Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

291 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

290 results directly related Exclude narrower terms

Mynd01

Jóhannes Friðrik Hansen og dóttir hans Björg Jórunn Hansen.

Erlendur Hansen (1924-2012)

GI 321

Drengurinn er Friðrik Steinsson (1968-) og Viðar "á Bergstöðum" Andrés Viðar Ágústsson (1942-)

GI 153

Frá vinstri María Sævarsdóttir - Hrönn Guðjónsdóttir (1963-) - Harpa Guðbrandsdóttir (1963-) og Þorgerður Sævarsdóttir (1963-)

Hvis 312

Sigurður Guðmundsson smiður. Sigurður stendur ofar í stiga. Maríus Pálsson (1873-1950) verkamaður á Sauðárkróki, fyrir neðan. Húsið er Nýjahús, Skógargata 3. Húsið heitir Háibær.

GI 1768

Á Sauðárkróki. Gígja Snæbjörnsdóttir (Guðrún Svanfríður Snæbjörnsdóttir) - Sigríður Ögmundsdóttir og Anna Pála Guðmundsdóttir.

GI 1773

Á Sauðárkróki. F.v. Vagn Kristjánsson - Guðbjörg Þorvaldsdóttir - Gígja Snæbjörnsdóttir (Guðrún Svanfríður Snæbjörnsdóttir) og Kristján Mikkelsen.

GI 165

Frá vinstri Birgir Guðjónsson (1948-) með Fiskiðjubikarinn árið 1965. Bikarinn hlaut hann fyrir flest stig á Norðurlandsmóti í sundi. Til hægri Sigurður Marteinn Friðriksson (1924-2011)

GI 166

Grettissund, líklega 1963. Frá vinstri Sveinn Árnason 8:53 -6m - Sveinn B. Ingason synti á 8:53:6 m og Páll Ingimarsson 9:54:0m.

GI 169

500 m. sund 1964. Frá vinstri Sveinn Árnason - Birgir Guðjónsson (1948-) og Sigurjón Tobíasson.

GI 1138

Norðurlandsmót í Sauðárkróki árið 1960. Tilgáta að fremst til hægri sé Jóhann Sigurðsson (Jonni) sonur Sigurðar varðstjóra í Varmahlíð.

GI 1139

Norðurlandsmót í sundi á Sauðárkróki 1960. Annar frá hægri er Óli G. Jóhannsson frá Akureyri.

GI 1236

Handknattleiksmeistaramót Íslands á Sauðárkróki. 10. ágúst 1957. Lið Ármanns í Reykjavík varð Íslandsmeistari.

GI 1239

Handknattleiksmeistaramót Íslands á Sauðárkróki. 10. ágúst 1957. Færeyingar komu sem gestir og spiluðu tvo leiki.

GI 1242

Handknattleiksmeistaramót Íslands á Sauðárkróki. 10. ágúst 1957. Tillaga að þetta sé lið knattspyrnufélagsins Þórs í Vestmannaeyjum, þó markvörðurinn sé með Tindastólsmerki.

Hvis 155

Frá v. : Ludvig C. Magnússon Reykjavík, [Hildur] Margrét Pétursdóttir, móðir hanns og Kristjáns C. Magnússonar, Sauðárkróki, sem er þriðji t.h. Myndin er tekin við hús Kr. C. Magnússonar á Skr. Suðurgötu 10

Safn Kr. C. Magnússonar

GI 2158

F.v. Sigurður Ingimarsson - Ólafur Jóhannsson - Gylfi Geiraldsson - Pálmi Sighvatsson - Erlendur Sigþórsson - Óli Jón Gunnarsson - Erling Örn Pétursson - Vésteinn Vésteinsson og Árni Ragnarsson. Hópur UMSS í fótbolta. Landsmót á Eiðum 1968.

GI 2159

F.v. Sigurður Ingimarsson - Ólafur Jóhannsson - Gylfi Geiraldsson - Pálmi Sighvatsson - Erlendur Sigþórsson - Óli Jón Gunnarsson - Erling Örn Pétursson - Vésteinn Vésteinsson og Árni Ragnarsson. Hópur UMSS í fótbolta. Landsmót á Eiðum 1968.

Jórunn að gefa hænunum.

Jórunn að gefa hænunum. Magnús Jónsson og Kristinn Michelsen í dyragættinni. Hænsnarækt var mikilvæg búbót fyrir marga Króksara. Árið 1940 voru ríflega 450 hænur á Sauðárkróki en íbúar ríflega 900.

Fey 228

Lionsklúbbarnir á Sauðárkróki stóðu fyrir samkeppni meðal grunnskólanema um gerð friðarveggspjalds vorið 1990. F.v. Páll Pálsson (1946-), formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks ásamt verðlaunahöfum þeim, Björgvin Benediktssyni (1977-), Ingibjörgu Stefánsdóttur (1976-) og Helenu Magnúsdóttur (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 266

Dvalarheimili aldraðra við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki tekið í notkun um mánaðarmótin október-nóvember árið 1986. Það var Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sem afhenti stjórn Sjúkrahússins húsið.

Feykir (1981-)

Fey 304

Styrktar- og líknarsjóður lögreglumanna styrkir Ólöfu Þórhallsdóttur á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi í desember 1995, en Ólöf hafði misst eiginmann sinn og son í bílslysi fyrr á árinu. Afhendingin fór fram í lögreglustöðinni á Sauðárkróki. F.v. Geir Jón Þórisson, Ólöf Þórhallsdóttir (1952-) og Gissur Guðmundsson.

Feykir (1981-)

Fey 337

Börn á Sauðárkróki sem héldu hlutaveltu í júlí 1985. F.v. Arna Dröfn Björnsdóttir (1975-), Ragnar Páll Árnason (1976-), Dagur Jónsson (1976-) og Atli Björn Þorbjörnsson (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 111

Verðlaunahafar fyrir veggspjald, sem unnið var í umferðarátaki sem umferðanefnd Sauðárkróks, lögreglan, tryggingarfélögin og grunnskólinn á Sauðárkróki stóðu fyrir 1997. Aftari röð frá vinstri, Arnar Freyr Frostason (1988-), Snævar Örn Jónsson (1988-), Stefanía Inga Sigurðardóttir (1988-), Jóhanna Ey Harðardóttir (1988-). Fremri röð frá vinstri Skapti Ragnar Skaptason (1988-), Katrín Sveina Björnsdóttir (1988-).

Feykir (1981-)

Hcab 293

Gunnar Helgason (t.v.) og Jón Nikódemusson á borsvæði Hitaveitunnar við Áshildarholtsvatn- að vinna við bor Jóns. Myndin er tekin í mars 1958. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 292

Gunnar Helgason (t.v.) og Jón Nikódemusson á borsvæði Hitaveitunnar við Áshildarholtsvatn- að vinna við bor Jóns. Myndin er tekin í mars 1958. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 291

Gunnar Helgason (t.v.) og Jón Nikódemusson á borsvæði Hitaveitunnar við Áshildarholtsvatn- að vinna við bor Jóns. Myndin er tekin í mars 1958. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM572

Votvirðri á Sauðárkróki. Börnin (ónafngreind) á myndinni er á róluvellinum við Skógargötu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM69

Drengurinn óþekktur, en húsið er Aðalgata 16, nú Kaffi Krókur (ca. um 1950).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

GI 522

Eldriborgara spila Á myndinni eru m.a. Sveinn Sölvason (ber í dyrnar) Guðmundur Andrésson (stendur - með húfu) Páll Sigurðsson (t.h. með gleraugu)

GI 1620

Efsta röð frá vinstri: Anna Jóna Guðmundsdóttir - Erna Flóvents - Hallfríður Guðmundsson - Jónas Þór Pálsson - Sigurjón Björnsson - Jón Þorbjargarson Björnsson - Helgi Konráðsson - Þorvaldur Guðmundsson - Árni Þorbjörnsson - María Haraldsdóttir - Marta Sigtryggsdóttir - Sigtryggur Pálsson - Sigfús Agnar Sveinsson. Önnur röð frá vinstri: Soffía Lárusdóttir - Sveinn I Skaptason - Áshildur Elfar - Björgvin Björnsson - Björn Blöndal - Eiríkur Haukur Stefánsson - Erla Guðjónsdóttir - Geirlaugur Jónsson - Þriðja röð Gísli G. Hafliðason - Guðmundur Friðvinsson - Guðmundur S. Árnason -Haukur Ármannsson - Hjörtur Guðmundsson - Inga Kristmundsdóttir - Kolbrún Svavarsdóttir - Lára Lárusdóttir. Fjórðar röð frá vinstri: Lilja Jónsdóttir - Lúðvík Halldórsson - Sigmundur Pálsson - Sigríður Friðriksdóttir - Árni Jóhannsson - Sigurlaug Guðmundsdóttir - Guðjón Ingimundarson - Hólmfríður Hemmert - Eyþór Stefánsson - Snæbjörg Snæbjarnardóttir - Stefanía Brynjólfsdóttir - Sveinn Sveinsson - Stefán Guðmundsson. Fimmta röð: Sverrir Sveinsson - Tómas Þ. Sigurðsson - Unnur Lárusdóttir - Valgarð Jónsson - Þórdís Friðriksdóttir - Aðalfríður Pálsdóttir - Ásgrímur Helgason - Elínborg Garðasdóttir "Bodda" Erla Gísladóttir Erna Ingólfsdóttir - Friðrik Guðmundsson - Gunnar H. Sveinsson - Gunnar B. Flóventsson - Sjötta röð: Guttormur Jónsson - Haraldur Magnússon - Herdís K. Jónsdóttir - Ingimunda Sigurðardóttir - Jóhanna Brynjólfsdóttir - Kári Jónsson - Ósk Sigurðardóttir - Pálmi Jónsson - Pétur Þórarinsson - Ragnheiður Árnadóttir - Sigurður R. Antonsson - Steinunn N. Bergsdóttir - Sigurpáll Óskarsson.

Results 171 to 255 of 291