Sauðárkrókur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

  • Sauðárkrókur er innst við botn Skagafjarðar að vestanverðu, sunnan undir Tindastóli og skammt sunnan við ós Gönguskarðsár. Byggðin var fyrst öll á fremur mjórri malarspildu undir Nöfunum, bröttum malarkömbum upp af bænum, norðan við ós Sauðár, sem þá rann fram úr Sauðárgili og til norðurs um eyrar undir Nöfunum, þar sem nú er íþróttavöllur, sundlaug og tjaldstæði bæjarins. Byggðin færðist síðar suður fyrir ána og rann hún þá gegnum bæinn en síðar var ánni veitt til suðurs þar sem hún kemur úr Sauðárgili og rennur hún nú fyrir sunnan byggðina. Sauðárkrókur er byggður úr landi jarðarinnar Sauðár. Engin byggð var á eyrinni á fyrri öldum og voru verslunarstaðir héraðsins við austanverðan fjörðinn, á Hofsósi, í Grafarósi og Kolkuósi, en árið 1858 varð Sauðárkrókur löggiltur verslunarstaður. Þá fóru kaupskip að koma þangað. Þar var þó engin föst búseta fyrr en 1871, þegar Árni Árnason járnsmiður kom sér þar upp þurrabúð og settist þar að. Hann seldi bændum sem komu að versla við kaupskipin gistingu og veitingar. Strax árið eftir kom fyrsta fasta verslunin og kaupmenn, iðnaðarmenn og sjómenn settust að á Króknum og síðan ýmsir embættismenn. Sauðárkrókskirkja var reist árið 1892. Fólki fjölgaði hratt á Króknum fyrstu árin og um aldamótin 1900 voru íbúar um 400. Hafnleysi og einhæfir atvinnuhættir komu í veg fyrir að þessi öra fjölgun héldi áfram. Íbúar voru þó orðnir um 1000 þegar bærinn fékk kaupstaðaréttindi 1947. Gönguskarðsárvirkjun var reist á árunum 1947-1949 og hitaveita úr borholu við Áshildarholtsvatn var lögð í bæinn 1953. Hafnaraðstaða var smám saman bætt og er nú töluverð útgerð og fiskvinnsla í bænum.

Display note(s)

Hierarchical terms

Sauðárkrókur

BT Ísland

Equivalent terms

Sauðárkrókur

Associated terms

Sauðárkrókur

291 Archival descriptions results for Sauðárkrókur

290 results directly related Exclude narrower terms

Tindastóll

Handknattleikslið kvenna árið 1942, frá vinstri Kristín Stefánsdóttir, Guðrún Snæbjarnardóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þorvaldsdóttir er framan við hópinn, Sigrún Pétursdóttir, Anna Pála Guðmundsdóttir og Hanna Pétursdóttir..

Guðrún Pálsdóttir og óþekktur maður.

Guðrún Pálsdóttir ásamt óþekktum manni við skúrabyggðina, sem var þar sem nú er Minjahús Sauðárkróks. Tilgátur um að maðurinn sé Hólmar Friðrik Magnús Magnússon
Fæddur á Sauðárkróki 14. október 1914
Látinn 8. júlí 1995
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Fósturforeldrar Þorkell Jónsson og Málfríður Friðgeirsdóttir. Sjómaður í Reykjavík 1945.

Hcab 129

Hermundur Ármannsson (t.v.) starfsmaður í Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki og fósturfaðir hans Guðmundur Sigurðsson smiður. Þeir sitja á bekk fyrir framan Vörubifreiðastöð Skagafjarðar sem stóð við Skagfirðingabraut þar sem nú er hús Búnaðarbanka.

Hcab 147

Benedikt Jónsson (t.v.) vinnumaður hjá K.G. á Sauðárkróki og Jón Jóhannesson Grænahúsi á Sauðárkróki. Myndin er mjög óskýr. Safn Kr. C. Magnússonar.

Hcab 162

Frá vinstri: Sverrir Svavarsson- Kristján Guðmundsson og Marta Sigtryggsdóttir á Skirfstofu K.S. á Sauðárkróki Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 163

Í Syðribúð K.S. frá vinstri: Viðskiptavinurinn er Sigríður Jónasdóttir Syðri-Brekkum. Innan við borðið eru Marta Sigtryggsdóttir og Tómas Hallgrímsson. Safn Kr. C. Magnússonar.

Hcab 164

Í Syðribúð K.S. frá vinstri: Viðskiptavinurinn er Sigríður Jónasdóttir Syðri-Brekkum. Innan við borðið eru Marta Sigtryggsdóttir og Tómas Hallgrímsson. Safn Kr. C. Magnússonar.

Hcab 169

Hermundur Ármannsson (t.v.) starfsmaður í Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki og fósturfaðir hans Guðmundur Sigurðsson smiður. Þeir sitja á bekk fyrir framan Vörubifreiðastöð Skagafjarðar sem stóð við Skagfirðingabraut þar sem nú er hús Búnaðarbanka.

Hcab 161

Marta Sigtryggsdóttir (t.v.) og Hólmfríður Friðriksdóttir við störf í Syðribúð K.S. á Sauðárkróki. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 287

Frá vinstri: Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir- Björn Ingason- Bjarni Björgvinsson og Finnbogi Rögnvaldsson. Myndin er tekin á Nöfum fyrir ofan Sauðárkrók. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 310

  1. Júní 1958. Guðmundur Andrésson dýralæknir (t.v.) og Adolf Björnsson (1916-1976) rafveitustjóri Sauðárkróki. á íþróttavellinum.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 315

Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson og Helgi Guðmundsson bróðir hans- í "salnum"- Lárus Runólfsson Sauðárkróki og Aðalsteinn Jónsson. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 316

Frá vinstri: Ólavía Sigurðardóttir Sauðárkróki- Sigurlína Stefánsdóttir Sauðárkróki- Ingibjörg Þorvaldsdóttir Sauðárkróki- Pála Sveinsdóttir Sauðárkróki og loks Magnús Guðmundsson Sauðárkróki. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 333

Myndin er tekin í stofunni hjá Valgarði Björnssyni og Jakobínu Valdimarsdóttur á Sauðárkróki- er María Valgarðsdóttir- dóttir þeirra varð 10 ára. Frá vinstri: Ragnheiður Guttormsdóttir- Hanna Björg Halldórsdóttir- Anna Kristín Gunnarsdóttir- Sverrir Valgarðsson- María Valgarðsdóttir- Halla Rögnvaldsdóttir- Anna Birna Ólafsdóttir og Herdís Stefánsdóttir. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kári Valgarðsson (1942-2012)

Hcab 369

Leikarar í "Fölsku töntunni" á Sauðárkróki 1914- frá vinstri í fremri röð: Anna Sveinsdóttir- Þórey Ólafsdóttir- Torfhildur Einarsdóttir og Margrét Sigtryggsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Björnsson Veðramóti- Jóhannes Pálsson- Flóvent Jóhannsson- Árni Daníelsson og Gísli Guðmundsson. Gefandi: Kristmundur Bjarnason 1978.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

Hcab 396

Myndin er tekin við Kjörbúðina við Freyjugötu á Sauðárkróki 1956-1957. Talið frá vinstri: Ragnhildur Óskarsdóttir Sauðárkróki- Hanna Steingerður Helgadóttir (1940-) frá Ólafsfirði- Sveinn Guðmundsson Sauðárkróki og Anna Jónsdóttir Sauðárkróki. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Hcab 398

Unglingaskólinn á Sauðárkróki veturinn 1935-1936- nemendur og kennarar. Efsta röð frá vinstri: 1. Svanhildur Steinsdóttir Neðra-Ási. 2. Gunnhildur Hansen Sauðárkróki. 3. Inga Skarphéðinsdóttir Blönduósi. 4. Hansína Sigurðardóttir Sauðárkróki. 5. Ásthildur Ólafsdóttir Sauðárkróki. 6. Ósk Sigurðardóttir frá Brandsstöðum. 7. Herfríður Valdimarsdóttir Vallanesi. 8. Sigurbjörg Sigurðardóttir Sauðárkróki. 9. Guðrún Sveinsdóttir Sauðárkróki. 10. Auður Jónsdóttir Sauðárkróki. 11. Hlíf R. Árnadóttir Sjávarborg. Næst efsta röð frá vinstri: 1. Jóhann Jakobsen Spákonufelli. 2. Arnór Sigurðsson Sauðárkróki. 3. Aðalsteinn Michelsen Sauðárkróki. 4. Valdimar Jónsson Flugumýri. 5. Gísli Magnússon Vöglum. 6. Brynleifur Sigurjónsson Geldingaholti. 7. Pálmi Sigurðsson Sauðárkróki. 8. Jóhann Pálsson Sauðárkróki. 9. Sigurður Eiríksson Sauðárkróki. 10. Guðvarður Sigurðsson Sauðárkróki. 11. Stefán Sigurðsson sýslumanns. Efsta röð frá vinstri: 1. Haukur Hafstað Vík. 2. Ásgrímur Eðvald Magnússon Sauðárkróki. 3. Hrólfur Sigurðsson Sauðárkróki. 4. Gunnlaugur Briem Sauðárkróki. 5. Þorsteinn Árnason Sjávarborg. 6. Magnús Þ. Jóhannsson (með hendi á öxl). Næst neðsta röð frá vinstri: 1. Ólína Jónsdóttir Sauðárkróki (með fléttur). 2. Halldóra Jónsdóttir Sauðárkróki. 3. Hildur Eiríksdóttir Sauðárkróki. 4. Þorvaldur Guðmundsson Kennari. 5. Pétur Hannesson ljósmyndari. 6. Jón Þ. Björnsson skólastjóri. 7. Sr. Helgi Konráðsson. 8. Sigríður Pétursdóttir Sauðárkróki. Neðsta röð frá vinstri: 1. Lúter Stefánsson Illugastöðum Laxárdal. 2. Ottó Michelsen Sauðárkróki. 3. Magnús Guðmundsson Sauðárkróki. 4. Indriði Sigurðsson Sauðárkróki. 5. Ingvar Jónsson Sauðárkróki. 6. Páll Friðriksson Sauðárkróki. 7. Árni Halldórsson Sauðárkróki. Samanber mynd nr. 109 í III b. Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason. Safn Kr.C. Magnússonar Sauðárkróki.

Ari Leó Björnsson Fossdal (1906-1965)

Hcab 427

Vegagerð 1904. Frá vinstri: Guðmundur Gíslason verkamaður- Jónas Sveinsson ?- Ísleifur Gíslason kaupmaður- óþekktur- Hallgrímur Þorsteinsson organisti og vegaverkstjóri.

Hcab 440

Frá vinstri: Sigmundur Pálsson smiður- Friðrik J. Friðriksson læknir- Svanur Jóhannsson símamaður og Ásgrímur Helgason verslunarmaður. Safn Kr. C. Magnússonar.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 81

Frá vinstri Árni Blöndal, Kristján Blöndal og Sigurgeir Snæbjörnsson.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Hcab 482

Vegagerð 1904. Frá vinstri: Guðmundur Gíslason verkamaður á Sauðárkróki- Jónas Sveinsson Oddviti- Ísleifur Gíslason Kaupmaður- óþekktur og Hallgrímur Þorsteinsson Oddviti. Gefandi: Kristmundur Bjarnason.

Mótaka

Móvinnsla á Sauðárkróki. Í síðari heimstyrjöld var mikill eldsneytisskortur á Sauðárkróki sem annars staðar á Íslandi. Kolin sem áður höfðu gengt hlutverki eldsneytis voru nú í ófáanleg og brugðu Króksarar á það ráð að tak mó, eins og tíðkaðist hafði um aldir. Mógrafirnar voru vorðan við Gönguskarðsá, en mótekja var erfið vinna, enda mó kögglarnir þungir og blautir. Mórinn var síðan þurkkaður og var sæmilegt eldsneyti. Á myndinni eru þeir Gísli Jakopsson og Magnús Ásgrímsson. Mótekja var afar mikilvæg fyrir og um stríðsárin. Oft var bæði dýrt og erfitt að fá kol til kyndingar og dugði þá mórinn ágætlega í staðinn. Mótekja var hins vegar erfið vinna og óþrifaleg. Stærstu mógrafirnar voru utan Gönguskarðsár. Mórinn var síðan þurrkaður og þótti sæmilegt eldsneyti.

Mynd 25

Fyrir utan Sauðárkrókskirkju. Frá vinstri Einar Sigtryggsson, Margeir Sveinn Hallgrímsson Valberg, Ottó Geir Þorvaldsson, Kristján Skagfjörð Jónsson, Jósafat Sigurðsson, Erlendur Hansen, Ingólfur Agnarsson. Skákmenn, mynd tekin við Sauðárkrókskirkju.

Claessen-fjölskyldan 1

Valgarð og Anna Claessen, seinni kona hans með börn sín.
Fremst eru Anna og Arent. Fyrir aftan þau standa frá vinstri, Ingibjörg, Eggert, Gunnlaugur, Kristján Blöndal og María.
Arnór Egilsson hefur að öllum líkendum tekið myndina (sjá Hcab 1237).

Arnór Egilsson (1856-1900)

Claessen-fjölskyldan 2

Claessen fjölskyldan við kaffidrykkju úti við, líklega á Sauðárkróki.
Neðri röð frá vinstri: María , Valgarð, Anna (yngri), Anna, Ingibjörg, óþekkt kona, Arent.
Efri röð frá vinstri: Óþekktur maður, óþekktur maður, Kristján Blöndal, Eggert (?).

Ungir menn á Sauðárkróki 1912-1915

Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson.
Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson.
Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.

Jón Pálmi Jónsson (1888-1962)

Ljósmynd, bæjarafmæli

Heiðrað vegna bæjarafmælis, Sauðárkrókur 50 ára.
Aftari röð frá vinstri: Jón Arnar Magnússon, Páll Ragnarsson, Stefán Guðmundsson, Geirmundur Valtýsson, Guðjón Ingimundarsson, Erlendur Hansen, Árni Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sveinn Guðmundsson og Minna Bang.

Króksarar í útreiðatúr

Standandi lengst til hægri Eyþór Stefánsson, liggjandi lengst til vinstri Eysteinn Bjarnason. Mennirnir sem liggja lengst til hægri með hatta eru Valgard Blöndal með dökka hattinn og fremstur er Lárus Blöndal.

Árni Ásgrímur Blöndal (1929-2017)

Hcab 121

Unglingaskólinn á Sauðárkróki veturinn 1935-1936- nemendur og kennarar. Efsta röð frá vinstri: 1. Svanhildur Steinsdóttir Neðra-Ási. 2. Gunnhildur Hansen Sauðárkróki. 3. Inga Skarphéðinsdóttir Blönduósi. 4. Hansína Sigurðardóttir Sauðárkróki. 5. Ásthildur Ólafsdóttir Sauðárkróki. 6. Ósk Sigurðardóttir frá Brandsstöðum. 7. Herfríður Valdimarsdóttir Vallanesi. 8. Sigurbjörg Sigurðardóttir Sauðárkróki. 9. Guðrún Sveinsdóttir Sauðárkróki. 10. Auður Jónsdóttir Sauðárkróki. 11. Hlíf R. Árnadóttir Sjávarborg. Næst efsta röð frá vinstri: 1. Jóhann Jakobsen Spákonufelli. 2. Arnór Sigurðsson Sauðárkróki. 3. Aðalsteinn Michelsen Sauðárkróki. 4. Valdimar Jónsson Flugumýri. 5. Gísli Magnússon Vöglum. 6. Brynleifur Sigurjónsson Geldingaholti. 7. Pálmi Sigurðsson Sauðárkróki. 8. Jóhann Pálsson Sauðárkróki. 9. Sigurður Eiríksson Sauðárkróki. 10. Guðvarður Sigurðsson Sauðárkróki. 11. Stefán Sigurðsson sýslumanns. Efsta röð frá vinstri: 1. Haukur Hafstað Vík. 2. Ásgrímur Eðvald Magnússon Sauðárkróki. 3. Hrólfur Sigurðsson Sauðárkróki. 4. Gunnlaugur Briem Sauðárkróki. 5. Þorsteinn Árnason Sjávarborg. 6. Magnús Þ. Jóhannsson (með hendi á öxl). Næst neðsta röð frá vinstri: 1. Ólína Jónsdóttir Sauðárkróki (með fléttur). 2. Halldóra Jónsdóttir Sauðárkróki. 3. Hildur Eiríksdóttir Sauðárkróki. 4. Þorvaldur Guðmundsson Kennari. 5. Pétur Hannesson ljósmyndari. 6. Jón Þ. Björnsson skólastjóri. 7. Sr. Helgi Konráðsson. 8. Sigríður Pétursdóttir Sauðárkróki. Neðsta röð frá vinstri: 1. Lúter Stefánsson Illugastöðum Laxárdal. 2. Ottó Michelsen Sauðárkróki. 3. Magnús Guðmundsson Sauðárkróki. 4. Indriði Sigurðsson Sauðárkróki. 5. Ingvar Jónsson Sauðárkróki. 6. Páll Friðriksson Sauðárkróki. 7. Árni Halldórsson Sauðárkróki. Samanber mynd nr. 109 í III b. Sögu Sauðárkróks eftir Kristmund Bjarnason. Safn Kr.C. Magnússonar Sauðárkróki.

Ari Leó Björnsson Fossdal (1906-1965)

Hörður Ingimarsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00130
  • Fonds
  • 2001

Ljósrit af bréfi frá Rúnari Kristjánssyni til Harðar Ingimarssonar, inniheldur mynd Stefáni Kemp í forgrunni þar sem horft er í norðaustur til Illugastaða. Orð út frá meðfylgjandi mynd eru svo aftan við þar sem ort hefur verið vísur um myndina.

Hörður Ingimarsson (1943-)

Results 1 to 85 of 291