Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Ónafngreind kona og ónafngreint barn

Mannamynd. Ekki vitað af hverjum myndin er. Hún er merkt "Pétur Hannesson Sauðárkróki" svo hún hefur verið tekin á tímabilinu 1914 til 1928 þegar Pétur rak þar ljósmyndastofu.

Pétur Hannesson (1893-1960)

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir og Guðjón Sigurðsson: skjalasafn

  • IS HSk N00492
  • Fonds
  • 1900-1995

Bréfa og ljósmyndasafn úr eigu Guðjóns Sigurðssonar bakara og Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur konu hans, safnið samanstendur af sendibréfum og erindum m.a til þáverandi sjávarútvegsráðherra Emils Jónssonar (1963). Í safninu eru auk þess 280 pappírskópíur og ljósmyndir, hluti af þeim er úr eigu Björns (Haraldar) Björnssonar, bróður Ólínu. Safn Björns var í litlu tréboxi (gömlu vindlaboxi). Þess má geta að í tréboxinu voru tvær litlar myndamöppur með ljósmyndum af helstu kennileitum Kaupmannahafnar. Ákveðið var að halda söfnunum aðskildum og skrá myndirnar og myndamöppurnar sérstaklega.
Þegar byrjað var að fara yfir myndinar komu í ljós nokkrar myndir sem eru úr eigu Björns Björnssonar sem var tengdasonur Ólínu og Guðjóns, nokkrar af myndunum eru merktar honum og hafa liklega verið birtar í Morgunblaðinu (Björn var lengi fréttaritari blaðsins).

Ólína Ingibjörg Björnsdóttir (1903-1980)

Mynd08

Bucik 5 manna Ingólfs Andréssonar, Fyrsti eigandi var Geir Vegamálastjóri. Ingólfur fluttist til Sauðárkróks ásamt Svavari Þorvaldssyni. In

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd01

Jóhannes Friðrik Hansen og dóttir hans Björg Jórunn Hansen.

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 81

Frá vinstri Árni Blöndal, Kristján Blöndal og Sigurgeir Snæbjörnsson.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Mynd 79

Horft frá Suðurgötu til norðausturs. Sæmunargatan í bakgrunni, barnaskólinn við Freyjugötu fyrir miðri mynd, kjörbúð KS (nú ráðhúsið) og hús við Suðurgötuna fremst á myndinni.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 70

útför mynd tekin í Sauðárkrókskirkjugarði

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 7

Ljósmynd í stærðinni 10,2 x 6,4 sm. Myndin er tekin af Nöfunum ofan við Sauðárkrók og sést m.a. yfir Lindargötu, Skógargötu og Aðalgötu, Sauðárkrókskirkju og Suðurgötu.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Mynd 68

Útför Ólafar Snæbjarnardóttur, sést í Sauðárkrókskirkju

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 68

Ottó Geir Þorvaldsson með hest tilgáta á Lindargötu. Hesturinn er Faxi frá Stóra Vatnsskarði.

Mynd 62

í skjalageymslu HSk innan um gögn frá Erlendi Hansen

Erlendur Hansen (1924-2012)

Mynd 6

Ljósmyndin er svarthvít í stærðinni 6x9 sm. Myndin er frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á nýársnóttinni í Sæluviku 1942. Á henni er líklega Sigurður P. Jónsson í hlutverki Húnboga stallara.

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

Mynd 6

Á myndinni sést maður með körfu úr loftbelg og hluti af belgnum.

Örn Erhard Þorkelsson (1953-)

Mynd 6

Ljósmynd í stærðinni 9 x 9 sm. Á myndinni sjást m.a. húsin við Aðalgötu 16, 14, 12 og 10 við Aðalgötu og Sauðárkrókskirkja. Myndin er tekin af svölum hússins við Aðalgötu 21.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Mynd 6

Óþekkt kona með barn.
Myndin er tekin á Sauðárkróki, sér í Nafirnar í baksýn.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Mynd 59

Horft til norðurs frá Suðurgötu. Sæmundargata efst á myndinni, sér í barnaskólann við Freyjugötu ofarlega hægra megin.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 58

Hús Búnaðarbankans við Faxatorg í forgrunni, kjörbúð KS (ný ráðhúsið á bak við. Vinstra megin suðurgatan og hægra megin Skagfirðingabraut. Sér í barnaskólann efst til vinstri á myndinni.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 5

Ljósmynd í stærðinni 9 x 9 sm. Svarthvít pappírskópía. Myndin er tekin úr suðri, sér yfir Sauðárkrók og í bakgrunni er fjallið Tindastóll.

Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson (1941-

Results 426 to 510 of 2517