Sýnir 6399 niðurstöður

Nafnspjöld

Árni Kristjánsson (1915-1974)

  • S03297
  • Person
  • 12.07.1915-04.07.1974

Árni Kristjánsson, f. á Finnastöðum í LJósavatnshreppi í Suður-Þingeyjasýslu 12.07.1915, d. 04.07.1974. Foreldrar: Kristján Árnason og Halldóra Sigurbjarnardóttir. Árni varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og stúdent þaðan utanskóla 1937. Hann lauk kennaraprófi 1938 og cand mag. prófi í íslensku fræðum frá HÍ 1943. Hann var stundakennari við Samvinnuskólann 1937-1942 og 1943-1952, og við Kvennaskólann f Reykjavík1944-1945. Árni var starfsmaður Orðabókarháskólans 1944-1952 og kennari
við Menntaskólann á Akureyri 1952-1972, er hann tók við forstöðu Amtsbókasafnsins á Akureyri og grundvallaði héraðsskjalasafnið. Sumarið Sumarið áður en hann lést lét hann af stöðu amtsbókavarðar og hóf aftur kennslu við M.A. að hausti, en vanheilsa lamaði þá fljótt starfsgetu hans.
Maki: Hólmfríður Jónsdóttir frá Ystafelli. Þau eignuðust fimm börn.

Ásdís Steingrímsdóttir (1931-2018)

  • Person
  • (1931-2018)

Ásdís fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Steingrímur Gunnarsson og Þuríður Guðjónsdóttir. Ásdís starfaði lengi sem skrifstofumaður. Hún var sjúkraliði að mennt og starfaði við það þar til hún lauk starfsæfi sinni. Hún var gift Guðjóni Jónssyni bifreiðastjóra.Þau eignuðust þrjú börn: Sigurður 1952, Sigrún 1953, Steingrímur 1956.
Sigurður er eiginmaður Guðrúnar dóttur Kristmundar.

Sigurður Sigurðsson (1879-1939)

  • S03292
  • Person
  • 15.09.1879-04.08.1939

Sigurður Sigurðsson, f. í Kaupmannahöfn 15.09.1879, d. 04.08.1939. Faðir hans var við nám í Danmörku en móðir hans var dönsk. Sigurður fór til Íslands á vegum föður síns sem drukknaði þegar hann var fimm ára gamall. Eftir það ólst Sigurður upp hjá Birni M. Ólsen rektor Lærða skólans. Þar lærði Sigurður en hætti námi í 6. bekk. Sigurður lagði síðar stund á lyfjafræði bæði á Íslandi og erlendis. Sigurður var lyfsali í Vestmannaeyjum frá 1913-1931 en fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Hann var fyrsti lyfsali í Vestmannaeyjum og bjó hann að Arnarholti við Vestmannabraut. Hann nefndi húsið Arnarholt en áður hét það Stakkahlíð. Sigurður var einn af helstu hvatamönnum þess að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1918. Sigurður var einn af máttarstólpum Björgunarfélagsins fyrstu ár þess og tók virkan þátt í starfi þess frá byrjun. Það var hann sem fór og keypti björgunarskip fyrir hönd félagsins og var skipið Þór fyrsta björgunar- og varðskip Íslendinga. Ljóð sín gaf Sigurður fyrst út í bók sem hét Tvístirnið. Eftir það hafa komið út fjórar útgáfur af ljóðum hans. Sigurður hafði einnig viðurnefnið slembir og skáld.
Maki: Anna Guðrún Pálsdóttir (1882-1959). Þau eignuðust eina dóttur.

Baldvin Ringsted (1914 - 1988)

  • S0
  • Person
  • (1914-1988)

Baldvin var fæddur á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi árið 1914. Hann var tannlæknir á Akureyri

Jón Gunnlaugsson (1915-1984)

  • S03341
  • Person
  • 15.11.1915-12.04.1984

Jón Gunnlaugsson, f. á Ytri-Kotum í Norðurárdal 15.11.1915, d. 12.04.1984 á Akranesi. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Bakka í Vallhólmi og kona hans Friðbjörg Halldórsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri-Kotum til níu ára aldurs, síðan eitt ár á Uppsölum og annað á Sólheimagerði. Á Grófargili í tvö ár, Ípishóli í fimm ár og var síðan búsettur á Bakka frá 1933 og bóndi þar á hluta af jörðinni 1938-1941. Haustið 1933 fór hann í Bóndaskólann á Hólum og var þar til vors 1934. Kom aftur seinni hluta vetrar 1935 en var þá við smíðanám. Árið 1936 kvæntist hann fyrri konu sinni. Það ár keypti hann vörubifreið og fór að stunda margskonar flutninga. Vorið 1941 fór fjölskyldan að Víðimýri og var þar í eitt ár. Þau Soffía skildu og Jón fór til Siglufjarðar 1942, með seinni konu sinni. Þar vann hann við bifreiðaakstur en stundaði jafnframt ökukennslu. Einnig lærði hann að gera tundurdufl óvirk og fékkst við það. Árið 1952 fluttist Jón til Akraness og stundaði þar bifreiðaakstur. Jón hafði góða söngrödd og söng með Karlakórnum Vísi á Siglufirði og Karlakórnum Svönum á Akranesi.
Maki 1: Soffía Jónsdóttir (1910-2006). Þau eignuðust tvö syni.
Maki 2: María Nálsdóttir (1917-2003). Þau eignuðust einn son.

Bjarni Á. Jóhannnsson (1926-2002)

  • S0
  • Person
  • 1926-2002

Bjarni var fæddur í Grafargerði á Höfðaströnd í Skagafirði. Foreldrar hans voru Jóhann Ólafsson og Guðleif Jóhannsdóttir Miðhúsum Skagafirði. Bjarni reisti nýbýli úr landi Mannskaðahóls á Höfðaströnd. Hann var kennari í Hofsósi.

Sigurbjörg Jónsdóttir (1849-1918)

  • S03142
  • Person
  • 16. júní 1849 - 13. okt. 1918

Foreldrar: Guðrún Jónsdóttir og Jón Guðmundsson síðast b. á Gautastöðum í Stíflu. Áður en Sigríður kvæntist var hún alllengi þjónustustúlka hjá V. Claessen á Sauðárkróki. Sigurbjörg kvæntist Þorsteini Sigurðssyni trésmíðameistara á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Þau bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1907 er Þorsteinn og sonur þeirra fóru til Vesturheims. Talið er að Sigurbjörg hafi búið hjá Claessen fjölskyldunni í Reykjavík þar til hún fór einnig til Vesturheims árið 1912.

Steinn Marínó Snorrason (1891-óvíst)

  • S02769
  • Person
  • 13. maí 1891-óvíst

Steinn Marinó Snorrason, f. 13.05.1891. Ekki er vitað hvenær Steinar lést, en hann mun hafa verið ungur. Foreldrar: Snorri Bessason, f. 1862 og Anna Björnsdóttir, f. 1867, þá búsett í Stóragerði í Óslandshlíð. Maki: Steinunn Ísaksdóttir, f. 02.12.1890, d. 17.12.1962. Steinunn er skráð á Lambanes-Reykjum 1901 en var hjúkrunarkona á Siglufirði um 1930. Þau eignuðust eina dóttur.

Benedikt Halldórsson (1868-1951)

  • S03168
  • Person
  • 21.07.1870-26.10.1951

Benedikt Dagbjartur Halldórsson, f. að Miðhúsum í Álftaneshreppi í Mýrasýslu 21.07.1870, d. 16.101.1951 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Halldór Björnsson smiður og kona hans Margrét Sölvadóttir frá Steini á Reykjaströnd.
Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og missti móður sína 17 ára gamall. Fór hann þá með föður sínum til Reykjavíkur og stundaði smíðar og sjósókn á vertíðum á Suðurnesjum. Kom svo til Skagafjarðar og vann að byggingum. Byrjaði búskap á hálfri jörðinni Keldudal 1901 á móti tengdaföður sínum og bjó þar til 1922. Varð hann þá ráðsmaður hjá systur konu sinnar Sigurlaugu í Keldudal. Þau fluttu til Sauðárkróks 1931 og keypti hann þar húsið við Skagfirðingabraut 10. Benedikt tók þátt í ýmsum félagsstörfum og sat lengi í hreppsnefnd.
Maki gift 18.05.1900): Ragnheiður Sigurðardóttir (06.12.1877-03.08.1904).
Launbarn Benedikts með bústýru sinni, Sigurlaugu Sigurðurdóttur, alsystur Ragnheiðar, var Sigurður Benediktsson, f. 03.08.1905.

Elín Vigfúsdóttir (1841-1916)

  • S02720
  • Person
  • 24. des. 1841 - 15. apríl 1914

Foreldrar: Vigfús Vigfússon, f. 1814, bóndi á Geirmundarstöðum og fyrri kona hans, María Jónsdóttir, f. um 1804. Maki: Stefán Sölvason bóndi á Daðastöðum á Reykjaströnd, f. um 1841. Þau eignuðust tvö börn. Eftir lát Stefáns bjó Elín áfram á Daðastöðum til 1902 en brá þá búi og flutti með dóttur sinni að Hólakoti á Reykjaströnd og dvaldi hjá henni til æviloka.

Verónika Franzdóttir (1896-1988)

  • S02588
  • Person
  • 14. mars 1896 - 14. maí 1988

Foreldrar: Franz Jónatansson b. og kennari í Málmey og k.h. Jóhanna Gunnarsdóttir. Verónika ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Höfðaströnd og síðan í Málmey. Árið 1914 fóru þau að Skálá og varð það heimili hennar næstu fjóra áratugina. Einn vetur var hún í skóla á Sauðárkróki og veturinn 1916 á húsmæðraskóla í Reykjavík. Hún kunni bæði söngstjórn og orgelleik. Kvæntist árið 1918 Eiði Sigurjónssyni frá Óslandi og tóku þau við búsforráðum á Skálá af foreldrum hennar það sama ár og bjuggu til 1954 er þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði Verónika á Elliheimilinu Grund. Verónika og Eiður eignuðust fjögur börn.

Bjarni Þórðarson (1914-1982)

  • Person
  • 1914-1982

Foreldrar Bjarna voru Þórður Begsteinsson frá Urðarteigi og Matthildur Bjarnadóttir af skaftfellskum ættum. Bjarni fæddist á Kálfafelli í Suðursveit. Hann tók vélstjórnarpróf og vann sem slíkur í mörg ár. Var síðan bæjarstjóri. Eiginkona hans var Anna Eiríksdóttir og áttu þau tvo syni, Eirík og Bergsvein. Bjarni missti konu sína 1976. Seinni kona hans var Hlíf Bjarnadóttir. Bjarni var virkur í verkalýðs-og stjórnmálum.

Kristján Jónasson (1914-1947)

  • S03010
  • Person
  • 12. maí 1914 - 27. júlí 1947

Foreldrar: Jónas Kristjánsson læknir og k.h. Hansína Benediktsdóttir. Námsmaður á Akureyri 1930. Seinna læknir í Reykjavík.

K

Þórleif Sigríður Benediktsdóttir (1899-1931)

  • S01210
  • Person
  • 17. ágúst 1899 - 27. maí 1931

Dóttir Benedikts Þorsteinssonar og Sigurborgar Jóhannesdóttur í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili. Var á Kimbastöðum 1901. Kvæntist Þórði Jóhannssyni, þau bjuggu á Kjartansstöðum 1930.

Steinunn Guðrún Árnadóttir (1883-1911)

  • S03576
  • Person
  • 31.01.1883-10.05.1911

Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1890. Var á Kálfatjörn, Kálfatjarnarsókn, Gull. 1901. Fjarv. í Rvík við nám.
Foreldrar: Ingibjörg Valgerður Sigurðardóttir og Árni.

Jón Jóhannesson (1864-1930)

  • S3405
  • Person
  • 03.12.1864-17.08.1930

Jón Jóhannessonar, f. 03.12.1864, f. 17.08.1930. Foreldrar: Jóhannes Oddsson (1830-1879) og Elínborg Jónsdóttir (1829-1876). Jón missti foreldra sína er hann var á fermingaraldri og varð því snemma að vinna fyrir sér. Hann var mörg ár vinnumaður. Bóndi í vík á parti (Ytri-Vík) 1897-1907, Birkihlíð (Hólkoti) 1907-1912, Auðnum 1912-1917.
Maki: Anna Soffía Jósefsdóttir (1868-1909). Þau eignuðust eina dóttur.

Árni G. Eylands (1895-1980)

  • S02210
  • Person
  • 8. maí 1895 - 26. júlí 1980

Árni G. Eylands, ráðnautur, var fæddur á Þúfum í Óslandshlíð, 8. maí 1895. Foreldrar hans voru Þóra Friðbjörnsdóttir og Guðmundur Guðmundsson. Kona Árna var Margit Larsson frá Fosstveit í Noregi. Árni varð búfræðingur frá Hólaskóla en nam síðan búfræði í Noregi og Þýskalandi; kynntist þar ýmsum nýmælum í búskap svo sem vélum og verkfærum. Árið 1921 réðist Árni til starfa hjá Búnaðarfélagi Íslands, m.a. sem þúfnabanastjóri. Síðar varð Árni verkfæraráðunautur Búnaðarfélagsins, framkvæmdastjóri búnaðardeildar SÍS, Áburðarsölu ríkisins og Grænmetisverslunar ríkisins. Þá var hann í forystu Verkfæranefndar og Vélasjóðs þar sem í hlut hans kom það að vinna að innflutningi búvéla og verkfæra, svo og prófun þeirra. Hann leiðbeindi einnig um notkun búvéla og tækni. Má segja að Árni hafi hafi komið að flestu því er varðaði þá miklu verktæknibyltingu landbúnaðarins er hófst á þriðja áratug 20. aldar. Árni skrifaði bókina Búvélar og ræktun, sem út kom árið 1950. Bókin er mikið og einstakt heimildarrit um tæknivæðingu íslensks landbúnaðar á fyrri helmingi 20. aldar, auk þess að vera kennslubók síns tíma í mótor- og búvélafræðum. Árni og Margit eignuðust tvö börn.

Guðmundur Sigurður Jóhannsson (1958-2018)

  • S02211
  • Person
  • 15. júlí 1958 - 27. maí 2018

Foreldrar hans eru Guðmundur Jóhann Guðmundsson og Valdís Marín Valdimarsdóttir. Ólst upp í Keflavík hjá föðurforeldrum sínum, Guðnýju Klöru Lárusdóttur frá Skarði í Gönguskörðum og Guðmundi Halldórssyni. Ættfræðingur, síðast búsettur Sauðárkróki. Maki: Freyja Auður Guðmundsdóttir, þau eignuðust eina dóttur. Þau skildu.

Ásmundur Jónsson (1899-1963)

  • S02213
  • Person
  • 6. júlí 1899 - 18. sept. 1963

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi, oddviti og sýslunefndarmaður á Skúfsstöðum og barnsmóðir hans Guðrún Þorsteinsdóttir. Ásmundur ólst upp á Skúfsstöðum. Hann fór ungur til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður danska sendiráðsins þar, en fékkst einnig af og til við verslunarstörf og fleira. Ásmundur dvaldist síðan lengi erlendis, mest í Danmörku og Þýskalandi og kvæntist þar 1938 vel menntaðri danskri söngkonu af pólskum og þýskum ættum, Irmu Weile. Eftir seinna stríðið fluttust þau heim til Reykjavíkur og bjuggu þar síðan. Ásmundur gaf út þrjár ljóðabækur og starfaði einnig við blaðamennsku.

Karl Hafsteinn Pétursson (1931-2002)

  • S02214
  • Person
  • 21. mars 1931 - 22. okt. 2002

Karl Hafsteinn Pétursson var fæddur 21. mars 1931 í Búðardal á Skarðsströnd í Dalasýslu. Foreldrar Karls voru Pétur Guðfinnsson bifreiðarstjóri Sigríður Dóróthea Karlsdóttir prjónakona. ,,Karl sinnti ýmsum störfum og var m.a. lengi bifreiðastjóri eða þar til hann hóf búskap á Klifmýri á Skarðsströnd í Dalasýslu árið 1967. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1987 rak hann m.a. matvöruverslun og var húsvörður í Hátúni 12 þar sem hann bjó síðustu æviárin. Karl starfaði að sveitarstjórnarmálum í Skarðsstrandarhreppi, m.a. sem oddviti og var virkur í ýmiss konar félagsstarfsemi, s.s. Breiðfirðingafélaginu." Karl kvæntist 10. nóvember 1957 Eddu Hermannsdóttur, þau eignuðust fimm börn, þau skildu.

Einar Jakobsson (1943-

  • S02218
  • Person
  • 03.09.43-

Sonur Jakobs Einarssonar frá Varmalandi, b. á Dúki í Sæmundarhlíð og k.h. Kristínar Jóhannsdóttur frá Syðri-Húsabakka. Bóndi á Dúki í Sæmundarhlíð. Kvæntist Þórdísi Ingibjörgu Sverrisdóttur (1946-2011) frá Straumi á Skógarströnd.

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)

  • S02219
  • Félag/samtök
  • 1947-

,,Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var formlega stofnað í apríl 1947 og var það fyrst um sinn varðveitt í húsakynnum Bóksafns Skagafjarðarsýslu. Árið 1946 mælti Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað fyrir frumvarpi þess efnis að heimila skyldi stofnun skjalasafna í einstökum héruðum, sem myndu þó heyra undir yfirstjórn Þjóðskjalasafns Íslands. Lög um héraðsskjalasöfn voru samþykkt í byrjun árs 1947 og í kjölfar þess var Héraðsskjalasafn Skagfirðinga stofnað og var það hið fyrsta sinnar tegundar. Hlutverk héraðsskjalasafnsins var, og er enn, meðal annars að innheimta og varðveita opinber gögn innan Skagafjarðarsýslu. Árið 1965 var hafist handa við byggingu nýs safnahúss og flutt í hluta hússins í lok árs 1969, opnun safnsins dróst þó á langinn og var það ekki opnað almenningi fyrr en í byrjun árs 1972. Fyrsti formlegi skjalavörður við safnið var Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg og gegndi hann því embætti til 1990 er Hjalti Pálsson tók við sem héraðsskjalavörður. Unnar Ingvarsson var héraðsskjalavörður frá 2000 til 2014. Núverandi héraðsskjalavörður er Sólborg Una Pálsdóttir og tók hún við því starfi árið 2014."

Jóhannes Björgvin Bjarnason (1903-1983)

  • S02999
  • Person
  • 14. ágúst 1903 - 6. júní 1983

Jóhannes Björgvin Bjarnason, f. á Nolli í Suður-Þingeyjasýslu. Foreldrar: Bjarni Ingimann Bjarnason vegaverkstjóri og Auður Jóhannesdóttir. Fárra ára fluttist hann með foreldrum sínum til Ísafjarðar, þar sem hann ól mestan sinn aldur síðan. Þar stundaði hann útgerð til fjölda ára. Árið 1951 fluttist hann til Reykjavíkur. Átti og rak rækjuverksmiðju á Langeyri við Álftafjörð frá 1959-1973. Maki: Elín Gróa Samúelsdóttir (1885-1971). Þau eignuðust einn son.

Viðvíkurhreppur

  • S02673
  • Opinber aðili
  • 1100-1998

,,Viðvíkurhreppur er austan Héraðsvatna eystri og liggja suðurmörk hans að Akrahreppi við Kyrfisá. Að vestan liggja saman mörk Rípurhrepps og Viðvíkurhrepps um kvíslar Héraðsvatna eystri, vestan eyjanna Úlfsness og Krókeyjar. Móts við Gljúfurá sameinast kvíslar Austur-Héraðsvatna og ráða þau hreppamörkum til sjávar. Frá Austurósi Héraðsvatna við Lón liggur Viðvíkurhreppur að sjó, allt norður að Kolbeinsárósi. Þaðan ræður Kolka hreppamörkum Viðvíkursveitar og Óslandshlíðar í Hofshreppi, að ármótum Kolbeinsdalsár og Hjaltadalsár. Hreppamörkin liggja á milli Dalsmynnis og Hringvers í Viðvíkurhreppi og Garðakots í Hólahreppi."

Niðurstöður 1191 to 1275 of 6399