Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Mynd 68

Útför Ólafar Snæbjarnardóttur, sést í Sauðárkrókskirkju

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 68

Ottó Geir Þorvaldsson með hest tilgáta á Lindargötu. Hesturinn er Faxi frá Stóra Vatnsskarði.

Mynd 7

Ljósmynd í stærðinni 10,2 x 6,4 sm. Myndin er tekin af Nöfunum ofan við Sauðárkrók og sést m.a. yfir Lindargötu, Skógargötu og Aðalgötu, Sauðárkrókskirkju og Suðurgötu.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Mynd 70

útför mynd tekin í Sauðárkrókskirkjugarði

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 79

Horft frá Suðurgötu til norðausturs. Sæmunargatan í bakgrunni, barnaskólinn við Freyjugötu fyrir miðri mynd, kjörbúð KS (nú ráðhúsið) og hús við Suðurgötuna fremst á myndinni.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 81

Frá vinstri Árni Blöndal, Kristján Blöndal og Sigurgeir Snæbjörnsson.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Mynd01

Jóhannes Friðrik Hansen og dóttir hans Björg Jórunn Hansen.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd08

Bucik 5 manna Ingólfs Andréssonar, Fyrsti eigandi var Geir Vegamálastjóri. Ingólfur fluttist til Sauðárkróks ásamt Svavari Þorvaldssyni. In

Erlendur Hansen (1924-2012)

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir og Guðjón Sigurðsson: skjalasafn

  • IS HSk N00492
  • Fonds
  • 1900-1995

Bréfa og ljósmyndasafn úr eigu Guðjóns Sigurðssonar bakara og Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans, safnið samanstendur af sendibréfum og erindum m.a til þáverandi sjávarútvegsráðherra Emils Jónssonar (1963). Í safninu eru auk þess 280 pappírskópíur og ljósmyndir, hluti af þeim er úr eigu Björns (Haraldar) Björnssonar, bróður Ólínu. Safn Björns var í litlu tréboxi (gömlu vindlaboxi). Þess má geta að í tréboxinu voru tvær litlar myndamöppur með ljósmyndum af helstu kennileitum Kaupmannahafnar. Ákveðið var að halda söfnunum aðskildum og skrá myndirnar og myndamöppurnar sérstaklega.
Þegar byrjað var að fara yfir myndinar komu í ljós nokkrar myndir sem eru úr eigu Björns Björnssonar sem var tengdasonur Ólínu og Guðjóns, nokkrar af myndunum eru merktar honum og hafa liklega verið birtar í Morgunblaðinu (Björn var lengi fréttaritari blaðsins).

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)

Ónafngreind kona og ónafngreint barn

Mannamynd. Ekki vitað af hverjum myndin er. Hún er merkt "Pétur Hannesson Sauðárkróki" svo hún hefur verið tekin á tímabilinu 1914 til 1928 þegar Pétur rak þar ljósmyndastofu.

Pétur Hannesson (1893-1960)

Pálína Þorfinnsdóttir: Skjalasafn

  • IS HSk N00205
  • Fonds
  • 1937-1941

Bréf Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum til Pálínu Þorfinnsdóttur.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

Pappírsgögn 1927-1939

Handskrifuð, vélrituð og prentuð pappírsgögn. Safnið hefur varðveist misjafnlega. Á meðal skjala eru félagatal búnaðarfélagsins, verðskrá fyrir jarðvinnslutæki, bókhaldsgögn, kaupsamningur vegna sölu á jarðvinnslutæki sem var í eigu búnaðarfélagsins. Einnig samningur um leigu á jarðvinnslutæki, erindi frá Búnaðarfélagi Íslands, Áburðarsölu Ríkisins og Sambandi Ísl. Samvinnufélaga. Allar bréfaklemmur og hefti voru fjarlægð af öllum pappír.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Pappírsgögn 1940-1945

Handskrifuð, vélrituð og prentuð pappírsgögn. Safnið hefur varðveist misjafnlega vel. Umslög með frímerkjum, bókhaldsgögn, fundagerðir frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, prentaðar auglýsingar. Erindi frá Búnaðarþingi, Alþýðusambandi Íslands, Búnaðarsambandi Suðurlands og Stéttarsamband Bænda. Safnið var hreinsað af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Pappírsgögn 1950-1962

Handskrifuð, prentuð og vélrituð pappírsgögn. Í safninu er nokkuð af handskrifuðum blöðum, flest án ártals og dagsetningar. Félagatal, Lög Búnaðarfélags Íslands. Handskrifaðar fundargerðir, einnig nafnalisti og uppröðun félaga í göngur og hirðingu í fjárréttum (án ártals og dagsetn.). Skriflegar og vélritaðar beiðnir um úrsagnir og inntöku nýrra félaga í Búnaðarfélag Sauðárkróks. Safnið er í misgóðu ásigkomulagi en vel læsilegt. Safnið var hreinsað af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Pappírsgögn 1984-1989

Í safninu eru ljósrituð, forprentuð, vélrituð og handskrifuð skjöl. Skjölin eru í góðu ásigkomulagi, sum þeirra eru ódagsett en virðast tengjast sama tímabili og þeirra sem eru dagsett. Í safninu eru söngtextar, starfsáætlanir, upplýsingar fyrir skátalandsmót, afmælisblað og fleira.

Skátafélagið Eilífsbúar

Pappírsgögn 1985-1990

Í safninu eru lög, fréttabréf og erindi frá Bandalagi íslenskra Skáta. Bréfasamskipti er varða heimsókn danskra skáta til Sauðárkróks, gjafabréf, formleg bréf og erindi, símskeyti, fundardagskrá og þakkarbréf.
Ath. í safninu eru persónugreinanleg gögn, þau eru fremst í örkinni.

Skátafélagið Eilífsbúar

Paul Arvid Severin Paulsen

Paul Popp við mynd er ártalið 1904 en Paul fæðist ekki fyrr en 1906 og tilgáta er um að þessi mynd er tekin 1909.

Ingrid Hansen (1884-1960)

Pétur Pétursson: Skjalasafn

  • IS HSk N00001
  • Fonds
  • 1870-1920

Mannamyndir. Hafa fylgt fjölskyldu Péturs Péturssonar um áraraðir.

Pétur Pétursson (1945-)

Pétur Sighvatsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00326
  • Fonds
  • 20.01.1912

Uppdráttur teiknaður af Pétri Sighvatssyni af vatnsveitukerfi fyrir Sauðárkrók 1912. Á kortinu má sjá hvernig vatnsveitan var í upphafi lögð í norðurenda bæjarins. Pétur Sighvatsson var skipaður í nefnd um framkvæmd vatnvsveitu á Sauðárkróki og hefur hann því líklega gert uppdráttinn í tengslum við þá vinnu.

Pétur Sighvatsson (1875-1938)

Reglugerð ekknasjóðs Verkamannafélagsins Fram 1922

Tvær reglugerðir fyrir ekknasjóðs Verkamannafélagsins Fram. Um er að ræða pappírsgögn línu- og rúðustrikuð blaðsíður sem á eru handskrifaðar þessar reglugerðir, eldri reglugerðin er dagsett 23. jan. 1922, hin (og líklega gerð mun seinna) er ódagsett og án ártals.
Gögnin hafa varðveist ágætlega og eru vel læsileg.

Verkamannafélagið Fram

Reikningabók 1911-1926

Bókin inniheldur lista yfir greiddum aðgangseyri inn á skemmtifundi félagsins auk ársreikninga félagsins einnig bókhaldsfærslur fyrir orgels og húsbyggingarsjóðs U.M.F.T.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Reikningabók 1937-1967

Innbundin og handskrifuð sjóðsbók, bókin er ágætlega varðveitt. Í bókinni voru 4 blaðsíður línustrikaðar með handskrifuðum kynningum á einhverjum karlmönnum sem líklega voru í félaginu. Blöðin eru ódagsett og ómerkt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Reikningar og bókhaldsgögn

Innbundnar og handskrifaðar bókhaldsbækur. Bækurnar eru allar í góðu ásigkomulagi og hafa varðveist ágætlega. Pappírsgögnin eru vélritaðar skýrslur með efnahagsreikningi U.M.F.T. fyrir árin 1961-1964.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Rósa Petra Jensdóttir: Skjala- og ljósmyndasafn

  • IS HSk N00496
  • Fonds
  • 1900-1993

Í safninu eru svart hvítar litmyndir - fjölskyldumyndir og myndir teknar á Sauðárkróki og nokkrum öðrum kennileitum í Skagafirði. Tvær skólamyndir frá Húsmæðrakólanum á Löngumýri. Tvær myndir voru innrammaðar, önnur þeirra er máluð ljósmynd af Suðurgötu 18 og lítil mynd af Rósu og foreldrum hennar. Rammar og umslög utan um myndirnar var grisjað úr safninu. Í safninu eru einnig nokkrar handskrifaðar blaðsíður með lista yfir jólagjafir og jólakortasendingar. Í öskjunni er bréf frá Ingibjörgu, dóttur Rósu um afhendinguna til Héraðsskjalasafnsins.

Rósa Petra Jensdóttir

Results 2041 to 2125 of 2517