Stóra-Gröf

Taxonomy

Kóði

Athugsemd(ir) um umfang

Athugasemd(ir) um heimild

Birta athugasemd(ir)

Hierarchical terms

Stóra-Gröf

Equivalent terms

Stóra-Gröf

Tengd hugtök

Stóra-Gröf

2 Nafnspjöld results for Stóra-Gröf

2 niðurstöður tengjast beint Exclude narrower terms

Sigurjón Markússon (1868-1919)

  • S02444
  • Person
  • 04.02.1868-12.01.1919

Foreldrar: Markús Arason (1836-1935), síðast bóndi að Ríp í Hegranesi og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir (1837-1888). Sigurjón ólst upp með foreldrum og naut fræðslu í heimahúsum og hjá sóknarpesti. Hann hóf búskap að Stóru-Gröf á Langholti í Staðarhreppi og bjó þar 1888-1896. Flutti þá að Eyhildarholti í Hegranesi 1896 bjó þar til 1910 er hann brá búi og flutti til Sauðárkróks. Dvaldi þar í eitt ár en fluttu þá aftur að Eyhildarholti og bjó þar í eitt ár. Flutti þá að Sjávarborg í Sauðárhreppi og bjó þar 1912-1915 er hann fór að Íbishóli í Seyluhreppi og bjó þar til æviloka. Bjó stóru búi framan af ævi og átti um tíma 1000 fjár í félagi við föður sinn. Hafði einnig mikið kúabú og var einn af brautryðjendum rjómabúsins Framtíðin á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir frá Lýtingsstöðum, f. um 1864, d. 26.06.1896. Þau eignuðust þrjár dætur.
Bústýra Sigurjóns eftir andlát konu hans var Sigurlaug Vigfúsdóttir, f. 11.05.1870, d. 28.08.1951. Þau eignuðust 5 börn. og komust 4 þeirra upp.

Þorsteinn Jóhannsson (1887-1968)

  • S03247
  • Person
  • 18.03.1887-14.12.1969

Þorsteinn Jóhannsson, f. 18.03.1887, d. 14.12.1969. Foreldrar: Jóhann Þorsteinsson bóndi í Stóru-Gröf og kona hans Sólborg Jónsdóttir. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðinsára og vann að búi þeirra. Stundaði nám við Búnaðarskólann á Hólum og lauk þaðan prófi árið 1906. Árið 1909 kvæntist hann og hóf það sama ár búskap í Stóru-Gröf og bjó þar til ársins 1923. Keypti þá Dúk í Sæmundarhlíð og bjó þar til 1930. Það ár seldi hann Dúk og keypti aftur hálfa Stóru-Gröf. Bjó þar til 1952 er hann brá búi og flutti til Reykjavíkur. Vann þar á netagerðarverkstæði o.fl. þar til sjónin tók að bila. Árið 1965 fluttust hjónin aftur til Skagafjarðar. Var Þorsteinn þá að mestu orðinn blindur. Settust þau að í Reykjahlíð við Varmahlíð hjá dóttur sinni og manni hennar.
Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Sat í sýslunefnd sem varamaður Jóns á Reynistað. Var allmörg ár í hreppsnefnd, í stjórn Sjúkrasamlags Staðarhrepps. Var einnig mörg ár í sóknarnefnd og meðhjálpari við Reynistaðarkirkju.
Maki: Mínerva Sveinsdóttir (30.04.1885-03.04.1971).
Þau eignuðust fimm börn.