Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2500 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

Only results directly related

Guðrún Pálsdóttir og óþekktur maður.

Guðrún Pálsdóttir ásamt óþekktum manni við skúrabyggðina, sem var þar sem nú er Minjahús Sauðárkróks. Tilgátur um að maðurinn sé Hólmar Friðrik Magnús Magnússon
Fæddur á Sauðárkróki 14. október 1914
Látinn 8. júlí 1995
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Fósturforeldrar Þorkell Jónsson og Málfríður Friðgeirsdóttir. Sjómaður í Reykjavík 1945.

Guðjón Ingimundarson

Ýmis jóla og tækifæriskort úr fórum hjónanna Guðjóns Ingimundarsonar og Ingibjargar Kristjánsdóttur sem bjuggu á Bárustíg 6 á Sauðárkróki.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Grein um Sauðárkrók 1967

Grein send Degi á Akureyri þar sem Guðjón fjallar ítarlega um Sauðárkrók, bæjarstjórnina, kirkjuna, íbúana, heilbrigðismál, skólamál, verslun, félags- og skemmtanalíf og atvinnumál.

Grein frá 1967 - Til þess eru vítin að varast þau

Grein sem send var Einherja í júní 1967 og ber yfirskriftina "Til þess eru vítin að varast þau" en þar gagnrýnir Guðjón grein sem birt var í blaðinu Norðanfara (málgagni sjálfstæðismanna á Norðurlandi Vestra) 4. maí 1967 en téð grein var að mati Guðjóns ,,árás á meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki". Greinarhöfundur var ritstjóri og ábyrgðarmaður Norðanfara, Halldór Jónsson frá Leysingjastöðum.

Grein e. Martein Friðriksson 1969

Grein send Einherja 1969 eftir Martein Friðriksson sem sat þá í meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn. Greinin ber yfirskriftina "Norðanfara svarað" og er svar við grein Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem þá voru í minnihluta. Marteinn kemur víða við í grein sinni og fer meðal annars yfir Fjárhagsáætlun 1968 og rekstrarniðurstöðu þess árs.

Gjörðabók atvinnumálanefndar Verkamannafélagsins Fram 1950

Fundagerðabók Verkamannafélagsins Fram 1950, sem inniheldur fundagerðir atvinnumálanefndar. þetta er þunn stílabók, handskrifuð með línustrikuðum blaðsíðum. Í bókinni er fyrstu tvær fundagerðir atvinnumálanefndar V.M.F. Fram auk þess sem skrifað er svar frá stjórn V.M.F. Fram vegna fyrirspurnar frá nefndinni um verksvið nefndarinnar innan félagsins. Fremst er handskrifað "Komin frá Jóni Magnússyni, Skr.1987". Bókin er vel læsileg og ágætlega varðveitt.

Verkamannafélagið Fram

Gjörðabækur aðalfunda U.M.F.T. 1903-1987

Innbundnar handskrifaðar og vel læsilegar bækur. Bækurnar hafa varðveist ágætlega, bindingar og blöð eru að mestu heilleg. Elsta fundargerðarbókin (frá 1903-1912) hefur varðveist illa.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Gjaldskrá 1927-1954

Innbundin bók og handskrifuð. Í bókinni eru skráð nöfn félaga U.M.F.T. og rukkuð árs- og inntökugjöld frá árinu 1927-1954. Bókin heldur einnig gott yfirlit yfir félagatal og félagagjald U.M.F.T. á þessu tímabili.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Gjafabréf

Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

GI 86

Óþekktur fundur F. v. Hákon Torfason (með gleraugu) Hallfríður Rútsdóttir (í gulum kjól) Þórir Stephensen (með prestakraga) Friðrik Margeirsson (horfir til lofts) Björn Fr. Björnsson (í dökkum fötum) og Árni Þorbjörnsson (með krosslagða handleggi) - Aðrir óþekktir.

GI 77

Guðjón Ingimundarson afhendir (Guðmundi Gíslasyni viðurkenningu) Sveinn Ingason lengst til hægri.

GI 71

Í fyrsta sæti er Birgir Guðjónsson (1948-) og sá sem stendur og talar í hljóðnema er Guðjón Ingimundarson (1915-2004) Tilg. Í öðru sæti Einar Gíslason og þriðja sæti Steinn Kárason (sitjandi Erling Örn Pétursson).

GI 567

Tilgáta 17 júní - Skagfirðingabraut Hópreið. Fánaberar f.v. Ivar Antonsson og Magnús Sigurðsson.

GI 566

Tilgáta 17. júní. Hátíðarhöld á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Lúðrasveit Sauðárkróks að gera sig tilbúin.

GI 565

Tilgáta 17. júní. Hátíðarhöld á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Lúðrasveit Sauðárkróks að gera sig tilbúin.

GI 560

Fyrir utan Skagfirðingabraut 17-21. Nú Ráðhús Skagafjarðar. 17 júní 1964. Sigfús Björnsson (heldur á frakka) Sigurður P. Jónsson (með hatt við hlið Sigfúsar) Gísli Magnússon - Eyhildarholti flytur ræðu.

GI 559

Karlakór Sauðárkróks að syngja fyrir Sauðkrækinga á 17. júní 1964 F. v má þekkja. Hreinn Jónsson - Guðmann Tóbíasson - Bragi Haraldsson - Hilmar Jónsson - Sveinn Sölvason - Björgvin Jónsson - Páll Sigurðsson (á bak við Björgvin) Sverrir Svavarsson - Steindór Steindórsson - Kristján Sölvason - Sverrir Björnsson - Svavar Helgason og Ásgrímur Helgason. Stjórnandi er Ögmundur Svavarsson. Jón Friðbjörnsson t.v. með hatt og gleraugu.

GI 556

Fyrsta skóflustungan tekin að íþróttahúsinu 1. október 1980. Guðjón Ingimundarson (1915-2004) tekur skóflustunguna.

GI 553

Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir í opinberri heimssókn í Skagafirði. F. v. Vigdís Finnbogadóttir - Þorsteinn Ásgrímsson - Ingibjörg Sigurðardóttir - Halldór Þ. Jónsson og Aðalheiður Ormsdóttir. Á bak við sér í Magnús Sigurjónsson og Kristbjörgu Guðbrandsdóttir (við hlið Magnúsar). Aðrir óþekktir.

GI 552

Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir í opinberri heimssókn í Skagafirði. Vigdís í gulri dragt. Snorri Björn Sigurðsson vinstra megin við Vigdísi. Hægra megin við Vigdísi - Þorsteinn Ásgrímsson - kona ókekkt - Magnús Sigurjónsson (með sólgleraugu) - Halldór Þ. Jónsson og Aðalheiður Ormsdóttir (með bláan hatt)

GI 551

Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir (í gulri dragt) í opinberri heimssókn í Skagafirði. T. v. Stefán Pedersen (í bláum gallabuxum) Sér í bakið á Þorsteini Ásgrimssyni ftá Varmalandi (í ljósum frakka)

GI 549

Tilgáta um að þessi mannfögnuður tengist heimsókn Forseta Íslands Vigdísi Finnbogadóttur. Hátíðarhöld eru haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

GI 548

Tilgáta um að þessi mannfögnuður tengist heimsókn Forseta Íslands Vigdísi Finnbogadóttur. Hátíðarhöld eru haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

GI 546

Opinber heimsókn Vidísar Finnbogadóttur - veisla í íþróttahúsi. Konan fyrir miðri mynd er María Kristjana Angantýsdóttir (1948-2006) - Maðurinn sem drekkur úr glasinu er Einar Örn Einarsson (1960-) og í hægra horni er sonur hans Gísli Arnar Elínarson (1983-) María Angantýrsdóttir fyrir miðri mynd (í svörtum jakka og rauðri blússu)

GI 545

Hátíðarhöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að fagna komu Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands.

GI 544

Hátíðarhöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að fagna komu Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands.

GI 543

?Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur. Hátíðarhöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að fagna komu Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju.

GI 542

Hátíðarhöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að fagna komu Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands. F.v. Brynja Kristjánsdóttir - Knútur Aadnegard - Ingibjörg Sveinsdóttir - Árni Gíslason - Vigdís Finnbogadóttir - Úlfar Sveinsson - Elín Tómasdóttir - Halldór Þ. Jónsson og Aðalheiður Ormsdóttir.

GI 541

Hátíðarhöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að fagna komu Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands. Við borðið f.v. Brynja Kristjánsdóttir - Ingibjörg Sveinsdóttir - Árni Gislason - Vigdís Finnbogadóttir - úlfar Sveinsson - Elin Tómasdóttir - Halldór Þ. Jónsson og Aðalheiður Ormsdóttir.

GI 540

Hátíðarhöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki að fagna komu Vigdísar Finnbogadóttur forseta Íslands. F.v. Þorsteinn Ásgrímsson - Ingibjörg Sigurðardóttir - Kristbjörg Guðbrandsdóttir - Magnús Sigurjónsson - óþekkt - Björn Sigurbjörnsson - aðrir óþekktir.

GI 54

Á sundmóti. Lengst t.v. Sigríður Svavarsdóttir, tilgáta að fyrir miðju sé Soffía Káradóttir, sú þriðja óþekkt.

GI 535

Frá vinstri Guðrún Svanbergsdóttir (1927-) Aldína Snæbjört Ellertsdóttir (1926-) Kristbjörg Ingvarsdóttir (1936-) - Sigríður Jónsdóttir (1931-) Þorbjörg Þorbjarnardóttir (1928-2014) Ingibjörg Kristjánsdóttir (1922-2010) Anna Pála Guðmundsdóttir (1924-) - Þorbjörg Þorbjarnardóttir - Sveinn Jónsson og Rögnvaldur Gíslason

Results 1021 to 1105 of 2500