Sýnir 3637 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Björg Kristjana Elfar Steeves (1920-1950)

  • S03333
  • Person
  • 16.11.1920-12.10.1950

Björg Kristjana Elfar, f. 16.11.1920, d. 12.10.1950. Foreldrar: Bendikt Elfar Árnason guðfræðingur, sönvari og leikfangasmiður og Elísabet Þórunn Kristjánsdóttir (1895-1943) verslunarmaður.
Björg var skráð á Sauðárkróki 1930.
Maki: Jerome Erving Steeves.

Björg Lovísa Pálmadóttir (1885-1972)

  • S00061
  • Person
  • 31.05.1885-15.09.1972

Björg Lovísa Pálmadóttir fæddist á Hofstöðum í Hofsstaðabyggð, Skag. 31. maí 1885. Faðir: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955). Móðir: Anna Hólmfríður Jónsdóttir (1856-1946).
Eiginmaður: Guðmundur Sveinbjörnsson (1871-1950), skrifstofustjóri. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Túngötu 8, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Björg Lovísa lést 1972.

Björg Magnúsdóttir Thoroddsen (1912-2004)

  • S00898
  • Person
  • 26. maí 1912 - 27. maí 2004

Dóttir Magnúsar Guðmundssonar sýslumanns og ráðherra og konu hans Soffíu Bogadóttur. Var á Fjólugötu 2, Reykjavík 1930. Húsfreyja á Neskaupstað, Akranesi og síðast í Reykjavík.

Björg Runólfsdóttir (1863-1943)

  • S01246
  • Person
  • 14. ágúst 1863 - 8. feb. 1943

Frá Meðalheimi í Ásum. Kvæntist Sigurjóni Jónssyni, þau bjuggu lengst af á Bessastöðum og Varmalandi í Sæmundarhlíð, þau eignuðust tvo syni. Síðast búsett í Ási í Hegranesi.

Björg Sigríður Anna Eiríksdóttir (1865-1928)

  • S00736
  • Person
  • 01.07.1865-31.07.1928

Björg ólst upp hjá foreldrum sínum í Blöndudalshólum fram yfir tvítugsaldur. Þó mun hún hafa verið öðru hvoru á Auðkúlu hjá föðursystur sinni, maddömu Þorbjörgu og manni hennar. Í félagsmálum, tók hún nokkurn þátt, var félagi í "Hinu skagfizka kvenfélagi" og formaður þess í mörg ár. Starfaði einnig þar að líknarmálum. Kvæntist Kristjáni Gíslasyni frá Eyvindarstöðum í Blöndudal, síðar kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fimm börn.

Björg Sigríður Sigurðardóttir (1900-1988)

  • S01879
  • Person
  • 10. júní 1900 - 5. maí 1988

Frá Hofstaðaseli, dóttir Sigurðar Björnssonar og Konkordíu Stefánsdóttur. Kvæntist Sigurði Grímssyni lögreglumanni í Reykjavík.

Björg Sigurðardóttir (1876-1954)

  • S00777
  • Person
  • 10. desember 1876 - 1. apríl 1954

Foreldrar: Sigurður Stefánsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir í Vatnskoti. Sambýliskona Jóns Jónssonar á Kimbastöðum, þau bjuggu lengst af á Kimbastöðum, síðan í Borgargerði, á Sauðárkróki og síðustu árin á Hafsteinsstöðum. Björg og Jón eignuðust tvær dætur saman, fyrir átti Jón tvö börn.

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir (1899-1995)

  • S00359
  • Person
  • 06.08.1899 - 28.12.1995

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtsstöðum í Langadal 6. ágúst 1899.
Hún var á Móbergi, Engihlíðarhreppi, A-Húnavatnssýslu og handavinnukennari á Löngumýri.

Björg Steinunn Jónasdóttir (1901-1920)

  • S03051
  • Person
  • 20. jan. 1901 - 20. júní 1920

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3.k.h. Lilja Jónsdóttir. Lést ógift og barnlaus.

Björg Sveinsdóttir (1890-1959)

  • S03191
  • Person
  • 06.02.1890-24.05.1959

Björg Sveinsdóttir, f. í Háagerði á Höfðaströnd 06.02.1890, d. 24.05.1959 í flugslysi.
Foreldrar: Sveinn Stefánsson bóndi í Háagerði og kona hans Anna Símonardóttir. Björg fór ung í fóstur til móðursystur sinnar Guðrúnar Símonardóttur og eiginmanns hennar Guðbjóns Vigfússonar, að Grundaraldni í Unadal. Þar ólst hún upp og dvaldi til 25 ára aldurs, er hún giftist Jóni. Tók hún við búsforráðum á Heiði vorið eftir.
Maki: Jón Guðnason (11.12.1888-24.05.1959). Þau eignuðust sjö börn.

Björg Sveinsdóttir (1899-1976)

  • S03217
  • Person
  • 14.07.1899-14.05.1976

Björg Sveinsdóttir, f. að Felli í Sléttuhlíð 14.07.1899, d. 14.05.1976 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Árnason og Jórunn Sgteinunn Sæmundsdóttir. Björg tók ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919 og hjúkrunarpróf í hjúkrun geðveikra 1926. Hjúkrúnarpróf í almennri hjúkrun 1931. Var ljósmóðir í Fellsumdæmi frá 1919 til haustsins 1921 og starfandi ljósmóðir á Kópaskeri og nágrenni um skeið. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi og við einkahjúkrun í London 1931-1948 og 1958-1968. Starfandi 1948-1958 á sjúkrahúsum í Durban Brookenhill og Salisbury í Afríku. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands 2. maí 1919.
Maki 1: Harry Edwin Bird byggingarmeistari.
Maki 2: Harold Cox rafvirkjameistari í Hastings á Englandi.

Björgunarsveitin Grettir (1976-)

  • S00645
  • Félag/samtök
  • 1976

Björgunarfélag Hofshrepps var stofnað árið 1934 en lá í dvala frá árinu 1950. Það var endurvakið árið 1976 og fljótlega eftir það var tekið upp nafnið Grettir.

Björgvin Abel Márusson (1916-1993)

  • S01473
  • Person
  • 05.11.1916 - 13.11.1993

Foreldrar: Márus Ari Símonarson b. á Fyrirbarði, og k.h. Sigurbjörg Jónasdóttir. Hann var bóndi á Stóru-Reykjum í Flókadal 1941-1942, á Barði 1942-1946 og í Fyrirbarði í Fljótum 1946-1990. Sem ungur maður sótti hann sjó á opnum bátum frá Haganesvík, vann ýmis störf tengd síldinni á Siglufirði, var nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum og vann við Efrafellsvirkjun í Soginu. Kvæntist Sigurlínu Jónsdóttur frá Molastöðum, þau eignuðust níu börn, átta þeirra komust á legg.

Björgvin Bjarnason (1915-1989)

  • S02729
  • Person
  • 12. júlí 1915 - 10. des. 1989

Foreldrar: Bjarni Kjartansson og Svanhildur Einarsdóttir. Björgvin varð stúdent frá MA 1937 og Cand. juris frá HÍ 1944. Var málflutningsmaður á Siglufirði 1944-1947. Kennari við Gagnfræðaskólann þar 1945-1947. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1947-1958. Sýslumaður Strandasýslu frá 1958-1968. Bæjarfógeti á Ísafirði og sýslumaður Ísafjarðarsýslu frá 1968. Bæjarfógeti á Akranesi 1973 til 1985. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á öllum þessum stöðum.
Maki: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 06.04.1920. Þau eignuðust þrjú börn.

Björgvin Eyjólfsson (1935-1961)

  • S00252
  • Person
  • 16. ágúst 1935 - 12. feb. 1961

Fæddur á Siglufirði, ólst upp á Dýrfinnustöðum hjá Maríu Jóhannesdóttur húsfreyju. Foreldrar: Eyjólfur Finnbogason pípulagningamaður á Sauðárkróki og Dórothea Jóhannesdóttir systir Maríu. Björgvin kvæntist Jónínu Óskarsdóttur frá Eskifirði.

Björgvin Jónsson (1929-2000)

  • S01480
  • Person
  • 28. ágúst 1929 - 17. sept. 2000

Björgvin Jónsson var fæddur og uppalinn á Ási í Hegranesi, sonur hjónanna Jóns Sigurjónssonar og Lovísu Guðmundsdóttur. ,,Björgvin stundaði mest landbúnaðarstörf í uppvexti sínum. Hann vann við síldarsöltun á Siglufirði og byggingarvinnu á Sauðárkróki á sínum yngri árum. Björgvin stundaði nám við Barnaskóla Rípurhrepps og síðar Iðnskólann á Sauðárkróki. 28. febrúar 1964 kvæntist Björgvin Jófríði Tobíasdóttur, f. 4. september 1939, frá Geldingaholti, þau bjuggu öll sín búskaparár á Sauðárkróki, þau eignuðust tvo syni. Þar vann Björgvin ýmis störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga við fiskbúð og í versluninni Gránu en lengst af starfaði hann við skrifstofustörf í Mjólkursamlaginu eða samfellt í 33 ár. Kirkjukór Sauðárkróks skipaði stóran sess í lífi Björgvins Jónssonar. Hann sat um tíma í stjórn kórsins og starfaði sem virkur félagi í kórnum í 46 ár."

Björn Árnason (1810-1884)

  • S01516
  • Person
  • 1810-1884

Björn Árnason bóndi á Auðnum í Sæmundarhlíð. Fæddur á Stóru-Seylu í Skagafirði. Faðir: Árni Árnason bóndi á Stóru-Seylu. Móðir: Málfríður Sigurðardóttir. Björn ólst upp og bjó á Seylu þar til hann kvæntist og settist að búi konu sinnar. Bjó á Auðnum frá árinu 1833 til 1857 en þau brugðu þau hjónin búi og fluttu til einkadóttur sinnar, Margrétar (f. 1834). Kona Björns var Guðrún Þorvaldsdóttir (1791-1863).

Björn Árnason (1893-1956)

  • S00691
  • Person
  • 06.01.1893-21.10.1956

Björn Árnason, f. 06.01.1893 á Víðimýri, d. 21.10.1956. Foreldrar: Árni Jónsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Bóndi á Krithóli 1914-1929, í Hamrasgerði á Fremribyggð 1929-1930 og aftur á Krithóli 1930-1931, í Krithólsgerði 1931-1956. Maki: Jóhanna Sæmundsdóttir, f. 07.09.1896 á Breiðargerði í Tungusveit. Hófu búskap í tvíbýli við foreldra hennar. Bjuggu þau hjón þar í 15 ár alltaf í tvíbýli, en árið 1929 fluttu þau að Hamarsgerði til eins árs búskapar og fluttust þá aftur að Krithóli og hóf Björn þá að byggja yfir þau Krithólsgerði, þar sem voru rústir gamals eyðibýlis án beitilands, sem taka þurfti á leigu á öðrum bæjum. Þarna settust þau hjón að og þar stóð heimili þeirra til æviloka.

Björn Ásgrímsson (1920-2015)

  • S01450
  • Person
  • 13. des. 1920 - 29. júlí 2015

Björn Ólafur Ásgrímsson fæddist að Ási í Hegranesi 13. desember 1920. Foreldrar Björns voru Stefanía Guðmundsdóttir og Ásgrímur Einarsson, bóndi og skipstjóri. ,,Björn ólst upp í Ási og á Reykjum á Reykjaströnd. Flutti með fjölskyldu sinn í Suðurgötu 14 (Ártún), á Sauðárkróki 1931 og bjó þar alla tíð síðan. Björn hlaut venjubundið heimanám/farkennslu þess tíma. Hann stundaði síðan öll venjuleg störf, m.a. á Sláturhúsi KS á Sauðárkróki öll haust í marga áratugi, var nokkrar vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum á árunum eftir stríð, vann almenna verkamannavinnu, m.a. fyrir sveitarfélagið, (girðingarvinnu o.fl.), vélavinnu fyrir Búnaðarfélagið á Sauðárkróki mörg sumur, stundaði sjó á trillu sinni í mörg ár. Björn var einnig frístundabóndi á Sauðárkróki alla tíð meðan heilsa og kraftar leyfðu. Björn starfaði lengi með Skátafélaginu Eilífsbúum á Sauðárkróki og heiðraði félagið hann fyrir störf sín. Björn var einhleypur og barnlaus."

Björn Benediktsson (1900-óvíst)

  • S02017
  • Person
  • 1900-óvíst

Sonur Benedikts Jónssonar frá Hólum í Hjaltadal og s.k.h. Kristínar Baldvinsdóttur. Björn fæddist í Vesturheimi. Kvæntist Enid Ethel Johnson, þau bjuggu í Riverton.

Björn Björnsson (1876-1907)

  • S03310
  • Person
  • 06.10.1876-15.09.1907

Björn Björnsson, f. á Stóru-Seylu 06.10.1876, d. 15.09.1907. Foreldrar: Björn Finnsson bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Salóme Jónasdóttir. Björn ólst upp með foreldrum sínum til 5 ára aldurs en þá missti hann föður sinn. Eftir það var hann hjá móður sinni til æviloka, á síðari árum ráðsmaður fyrir búi hennar og síðustu árin bóndi í Glaumbæ.
Hann átti sæti í hreppnsefnd Seyluhrepps. Björn var ókvæntur þegar hann lést aðeins 31 árs gamall, en var heitbundinn Jensínu Mósesdóttur.

Björn Björnsson (1897-1979)

  • S01818
  • Person
  • 21. mars 1897 - 15. júní 1979

Sonur Björns Ólafssonar b. á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur. Björn ólst upp á Skefilsstöðum hjá foreldrum sínum. Björn tók við hálflendu jarðarinnar árið 1919 en keypti hana 1921. Aðeins ári síðar seldi hann jörðina og flutti til Sauðárkróks þar sem hann átti heima næstu fjögur árin. Stundaði þar tilfallandi störf á vetrum en var í síld á Siglufirði á sumrin. Árið 1926 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi hf, þar sem hann starfaði í mörg ár. Síðar réðst hann sem baðvörður hjá Sundhöll Reykjavíkur þar sem hann starfaði um hartnær 30 ára skeið. Síðast starfaði hann hjá versluninni Ratsjá á Laugarvegi. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Björn Björnsson (1908-1986)

  • S01451
  • Person
  • 29. jan. 1908 - 10. jan. 1986

Foreldrar: Björn Benónýsson b. á Illugastöðum og k.h. Ingibjörg Stefánsdóttir. Björn fór ungur í fóstur til vandalausra, 11 ára var hann skráður tökudrengur í Vallanesi í Hólmi og 14 ára fermdist hann frá Stóru-Seylu. Síðar vinnumaður á Ríp í Hegranesi þar sem hann kynntist konuefni sínu, Guðleifu Guðmundsdóttur. Þau bjuggu fyrsta búskaparár sitt á Siglufirði en settust svo að á Sauðárkróki þar sem heimili þeirra stóð ætíð síðan. Björn starfaði lengst af sem vörubílstjóri en rak jafnframt nokkurn búskap. Björn var mikill hagleiksmaður og byggði sér góða smiðju undir íbúðinni í húsi sínu og vann þar þegar tími gafst. Eftir að kona hans lést árið 1972 dvaldist Björn lengst af á Sunnuhvoli í Blönduhlíð.
Björn og Guðleif voru barnlaus.

Björn Björnsson (1912-1981)

  • S01371
  • Person
  • 07.05.1912-09.10.1981

Foreldrar: Björn Guðmundsson og Sigríður Ágústa Jónsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Fremri-Gufudal en eftir að móðir hans dó fluttist faðir hans til Hnífsdals og þaðan til Siglufjarðar. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1940. Prestur í Viðvíkurprestakalli sama ár. Sat á Vatnsleysu sem var prestsetur til 1952 en síðar á Hólum í Hjaltadal. Var prófastur í Skagafirði frá 1959-1976. Sinnti einnig aukaþjónustu í ýmsum sóknum í héraðinu austanverðu. Fékkst einnig við kennslu og var prófdómari. Sinnti ýmsum trúnaðarstörfum í héraðinu. Lét af prestskap árið 1976 sökum heilsuleysis. Bjó á Reykjavík síðustu æviárin.
Maki: Emma Ásta Sigurlaug Friðriksdóttir Hansen frá Sauðárkróki, þau eignuðust þrjú börn.

Björn Björnsson (1916-2002)

  • S02414
  • Person
  • 19. mars 1916 - 28. júlí 2002

Björn var fæddur á Grjótnesi á Melrakkasléttu. Foreldrar hans voru Vilborg Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja og Björn Sigurðsson bóndi. Björn kvæntist Hildi Önnu Raabe Björnsson. Hann bjó alla tíð á Grjótnesi og var til fjölda ára vitavörður á Rauðanúpi.

Björn Björnsson (1943-)

  • S02148
  • Person
  • 25. feb. 1943-

Var skólastjóri bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Kvæntur Birnu Sigurbjörgu Guðjónsdóttur.

Björn Blöndal Lárusson (1870-1906)

  • S01101
  • Person
  • 3. júlí 1870 - 27. des. 1906

Foreldrar: Lárus Þórarinn Blöndal sýslumaður á Kornsá í Vatnsdal og k.h. Kristín Ásgeirsdóttir. Stúdent í Reykjavík 1891, cand. theol. frá Prestaskólanum 1893. Var við barnakennslu og skrifstofustörf 1893-1896. Veitt Hof á Skagaströnd 1896, sýslunefndarmaður í Vindhælishreppi 1900-1901. Veittur Hvammur í Laxárdal 1900. Bóndi í Hvammi 1901-1906, átti sæti í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og var oddviti hennar 1902-1906. Kvæntist Bergljótu Tómasdóttur frá Brekku í Aðaldal, þau eignuðust einn son.

Björn Daníelsson (1920-1974)

  • S00326
  • Person
  • 16. feb. 1920 - 22. júní 1974

,,Fæddur á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Daníel Daníelsson lengst b. í Valdarási í Víðidal og k.h. Þórdís Pétursdóttir frá Stökkum á Rauðasandi. Björn lauk kennaraprófi árið 1940 og hóf þegar kennslu. Fyrst í Laxárdal í S.-Þing., þar næst í Þorkelshólsskólahveri í V-Hún., þá á Akureyri og síðan á Dalvík frá 1943-1952, er hann tók við skólastjórn barnaskólans á Sauðárkróki. Því starfi hélt hann til dauðadags eða í 22 ár. Björn var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn um nokkurra ára skeið og átti þá sæti í bæjarráði og ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók hann þátt í störfum ýmissa félaga. Björn sat jafnframt í stjórn sögufélags Skagfirðinga, í sóknarnefnd Sauðárkróks í áraraðir og var ritstjóri tímarits Umf. Tindastóls. Björn kvæntist árið 1943, Margréti Ólafsdóttur (1916-2015) frá Stóru-Ásgeirsá í Víðidal, þau eignuðust þrjá syni.

Björn Egilsson (1905-1999)

  • S00042
  • Person
  • 7. ágúst 1905 - 2. mars 1999

Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum í Tungusveit í Skagafírði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5.1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2.1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveinsstöðum. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Björn Einar Árnason (1896-1967)

  • S02627
  • Person
  • 27. feb. 1896 - 23. nóv. 1967

Foreldrar: Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki (sat þar 1887-1913) og Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri. Endurskoðandi í Reykjavík. Kvæntist Margréti Ásgeirsdóttur.

Björn Friðrik Björnsson (1941-)

  • S01840
  • Person
  • 04.02.2016

Fyrrum kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Búsettur á Sauðárkróki. Kvæntur Oddnýju Finnbogadóttur (1948-).

Björn Frímannsson (1876-1960)

  • S00386
  • Person
  • 10. desember 1876 - 12. október 1960

Björn ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvammi í Langadal til fullorðinsára. Hann lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla 1905. Stundaði um skeið nám í járn- og silfursmíði hjá Hannesi Guðmundssyni á Eiðsstöðum í Blöndudal. Var eftir það ráðinn sem smíðakennari við Hólaskóla. Þar veiktist hann af berklum og þurfti að dvelja á Vífilsstaðahæli þar sem hann náði bata og starfaði um tíma sem smiður hælisins. Árið 1929 fluttist hann til Sauðárkróks og starfaði þar alfarið við smíðar á eigin verkstæði. Björn gekk til liðs við stúkuna á Sauðárkróki og starfaði einnig með Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks. Björn var ókvæntur og barnlaus.

Björn Gottskálksson Thorvaldsson (1878-1941)

  • S02197
  • Person
  • 1878-1941

Foreldrar: Gottskálk Þorvaldsson (um 1806-1881) áður b. á Hringey í Vallhólmi og seinni sambýliskona hans Helga Jóhannsdóttir (1841-1911) bóndi á Hrafnagili í Laxárdal ytri. Björn fór til Vesturheims með móður sinni árið 1887 frá Hrafnagili. Var í Provencher, Manitoba í Kanada 1906. Bóndi í Spraque, Provencher Manitoba, Kanada 1916. Bóndi og kaupmaður í Pine Valley í Manitoba. Kvæntist Kristrúnu Jónsdóttur. Björn gegndi sveitarfélagsstörfum um margra ára skeið þar vestra, var m.a. oddviti í tvö ár og meðráðandi í a.m.k. níu ár. Þau tóku sér ættarnafnið Thorvaldsson.

Björn Guðmundsson (1865-1947)

  • S00716
  • Person
  • 13.07.1865-07.11.1947

Foreldrar: Guðmundur Gunnarsson og Valgerður Ólafsdóttir á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Björn var bóndi að Ingveldarstöðum 1889-1994, Borgarey í Vallhólma 1894-1996, Brekkukoti í Blönduhlíð 186-1898. Á tímabilinu frá 1898-1906 var hann ráðsmaður á Bakka í Viðvíkursveit hjá þremur öldruðum systkinum, Jóni, Margréti og Maríu Bjarnabarna en Stefanía k.h. var þar í húsmennsku ásamt börnum þeirra. Þá fluttust hjónin að Á í Unadal og með þeim María Bjarnadóttir er þá lifði ein þeirra systkina og bjuggu þau þar til ársins 1915 er þau brugðu búi og fluttu til Siglufjarðar. Björn kvæntist Stefaníu Margréti Jóhannesdóttur, þau eignuðust þrjú börn.

Björn Guðmundsson (1911-1979)

  • S01350
  • Person
  • 28.05.1911-20.06.1979

Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson b. og smiður á Reykjarhóli í Seyluhreppi og k.h. Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir. Bifreiðastjóri á Sauðárkróki, lögregluþjónn á Akureyri og síðar framfærslu- og heilbrigðisfulltrúi þar. Fyrri kona: Ingibjörg Þorvaldsdóttir frá Sauðárkróki, þau skildu. Seinni kona: Ragnheiður Brynjólfsdóttir.

Björn Guðmundsson (1929-2009)

  • S02405
  • Person
  • 7. apríl 1929 - 12. feb. 2009

Björn fæddist 7. apríl 1929 í Lóni í Kelduhvefi og ólst þar upp og bjó þar alla tíð. Sonur hjónanna Friðriku Jónsdóttur og Guðmundar Björnssonar. Hann gekk í Alþýðuskólann á Laugum og var einnig um tíma í Menntaskólanum á Akureyri. Björn var kvæntur Ásdísi Einarsdóttur og eignuðust þau sex börn. Hann kenndi um tíma við barnaskóla Skeggjastaðahrepps. Frá árinu 1980 og til aldamóta var hann í hlutastarfi hjá Skattstofu Norðurlands á Húsavík. Björn sat í sveitarstjórn Kelduneshrepps í 40 ár, þar af oddviti í 36 ár. Einnig gegndi hann starfi hreppstjóra þar til embættið var lagt niður.

Björn Guðnason (1929-1992)

  • S03106
  • Person
  • 27. apríl 1929 - 11. maí 1992

Björn fæddist að Nöf í Hofsósi. Foreldrar: (Kristinn) Guðni Þórarinsson og s.k.h. Jóhanna Ragnheiður Jónasdóttir. ,,Byggingameistari á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hlyns hf. Björn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sauðárkrókskaupstað, samtök iðnaðarmanna á Sauðárkróki og átti um skeið sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir Sjálfstæðisflokkinn." Maki: Margrét Guðvinsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Björn Gunnarsson (1868-1956)

  • S01573
  • Person
  • 26. feb. 1868 - 22. ágúst 1955

Var á Höfða, Höfðasókn, Þing. 1880. Vinnumaður á Höfða, Grenivíkursókn, S.-Þing. 1890. Verslunarstjóri á Kljáströnd, Grenivíkursókn, S-Þing. 1901. Kaupmaður og útgerðarmaður á Höfða við Eyjafjörð og síðar í Neskaupstað. Bókhaldari í Neskaupstað 1930.

Björn Gunnlaugsson (1788-1876)

  • S03560
  • Person
  • 25.09.1788-17.03.1876

Björn Gunnlaugsson, f. að Tannstöðum við Hrútafjörð 25.09.1788, d. 17.03.1876. Foreldrar: Gunnlaugur Magnússon smiður og Ólöf Bjarnardóttir. Þau fluttust síðar búferlum á Vatnsnesið. Björn var settur til bóknáms, fyrst hjá Gísla presti Magnússyni að Tjörn á Vatnsnesi og síðan hjá Halldóri prófasti Ámundasyni að Melstað. Þaðan var hann útskrifaður af Geir biskupi Vídalín árið 1808. Hann sigldi til Kaupmannahafnar og lærði þar. Varð hann síðar aðstoðarmaður Schumachers, hins nafnkunna stjörnumeistara, við mælingarstörf hans á Holtsetalandi næstu tvö árin. Eftir það varð hann kennari við Bessastaðaskóla og hélt því starfi meðan skólinn var á Bessastöðum og áfram í Reykjavík. Frá 1850-1862 var hann yfirkennari skólans.
Maki 1: Ragnheiður Bjarnadóttir (d. 1834). Þau eignuðust eina dóttur. Fyrir átti Ragnheiður einn son.
Maki 2: Guðlaug Aradóttir (d. 1873). Þau eignuðust ekki börn en Guðlaug átti eina dóttur fyrir.
Björn lét eftir sig mörg rit og árið 1831 byrjaði hann að starfa að uppdrætti Íslands og lauk því árið 1843.

Björn Gunnlaugsson (1926-1990)

  • S03524
  • Person
  • 02.07.1926-24.12.1990

Björn Gunnlaugsson, f. 02.07.1926, d. 24.12.1990. Foreldrar: Sigurlaug Sigurðardóttir og Gunnlaugur Björnsson. Björn ólst upp í foreldrahúsum. Hann naut barnafræðslu og fór síðan í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan. Hann var bóndi í Brimnesi og tók við búinu eftir að faðir hans lést 1962. Meðfram búskapnum kenndi hann við Hólaskóla og ritaði sögu Hólastaðar. Eftir að móðir hans lést var Jóna Gísladóttir bústýra hjá honum. Frá árinu 1982 vann hann hjá Sambandinu og bjó við Laugarteig í Reykjavík.

Björn Hafliðason (1863-1939)

  • S01869
  • Person
  • 9. júlí 1864 - 27. okt. 1939

Foreldrar: Hafliði Finnbogason og k.h. Guðrún Steingrímsdóttir á Hamri í Fljótum. Björn var í foreldrahúsum til 11 ára aldurs, en fór þá til Siglufjarðar og var þar smaladrengur og við aðra snúninga. Fermdur í Hvanneyrarkirkju. Upp úr því fluttist hann að Heiði í Sléttuhlíð til Jóhannesar föðurbróður síns og var þar í 3 ár. Síðan vinnumaður hjá Jóni Jónassyni að Syðri Á í Ólafsfiðri um 9 ára skeið, síðan hjá Jakobi b. og útgm í Hornbrekku og konu hans Önnu Einarsdóttur. Kynntist þar verðandi konu sinni, Engilráð Einarsdóttur. Voru þau hjónin fyrstu búskaparár sín í húsmennsku í Hornbrekku í Ólafsfirði, en fluttust síðan að Brimnesi í sömu sveit og bjuggu þar í 3 ár á hluta af jörðinni. Síðan í Barðsgerði í Haganeshreppi 1896-1898, í Borgargerði 1898-1907, á Sigríðarstöðum 1907-1923, Mið-Mói 1923-1925. Brugðu þá búi og fluttust til Ólafsfjarðar. Voru þar í 2 ár, en fóru þá til Siglufjarðar og höfðu þar heimili ásamt sonum sínum til æviloka. Samfara búskapnum stundaði Björn sjómennsku. Björn og Engilráð eignuðust níu börn og ólu einnig upp bróðurdóttur Björns.

Björn Halldór Kristjánsson (1897-1980)

  • S00739
  • Person
  • 14. nóv. 1897 - 28. jan. 1980

Sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauðárkróki og Bjargar Eiríksdóttur. Stórkaupmaður í Hamborg í Þýskalandi og síðar í Reykjavík.

Björn Helgi Snorrason (1898-óvíst)

  • S01614
  • Person
  • 22. maí 1898-óvíst

Björn Helgi Snorrason, f. 23.05.1898, ekki vitað um dánardag. Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir. Björn ólst upp með foreldrum sínum á Hringveri, í Garðakoti og Enni í Viðvíkursveit. Ókvæntur og barnlaus.

Björn Ingi Ingason (1950-2002)

  • S01336
  • Person
  • 30.11.1950-05.05.2002

Björn Ingi Ingason fæddist á Sauðárkróki 30. nóvember 1950. Foreldrar hans voru Ingi Gests Sveinsson verkstjóri fartækjaverkstæðis í Straumsvík, og kona hans Guðrún Sigríður Gísladóttir. Björn gekk í barnaskóla á Sauðárkróki en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1963. Flugvélstjóri. Gagnfræðapróf frá Lindagötu 1966. Vann um tíma í Straumsvík. Árið 1970 fór hann til náms í Tulsa í Bandaríjkunum og lauk þaðan flugvirkjanámi 21.04.1972. Áður hafði hann lokið einkaflugmannsnámi. Hóf störf hjá Cargolux strax að námi loknu sem flugvélstjóri. Réðst til Flugleiða 1982 og fór jafnframt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og lauk þaðan prófi í blindflugi og atvinnuflugi. Skömmu síðar fór hann til Danmerkur og starfaði hjá Sterling, Conair, Articair, Boeing ofl. Árið 1988 hóf hann síðasta starf sitt sem flugvélstjóri og umsjónarmeður DC-8 þotu í eigu Kerry Packer í Sidney, Ástralíu. Síðast búsettur í Ástralíu.

Björn Ingvi Sigurbjörnsson (1946-)

  • S03531
  • Person
  • 1946-

Björn Ingvi Sigurbjörnsson, f. 1946.
Frá Siglufirði, var m.a. formaður SSNV og skólastjóri á Sauðárkróki.
Bróðir: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson.

Björn Jóhann Björnsson (1967-

  • S02267
  • Person
  • 20.05.1967-

Sonur Björns Finnboga Guðnasonar og Margrétar Björneyjar Guðvinsdóttur. Blaðamaður í Kópavogi.

Björn Jóhann Jóhannesson (1905-1970)

  • S02862
  • Person
  • 17. nóv. 1905 - 27. apríl 1970

Björn Jóhann Jóhannesson, f. 17.11.1905 að Kolgröf í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Jóhannes Jónasson og María Guðmundsdóttir. Foreldrar hans voru ekki gift. Faðir hans kvæntist Marsibil Benediktsdóttur. Sambýlismaður móður hans var Helgi Guðnason, þau bjuggu lengst af í Þröm. Björn ólst upp hjá móður sinni en frá 12 ára aldri var hann á nokkrum bæjum í Skagafirði, uns hann fór aftur að Kolgröf 18 ára. Árið 1930 keypti hann jörðina ásamt Hrólfi bróður sínum. Maki: Þorbjörg Bjarnadóttir, sem áður hafði verið bústýra þeirra bræðra. Þau eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Kolgröf til 1947 er þau fluttu að Torfustöðum í Svartárdal. Litlu síðar fluttu þau að Fjósum, þar sem heimili þeirra stóð æ síðan.

Björn Jóhannesson (1913-2006)

  • S00436
  • Person
  • 06.02.1913-03.07.1913

Sjómaður á Sauðárkróki, síðast búsettur í Reykjavík. Var í Lúðrasveit Sauðárkróks. Hann var rannsóknarmaður.

Björn Jón Níelsson (1942-)

  • S03452
  • Person
  • 18.11.1942-

Björn Jón Níelsson, f. 18.11.1942. Foreldrar: Níels Hermannsson frá Ysta-Mói og Hrefna Skagfjörð frá Hofsósi.
Björn var um tíma sveitarstjóri á Hofsósi.
Maki 1: Unnur Ragnarsdóttir. Þau skyldu. Þau eignuðust fimm börn.
Maki 2: Jórunn Jóhannesdóttir.

Björn Jónasson (1886-1966)

  • S02781
  • Person
  • 23. júní 1886 - 19. feb. 1966

Björn Jónasson, f. 23.06.1886 á Ytra-Hóli í Kaupangssveit í Eyjafirði. Foreldrar: Jónas Einarsson og Guðrún Jónsdóttir. Ólst upp með foreldrum sínum og fór ungur að vinna fyrir sér. Átján ára fór hann til Reykjavíkur og vann þar um tveggja ára skeið. Rak síðar um skeið búskap og útgerð á Látraströnd. Maki: Guðrún Jónasdóttir. Þau eignuðust fimm börn. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1911. Björn stundaði þar keyrarastörf, þ.e.a.s. fólksflutning og vöruflutninga á hestum og vögnum, lagningu gatna og slíkt. Auk þess rak hann nokkurn búskap á Hóli við Siglufjörð um árabil.

Björn Jónsson (1848-1924)

  • S03303
  • Person
  • 14.06.1848-23.01.1924

Björn Jónsson f. 14.06.1848 í Háagerði á Skagaströnd, d. 23.01.1924 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi og hreppstjóri í Hágerði (1798-1865) og kona hans, Guðríður Ólafsdóttir (1817-1885) frá Harrastöðum.
Björn ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist strax í æsku öllum algengum störfum, bæði til lands og sjávar. Naut auk þess nokkurrar kennslu umfram það sem þá var algengt. Var hann m.a. tvo vetrarparta við nám hjá sóknarprestinum á Höskuldsstöðum.
Maki: Þorbjörg Stefánsdóttir, f. 17.07.1877 á Ríp í Hegranesi, d. 18.05.1903 á Veðrarmóti.
Björn og Þorbjörg hafa líklega kynnst er hún var við nám á Skagaströnd hjá danskri konu sem þar bjó. Þau reistu bú í Háagerði árið 1877 en þá hafði Björn um nokkurra ára skeið verið fyrirvinna fyrir búi móður sinnar eftir að hún varð ekkja. Vorið 1884 fluttust þau að Heiði í Gönguskörðum en foreldrar Þorbjargar að Veðramóti. Árið 1888 fluttust Björn og Þorbjörg að Veðramóti en foreldrar Þorbjargar fluttust til dóttur sinnar. Björn bjó á Veðramóti til ársins 1914. Hann var kjörinn til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit sína og hérað. Var m.a. hreppstjóri Sauðárhrepps hins forna 1892-1907, Skarðshrepps

Björn Jónsson (1858-1924)

  • S02312
  • Person
  • 15. júlí 1858 - 3. feb. 1924

Björn Jónsson fæddist 15. júlí 1858 í Broddanesi í Kollafirði. Faðir: Jón hreppstjóri í Broddanesi (1814-1902). Móðir: Guðbjörg Björnsdóttir (1825-1915) húsmóðir í Broddanesi.
,,Björn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1884 og prófi úr Prestaskólanum 1886. Veittir Bergsstaðir í Svartárdal árið 1886 og vígður sama ár. Veitt Miklabæjarprestakall í Blönduhlíð 1889. Fékk lausn frá embætti 1921. Prófastur í Skagafjarðarprófastdæmi 1913 til 1919. Varamaður í Landsdómi. Að áeggjan hans var Miklabæjarkirkja reist að nýju á fyrstu árum hans þar, og réð hann öllu um stærð og útlit hennar. Hann stofnaði lestrarfélög í tveimur sóknum sínum og var form. Lestrafél. Miklabæjarsóknar um langt skeið og aflaði því úrvalsbóka. Var form. Búnaðarfélags Akrahrepps alllengi, var nokkur ár í hreppsnefnd og prófdómari við barnapróf. Árið 1919 fór hann til Rvíkur að leita sér lækninga við sjóndepru, en kom alblindur heim úr þeirri ferð. Tók hann sér þá aðstoðarprest, sr. Lárus Arnórsson, sem síðar varð tengdasonur hans. Fékk hann lausn frá embætti og flutti með fjölskyldu sína að Sólheimum í Blönduhl. og andaðist þar." Björn kvæntist Guðfinnu Jensdóttur (1862-1938) frá Innri-Veðrará í Önundarfirði. Saman áttu þau 11 börn og ólu upp þar að auki 2 fósturbörn.

Björn Jónsson (1902-1989)

  • S00228
  • Person
  • 20.12.1902-24.04.1989

Var fæddur í Bæ á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Jón Konráðsson b. og hreppstjóri og Jófríður Björnsdóttir. Björn tók snemma þátt í félag- og skemmtanalífi og var til að mynda einn af 18 stofnendum Ungmennafélagsins Höfðstrendings 1918. Einnig söng Björn í kirkjukór Hofskirkju frá fermingaraldri til sextugs. Björn útskrifaðist sem búfræðingur frá Hólaskóla vorið 1922. Hann var við íþróttanám hjá Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara í Reykjavík veturinn 1926 ásamt því að vinna í byggingarvinnu við grunn Landspítalans. 1927-1928 kenndi Björn glímu og aðrar íþróttir á námskeiðum á vegum ungmennafélagana á Sauðárkróki, Hofsósi, Ólafsfirði og Dalvík. Björn var bóndi í Bæ 1926-1963, fyrstu fjögur árin í sambýli við foreldra sína. Björn tók ríkan þátt í öllum félagsmálum, Sat í stjórn Búnaðarfélags Hofshrepps í 34 ár, var einn af stofnendum Búnaðarsambands Skagfirðinga og sat þar lengi í stjórn, formaður Fóðurbirgðafélags Hofshrepps 1938-1967 og formaður Nautgriparæktarfélags Hofshrepps. Í hreppsnefnd Hofshrepps 1932-1965, fjallskilastjóri Upprekstrarfélags Unadalsafréttar, formaður Ungmennafélagsins Höfðstrendings 1918-1932 og í stjórn Sjúkrasamlags Hofshrepps 1946-1972. Björn var hreppstjóri Hofshrepps í rúm 30 ár eða frá 1952-1983. Björn kvæntist Kristínu Ingibjörgu Kristinsdóttur, þau eignuðust sjö börn og áttu þrjú fósturbörn.

Björn Jónsson (1920-1995)

  • S00223
  • Person
  • 21. maí 1920-1995

Björn Jónsson, læknir, (Bjössi Bomm), var fæddur á Sauðárkróki 21. maí 1920, einn af 10 börnum Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra og Geirlaugar Jóhannesdóttur, fyrri konu hans.
,,Vegna veikinda móður sinnar var honum komið í fóstur hjá Álfheiði og Kristjáni Blöndal á Sauðárkróki og ólst hann upp hjá þeim. Björn lauk stúdentsprófi frá MA og læknisprófi frá Háskóla Íslands. 1948 hélt Björn til framhaldsnáms í Kanada og bjó þar síðan. Lengst af starfaði hann sem yfirlæknir við sjúkrahúsið í Swan River, Manitoba. Hann kvæntist Iris Muriel Reid og eignuðust þau 4 börn. Hin síðari ár sinnti Björn að mestu stjarnfræði- og goðfræðirannsóknum og gaf m.a. út bók um þau efni "Star Myths of the Vikings". Einnig ritaði hann æviminningar sínar: Glampar á götu og Þurrt og blautt að vestan."

Björn Jónsson (1923-2011)

  • S02655
  • Person
  • 28. ágúst 1923 - 26. apríl 2011

Foreldrar: Jón Björnsson deildarstjóri á Sauðárkróki og k.h. Unnur Magnúsdóttir. Rafvirki og rafmagnseftirlitsmaður í Skagafirði, búsettur á Sauðárkróki. Kvæntist Guðrúnu Sigríði Andrésdóttur frá Eskifirði.

Björn Jósefsson (1885-1963)

  • S00712
  • Person
  • 02.02.1885-25.06.1963

Sonur Jósefs Björnssonar skólastjóra á Hólum og Hólmfríðar Björnsdóttur frá Brimnesi. Var í Reykjavík 1910. Læknir á Húsavík 1930. Lauk læknisprófi 1912. Starfaði víða á næstu árum, m. a. í Árósum og Kaupmannahöfn í Danmörku, Berlín í Þýskalandi, Reykjavík og á Sauðárkróki. Læknir á Kópaskeri 1914-18. Héraðslæknir á Húsavík 1918-50 og starfandi læknir þar til dauðadags. Kvæntist Sigríði Lovísu Sigurðardóttur frá Hofsstöðum.

Björn Magnússon (1879-1939)

  • S03156
  • Person
  • 17.03.1879-26.01.1939

Björn Ólafur Magnússon f. á Selnesi á Skaga 17.03.1879-26.01.1939 í Reykjavík. Foreldrar: Magnús Björnsson bóndi á Selnesi og kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum en faðir hans lést er Björn var um tvítugt. Tók hann þá við heimilisforsjá ásamt móður sinni. Einnig stundaði hann ýmsa vinnu til sjós og lands, m.a. útræði úr Selvík og fuglatekju við Drangey. Eftir þriggja ára búskap á Borgarlæk fluttust þau mæðginin á Sauðárkrók. Fengu þar inni hjá Vigfúsi bróður Björns. Til ársins 1934 bjuggu þau í leiguhúsnæði en það ár keypti Björn Odda, gamla sjóðbúð þar sem nú er Freyjugata 26 og bjó þar með fjölskyldu sinni og móður til dauðadags.
Björn hafði fast skipsrúm hjá Bjarna Sigurðssyni formanni frá Hólakoti, bði sem háseti og beitningamaður. Var einnig við eggja- og fuglatekju í Drangey. Eftir lát Bjarna sótti Björn til Drangeyjar með eigin útveg. Vann hann mörg haust í sláturhúsi og tvö sumur voru þau hjón hjá sr. Hallgrími Thorlacius í Glaumbæ í kaupavinnu. Nokkur síðustu sumur ævinnar vann Björn hjá Sigurði Péturssyni verkstjóra frá Sauðárkróki í vita- og hafnabyggingum víðs vegar um land. Haustið 1938 kom hann heim frá því starfi fársjúkur og var fljótlega fluttur til Reykjavíkur á Landspítalann þar sem hann lést eftir nokkurra mánaða legu.
Maki: Karitas Jóhannsdóttir, f. 03.03.1894 í Innri-Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, d. 11.09.1979 í Reykjavík. Þau eignuðust tvo syni.

Björn Magnússon (1881-1932)

  • S00983
  • Person
  • 26. apríl 1881 - 11. ágúst 1932

Sonur Magnúsar Vigfússonar og Guðrúnar Stefánsdóttur sem bjuggu í Garðakoti 1878-1898. Símstjóri á Ísafirði og Borðeyri. Kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur.

Björn Ólafsson (1862-1949)

  • S01815
  • Person
  • 23. sept. 1862 - 5. feb. 1949

Foreldrar: Ólafur Rafnsson b. í Kálfárdal og k.h. Sigríður Gunnarsdóttir. Björn missti föður sinn í bernsku og ólst upp með móður sinni. Hún giftist 1870 síðari manni sínum Eggerti Þorvaldssyni á Skefilsstöðum og ólst Björn þar upp. Eftir andlát Eggerts var Björn fyrirvinna fyrir búi móður sinnar á Skefilsstöðum, þar til hann reisti þar sjálfur bú. Bóndi á Skefilsstöðum 1897-1919, brá þá búi að mestu, börn hans bjuggu með honum á jörðinni til 1922. Eftir það var Björn og k.h. í mörg ár í húsmennsku á Skefilsstöðum, þar til þau fluttu til Ólínu dóttur sinnar og síðari manns hennar Guðjóns Sigurðssonar, bakara á Sauðárkróki. Dvöldu þau hjá þeim til æviloka. Kvæntist Guðrúnu Björnsdóttur frá Ytra-Mallandi, þau eignuðust fjögur börn.

Björn Ólafur Jónsson (1864-1924)

  • S03222
  • Person
  • 29.08.1864-14.08.1924

Björn Ólafur Jónsson, f. að Vestara-Hóli í Flókadal 29.08.1864, d. 14.08.1924. Foreldrar: Jón Ólafsson (1838-1887) og kona hans Soffía Björnsdóttir (1841-1907). Björn ólst upp á Vestara-Hóli en var eitthvað á Auðólfsstöðum í Langadal í kaupavinnu eða vinnumennsku og kynntist þar konu sinni. Fyrsta ár hjúskapar síns mun hann hafa verið til heimilis að Borgargerði í Borgarsveit, 1887-1888, þá að Egg í Hegranesi 1888-1889 en síðan með sr. Hallgrími Thorlacius að Ríp í Hegranesi 1889-1893. Þá fluttust þau hjónin að Rein, þar sem foreldrar Guðríðar konu Björns voru til heimilis. Vorið eftir fór hann aftur að Ríp, er sr. Hallgrímur fluttist að Glaumbæ og fékk Björn til að búa á jörðinni meðan Rípurprestakalli var óráðstafað, til vorsins 1896. Björn var bóndi á Stafshóli 1896-1899, Stóra-Grindli 1899-1909, Stóraholti 1909-1910, Karlsstöðum 1910-1924. Eftir að Björn kom í Fljótin tók hann að stunda sjómennsku samhliða búskapnum. Réðist hann þá í að nema sjómannafræði. Var hann um það bil 20 ár skipstjóri á Flink, Kristjönu og Fljótavíkingi. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Haganeshreppi og var m.a. í hreppsnefnd í nokkur ár.
Maki: Guðríður Hjaltadóttir (1861-1947). Þau eignuðust níu börn og sjö þeirra komust upp.

Björn Pálmason (1892-1929)

  • S01093
  • Person
  • 3. mars 1892 - 18. sept. 1929

Foreldrar: Pálmi Björnsson og Ingibjörg Málfríður Grímsdóttir á Ytri-Húsabakka. Bóndi í Glaumbæ og víðar í Skagafirði. Síðar verkamaður á Sauðarkróki. Kvæntist Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Utanverðunesi.

Björn Pálsson (1862-1916)

  • S00006
  • Person
  • 24.03.1862-15.02.1916

Björn Pálsson fæddist á Kjarna, Arnarneshreppi, Eyjafirði árið 1862. Faðir hans var Páll Magnússon (1833-1874) hreppstjóri og söðlasmiður á Kjarna. Móðir hans var Hólmfríður Björnsdóttir (1835-1920), húsfreyja á Kjarna. Björn lærði vélfræði í Vesturheimi 1881-1885. Talið er að hann hafi lært ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1889 og stundað framhaldsnám m.a. í tinplötugerð 1893. Björn vann við ýmis verslunarstörf, kennarastörf og vélar. Rak ljósmyndastofu á Ísafirði 1891-1916. Rak útibú frá ljósmyndastofunni á Akureyri 1900-1901. Hafði jafnan starfsfólk til að sjá um rekstur stofunnar. Eiginkona hans var Kristín Snorradóttir (1868-1945), húsfreyja og eignuðust þau 13 börn.

Björn Pétursson (1834-1922)

  • S02205
  • Person
  • 22. júní 1834 - 9. maí 1922

Foreldrar: Pétur Jónsson b. og hreppstjóri á Syðri-Brekkum og síðast á Hofsstöðum og k.h. Sigríður Björnsdóttir frá Refsstöðum í Laxárdal. Kvæntist árið 1859 Margréti Sigríði Pálsdóttur frá Syðri-Brekkum, þau bjuggu á Hofsstöðum og eignuðust fjögur börn sem upp komust. Fyrir hjónaband hafði Björn eignast dóttur. Margrét lést árið 1880. Seinni kona Björns var Una Jóhannesdóttir frá Dýrfinnustöðum, þau eignuðust tvö börn sem upp komust. Björn var hreppstjóri Viðvíkurhrepps 1862-1866, 1869-1872 og 1875-1879. Sýslunefndarmaður 1874-1886, oddviti hreppsnefndar 1892-1904. Björn varð einn af ríkustu bændum héraðsins.

Björn Ragnarsson (1940-2020)

  • S02894
  • Person
  • 28. okt. 1940 - 25. sept. 2020

Björn Ragn­ars­son fædd­ist 28. októ­ber 1940 á Hrafns­stöðum í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu. Faðir hans var Ragn­ar Guðmunds­son og móðir Guðbjörg Jón­ína Þór­ar­ins­dótt­ir (Bubba). Kjörfaðir hans var Guðmund­ur Jó­hann Ein­ars­son frá Ási í Hegranesi. Ólst upp hjá móður sinni og kjörföður frá sex ára aldri. Þau bjuggu á Bárustíg 13 á Sauðárkróki. Sjómaður, flutningabílstjóri, beitingamaður og verkstjóri. Starfaði síðar hjá Byggðasafninu í Reykjanesbæ. Síðast búsettur í Keflavík. Sambýliskona: Ólöf Björnsdóttir, þau áttu ekki börn saman en fyrir hafði Björn eignaðast þrjá syni.

Björn Sigtryggsson (1901-2002)

  • S03196
  • Person
  • 14.05.1901-26.08.2002

Björn Sigtryggson, f. á Framnesi 14.05.1901, d. 26.08.2002 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigtryggur Jónatansson bóndi á Framnesi og kona hans Sigurlaug Jóhannesdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum á Framnesi, lærði heima undir fermingu við leiðsögn Kristínar, systur sinnar og fór fimmtán ára gamal til Benedikts á Fjalli að læra undirstöðuatriði í orgelleik. Þá lést faðir hans og Björn fór heim aftur. Hann lærði einnig hjá Þorvaldi Guðmundssyni á Sauðárkróki og var organisti Hofsstaðakirkju frá 1924-1936. Haustið 1919 fór hann í Flensborgarskóla og útskrifaðist 1921. Ári síðar hóf hann nám við Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan 1924. Var bóndi á Framnesi 1924-1986.
Björn tók virkan þátt í félagsmálum og var einn af stofnendum UMF Glóðafeykis. Hann var lendi formaður sóknarnefndar Hofsstaðakirku, sat í hreppsnefnd 1937-1942 og 1958-1962, staði lengi í skólanefnd, kjörstjórn, brunamati, sjúkrasamlagi og Lestrarfélaginu Æskunni. Sat einnig í stjórn KS í ruman áratug.
Maki (giftingardagur 14.05.1935): Þuríður Jónsdóttir (10.03.1907-03.07.2002) frá Flugumýri. Þau eignuðust níu börn en eitt lést í frumbernsku. EInnig ólu Björn og Helga systir hann upp Brodda Jóhannesson sem kom að Framnesi árið 1924 efrir að hafa misst föður sinn.
Árið 1996 fluttust þau hjónin frá Framnesi til Sigurlaugar dóttur sinnar í Varmahlíð. Þar dvöldust þau þar til þau fóru á ellideild sjúkrahússins á Sauðárkróki í febrúar 2000.

Björn Símonarson (1853-1914)

  • S01699
  • Person
  • 26. apríl 1853 - 27. des. 1914

Gullsmiður og úrsmiður á Akureyri og Sauðárkróki 1890. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Átti Björnsbakarí við Vallarstræti sem eftir honum er nefnt.

Björn Símonarson (1892-1952)

  • S03267
  • Person
  • 19.12.1892-09.05.1952

Björn Símonarson, f. á Hofstöðum í Viðvíkursveit 19.12.1892, d. 09.05.1952 í Reykjavík. Foreldrar: Símon Björnsson bóndi í Hofstaðaseli og kona hans, Anna Björnsdóttir. Foreldrar hans slitu samvistir árið 1914 og Símon gerðist lausamaður og fjármaður á Hólum en Anna giftist aftur Þórði Gunnarssyni á Lóni í Viðvíkursveit.
Björn ólst að mestu upp á Hofstöðum til 8 ára aldurs, en síðan hjá foreldrum sínum í Hofstaðaseli. Hann settist í búnaðarskólann á Hólum haustið 1917 og lauk þaðan brottfararprófi vorið 1919. Eftir það vann hann ýmis störf þar til hann hélt til Noregs haustið 1920 og vann þar á búgarði í sex mánuði og kynnti sér landbúnaðarstörf. Eftir það fór hann til verklegs náms í landbúnaðarháskólann í Ási og nam þar til haustsins 1921. Þaðan fór hann til Danmerkur og vann á búgarði til vorsins 1922 er hann fór um nokkurra mánaða skeið í landbúnaðarskólann í Korinth á Fjóni og síðan um haustið í Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann prófi sumarið 1925.
Vorið 1925 réðist Björn til Ræktunarfélags Norðurlands og sem trúnaðarmaður fyrir Búnaðarfélag Íslands og starfaði nær eingöngu fyrir þessi félög til ársins 1931. Þá réiðist hann til Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar og gerðist árið 1932 jafnframt ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar.. Haustið 1934 var hann settur kennari við Bændaskólann á Hólum og jafnframt skólastjóri 1934-1935 í afleysingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina, var m.a. hreppsnefndaroddviti Viðvíkurhrepps. Var í stjórn Búnaðarfélags Hólahrepps og annar aðalendurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga í mörg ár. Árið 1940 var hann skipaður í fyrsta tilraunaráð búfjárræktar. Björn var kennari á Hólum í 18 ár. Hann las sér mikið til um dýralækningar og stundaði þær nokkuð. Björn hóf búskap í Kýrholti og var síðar eitt ár á eignarjörð sinni Enni. Meðan hann bjó á Akureyri og samhliða kennslunni á Hólum ræktaði hann jafnan hross í Enni. Heima á Hólum bjó hann líka með nokkurn bústofn.
Maki: Lilja Gísladóttir frá Kýrholti (25.03.1898-07.02.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Björn Skúlason (1893-1975)

  • S03367
  • Person
  • 07.12.1893-11.06.1975

Tökubarn í Vatnshlíð, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1901. Var í Gunnarshúsi, Sauðárkrókssókn1910. Kom frá Sauðárkróki að Ríp 1911. Bóndi á Söndum á Borgareyju. Veghefilsstjóri. Bílstjóri á Sauðárkróki 1930. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans var Ingibjörg Jósafatsdóttir.

Björn Sölvason (1863-1942)

  • S01990
  • Person
  • 17.10.1863-08.07.1942

Björn Sölvason, f. á Skálá í Sléttuhlíð 17.10.1863, d. 08.07.1942 á Siglufirði. Foreldrar: Sölvi Kristjánsson, síðast bóndi í Hornbrekku og Björg Þorsgteinsdóttir frá Syðsta-Hóli í Sléttuhlíð. Björn var óskilgetinn og féll það í hlut móður hans ða annast uppeldið. Um 12 ára aldur fór hann til vandalausra. Var m.a. lengi hjá Sæmundi bónda í Haganesi og síðar ekkju hans Björgu. Hann vann jöfnum höndum til sjós og lands, var lengst af á hákarlaskipum á vorin, oftast sem stýrimaður.
Bóndi á Minni-Reykjum 1891-1892, Stóra-Grindli 1892-1893, Karlsstöðum 1893-1898, Sléttu 1898-1903 og Hamri 1903-1918. Keypti Björn Hamar og byggði þar annað timburhúsið sem byggt var í Austur-Fljótum. Árið 1918 hættu þau hjónin búskap, seldu jörðina og fluttust til Siglufjarðar og áttu þar heima síðan.
Maki: Guðrún Margrét Símonardóttir (1869-1956) frá Fyrirbarði. Þau eignuðust fjögur börn sem létust öll í æsku. Þau ólu upp fjóra drengi, suma að öllu leyti, en þeir voru:
Hafliði Jónsson (1894-1967), Bergur Guðmundsson (1900), Kristinn Ásgrímsson (1894) og Björn Guðmundur Sigurbjörnsson (1913).

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.

Björn Sveinsson (1867-1958)

  • S03175
  • Person
  • 20.05.1867-21.08.1958

Björn Sveinsson, f. í Hátúngi á Langholti, 20.05.1867, d. 21.08.1958 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Sveinn Jónsson (1842-1871), bóndi í Ketu í Hegranesi og víðar og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir (1830-1911). Þegar börnum þeirra fjölgaði var Birni komið fyrir að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð til Jóhanns Hallssonar þáverandi hreppsstjóra. Þegar Hjóhann fluttist þaðan að Egg í Hegranesi fluttist Björn með honum og ólst þar upp þar til Jóhann fór til Vesturheims 1876. Þá fór Björn til móður sinnar sem var þá vinnukona í Tungusveit. Var hann með henni næstu árin, aðallega á Reykjum og Steinsstöðum. Þaðan fór hann smali að Bergstöðum í Svartárdal og var fermdur þaðan 1881. Var svo í vistum vestra næstu árin. Þar kvæntist hann fermingarsystur sinni árið 1891. Næstu ár voru þau hjú eða í húsmennsku í Blöndudalshólum, reistu svo bú og bjuggu á parti af Skeggstöðum 1894-1897, Valadal 1897-1899, Mörk 1899-1900, Torfustöðum 1900-1901, er þau brugðu búi og voru næstu ár í húsmennsku. Reistu bú á Botnastöðum 1908 og bjuggu þar til 1915. Keyptu Þverárdal og bjuggu þar til 1921 með sonum sínum. Bjuggu á parti af Sjávarborg 1921-1923, á Gíli í Borgarsveit 1923-1928. Brugðu þá búi og fóru í húsmennsku til Eiríks sonar síns. Árið 1937 fluttu þau til Sauðárkróks og dvöldu þar til æviloka.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir (1866-1943). Þau eignuðust tvo syni.

Björn Sverrisson (1961-

  • S02233
  • Person
  • 01.02.1961-

Sonur Sverris Björnssonar húsasmíðameistara á Sauðárkróki og k.h. Guðnýjar Eyjólfsdóttur. Húsasmíðameistari á Sauðárkróki, kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur geislafræðingi, þau eiga tvær dætur, auk þess á Björn son.

Björn Þórðarson (1801-1890)

  • S03052
  • Person
  • í feb. 1801 - 6. ágúst 1890

Björn Þórðarson, bóndi, hreppstjóri og dannebrogsmaður, á Ysta-Hóli og Skálá í Sléttuhlíð. Fæddist í febrúar 1801 á Illugastöðum í Flókadal. Faðir: Þórður Pétursson (1764-1810), bóndi á Ysta-Hóli. Móðir: Hallfríður Björnsdóttir (1769-1851), húsfreyja á Ysta-Hóli. Björn ólst upp með foreldrum sínum á meðan föður hans naut við en síðan með móður sinni og stjúpföður, Guðmundi Jónssyni bónda á Ysta-Hóli. Stundaði veiðiskap með búrekstrinum og átti hluta í hákarlaskipum með Fljótamönnum. Þá stundaði hann einnig fuglaveiðar við Drangey. Var hluthafi í versluninni í Grafarósi. Bóndi á Ysta-Hóli 1826-1848, Skálá 1848-1885. Fluttist að Þverá í Hrollleifsdal og bjó þar 1885-1887 og á Klóni 1887-1888 en brá þá búi vegna heilsubrests og flutti til dóttur sinnar og tengdasonar á Skálá. Bjó þar til æviloka.
Kvæntist árið 1830, Önnu Jónsdóttur (1798-1881). Þau áttu ekki börn saman.
Barnsmóðir: Anna Bjarnadóttir (1835-1915), áttu eina dóttur saman, Hallfríði fædda 1858.
Barnsmóðir: María Skúladóttir (1834-1903), áttu eina dóttur saman, Guðbjörgu fædda 1866.
Björn er talinn vera fyrirmynd Trausta hreppstjóra á Skálá í sögu Davíðs Stefánsson, Sólon Islandus.

Björn Þórður Runólfsson (1919-2007)

  • S00256
  • Person
  • 20. mars 1919 - 2. maí 2007

Björn Þórður Runólfsson fæddist á Dýrfinnustöðum í Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin María Jóhannesdóttir og Runólfur Jónsson bændur á Dýrfinnustöðum. ,,Björn ólst upp í stórum systkinahópi á Dýrfinnustöðum í Akrahreppi í Skagafirði. Elstu systkinin öxluðu snemma ábyrgð á æskuheimilinu ásamt móður sinni og ömmu, þegar faðir þeirra missti heilsuna. Á unglingsárum réð Björn sig til kaupamennsku á bóndabæ í Reykjavík og á hernámsárunum var hann í byggingarvinnu í Reykjavík. Við annan bróður sinn festi hann síðar kaup á jarðýtu og vann að túnrækt fyrir bændur í Skagafirði. Lengi vel stundaði hann svo vegavinnu ásamt öðrum bræðrum sínum. Björn var sjálfmenntaður, víðlesinn og hagmæltur eins og hann átti ættir að rekja til. Hann keypti jörðina Hofsstaði í Viðvíkursveit í Skagafirði árið 1962 og stundaði þar hrossarækt. Hofsstaðabóndinn þótti gestrisinn heim að sækja, söngur, gleði og miklar rökræður voru einkennandi fyrir "parole" á Hofstöðum. Björn hætti ekki búskap fyrr en heilsan krafðist þess. Síðustu árin dvaldi hann á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki." Björn eignaðist eina dóttur með Sigríði Eiríksdóttur.

Björn Þorkelsson (1830-1904)

  • S00805
  • Person
  • 13. júní 1830 - 2. mars 1904

Foreldrar: Þorkell Jónsson b. á Svaðastöðum og k.h. Rannveig Jóhannesdóttir. Kvæntist Guðlaugu Gunnlaugsdóttur. Björn átti jarðirnar Breið og Skíðastaði um skeið og ef til vill fleiri jarðir. Bóndi á Sveinsstöðum 1864-1904. Björn og Guðlaug eignuðust fimm börn, aðeins eitt þeirra komst á legg. Þau áttu eina fósturdóttur, Jakobínu Sveinsdóttur.

Björn Zophonías Sigurðsson (1892-1974)

  • S02782
  • Person
  • 14. nóv. 1892 - 30. ágúst 1974

Björn Zophonías Sigurðsson, f. 14.11.1892 í Vík í Héðinsfirði. Foreldrar: Halldóra Guðrún Björnsdóttir og Sigurður Guðmundsson, þau voru bæði ættuð úr Fljótum. Tíu ára gamall tók Björn að stunda sjóinn og 16 ára réðist hann á hákarlaskipið Fljótavíking. Hann tók skipstjórnarpróf á Akureyri og flutti til Siglufjarðar 1916. Þar tók hann við skipsstjórn Kristjönu en helminginn af sínum 40 ára langa skipstjórnarferli stýrði hann Hrönn, 40 tonna kútter. Árið 1955 lét hann af skipsstjórn en var næstu 10 árin á sjó með Ásgrími bróður sínum. Einnig starfaði hann við netahnýtingu og fleira meðan heilsa leyfði. Maki: Eiríksína Ásgrímsdóttir. Hún var einnig ættuð úr Fljótum, þau eignuðust 10 börn.

Bóas Magnússon (1908-1991)

  • S00564
  • Person
  • 11.04.1908-17.12.1991

Bóas fæddist 11. apríl 1908 á Kleifum í Kaldbaksvík í Strandasýslu, sonur hjónanna Efemíu Björnsdóttur og Magnúsar Andréssonar. Þau hjónin eignuðust ellefu börn og var Bóas áttundi í röðinni. Þegar hann var á tíunda aldursári missti hann föður sinn. Leystist þá fjölskyldan upp og var Bóas sendur að Kálfárdal í Húnavatnssýslu. Næstu árin var hann á ýmsum stöðum í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Það var svo upp úr 1920 að hann kom sem kaupamaður að Bólstaðarhlíð og var þar síðan af og til næstu fjóra áratugina.
Bóas var mikill hestamaður og tamningamaður góður. Síðustu árunum eyddi Bóas á Héraðshælinu á Blönduósi.

Böðvar Emilsson (1904-1984)

  • S00595
  • Person
  • 20.12.1904-11.11.1984

Fæddur í Hamarskoti við Akureyri, þegar hann var níu ára gamall var honum komið í fóstur í Litladal í Skagafirði hjá Skarphéðni Símonarsyni. Skarphéðinn drukknaði í Héraðsvötnum það sama ár og Böðvar var því sendur aftur norður og dvaldi á ýmsum bæjum í Öxnadal næstu fimm árin. 16 ára gamall kom hann aftur í Skagafjörð og dvaldi í Litladalskoti í tvö ár og fór síðan að Þorsteinsstöðum og var bóndi þar 1941-1980. Böðvar var ógiftur og barnlaus.

Böðvar Jónsson (1925-2009)

  • S02413
  • Person
  • 1. júlí 1925 - 14. nóv. 2009

Böðvar fæddist á Gautlöndum í Mývatnssveit 1. júlí 1925. Sonur hjónanna Jóns Gauta Péturssonar bónda á Gautlöndum og Önnu Jakobsdóttur konu hans. Böðvar kvæntist Hildi Guðnýju Ásvaldsdóttur og eignuðust þau fimm syni. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1941-1942 og var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1946.
Böðvar tók við búinu af föður sínum1947 og var bóndi þar til 1997, er synir hans tóku við. Böðvar var leiðandi og tók virkan þátt í félags - og menningarstarfi í Mývatnssveit. Hann sat til margra ára í stjórn Skútustaðahrepps og í rúm 60 ár vann hann að tryggingamálum og var umboðsmaður Brunabótafélags Íslands og Samvinnutrygginga, síðar Vátryggingafélags Íslands. Hann sat um tíma í stjórn Kaupfélags Þingeyinga. Umhverfis - og landgræðslumál voru Böðvari afar hugfólgin.Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf.

Bogi Brynjólfsson (1883-1965)

  • S03178
  • Person
  • 22.07.1883 - 18.08.1965

Foreldrar: Brynjólfur Jónsson prestur og fyrri kona hans, Ingunn Eyjólfsdóttir.
Stúdent í Reykjavík 1903 með 1. einkunn. Lögfræðipróf við háskólann í Kaupmannahöfn 1909 með 1. einkunn. Málflutningsmaður við yfirréttinn í Reykjavík 1909. Dvaldist í Danmörku við lögfræðistörf 1911-1913. Settur sýslumaður í Árnessýslu 1917-1918. Sýslumaður í Húnavatnssýslu 1918-1932. Stundaði síðan lögfræðistörf í Reykjavík.

Kona 1: Guðrún Árnadóttir (f. 1902). Þau skildu.
Kona 2: Sigurlaug Jóhannsdóttir (f. 1905).
Bogi átti einn son, Hauk Arnars Bogason (1919-2012)

Bogi Ingimarson (1948-

  • S01874
  • Person
  • 23.07.1948-

Sonur Engilráðar Sigurðardóttur og Ingimars Þorleifs Bogasonar. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1969, stúdentsprófi frá sama skóla 1970. Lærði líffræði við HÍ og lauk BS gráðu 1973 og BSc gráðu 1974. Starfaði á þessum árum m.a. á Hafrannsóknarstofnun og við líffræðikennslu í Lindargötuskóla og síðar við Fjölbrautarskólann við Ármúla sem deildarstjóri, kennslustjóri og um fimm ára skeið sem aðstoðarskólameistari. Kvæntist Birnu Sumarrós Helgadóttur (1950-2017) sjúkraliða.

Bogi Jóhannesson (1878-1965)

  • S03066
  • Person
  • 9. sept. 1878 - 27. okt. 1965

Fæddur að Hálsi í Flókadal. Foreldrar: Jóhannes Finnbogason b. á Heiði í Sléttuhlíð og Ólöf Þorláksdóttir. Bogi ólst upp með móður sinni að Hálsi til sex ára aldurs en fór þá að Berghyl í Fljótum. Bogi kvæntist árið 1899 Kristrúnu Hallgrímsdóttur, þau bjuggu víða í Fljótum: Gili, Stóru-Brekku, Bakka, Minni-Þverá, Þorgautsstöðum, Hring, Hólum, Stóru-Þverá 1916-1923, Skeiði og Sléttu. Síðast búsett á Siglufirði. Bogi og Kristrún eignuðust tíu börn.

Niðurstöður 426 to 510 of 3637