Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2521 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2499 results directly related Exclude narrower terms

Jóhanna Lárentsínusdóttir: skjala- og myndbandasafn

  • IS HSk N00501
  • Fonds
  • 1960-2011

Safn sem Jóhanna Lárentsínusdóttir afhenti safninu og voru í eigu Erlendar Hansen, í safninu voru pappírsgögn og 19 videóspólur. Á videospólunum er efni sem Erlendur tók upp á hinum ýmsu ferðalögum, viðburðum og hátíðum tengdum Skagafirði skagfirðingum á tímabilinu 1997-1999.
Í safninu eru líka málgögn stjórnmálaflokkanna á Sauðárkróki vegna sveitastjórnarkosninga sem voru 1994. Auk þeirra eru kynningarbæklingar frá Alþýðuflokknum vegna alþingiskosninga og eru þau gögn mun eldri og án ártals. Í safninu er einnig sérrit um aðalskipulag Sauðárkróks - sérprentun úr sveitarstjórnarmálum 4. tbl. 1970.
Ákveðið var að grisja úr safninu 3 VHS spólur sem innihalda upptökur úr sjónvarpsþáttum á RÚV og Stöð 2. Erlendur skráði á spólurnar hvert innihald þeirra er og númeraði þær.

Jóhanna Lárentsínusdóttir (1926-)

Jóhanna Lárentsínusdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00039
  • Fonds
  • 1946

Myndir úr fórum Erlendar Hansen. Myndirnar teknar árið 1946 þegar leikritið Gift og ógift var sett upp af Leikfélagi Sauðárkróks.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Jóhannes Friðrik Hansen: Skjalasafn

  • IS HSk N00090
  • Fonds
  • 1945-2016

Ljósmyndir og skjal um fyrirtæki bræðrana Jóhannes og Kristjáns.

Jóhannes Friðrik Hansen (1925-)

Jón Nikódemusson: Skjalasafn

  • IS HSk N00244
  • Fonds
  • 1908-1930

11 skjöl úr dánarbúi Jóns Sigvalda Nikódemussonar. Ýmis afsöl og kaupsamningar ásamt persónulegum gögnum.

Jón Sigvaldi Nikódemusson (1905-1983)

Jónas Sigurjónsson: Ljósmyndasafn

  • IS HSk N00023
  • Fonds
  • 1960-1970

Allar myndirnar eru frá einu atviki, uppskipun hrossa í kringum 1964-1965, líklega í Sauðárkrókshöfn.

Jónas Sigurjónsson (1944-

Jórunn að gefa hænunum.

Jórunn að gefa hænunum. Magnús Jónsson og Kristinn Michelsen í dyragættinni. Hænsnarækt var mikilvæg búbót fyrir marga Króksara. Árið 1940 voru ríflega 450 hænur á Sauðárkróki en íbúar ríflega 900.

Kanínur

Michelsens fjölskyldan var með kanínur sem var afar fátítt á Sauðárkróki, ef ekki einsdæmi. Ekker laust við að kanínubúskapur hafi farið nokkuð fyrir brjóstið á Sauðkrækingum sem áttu fremur að venjast áti á sauðkindum ekki ekki þessum vinalegu dýrum. Á myndinni eru Aðalsteinn, Aage og Pála Elínborg.

Karlakór Sauðárkróks: Skjalasafn

  • IS HSk N00067
  • Fonds
  • 1936 - 2012

Fundagerðabók, bókhald og önnur skjalgögn Karlakórs Sauðárkróks.

Karlakór Sauðárkróks (1963-2012)

Kaupfélag Skagfirðinga 1954-1991

Ýmis gögn tengd starfsemi Kaupfélagi Skagfirðinga sem komu úr fórum Guðjóns Ingimundarsonar. Guðjón var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, sat í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og var formaður fræðuslunefndar þess um skeið.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Kaupsamningur

Kaupsamningur á milli Nikódemusar Jónssonar og Kristjáns Gíslasonar kaupmanns. Kristján afsalar sér til handa Nikódemusi húseign sína, fjós og hlöður er standa sunnanvert við lóð Nikódemusar uppi undir brekku. Bréfið er dagsett 30. október 1929, undirritað og stimplað af Sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu.

KCM14

  1. júní 1954. Börn á leið á íþróttavöllinn við Grænuklauf til hátíðarhaldanna. (Sama mynd og KCM 3). Líka tilg. um að þetta sé skrúðganga frá kirkju til sundlaugar þegar sundlaugin var vígð 11. júní 1957. Fánaberi er sennilega Kári Steinsson og Guðjón Ingimundarson t.v. við skrúðgönguna.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2054

Séð yfir Sauðárkrók af Nöfunum. Myndin tekin milli 1950 og 1960. Flæðarnar á miðri mynd og gripahúsin t.v.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2072

Sauðárkrókur séð af Sauðárhæðum (um 1960). T.h. gamli Spítalavegurinn (ca. 1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2167

Hús á Sauðárkróki (neðan Kristjánsklaufar). Húsin næst á myndinni eru F.v. Lindargata 3 (Hótel Tindastóll), Lindargata 5 (Borgarey) og Lindargata 7.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2352

Sauðárkókur að vetri. Miðbærinn, Kirkjutorgið. Skógargatan í forgrunni (ca. 1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2453

Sauðárkrókur, vetrarmynd. Suðurbærinn, (T.v.) Hólavegur og Skagfirðingabraut (1950-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2507

Hús á Sauðárkróki. Skagfirðingabraut 8, 10 og 12 (frá hægri). Skagfirðingabraut 12 er farið (vék fyrir bankanum). (ca.1960-1965).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2515

T.v. er Skagfirðingabraut. Suðurhluti Króksins og á auða svæðinu næst eru blokkirnar við Víðigrund í dag (ca. um 1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2559

Sauðárkrókur. Næst t.h. sér í fjárhús Árna og Rannveigar Hansen á Sauðárhæðum (ca. um 1965).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2584

Næst er áhalda og aðstöðuhús Vegagerðarinnar. Mjólkursamlag KS t.h. Húsið t.v. er hænsnahús og fjær t.v. er svo Sjúkrahús Skagfirðinga (ca. 1960-1965).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2585

Sauðárkrókur, sennilega hús við Bárustiginn, þá syðstu húsin í bænum. Næst á myndinni er tún. (ca. 1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2608

Sauðárkrókur. Næst Suðurgata 22 og 24 (Árbær). Sýsluhesthúsið gengt Suðurgötu 22. (ca. 1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Results 1616 to 1700 of 2521