Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

16 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

16 results directly related Exclude narrower terms

Blaðaúrklippa

Blaðaúrklippa af síðustu bæjarstjórn Sauðárkróks. Frá vinstri Sigríður Gísladóttir (staðgengill Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, Alþýðubandalag), Steinunn Hjartardóttir (forseti Bæjarstjórnar, Sjálfstæðisflokkur) , Björn Sigurbjörnsson (Alþýðuflokkur, skólastjóri Gagnfræðaskólans), Björn R. Brynjólfsson (Framsóknarflokkur, Gæðastjóri Loðskinn), Hilmir Jóhannesson (F.listi), Herdís Á. Sæmundardóttir (Framsóknarflokkur, staðgengill Stefáns Loga Haraldssonar).

Grein e. Martein Friðriksson 1969

Grein send Einherja 1969 eftir Martein Friðriksson sem sat þá í meirihluta bæjarstjórnar á Sauðárkróki fyrir Framsóknarflokkinn. Greinin ber yfirskriftina "Norðanfara svarað" og er svar við grein Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki sem þá voru í minnihluta. Marteinn kemur víða við í grein sinni og fer meðal annars yfir Fjárhagsáætlun 1968 og rekstrarniðurstöðu þess árs.

Grein um Sauðárkrók 1967

Grein send Degi á Akureyri þar sem Guðjón fjallar ítarlega um Sauðárkrók, bæjarstjórnina, kirkjuna, íbúana, heilbrigðismál, skólamál, verslun, félags- og skemmtanalíf og atvinnumál.

Hulda Sigurbjörnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00031
  • Fonds
  • 1947-2006

Gögn sem tengjast Verkakvennafélaginu Öldunni, Sauðárkróki og gögn sem tengjast bæjarpólítíkinni.
Einnig 12 eintök af tímaritinu 19. júní.

Hulda Sigurbjörnsdóttir (1922-2015)

Menntamálaráðuneytið

Bréf til og frá Menntamálaráðuneytinu og 2 auglýsingar um laun stundakennara. 1 skjal með reglum um þáttöku ríkissjóðs í kostnaði við framkvæmd sundskyldunar 1971 og leiðbeiningar sem varða hana.
2 samningar Menntamálaráðuneytisins og bæjarstjórnar Sauðárkróks um Framhaldsskóla á Sauðárkróki. 1 greinargerð um gerð námsskráar.
Erindisbréf fyrir skólanefndir grunnskóla.

Minnisbækur 1937-1976

Minnisbækur Guðjóns Ingimundarsonar, flestar þeirra tengjast bæjarstjórnarmálum en einnig má finna þar punkta um starfsemi hans innan KS og ungmennafélaganna. Jafnframt er elsta minnisbókin frá því hann var á Laugarvatni.

Guðjón Ingimundarson (1915-2004)

Vísur á auglýsingatöflu 1974

Lausavísur á auglýsingatöflu bæjarstjórnarskrifstofunnar á Sauðárkróki 1974.

Ráðalausir labba um storð
leggjast svo til náða.
Loksins fundu lausnarorð
látum Bakkus ráða.

Bakkusarvinur svarar:
Hver yrkir þannig? Álasar kóngsins megt,
sem ævinlega bætir þegnanna hag.
Allavega finnst mér forkastanlegt
að fárast yfir því, sem kippt er í lag.

Sífellt fremja ofaníát
ótta og hrolli slegin.
Virðast ætla að verða mát
veslings komma greyin.