni Jóhannsson - Sigurlaug Guðmundsdóttir - Guðjón Ingimundarson - Hólmfríður Hemmert - Eyþór Stefánsson - Snæbjörg Snæbjarnardóttir - Stefanía Brynjólfsdóttir - Sveinn Sveinsson - Stefán Guðmundsson. Fimmta röð: Sverrir Sveinsson - Tómas Þ. Sigurðsson - Unnur Lárusdóttir - Valgarð Jónsson - Þórdís Friðriksdóttir - Aðalfríður Pálsdóttir - Ásgrímur Helgason - Elínborg Garðasdóttir "Bodda" Erla Gísladóttir Erna Ingólfsdóttir - Friðrik Guðmundsson - Gunnar H. Sveinsson - Gunnar B. Flóventsson - Sjötta röð: Guttormur Jónsson - Haraldur Magnússon - Herdís K. Jónsdóttir - Ingimunda Sigurðardóttir - Jóhanna Brynjólfsdóttir - Kári Jónsson - Ósk Sigurðardóttir - Pálmi Jónsson - Pétur Þórarinsson - Ragnheiður Árnadóttir - Sigurður R. Antonsson - Steinunn N. Bergsdóttir - Sigurpáll Óskarsson.