Stóra-Gröf

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Stóra-Gröf

Equivalent terms

Stóra-Gröf

Associated terms

Stóra-Gröf

9 Authority record results for Stóra-Gröf

9 results directly related Exclude narrower terms

Guðlaug Sigurðardóttir (1893-1950)

  • S03276
  • Person
  • 25.12.1893-15.08.1950

Guðlaug Sigurðardóttir, f. á Dæli í Sæmunarhlíð 25.12.1893, d. 15.08.1950. Foreldrar: Sigurður Jónsson bóndi í Litlu-Gröf á Langholti og kona hans Gunnvör Guðlaug Eiríksdóttir. Guðlaug ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Dæli en síðan að Litlu-Gröf. Var hún hjá þeim lengst af þangað til hún fór sjálf að búa að Geirmundarstöðum. Hálfan vetur var hún á hússtjórnarskóla í Reykjavík, eftir áramótin 1916. Guðlaug hélt áfram búskap á Geirmundarstöðum eftir lát manns síns með aðstoð Valtýs bróður síns og Sigurðar tengdaföður síns, en hann lést 1925. Sumarið 1931 varð hún að bregða bí eftir að taugaveiki hafði komið upp á heimliinu. Eftir aðgerðir vegna þessa stóð hún uppi nánast allslaus. Um haustið fóru hún og dóttir hennar að Stóru-Gröf til Jórunnar systur hennir en veturinn eftir fór Guðlaug að Páfastöðum. Vorið 1932 fór hún á Sauðárkrók og réðist fyrst sem þvottakona á sjúkrahúsið og starfaði þar í þrjú ár. Einnig gekk hún í umönnunarstörf þar. Árið 1935 réði hún sig svo í sem vinnukonu hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni en fór svo að Geirmundarstöðum vorið eftir þegar mágkona hennar veiktist af berklum. Þar var hún síðan nánast til æviloka.
Maki: Sigurður Sigurðsson (13.02.1897-23.12.1922). Þau eignuðust eina dóttur.

Guðrún Lovísa Snorradóttir (1925-2010)

  • S00463
  • Person
  • 27. febrúar 1925 - 31. mars 2010

Guðrún Lovísa Snorradóttir, f. 27.02.1925 í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði, d. 31.03.2010 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Snorri Stefánsson og Jórunn Sigurðardóttir, ábúendur í Stóru-Gröf. Guðrún var yngst þriggja systkina sem upp komust. Guðrún ólst upp í Stóru-Gröf til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan á Sauðárkrók. Hún gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki en á sumrin dvöldu þau í Stóru-Gröf. Árið 1947 hóf hún búskap með Pálma Sigurðssyni og þau giftu sig árið 1953. Þau eignuðust 3 börn.

Helga Steinsdóttir (1852-1931)

  • S03041
  • Person
  • 4. nóv. 1852 - 1. jan. 1931

Fædd að Stóru-Gröf. Foreldrar: Steinn Vigfússon bóndi í Stóru-Gröf (1814-1887) og kona hans Helga Pétursdóttir (f. 1820-1892). Helga ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar, sem veitt var "betri bænda dætrum." Hún tók oft fósturbörn um lengri eða skemmri tíma. Þegar hún settist að á Sauðárkróki keypti hún leyfi til veitingasölu og gistihússreksturs og stundaði það um 30 ár í eigin íbúð. Rak einnig búskap í nokkur ár og leigði sér lönd til heyskapar. kMaki: Jónas Halldórsson. Þau giftu sig um 1875. Bjuggu að Stóru-Seylu á Langholti til 1888 en fóru þá búferlum að Keldudal í Hegranesi og bjuggu þar til 1901. Þá brugðu þau búi og fluttu til Sauðárkróks og fór Jónas síðar til dætra sinna í Ameríku en Helga varð eftir. Þau eignuðust 4 börn og fóru þrjú þeirra til Ameríku.

Mínerva Sveinsdóttir (1885-1971)

  • S01200
  • Person
  • 29. apríl 1885 - 3. apríl 1971

Foreldrar: Sveinn Jónsson og Hallfríður Sigurðardóttir á Hóli í Sæmundarhlíð. Kvæntist Þorsteini Jóhannssyni frá Stóru-Gröf. Þau bjuggu í Stóru-Gröf, á Dúki í Sæmundarhlíð, í Reykjavík og síðast í Reykjahlíð við Varmahlíð, þau eignuðust sex börn.

Ólafur Jónsson (1890-1972)

  • S00601
  • Person
  • 28.01.1890-21.11.1972

Sonur Jóns Ólafssonar b. í Grófargili og Sigríðar Jónsdóttur. Árið 1910 kom Ólafur sem vinnumaður að Litlu-Gröf á Langholti þar sem hann var til ársins 1914 að hann fluttist að Stóru-Gröf. Þar átti hann síðan heima í 44 ár. Laust fyrir 1940 byggði Ólafur sér lítið hús skammt austan við gamla bæinn í Stóru-Gröf, þarna bjó hann fram til 1958 er hann flutti til Sauðárkróks. Ólafur var ókvæntur og barnlaus.

Sigurjón Markússon (1868-1919)

  • S02444
  • Person
  • 04.02.1868-12.01.1919

Foreldrar: Markús Arason (1836-1935), síðast bóndi að Ríp í Hegranesi og fyrri kona hans Steinunn Jónsdóttir (1837-1888). Sigurjón ólst upp með foreldrum og naut fræðslu í heimahúsum og hjá sóknarpesti. Hann hóf búskap að Stóru-Gröf á Langholti í Staðarhreppi og bjó þar 1888-1896. Flutti þá að Eyhildarholti í Hegranesi 1896 bjó þar til 1910 er hann brá búi og flutti til Sauðárkróks. Dvaldi þar í eitt ár en fluttu þá aftur að Eyhildarholti og bjó þar í eitt ár. Flutti þá að Sjávarborg í Sauðárhreppi og bjó þar 1912-1915 er hann fór að Íbishóli í Seyluhreppi og bjó þar til æviloka. Bjó stóru búi framan af ævi og átti um tíma 1000 fjár í félagi við föður sinn. Hafði einnig mikið kúabú og var einn af brautryðjendum rjómabúsins Framtíðin á Gljúfuráreyrum í Viðvíkursveit.
Maki: Guðrún Magnúsdóttir frá Lýtingsstöðum, f. um 1864, d. 26.06.1896. Þau eignuðust þrjár dætur.
Bústýra Sigurjóns eftir andlát konu hans var Sigurlaug Vigfúsdóttir, f. 11.05.1870, d. 28.08.1951. Þau eignuðust 5 börn. og komust 4 þeirra upp.

Snorri Stefánsson (1878-1967)

  • S00950
  • Person
  • 23. des. 1878 - 23. júní 1967

Fæddur á Páfastöðum. Foreldrar hans voru Stefán Jónasson og Guðrún Ólafsdóttir. Móðir hans giftist síðar Alberti Kristjánssyni b. og oddvita á Páfastöðum. Snorri ólst upp hjá móður sinni og stjúpa á Páfastöðum fram yfir fermingaraldur. Útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1896, stundaði farkennslu á árunum 1902-1907. Lengst af bóndi í Stóru-Gröf á Langholti. Kvæntist Jórunni Sigurðardóttur frá Litlu-Gröf, þau eignuðust fimm börn.

Þorbjörg Þorbjarnardóttir (1928-2014)

  • S00237
  • Person
  • 10.09.1928-04.06.2014

Þorbjörg Þorbjarnardóttir fæddist að Geitaskarði í Langadal 10. september 1928. Foreldrar Þorbjargar voru hjónin Þorbjörn Björnsson, bóndi á Heiði í Gönguskörðum og síðar Geitaskarði og eiginkona hans Sigríður Árnadóttir. ,,Þorbjörg stundaði nám við húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Hún giftist Sigurði Snorrasyni, málarameistara, frá Stóru-Gröf ytri í Skagafirði. Þau eignuðust fimm börn saman, fyrir átti Þorbjörg einn son. Sigurður og Þorbjörg bjuggu í Stóru-Gröf ytri til 1992, en þá fluttu þau að Drekahlíð 6 á Sauðárkróki. Á meðan Þorbjörg átti heima í Stóru Gröf sinnti hún búskap á meðan hann var stundaður. Á sjöunda áratugnum rak Þorbjörg sumardvalarheimili fyrir börn og var með börn í heilsársdvöl. Þá vann hún í frystihúsi Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, í sængurgerðinni Ylrúnu og sútunarverksmiðjunni Loðskinn um árabil."

Þorsteinn Jóhannsson (1887-1968)

  • S03247
  • Person
  • 18.03.1887-14.12.1969

Þorsteinn Jóhannsson, f. 18.03.1887, d. 14.12.1969. Foreldrar: Jóhann Þorsteinsson bóndi í Stóru-Gröf og kona hans Sólborg Jónsdóttir. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum til fullorðinsára og vann að búi þeirra. Stundaði nám við Búnaðarskólann á Hólum og lauk þaðan prófi árið 1906. Árið 1909 kvæntist hann og hóf það sama ár búskap í Stóru-Gröf og bjó þar til ársins 1923. Keypti þá Dúk í Sæmundarhlíð og bjó þar til 1930. Það ár seldi hann Dúk og keypti aftur hálfa Stóru-Gröf. Bjó þar til 1952 er hann brá búi og flutti til Reykjavíkur. Vann þar á netagerðarverkstæði o.fl. þar til sjónin tók að bila. Árið 1965 fluttust hjónin aftur til Skagafjarðar. Var Þorsteinn þá að mestu orðinn blindur. Settust þau að í Reykjahlíð við Varmahlíð hjá dóttur sinni og manni hennar.
Þorsteinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Sat í sýslunefnd sem varamaður Jóns á Reynistað. Var allmörg ár í hreppsnefnd, í stjórn Sjúkrasamlags Staðarhrepps. Var einnig mörg ár í sóknarnefnd og meðhjálpari við Reynistaðarkirkju.
Maki: Mínerva Sveinsdóttir (30.04.1885-03.04.1971).
Þau eignuðust fimm börn.