Ábær í Austurdal - Skagafjörður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ábær í Austurdal - Skagafjörður

Equivalent terms

Ábær í Austurdal - Skagafjörður

Associated terms

Ábær í Austurdal - Skagafjörður

6 Authority record results for Ábær í Austurdal - Skagafjörður

6 results directly related Exclude narrower terms

Brynjólfur Eiríksson (1872-1959)

  • S03070
  • Person
  • 11. nóv. 1872 - 16. maí 1959

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson b. á Skatastöðum og k.h. Hólmfríður Guðmundsdóttir. Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum sínum á Skatastöðum en fór 16 ára í ársvist til Sveins bróður síns að Breiðargerði í Tungusveit. Síðan var hann um þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ í Austurdal. Lauk prófi frá Bændaskólanum á Hólum 1895. Eftir það vann hann að jarðabótum á vorin, í kaupavinnu á sumrin en kenndi börnum á vetrum. Bóndi í Breiðargerði 1904-1909, á Hofi í Vesturdal 1909-1910, á Gilsbakka í Austurdal 1919-1923 en bjó áfram á jörðinni til 1931 er þau fluttu til Akureyrar og bjuggu þar síðan. Maki: Guðrún Guðnadóttir frá Villinganesi, þau eignuðust sjö börn.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Gunnar Gíslason (1894-1972)

  • S002653
  • Person
  • 24. okt. 1894 - 23. jan. 1972

Foreldrar: Gísli Þorfinnsson í Miðhúsum í Blönduhlíð og Guðrún Gísladóttir. Bóndi á Breiðstöðum í Gönguskörðum, Brekkukoti í Blönduhlíð, Ábæ, Víðivöllum í Blönduhlíð, Bústöðum í Austurdal og Sólborgarhóli í Kræklingahlíð í Eyjafirði. Maki: Sigríður Guðmundsdóttir f. 16.03.1895 á Fyrirbarði í Fljótum. Þau eignuðust 12 börn. Bjuggu lengst þessara staða á Ábæ og var Gunnar kenndur við þann bæ.

Hrólfur Þorsteinsson (1886-1966)

  • S02829
  • Person
  • 21. maí 1886 - 14. okt. 1966

Hrólfur Þorsteinsson, f. á Litladalskoti í Tungusveit. Foreldrar: Þorsteinn Lárus Sigurðsson bóndi á Skatastöðum og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir. Hrólfur ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi, Hofi í Vesturdal og Skatastöðum. Maki: Valgerður Kristjánsdóttir, f. 25.05.1888. Þau eignuðust 7 börn og ólu einnig upp fósturdótturina Jóhönnu Kristjánsdóttur. Þau bjuggu á Ábæ 1909-1912, síðan á Skatastöðum í eitt ár, aftur á Ábæ 1913-1929 síðan á Stekkjarflötum. Síðustu árin var hann þar í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar en stundaði þó sauðfjárbúskap til dánardags. Hrólfur var þekktur gangnamaður og í 70 haust fór hann í haustgöngur.

Kristján Kristjánsson (1860-1919)

  • S02278
  • Person
  • 26. mars 1860 - 4. júní 1919

Foreldrar: Kristján Friðfinnsson og Kristín Guðmundsdóttir, síðast búsett á Höfða á Höfðaströnd. Faðir Kristjáns drukknaði þegar Kristján var sjö ára gamall, þá flutti hann með móður sinni til móðurafa síns að Ábæ í Austurdal og ólst þar upp. Kristján kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur, þau eignuðust þrjú börn. Bændur á Keldulandi 1883-1887, í Reykjaseli á Mælifellsdal 1888-1889, á Tyrfingsstöðum 1889-1893 og loks á Ábæ 1899-1913 er sonur þeirra tók við búskap en þau bjuggu áfram á jörðinni.

Ólafur Kristjánsson (1884-1958)

  • S02919
  • Person
  • 15. júní 1884 - 15. nóv. 1958

Foreldrar: Kristján Kristjánsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, síðast búsett á Ábæ í Austurdal. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Keldulandi til 1887, í Reykjaseli á Mælifellsdal eitt ár, á Tyrfingsstöðum á Kjálka í fjögur ár og á Ábæ til fullorðinsára. Hann nam trésmíðar á Akureyri um 1906-1908 og síðan voru trésmíðar jafnan hans aðalstarf. Ólafur hóf, ásamt fyrri konu sinni, búskap á Ábæ sumarið 1912 og voru þau þar eitt ár. Fluttust þaðan að Glæsibæ í Staðarhreppi og voru þar um skeið. Árið 1932 hóf hann, ásamt seinni konu sinni, búskap á hluta af jörðinni Sveinsstöðum og bjuggu þau þar til 1945. Þar áttu þau heimili áfram til 1955, þó að eigi dveldu þau þar að staðaldri síðari árin. Árið 1955 fluttist Ólafur til Akureyrar og dvaldist þar síðustu þrjú æviárin, ýmist á Kristneshæli þar sem kona hans starfaði eða hjá dóttur þeirra á Akureyri. Ólafur dvaldi löngum fjarri heimili sínu við smíðar og var yfirsmiður við fjölda bygginga í Lýtingsstaðahreppi. Þ.á.m. kirkjurnar á Ábæ, Mælifelli og Glaumbæ. Auk þessa stundaði hann vegavinnu um skeið. Heilsu hans tók að hnigna á árunum 1952-1955 svo hann gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu að staðaldri. Tók hann þá að sér umsjón með heimavistarbarnaskóla Lýtingsstaðahrepps, Steinsstaðaskóla, og kenndi þar jafnframt en kona hans var þá ráðskona við skólann.
Maki 1: Lilja Aðalbjörg Jóhannesdóttir f. 31.07.1886 í Litladal í Eyjafirði d. 20.10.1930 á Sauðárkróki. Hún lést af völdum gigtarsjúkdóma. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Guðlaug Egilsdóttir, f. 07.08.1905 á Sveinsstöðum, d. 03.05.1982 á Akureyri. Þau eignuðust eina dóttur.