Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Skúli Helgason (1916-2002)

  • S02433
  • Person
  • 6. jan. 1916 - 25. maí 2002

Skúli fæddist 6. janúar 2002 á Svínavatni í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir á Svínavatni og Helgi Guðmundsson bóndi á Apavatni. Skúli var þjóðhagi og fræðimaður. Mörg merk verk liggja eftir hann m.a. á sviði smíða og má þar nefna Árbæjarkirkju í Reykjavík. Skúli skráði einnig stór ritverk á fræðasviði. Hann var höfundur að Byggðasafni Árnessýslu. Skúli var ókvæntur og barnlaus.

Gils Guðmundsson (1914-2005)

  • S02434
  • Person
  • 31. des. 1914 - 29. apríl 2005

Gils var fæddur í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. desember 1914. Sonur hjónanna Guðmundar Gilssonar bónda og Sigríðar Hagalínsdóttur húsmóður. Gils ólst upp við bústörf og sjósókn. Hann lauk kennaraprófi 1938 og kenndi við íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal 1938-1940 og við unglingaskóla í Garði og Sandgerði árin 1941 -1943. Gils var kvæntur Guðnýju Jóhannesdóttur Lynge og eignuðust þau eina dóttur. Gils var afkastamikill rithöfundur og meðal ritverka hans eru Skútuöldin, Öldin okkar, Öldin sem leið, Bára blá, Mánasilfur ofl. Gils var formaður rithöfundasambands Íslands árið 1957 -1958 og forstjóri Menningarsjóðs 1956 - 1975. Hann lét til sín taka í stjórnmálum, var einn af stofnendum Þjóðvarnarflokks Íslands og sat á Alþingi í tvo áratugi, fyrst fyrir Þjóðvarnarflokkinn og síðar fyrir Alþýðubandalagið. Gils sat í Norðurlandaráði 1971-1974 og 1978-1980; var í stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda 1974 -1975.

Sæmundur Dúason (1889-1988)

  • S02478
  • Person
  • 10. nóv. 1889 - 4. feb. 1988

Sæmundur fæddist á Langhúsum í Fljótum. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norðmann og Dúi Kristján Grímsson. Sæmundur ólst upp við almenn sveitastörf og sjómennsku. Kona hans var Guðrún Valdný Þorláksdóttir og eignuðust þau sex börn og ólu þess auk upp tvö fósturbörn. Sæmundur var fræðimaður að eðlisfari og mikill unnandi íslenskrar tungu. Hann lagði stund á þýsku, frönsku og esparento sér til ánægju. Hann stundaði sjómennsku með búskapnum, en árið 1914 fluttu þau til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Reykjavíkur og tæpum tuttugu árum síðar hóf hann nám við Kennaraskóla Íslands og starfaði við kennslu í Fljótum, Grímsey og á Siglufirði. Sæmundur skrifaði ævisögu sína, Einu sinni var.

Karl Ottó Runólfsson (1900-1970)

  • S02632
  • Person
  • 24. okt. 1900 - 29. nóv. 1970

,,Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24.10. árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur. Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga Kristjánsdóttir. Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic. Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum. Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55. Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga."

Sigvaldi Kaldalóns (1881-1946)

  • S02437
  • Person
  • 13. jan. 1881 - 23. júlí 1946

Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður Reykjavíkur um árabil. ,, Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og hélt að því loknu í framhaldsnám til Kaupmannahafnar. Þar kynnti hann sér danska og erlenda tónlist. Í Kaupmannahöfn kynntist hann einnig verðandi eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen. Þegar heim kom starfaði hann vetrarlangt sem læknir á Hólmavík en fékk síðan veitingu fyrir læknishéraði við Inn-Djúpið og bústað á Ármúla í Nauteyrarhreppi nálægt Kaldalóni vorið 1911. Hann hreifst mjög af náttúrunni þar í kring og tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns árið 1916. Frostaveturinn mikla 1917-18 veiktist Sigvaldi af taugaveiki og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Hann fluttist frá Ármúla 1921. Hann dvaldist á Vífilstaðahæli og fór síðan utan til Kaupmannahafnar á heilsuhæli. Þegar honum hafði batnað sótti hann um Flateyjarhérað árið 1926 og var veitt það. Þar samdi hann lagið við ljóð Eggerts Ólafssonar, Ísland ögrum skorið og þar söng Eggert Stefánsson óperusöngvari, bróðir hans það fyrst opinberlega. Í Flatey var hann þar til hann fluttist í Keflavíkurhéraðið. Sigvaldi var læknir við héraðslæknisembættið í Keflavík árin 1929-45, búsettur í Grindavík. Dvöl hans þar hefur verið líkt við "menningarlega vígslu" í héraðinu. Þar dvöldu löngum hjá honum eða í návist hans þjóðkunnir listamenn eins og Gunnlaugur Scheving, Halldór Laxness, Ríkharður Jónsson, Steinn Steinarr o.fl." Sigvaldi Kaldalóns var yfirleitt mjög hógvær í garð laga sinna en um Ísland ögrum skorið, sem er eitt þekktasta lag hans, sagði hann þó að það ætti e.t.v. eftir að verða þjóðsöngur Íslands. Meðal þekktustu laga hans má nefna: Ave maria, Erla góða Erla, Draumur hjarðsveinsins, Þú eina hjartans yndið mitt, Ég lít í anda liðna tíð, Fjallið eina, Hamraborgin, Kirkjan ómar öll, Nóttin var sú ágæt ein, Á Sprengisandi, Suðurnesjamenn, Svanasöngur á heiði."

Loftur Guðmundsson (1906-1978)

  • S02442
  • Person
  • 6. júní 1906 - 29. ágúst 1978

,,Loftur Guðmundsson fæddist 6. júní 1906 að Þúfukoti í Kjós. Kona Lofts var Tala Klemenzdóttir úr Mýrdal og áttu þau þrjá syni. Loftur dvaldist um 12 ára skeið við kennslustörf í Eyjum, kenndi við Barnaskólann frá 1933 til 1945. Af bókum eftir Loft má nefna Jónsmessunæturmartröð á fjallinu helga sem kom út 1957 og kvikmyndasöguna Síðasti bærinn í dalnum sem kom út 1950. Hann þýddi meðal annars bækur Hergé um Tinna (Tintin) og gerði texta við mörg sönglög Oddgeirs Kristjánssonar. Loftur stundaði einnig önnur ritstörf og samdi meðal annars leikritið Brimhljóð, kvikmyndasöguna Síðasti bærinn í dalnum eftir samnefndri kvikmynd og nokkrar barnabækur. Eins var Loftur leikhúsgagnrýnandi dagblaðsins Vísis um tíma."

Hallgrímur Helgason (1959-

  • S02631
  • Person
  • 18. feb. 1959-

Hallgrímur Helgason er íslenskur rithöfundur, málari, þýðandi, skopteiknari og greinahöfundur. Hann nam við Myndlista- og Handíðaskólann veturinn 1979-1980 og Listaakademíuna í München 1981-1982. Hallgrímur hefur starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur frá árinu 1982. Tónskáld.

Guðrún Sveinbjarnardóttir (1947-

  • S02451
  • Person
  • 1947-

Guðrún er ættuð frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. Hún er fornleifafræðingur. Verkefnastjóri fornleifarannsókna í Reykholti.

Gísli Már Gíslason (1947-

  • S02452
  • Person
  • 8. jan. 1947-

Fæddur á Þórshöfn á Langanesi. Setti á stofn bókaútgáfuna Ormstungu ásamt Sigurjóni Magnússyni rithöfundi.

Þorgils Jónasson (1948-

  • S02457
  • Person
  • 10. okt. 1948-

Þorgils er sagnfræðingur. Eiginkona hans er Vilborg Bjarnadóttir.

Aðalsteinn Sigurðsson (1921-2015)

  • S02410
  • Person
  • 18. ágúst 1921 - 8. feb. 2015

Aðalsteinn fæddist á Akureyri, sonur hjónanna Elínborgar Jónsdóttur húsmóður og Sigurðar Sölvasonar húsasmíðameistara. Aðalsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1941. Hann útskrifaðist með BA-próf í sagnfræði frá Bandaríkjunum árið 1944. Kenndi við MA 1944 -1985. Aðalsteinn vann mörg sumur sem afleysingamaður í banka. Hann annaðist tekjubókhald fyrir Flugfélag Norðurlands og síðar Flugfélag Íslands. Eiginkona Aðalsteins var Alise Julia Soll Sigurðsson, grafískur hönnuður, þau eignuðust einn son.

Stofnun Árna Magnússonar (1972-

  • S02465
  • Opinber aðili
  • 1972-

Háskóli Íslands stofnaði handritaútgáfunefnd 1955, en árið 1962 tók Handritastofnun Íslands við hlutverki hennar. Fyrsta skóflustunga að Árnagarði var tekin 1967 og flutti Handritastofnun þangað í árslok 1969, en árið 1972 tók Stofnun Árna Magnússonar við hlutverki hennar. Árið 2006 var Stofnun Árna Magnússonar lögð niður í þeirri mynd sem hún hafði verið frá 1972, en rann þá, ásamt fjórum öðrum stofnunum í íslenskum fræðum, saman í nýja stofnun, þ.e. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Íslenskar málstöðvar, Orðabók Háskóla Íslands, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun Íslands.

Ari Trausti Guðmundsson (1948-

  • S02471
  • Person
  • 3. des. 1948-

Ari Trausti er fæddur í Reykjavík. Hann er jarðfræðingur og hefur skrifað fjölda rita um jarðfræði og náttúru Íslands.

Anna Ólafsdóttir (1955-

  • S02473
  • Person
  • 25. júlí 1955-

Anna er fædd í Reykjavík árið 1955, dóttir hjónanna Jónínu Tryggvadóttur Kvaran og Ólafs Kristjánssonar. Hún er tónlistarkennari. Gift Pálma Gunnarssyni tónlistarmanni. Þau eiga tvær dætur.

Guðmundur Friðfinnsson (1905-2004)

  • S02435
  • Person
  • 9. des. 1905 - 4. des. 2004

Guðmundur fæddist á Egilsá, sonur hjónanna Friðfinns Jóhannssonar og Kristínar Guðmundsdóttur. Guðmundur stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og búfræði á Hólum í Hjaltadal. Hann bjó alla sína tíð á Egilsá og stundaði ritstörf meðfram búskap. Alls komu út sextán bækur eftir hann, auk fjölda greina í blöð og tímarit. Guðmundur var mikill áhugamaður um skógrækt og var einn af stofnendum Norðurlandsskóga. Eiginkona hans var Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir frá Keflavík, þau eignuðust þrjár dætur.

Hálfdan Örlygsson (1956

  • S02337
  • Person
  • 1956

Sonur Örlygs Hálfdanarsonar og Þóru Þorgeirsdóttur. Starfar við bókaútgáfu. Leiðsögumaður.

Pétur Pétursson (1918-2007)

  • S02477
  • Person
  • 16. okt. 1918 - 23. apríl 2007

Pétur var fæddur á Eyrarbakka, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar. Pétur fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni og systkinum árið 1923. Hann gekk í barnaskóla Reykjavíkur og Landakotsskóla. Ungur að aldri gerðist hann sendisveinn hjá Útvegsbanka Íslands og síðar bankamaður þar. Pétur stundaði nám við lýðháskóla í Svíþjóð og Pitman´s College í Bretlandi. Árið 1941 var Pétur ráðinn þulur við Ríkisútvarpið og starfaði þar til 1955. Þá fékkst hann við verslunarrekstur um tíma, en hóf aftur störf við Ríkisútvarpið árið 1970 og lauk þar starfsævi sinni. Hann var afar farsæll útvarpsmaður. Pétur skrifaði fjölmargar greinar í blöð, m.a. um sögulegt efni. Hann gerði fjölda útvarpsþátta, einkum viðtalsþætti. Pétur var verkalýðssinni og sjálfmenntaður fræðimaður sem naut virðingar m.a. sagnfræðinga. Pétur kvæntist Birnu Jónsdóttur og eignuðust þau eina dóttur.

Sigurður Lárusson (1918-2011)

  • S02491
  • Person
  • 11. apríl 1918 - 12. jan. 2011

Sigurður fæddist í Neskaupstað, sonur hjónanna Lárusar Ásmundssonar og Dagbjartar Sigurðardóttur. Hann ólst upp við sjómennsku og varð síðar skipstjóri hjá bróður sínum Óskari. Sjálfur gerði Sigurður út skipið Hrönn frá Fáskrúðsfirði og Sigurfara hinn fyrri og síðar hinn seinni. Síðast vann Sigurður hjá fiskiðju kaupfélagsins á Höfn. Hann var kvæntur Katrínu Ásgeirsdóttur, þau eignuðust átta börn.

Örlygur Steinn Sigurjónsson (1970

  • S02482
  • Person
  • 1970

Örlygur fæddist í Reykjavík 1970. Hann er með BA -próf í íslensku og heimspeki og próf í hagnýtri fjölmiðlun.

Guðni Halldórsson (1954-

  • S02486
  • Person
  • 8. feb. 1954-

Guðni fæddist á Húsavík. Var ráðinn forstöðumaður Safnahússins á Húsavík árið 1992, hann sinnti því starfi til 2008. Hann er með Ba-próf í sagnfræði og bókmenntum.

Helga Jónsdóttir

  • S02488
  • Person
  • Ekki vitað

Ekki vitað. Bréf fjallar um sleðanotkun á Meðallandi og Síðu.

Sigurjón Sigtryggsson (1916-1993)

  • S02512
  • Person
  • 2. júlí 1916 - 10. maí 1993

Sigurjón var fæddur á Hæringsstöðum í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Sigtryggur Davíðsson sjómaður og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir húsfreyja. Sigurjón flutti til Siglufjarðar árið 1945 og bjó þar alla tíð síðan. Hann var kvæntur Kristbjörgu Ásgeirsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Sigurjón fékkst mikið við fræðistörf á efri árum og skrifaði hann greinar í tímarit og var í ritstjórn Siglfirðingabókar þar sem birtar voru greinar eftir hann. Sjóferðaminningar voru gefnar út 1981 og síðar kom út þriggja binda verk, Frá Hvanndölum til Úlfsdala.

Sigurður Gunnarsson (1912-1996)

  • S02496
  • Person
  • 10. okt. 1912 - 23. apríl 1996

Sigurður fæddist á Skógum í Öxarfirði. Foreldrar hans voru Kristveig Björnsdóttir húsfreyja og Gunnar Árnason bóndi. Eftir að Sigurður lauk námi við Kennaraskóla Íslands kenndi hann í Borgarnesi og Seyðisfirði 1936-1938. Hann var skólastjóri barnaskólans á Húsavík 1940 til 1960. Var æfingakennari við Kennaraskólann 1960-1978. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, en einnig kennslubækur ofl. Hann var afkastamikill þýðandi úr dönsku, norsku og ensku. Sigurður kvæntist Guðrúnu Karlsdóttur, þau eignuðust þrjá syni.

Sigurlaug Árnadóttir (1910-2002)

  • S02497
  • Person
  • 6. feb. 1910 - 26. júní 2002

Sigurlaug var fædd á Sauðárkróki, foreldrar hennar voru hjónin sr. Árni Björnsson prestur á Sauðárkróki 1887-1913 og k.h. Líney Sigurjónsdóttir. ,,Eftir að Sigurlaug lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands og útskrifaðist árið 1933. Fór síðan í frekara nám í Belgíu og Englandi í eitt ár. Sigurlaug vann á Hvítabandinu og Röntgendeild Landsspítala 1934 -1937. Sigurlaug giftist 8.8. 1937 Skafta Benediktssyni frá Hlíð í Lóni, þau keyptu jörðina Hraunkot í Lóni og bjuggu þar frá hausti 1937. Hún var organisti í Stafafellskirkju í hartnær 60 ár. Sigurlaug starfaði mikið að félags - og menningarmálum. Hún sat lengi í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var með fyrstu konum á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat lengi í formannaráði Kvenfélagasambands Íslands og sat landsþing þess. Hún sat einnig fulltrúaráðsfundi og landsfundi Kvenréttindafélags Íslands, og á vettvangi þess bar hún árið 1952 upp tillögu um að í hverri sveitarstjórn, nefnd og ráði á Íslandi skyldi sitja að minnsta kosti ein kona. Sigurlaug átti lengi sæti í hreppsnefnd Bæjarhrepps og var ein fyrsta kona á Íslandi til að gegna því starfi. Hún sat í Byggðasafnsnefnd og Þjóðhátíðarnefnd Austur-Skaftafellssýslu 1975. Sigurlaug sá um útgáfu á bókum Guðlaugar mágkonu sinnar og las sögur hennar upp í útvarpi ásamt frumsömdum erindum sínum. Hún þýddi einnig allmargar bækur og sá um útgáfu þeirra. Fyrir störf sín að félags- og menningarmálum fékk hún riddarakross Fálkaorðunnar árið 1975. Sigurlaug var frumkvöðull í garðrækt. Þau Skafti komu upp skrúðgarði þar sem hún kom upp af fræjum ýmsum skrautjurtum frá fjarlægum heimshlutum. Hún fékk fyrir þau störf viðurkenningar víða að, þar á meðal frá Garðyrkjufélagi Íslands árið 1985. Auk allra annarra starfa gegndi Sigurlaug mikilvægu uppeldisstarfi. Hún fóstraði mikinn fjölda sumarbarna." Sigurlaug og Skafti áttu einn fósturson.

Jón Sigurðsson (1912-1996)

  • S02498
  • Person
  • 26.05.1912-06.11.1996

Sagður vera frá Minnaholti í Fljótum, samkvæmt spjaldskrá.

Sigríður Thorlacius (1913-2009)

  • S02523
  • Person
  • 13. nóv. 1913 - 29. júní 2009

Sigríður var fædd að Völlum í Svarfaðardal árið 1913 og þar ólst hún upp, en flutti svo til Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Pétursdóttir Eggertz og sr. Stefán Baldvin Kristinsson. Sigríður lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1932 og starfaði við verslunarstörf 1933- 1937. Einnig vann hún hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1937-1942. Sigríður var þingritari og starfaði á skrifstofu Alþingis. Hún vann að þýðingum og og gerð útvarpsþátta. Hún skrifaði, ásamt eiginmanni sínum, Ferðabók sem kom út 1962. Sigríður starfaði fyrir Framsóknarflokkinn, var m.a. varamaður í borgarstjórn, átti sæti í fræðslu - og félagsmálaráði, svo eitthvað sé nefnt. Hún varð heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands 1980 og heiðursfélagi hjá Styrktarfélagi vangefinna 1993. Hún var gift Birgi Torlaciusi frá Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu.

Steinunn Sveinbjörnsdóttir (1917-2005)

  • S02522
  • Person
  • 12. maí 1917 - 17. jan. 2005

Steinunn fæddist á Sólgörðum á Dalvík, dóttir hjónanna Ingibjargar Antonsdóttur og Sveinbjörns Tryggva Jóhannssonar útgerðarmanns. Steinunn giftist Steingrími Þorsteinssyni kennara á Dalvík, þau eignuðust þrjú börn. Steinunn stundaði nám við gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri og síðan nám við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði, 1940-1941. Steinunn vann um hríð skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Svarfdæla á Dalvík, en síðar hjá Héraðsskjalasafni Svarfdæla. Hún var mjög virk í starfsemi Slysavarnarfélagsins á Dalvík.

Sigrún Einarsdóttir (1947-

  • S02524
  • Person
  • 1947-

Sigrún er kennari að mennt og býr í Reykjavík. Hún kvæntist Kristni Bjarna Jóhannssyni lækni. Þau eiga þrjú uppkomin börn.

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir (1894-1962)

  • S03170
  • Person
  • 19.11.1894-19.02.1962

Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. 19.11.1894, d. 19.02.1962. Foreldrar: Jóhann Oddsson (07.07.1864-14.04.1949), búsettur á Siglunesi og víðar, og kona hans Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Ólst upp á Siglunesi og víðar. Fylgdi föður sínum eftir að móðir hennar dó.
Gift Jóhanni Friðgeiri Steinssyni smið á Akureyri. Skráð húsfreyja þar árið 1930. Skráð leigjandi í Hafnarstræti 63 á Akureyri í manntali árið 1920, þá ógift. Sigríður og Jóhann eignuðust sex dætur.
Sigríður kom að uppbyggingu drengjaheimilisins að Ástjörn og stofnaði sjóð til styrktar heimilinu.
Sigríður var móðuramma Jóhanns Friðgeirs Valdimarssonar söngvara.

Jón Rögnvaldsson (1807-1886)

  • S03463
  • Person
  • 1807-1886

Jón Rögnvaldsson, f. á Kleif á Skaga1807, d. 1886 í Vesturheimi. Foreldrar: Rögnvaldur Jónsson bóndi á Kleif og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og varð snemma hinn gjörvilegasti maður. Hamm hóf búskap á hluta Hvamms í Laxárdal og bjó þar 1837-1838. Á Gauksstöðum 1838-1843 og Hóli 1843-1874. Þá brá hann búi og flutti til Vesturheims. Jón var hreppstjóri Skefilsstaðahrepps 1862-1865 en sagði þá starfinu af sér. Hann smíðaði fjölda skipa. Vestra fékkst hann við skriftir um landsnám Íslendinga í Kanada og fleira. Synir Jóns í Vesturheimi tóku upp nafnið Hillmann.
Maki 1. Guðrún Jónsdóttir (1809-1846). Þau eignðust þrjú börn sem upp komust.
Maki 2: Una Guðbrandsdóttir (1814-1872). Þau eignuðust fjögur börn sem upp komust.

Sparisjóður Fljótamanna (1917-1940)

  • S02672
  • Félag/samtök
  • 1917-1945

Kringum árið 1880 var stofnaður sjóður sem hét ,,Ekknasjóður sjódrukknaðra manna í Siglufirði og Fljótum" í kjölfar tíðra sjóslysa, ekki síst vegna hákarlaveiða, sem höfðu mikil áhrif á sveitina. Var hann sameiginlegur fyrir bæði byggðalögin þangað til 1916-1917. Þá var sjóðnum skipt og fengu Fljótamenn sinn hlut útborgaðan. Með þessu fé aðallega var stofnaður sparisjóður og nefndur Sparisjóður Fljótamanna. Sparisjóður Fljótamanna var stofnaður á fundi í Haganesvík 5. apríl 1916. Voru stofnfélagarar 15. Var sá sjóður enn við lýði um 1940 en þó sennilega á fallanda fæti. Þegar Sparisjóður Siglufjarðar var stofnaður, voru Fljótamenn með Siglfirðingum í því, eins og fram kemur hér að ofan. Voru fjórir stofnendur úr Fljótum, Einar B. Guðmundsson á Hraunum, sr. Tómas Björnsson á Barði, Sveinn Sveinsson í Haganesi og Árni Þorleifsson á Ysta-Mói. Þangað til sjóðnum var skipt voru alltaf 3-4 menn úr Fljótum í stjórn sjóðsins og ábyrgðarmenn hans ásamt Siglfirðingum.

Álfur Ketilsson (1939-2020)

  • S03564
  • Person
  • 07.10.1939-20.04.2020

Álfur Ketilsson, f. á Ytra-Fjalli í Aðaldal 07.10.1939, d. 20.04.2020. Foreldrar: Jóhanna Hólmfríður Björnsdóttir og Ketill Indriðason. Eftir barnaskólanám fór Álfur í Héraðsskólann á Laugum og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Síðan fór hann í Samvinnuskólann á Bifröst og síðan í starfsþjálfun hjá SÍS. Vann hann við kaupfélög á Akureyri, Ólafsvík, Hellissandi, Tálknafirði og Sauðárkróki. Hjá Kaupfélagi Skagfirðinga vann hann svo til starfsloka, lengst af sem skrifstofustjóri. Hann og Margrét voru búsett í Brennigerði og stunduðu skógrækt þar á síðari árum.
Maki: Margrét Stefánsdóttir (f. 1942). Þau eignuðust tvö börn.

Ólafur Jóhann Gunnlaugsson Briem (1884-1944)

  • S00457
  • Person
  • 14. júlí 1884 - 19. nóv. 1944

Ólafur Jóhann var sonur Gunnlaugs Briem, alþm. og verslunarstjóra í Hafnarfirði og Frederike C.J. Claessen. Ólafur Jóhann var framkvæmdastjóri í Reykjavík. Hann kvæntist Önnu Valgerðu Claessen Briem en þau voru systkinabörn þar sem Jean Valgard faðir Önnu var bróðir Frederike móður Ólafs. Anna og Ólafur eignuðust fimm börn.

Anna Jóhannsdóttir (1930-1998)

  • S02650
  • Person
  • 3. okt. 1930 - 13. mars 1998

Anna fæddist í Neskaupstað. Foreldrar: Jóhann Sveinsson og Klara Hjelm. Maki: Þorsteinn Árnason læknir frá Sjávarborg í Skagafirði, þau eignuðust fjögur börn. Anna og Þorsteinn bjuggu á Neskaupsstað 1953-1964, síðan á Sjávarborg um tíma.

Anna Karólína Nordal (1902- 1998)

  • Person
  • 1902-1998

Anna fæddist í Kanada og kom aldrei til Íslands. Foreldrar: Rósa Davíðsdóttir Nordal og Lárus Bjarni Rafnsson Nordal.

Anna Snorradóttir

  • S0
  • Person

Anna Snorradóttir( Sigfússonar frá Dalvík), Reykjavík. Faðir hennar var ættaður frá Brekku í Svarfaðardal. Hann var námstjóri á Akureyri.

Auður Þorbjörnsdóttir (1926-2001)

  • Person
  • 1926-2001

Auðbjörg stundaði nám við Alþýðuskólann á Hvítárbakka árið 1930.
Hún var húsfreyja á Hafurstöðum í Húnavatnssýslu. Bjó síðast á Blönduósi.

Árni Finnbjörnsson ( 1921-2005)

  • Person
  • 1921-2005

Árni var fæddur á Hesteyri við Norður Ísafjarðardjúp. Árni ólst upp á Ísafirði. Hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Að námi loknu vann Árni viðtryggingastörf og varð framkvæmdastjóri Íslenska vöruskiptafélagsins 1953-1956, sölustjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á meginlandi Evrópu með aðsetur í Berlín. Var Ræðismaður í Prag. Bjó síðast í Reykjavík. Framkvæmdastjóri í Reykjavík.

Niðurstöður 1106 to 1190 of 6399