Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

2517 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

2495 results directly related Exclude narrower terms

Viðverubók 1925-1937

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók þar sem haldið er utan um félagatal U.M.F.T. og mætingar á fundi félagsins tímabilið 1925-1937, einnig er yfirlit yfir heiðursfélaga. Bókin hefur varðveist ágætlega.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög og lagabreytingar 1934-1959

Innbundin og handskrifuð lög U.M.F.T. frá 1934 með ýmsum lagabreytingum sem gerðar voru til ársins 1959. Bókin er vel læsileg og góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Visur/stökur

Handskrifað blað með þremur stökum, höfundur ókunnugur. Blaðið hefur varðveist vel og er ódagsett, og fannst á meðal annara gagna frá U.M.F.T.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög og fundareglur U.M.F.T.

Handskrifaðar innbundnar og óinnbundnar bækur, vel læsilegar og í ágætu ásigkomulagi. Bækurnar innihalda fundareglur, einnig lög og reglur U.M.F.T. og lagabreytingar sem gerðar voru á fundum til ársins 1959.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundareglur U.M.F.T. 1925-1933

Óbundin, línustrikuð og handskrifuð bók og vel læsileg. Blöðin eru flest orðin laus, einnig hafa blöð verið klippt eða skorin úr bókinni en að öðru leyti hefur bókin varðveist ágætlega. Einn vélritaður miði er í bókinni um skyldur fundarritara.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrsla U.M.F.T

Vélrituð skýrsla, heftuð saman. Ytri blöðin hafa aðeins rifnað en skýrslan hefur varðveist vel.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Formlegt erindi

Vélrituð pappírsgögn í A5 stærð. Pappírinn er bleikur á lit og á því er erindi frá U.M.F.T, undirritað af Birni Daníelssyni þáverandi stjórnanda félagsins til Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu um styrk til útgáfu á blaðinu "Tindastóll" sem félagið gaf út. Bréfið er dagsett 10.6.1965. Einnig er blað með tillögu og greinargerð um sama erindi. Gögn þessi voru með bókhaldsbókum U.M.F.T. en ákveðið var að setja þau með öðru skriflegum gögnum.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög U.M.F.T. 1922-1934

Innbundin bók sem er vel varðveitt, í henni eru handskrifuð lög félagsins og lagabreytingar sem gerðar voru á tímabilinu 1922-1934.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársreikningar 1968-1974

Innbundin bók með handskrifuðum bókhaldsfærslum. Bókin er vel varðveitt og virðist lítið notuð.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Reikningabók 1911-1926

Bókin inniheldur lista yfir greiddum aðgangseyri inn á skemmtifundi félagsins auk ársreikninga félagsins einnig bókhaldsfærslur fyrir orgels og húsbyggingarsjóðs U.M.F.T.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Reikningabók 1937-1967

Innbundin og handskrifuð sjóðsbók, bókin er ágætlega varðveitt. Í bókinni voru 4 blaðsíður línustrikaðar með handskrifuðum kynningum á einhverjum karlmönnum sem líklega voru í félaginu. Blöðin eru ódagsett og ómerkt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Höfuðbók 1966-1973

Innbundin og handskrifuð bók með höfuðbókafærslum fyrir tímabilið 1966-1974. Bókin er vel varðveitt.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Færslubók 1982-1986

Innbundin og handskrifuð bók með bókhaldsfærslum frá 1.10.1982 -1.1.1986. Bókin er vel varðveitt og er lítið notuð.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Reikningar og bókhaldsgögn

Innbundnar og handskrifaðar bókhaldsbækur. Bækurnar eru allar í góðu ásigkomulagi og hafa varðveist ágætlega. Pappírsgögnin eru vélritaðar skýrslur með efnahagsreikningi U.M.F.T. fyrir árin 1961-1964.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Efnahagsreikningar 1961-1964

Vélrituð pappírsgögn í A4 stærð með efnahagsreikningum U.M.F.T. tímabilið 1961-1964, hvert hefti er innbundið með heftum. Vel varðveitt gögn. Gögnin fyrir tímabilið 1964 eru bleik á lit í A5 stærð, og er frumrit og fjögur afrit.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir knattspyrnudeildar UMFT

4 innbundnar og handskrifaðar bækur með fundargerðum knattspyrnudeildar Tindastóls frá árunum 1963-1990. Bækurnar hafa allar varðveist ágætlega og eru í góðu ásigkomulagi. Einnig eru handskrifuð pappírsgögn, rúðustrikuð A4 og A5 blöð með fundagerðum deildarinnar frá árunum 1990-1991 sem höfðu verið stungið inn í eina fundagerðabókina en ákveðið var að flokka blöðin eftir ártali og dagsetningum til að hægt sé að hafa betra aðgengi að þeim.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Gjaldskrá 1927-1954

Innbundin bók og handskrifuð. Í bókinni eru skráð nöfn félaga U.M.F.T. og rukkuð árs- og inntökugjöld frá árinu 1927-1954. Bókin heldur einnig gott yfirlit yfir félagatal og félagagjald U.M.F.T. á þessu tímabili.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Músíktæki 1935-1945

Innbundin bók með handskrifuðum dagbókarfærslum fyrir músíktæki og magnara í eigu félagsins. Færslurnar ná yfir aðeins nokkrar blaðsíður einnig eru nokkrar blaðsíður fyrir bókhaldsfærslur fyrir Bifrastarkjallarann sem U.M.F.T. hafði afnot af.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársreikningar f. húsbyggingar- og orgelsjóðs

Innbundin og handskrifuð með höfuðbókarfærslum fyrir orgel- og húsbyggingarsjóð UMFT. Bókin er vel varðveitt, en aðeins nokkrar færslur eru í henni. Færslurnar eru frá tímabilinu 1937-1939.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir stjórnar knattspyrnudeildar U.M.F.T

Handskrifuð pappírsgögn með fundargerð frá aðalfundi knattspyrnudeilda Tindastóls, 27.12.1990. Ásamt fundagerðinni er dagskrá fundarins rituð á eitt blaðið og tvö önnur fylgigögn sem tengjast umræðunni og ákveðið var að setja þau skjöl með fundagerðinni.
Eitt forprentað fylgiskjal er meðal gagnanna á því er skrifuð nöfn nokkurra leikmanna Tindastóls í karla- og kennaflokki sem hafa staðið sig hvað best það tímabilið en ekki kemur fram hvaða tímabil er um rætt en giskað er á að það sé um 1990. Eitt blað, vélritað með titlinum Uppskeruhátið Meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu 1990, verðlaunaafhending. Á blaðinu eru nöfn einstaklinga sem skarað hafa úr á árinu 1990 í fótbolta, bæði í kvenna- og karlaflokki.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Félagatal knattspyrnudeildar U.M.F.T

Innbundin og handskrifuð bók með félagatali knattspyrnudeildar Tindastóls fyrir starfsárin 1963 og 1967. Einnig eru fundargerðir aðalfundar og stjórnar knattspyrnudeildarinar frá 5.1.1967 til 24.1.1970. Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir knattspyrnudeildar U.M.F.T

Pappírsgögn með handskrifuðum fundargerðum stjórnar knattspyrnudeildar Tindastóls. Blöðin eru annaðhvort forprentuð með haus með merki U.m.f. Tindastóls einnig línustrikuð og rúðustrikuð blöð sem eru í A4 og A5 stærð. Blöðin eru vel læsileg, þau voru röðuð upp eftir dagsetningu.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabók knattspyrnudeildar U.M.F.T

Innbundin og handskrifuð bók með fundagerðum og er vel læsileg. Bókin hefur varðveist ágætlega og er í góðu ásigkomulagi. Á fyrstu blaðsíðunni að þessi bók hafi verið tekin í notkun í stað annarar sem spannaði tímabilið 16.1.1963 til 24.1.1970 vegna hversu óskiljanlega rituð hún er og ritara fannst ósómi að gera bókina gildari að ritmáli. Einnig segir;" Fundargerðir félags- og stjórnarfunda rita ég í samfelldri röð svo og félagatal fyrir árið og annað sem þýðingu hefur fyrir deildina". Undirritað af Herði Ingimarssyni.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Stjórnarfundir knattspyrnudeildar U.M.F.T

Pappírsgögn með handskrifuðum fundargerðum sem skrifaðar eru á tímabilinu 14.12.1989 - 18.12.1990. Gögn þessi virðast tengjast að einhverju leyti fundargerðum stjórnar knattspyrnudeildarinnar sem skrifaðar eru í fundagerðabók dags. 18.12.1989 - 28.8.1990 (sjá í C lið).
Á sumum blöðunum eru einungis skrifað dagskrá fundarins, á önnur eru líka skrifuð fundagerðir, blöðin dagsett og með ártali. Skriftir eru vel læsilegar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir körfuknattleiksdeildar UMFT

Innbundin og handskrifuð fundargerðabók fyrir stofnfund körfuknattleiksdeildar Umf. Tindastóls ásamt lista yfir stofnendurm deildarinnar dags. 14. des.1969. Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi og læsileg. Aðeins sex fundagerðir eru skráðar í bókina, sú síðasta var skráð 14.2.1971.

Ungmennafélag Tindastóls

Fundagerðabók stofnfundar körfuknattleiksdeildar U.M.F.T.

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og vel varðveitt. Í bókina er skráður stofnfundur körfuknattleikdseildar Umf.Tindastóls sem haldinn var 14. des.1969 og eru aðeins sex fundir skráðir í bókina, síðasti fundur er skráður 14.2.1971.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir körfuknattleiksdeildar UMFT

Innbundin og handskrifuð bók, án kjöls og að öðru leyti í ágætu ásigkomulagi, Bókin er vel læsileg. Í bókinni eru laus pappírsgögn sem tengjast fundagerðunum. Á öðru blaðinu er handskrifuð fundagerð fyrir foreldrafund, dags.22.11.1993 og tölvuútprentuð fundargerð frá Formannafundi KKÍ, dags. 8. jan.1994.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Leikjalýsingar og fundagerðir stjórnar körfuboltadeildar

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og í ágætu ásigkomulagi. Í bókinni eru skráð yfirlit og lýsingar á körfuboltaleikjum sem Umf. Tindastóll lék á árunum 1965-1971 - eða 52 leikir. Í bókinni eru einnig skráðar fundagerðir aðalfunda deildarinnar frá 11.12.1986 -11.9.2003 og listi yfir leikmenn í kvenna- og karladeild körfuboltans sem fengu viðurkenningar á tímabilinu 1993-2000. Ljósrituð og handskrifuð pappírsgögn fylgja bókinni, ákveðið var að leyfa þeim að var áfram þar sem það sem á blöðunum er skráð varða efni bókarinnar og tímasetningu.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Leikjayfirlit og fundagerðir aðalfunda körfuknattleiksdeildar U.M.F.T.

Innbundin og handskrifuð bók með lýsingu körfuboltaleikja fyrstu ár deildarinnar, nánar tiltekið frá 1965-1971. Í bókinni er einnig fundagerðir aðalfunda körfuknattleiksdeildarinnar, frá 11.12.1986 - 11.9.2003 ásamt því að tilgreindir eru einstaklingar sem hlutu verðlaun á uppskeruhátíðum deildarinnar í bæði kvenn- og karlaflokkum frá 1997 - 2000. Einnig eru pappírsgögn, eitt handskrifað og annað ljósritað sem eru með nöfnum einstaklinga sem tengjast viðurkenningum uppskeruhátíðar 1997.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabók stjórnar körfuboltadeildar Umf. Tindastóls 1989-1997

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg en kjölur bókarinnar hefur skemmst en að öðru leyti hefur hún varðveist ágætlega. Í bókinni eru fundargerðir stjórnar körfuknattleiksdeildar auk pappírsgagna sem tengjast fundargerðum deildarinnar. Meðal annars er fundargerð dags. 22.11.1993 vegna foreldrafundar. Hins vegar er tölvuprentuð fundargerð frá Formannafundi KKÍ, dags. 8. jan.1994

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Innbundin tölvuútprentuð pappírsgögn sem inniheldur ársskýrslu körfuknattleiksdeildar Tindastóls, fyrir 1996-1997. Plast er yfir forsíðu skýrslunnar og bakið er úr þykkum pappír. Eintakið hefur varðveist mjög vel. Í skýrslunni er fjallað um fjárhag deildarinnar, skýrslu formanns ásamt skýrslum frá þjálfurum yngri flokka körfuboltadeildarinar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

  • IS HSk E00034
  • Fonds
  • 1915 - 1972

Innbundnar og handskrifaðar bækur, fundagerðabók, dagbók og lítið notuð bókhaldsbók. Í safninu er einnig vélrituð og handskrifuð pappírsgögn, reikningur og bókhaldskvittanir. Einnig var á meðal skjalanna og bókanna persónuleg gögn úr db. Egils Helgasonar. Safnið er alt vel læsilegt og ágætlega varðveitt og margt áhugavert sem hægt er að lesa í fundagerðum félagsins og í dagbókinni.

Dýraverndunarfélag Skagafjarðar

Fundargerðarbók 1939-1962

Innbundin og handskrifuð bók og vel læsileg. Bókin hefur líklega lent í raka eða bleytu sem sést sést á öftustu blaðsíðunum. Í bókinni er athugasemd sem er svohljóðandi; Bók þessi týndist árið 1941. Var þá ný gjörðabók tekin í notkun og gildir hún frá 5. janúar 1942 til ársloka 1948.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundargerðabók 1942-1949

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Þessi gjörðabók kom í staðinn fyrir aðra sem byrjað var að skrá fundargerðir í (fyrir tímabilið 1939-1962). Bókin hefur varðveist ágætlega.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundargerðabók 1961-1987

Innbundin og handskrifuð og vel læsileg fundagerðarbók. Í athugasemd í bókinni kemur fram að það vanti fundargerðir fyrir árið 1962 þar sem þær glötuðust.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabók 1952-1965

Innbundin og handskrifuð bók í A5 stærð, Bókin er í góðu ásigkomulagi, kjölurinn er límdur. Skrifað er með skrautskrift á fyrstu blaðsíðunni Gjörðabók stjórnar U.M.F.T. Skrifleg athugasemd er í bókinni að hún sé "tekin í notkun 5. maí 1952. Áður hafði stjórnin haldið nokkra fundi en enginn þeirra var bókaður". Einnig er skrifað að síðasta fundargerðin er rituð í þessa bók 27. sept.1965.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundargerðarbók 1966-1976

1 handskrifuð og vel læsileg bók, fremsta blaðsíðan er aðeins farin að rifna annars er bókin í mjög góðu ástandi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðabók 1982-1989

Innbundin og handskrifuð bók. Kjölur bókarinnar er aðeins farinn að rifna en annars er hún í góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Mynd 02

Fermingardagur Árna Blöndal. Frá vinstri: Álfheiður Blöndal, Jóhanna Árnadóttir Blöndal (móður Árna), Auðunn Blöndal, Árni Blöndal og Valgard Blöndal faðir hans.

Pétur Pétursson: Skjalasafn

  • IS HSk N00001
  • Fonds
  • 1870-1920

Mannamyndir. Hafa fylgt fjölskyldu Péturs Péturssonar um áraraðir.

Pétur Pétursson (1945-)

Gamlárskvöld 1979-1980

Líklega frá áramótunum 1979-1980. Hefð var fyrir ólátum á Sauðárkróki á þessum tíma þar sem menn skipuðust í lið og slógust. Þarna átti að stoppa þessi læti í eitt skipti fyrir öll með sameiginlegu átaki.

Helgi Dagur Gunnarsson (1956-)

Ónafngreind kona og ónafngreint barn

Mannamynd. Ekki vitað af hverjum myndin er. Hún er merkt "Pétur Hannesson Sauðárkróki" svo hún hefur verið tekin á tímabilinu 1914 til 1928 þegar Pétur rak þar ljósmyndastofu.

Pétur Hannesson (1893-1960)

Enn um Reykstrendinga, Skarðamenn o.fl.

Sagnaþættir eftir Jón Sveinsson frá Þangskála. Ehdr.
I. "Enn um Reykstendinga og Skarðamenn".
II. "Formenn og útvegsmaður á Sauðárkróki".
III. "Formenn og útgerðarmaður úr Hegranesi og austan fjarðarins".
IV. "Sjóslys á Skagafirði".
V. Frásagna viðauki við formannatalið að framan (viðk. Drangey.)
VI. Um slysfarir í Tindastól og Drangey, sem örnefni hafa myndast af. -Tölusetning kafla í hdr. er röng.

Fundagerðabók

Fyrsta stofnfundargerðabók sem er harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í nýrri kápu en blaðsíður eru gulnaðar og nokkuð rifnar svo bókin er í lélegu ástandi. Aftast í bók er skráning frá 1915 Leikrit og munir sem Hið skagfirska félag á og svo upptalning á því. Hefur verið ritað síðar.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Hið skagfirska kvenfélag

  • IS HSk E00103
  • Fonds
  • 1895 - 1953

Sjö harðspjalda handskrifaðar fundabækur í misgóðu ástandi en allar nema ein eru með límmiða á kili. Stofnun félagsins og starfsemi er rituð hér og gaman að lesa.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundargerðabók í lélegu ástandi. Kápa er laus frá en er með límborða sem heldur bók saman. Bókin er bundin saman með bandi og los á blaðsíðum og nokkrar alveg lausar.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í nokkuð góðu ástandi. Bókin er bundin með bandi og fremstu tvær blaðsíður hafa verið klipptar en blaðsíður nokkuð krassaðar. Aftari bókakápa með broti í horni.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundageraðbók í góðu astandi en lítillegt los á fremstu blaðsíðum. Bókin segir frá síðustu árum félagsins sem vitað er af í þessum gögnum.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í þokkalegu ástandi en nokkuð er um ryð frá heftum við kjöl og blettóttar blaðsíður. Bókin hefur verið límd innanvert á bókakápu.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók í góðu ástandi en nokkuð blettótt. Bókin er bundin með bandi og með fallegri skrift.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

Fundagerðabók

Harðspjalda handskrifuð fundagerðabók ´imjög góðu ástandi, hefti ekki farin að ryðga. Í upphafi bókar er talað um 35 konur séu meðlimir félagsins.

Hið skagfirska kvenfélag (1895 - 1953 )

SIH 2009 43

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    F.v. Víkingur Gunnarssn Fundarstjóri, Bjarni Þorkelsson, Guðmundur Sveinsson, Sveinn Guðmundsson, Ingimar Ingimarsson, Ágúst Sigurðsson og Guðlaugur Antonsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 1

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Mynd: Fjölskylda Sveins Guðmundssonar.

Halldór Magnússon

SIH 2009 2

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Guðlaugur Antonsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 3

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.

Halldór Magnússon

SIH 2009 4

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Fjölskylda Sveins Guðmundssonar. Feðgarnir Guðmundur og Sveinn t.h.

Halldór Magnússon

SIH 2009 5

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.

Halldór Magnússon

SIH 2009 6

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.

Halldór Magnússon

SIH 2009 7

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    T.v. Bjarni Þorkelsson og t.h. Ágúst Sigurðsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 8

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Guðlaugur Antonsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 9

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Bjarni Þorkelsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 10

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Bjarni Þorkelsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 11

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Bjarni Þorkelsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 14

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Einar Gíslason Syðra-Skörðugili (næst) og Hjördís Gísladóttir frá Hofi Vatnsdal (fjær).

Halldór Magnússon

SIH 2009 16

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frtímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Fjölskylda Sveins Guðmundssonar.

Halldór Magnússon

SIH 2009 17

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Fjölskylda Sveins Guðmundssonar.

Halldór Magnússon

SIH 2009 18

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Feðgarnir Guðmundur og Sveinn.

Halldór Magnússon

SIH 2009 19

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Ágúst Sigurðsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 21

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Anna Björg Bjarnadóttir og Víkingur Gunnarsson.

Halldór Magnússon

SIH 2009 22

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    T.v. Feðgarnir Guðmundur og Sveinn.

Halldór Magnússon

SIH 2009 23

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Feðgarnir Guðmundur og Sveinn.

Halldór Magnússon

SIH 2009 24

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Málverk af Sveini Guðmundssyni á Ragnars-Brúnku (formóður Sauðárkrókshrossanna).

Halldór Magnússon

SIH 2009 25

  1. mars 2009. Ráðstefna í Frímúrarahúsinu. Sauðárkrókshrossin í 70 ár.
    Bjarni Maronsson.

Halldór Magnússon

Results 2126 to 2210 of 2517