Showing 6399 results

Authority record

Jóhann Ísak Jónsson (1886-1933)

  • S03238
  • Person
  • 19.08.1886-02.12.1933

Jóhann Ísak Jónsson, f. að Brúnastöðum í Fljótum 19.08.1886, drukknað af trillubáti úti á Skagafirði 02.12.1933. Foreldrar: Jón Jóhannsson vinnumaður á Brúnastöðum og kona hans Anna Soffía Magnúsdóttir. Þegar Jóhann fæddist voru foreldrar hans vinnuhjú hjá Friðriki Jónssyni bónda á Brúnastöðum og ólst hann upp á því heimili. Þegar faðir hans drukknaði 06.01.1899 ílengdist hann hjá þeirri fjölskyldu og fluttist síðar með henni inn í Sléttuhlíð, að Bræðraá, þegar Friðrik og kona hans fóru til Þórleifar dóttur sinnar og Guðmundar A. Guðmundssonar tengdasonar síns. Hann nau kennslu á heimilinu og einnig þegar hann dvaldi á Siglufirði um vetrartíma hjá móður sinni sem þá var gift kona þar. Hann fór ungur á seglskip, bæði hákarlaskip og fiskiskip. Eftir að Jóhann og Margrét giftust áramótin 1910 voru þau næsta á í Lónkoti. Árið eftir, 1912, fóru þau í Glæsibæ og voru þar til æviloka. Jóhann var um skeið í stjórn Kaupfélags Fellshrepps, eftir ða það var stofnað 1919. Hann stundaði alltaf sjó meðfram búskapnum, ýmis á vélbátum frá Bæjarklettum eða á Siglufirði en einnig heima við á eigin báti. Þann 2. desember drukknaði hann af mótorbátnum Skrúð sem gerði út frá Bæjarklettum.
Maki: Margrét Pétursdóttir (21.06.1888-08.05.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Jóhann Jóhannesson (1870-1914)

  • S00982
  • Person
  • 29.07.1870-04.11.1914

Jóhann Jóhannesson, f. 23.07.1870, d. 04.11.1914. Móðir: Guðlaug Hannesdóttir (04.10.1845-04.07.1882).
Skósmiður og kaupmaður. Bóndi í Jóhannshúsi, Sauðárkrókssókn 1901. Húsbóndi í Reykjavík 1910.

Jóhann Jónsson (1835-1903)

  • S02335
  • Person
  • 18.12.1835-13.03.1903

Foreldrar: Margrét Bjarnadóttir, ógift vinnukona á Hofi og Jón Guðmundsson, ókvæntur vinnumaður, þá í Krókárgerði í Norðurárdal. Margrét kom að Hofi frá Melrakkadal í Víðidal vorið 1832, þá 21 árs. Hún giftist síðar Sveini Guðmundssyni frá Hrafnhóli. Jón, faðir Jóhanns, varð úti þegar Jóhann var tveggja ára gamall. Jóhann var fóstraður upp á Jóni hreppstjóra Gíslasyni á Hofi og konu hans, Kristínu Kjartansdóttur. Þaðan fermdist hann vorið 1850. Skömmu síðar gerðist hann vinnumaður en fór vorið 1857 að Setbergi í Mýlasýslu. Þar veiktist hann og lá lengi. Eftir það var hann nánast örkumla ævilangt. Fór hann um tíma suður í Rangárvallarsýslu en kom aftur til Skagafjarðar og stundaði m.a. hrossasöluferðir austur í Múlasýslur. Var í húsmennsku en gerðist bóndi í Framnesi 1878-1879, húsmaður þar 1879-1885, bóndi í Vaglagerði 1885-1896. Var þá í húsmennsku, en byggði jörðina og var bóndi aftur í Vaglagerði 1897-1903. Fékk slag síðla vetrar 1903 og var þá fluttur að Þorleifsstöðum, þar sem hann lést.
Jóhann var ókvæntur og barnlaus. Hann arfleiddi sýsluna að eignum sínum, til sjúkrahúsbyggingar á Sauðárkróki.

Jóhann Jónsson (1892-1964)

  • S03051
  • Person
  • 16.02.1892-01.10.1964

Jóhann Jónsson, f. á Minna-Felli í Sléttuhlíð 16.02.1892, d. 01.10.1964 á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Foreldrar: Jón Þorleifsson bóndi í Minna-Felli og kona hans Anna Jóhannsdóttir. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu ári ní Minna-Felli og var hjá þeim aldamótaárið 1900-1901 á Keldum í Sömu sveit. Þá brugðu þau búi og byggði Jón húskofa á Búðarhóli hjá Höfða. Þar bjuggu þau tvö ár en fluttust að Ytra-Ósi við Höfðavatn árið 1903, þar sem Jóhann var síðan til fullorðinsára. Var hann talinn fyrir búi foreldra sinna á Ytra-Ósi árin 1912-1913 en faðir hans lést 1914. Þá tók Anna ystir hans og Jóhann Eggertsson mágur hans við heimilisforráðum í Ytra-Ósi og mun Jóhann hafa verið í vinnumennsku eða lausamennsku næst árin. Árið 1918 keypti hann Geirmundarhól um vorið. Um haustið varð hann að skila aftur hálfri jörðinni en taka lán til að geta staðið í skilum með hinn helming jarðarinnar. Haustið 1919 seldi hann aftur þann jarðarpart og brá búið 1921. Þá fóru mæðginin í húsmennsku að Skálá og lést Anna þar vorið 1924. Jóhann stundaði vinnu og var m.a. eitthvað við sjósókn frá Siglufirði. Árið 1925 komst hann haftur yfir jarðnæði og hóf búskap á Krákustöðum, sem í dalegu tali voru jafnan nefndir Kot og bjó þar í 18 ár, til ársins 1943, en þá voru allar aðrar jarðir í dalnum komnar í eyði. Fluttist Jóhann þá að Mýrum og keypti þá jörð tíu árum síðar. Þar var auðveldara um aðdrætti og sjósókn, sem hann stundðai jafnan meðfram búskapnum
Fyrstu árin var Guðný, systir Jóhanns, ráðskona hjá honum, en árið 1928 kom Rósa Jóakimsdóttir til hans sem ráðskona. Hún var ekkja Björns Jónssonar frá Teigum í Flókadal, sem fórst með Maríönnu árið 1922.
Maki (sambýliskona frá 1928): Rósa Jóakomsdóttir (29.08.1893-23.08.1972) frá Nefsstöðum í Stíflu. Eftir að Jóhann dó bjó hún áfram með Eggert syni sínum á Mýrum, meðan heilsda leyfði. Rósa og Jóhann eignuðust 3 börn saman. Milli manna átti Rósa einn son og einnig átti hún börn með fyrri manni sínum.

Jóhann Jónsson (1925-1971)

  • S02746
  • Person
  • 7. ágúst 1925 - 8. mars 1971

Foreldrar: Ástína Þorbjörg Jóhannsdóttir f. 1892 og Jón Gíslason f. 1891 í Krossanesi, síðar á Sauðárkróki. Var bæjarstarfsmaður á Sauðárkróki. Ókvæntur og barnlaus. Bjó lengst af með föður sínum á Freyjugötu 1 á Sauðárkróki.

Jóhann Jósef Jakobson (1920-1994)

  • S00919
  • Person
  • 09.05.1920-06.07.1994

Var á Efra-Spákonufelli, Hofssókn, A-Hún. 1930. Verkfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Síðast bús. í Hafnarfirði.

Jóhann Júníusson (1885-óvíst)

  • S01254
  • Person
  • 26. ágúst 1885 - óvíst

Sonur Júníusar Þórarinssonar b. á Kirkjuhóli í Seyluhreppi og f.k.h. Sigríðar Ingibjargar Jósefsdóttur. Jóhann ólst upp hjá Rósu Gunnlaugsdóttur ömmu sinni á Reykjarhóli. Síðar bóndi á Árskógsströnd. Dánardagur óþekktur.

Jóhann Lárus Jóhannesson (1914-1989)

  • S00412
  • Person
  • 20.05.1914 - 31.05.1989

Jóhann Lárus Jóhannesson fæddist 20. maí 1914. Sonur hjónanna Jóhannesar Þorsteinssonar bónda og kennara, síðast á Uppsölum í Blönduhlíð og Ingibjargar Jóhannsdóttur húsmóður og kennara. ,,Jóhann lagði árið 1931 leið sína í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1935 með glæsilegum árangri. Hlaut hann hinn eftirsótta 5 ára styrk, annar tveggja norðanstúdenta það ár, og hélt um haustið til náms í eðlisfræði við Hafnarháskóla. Sumarið 1939 var hann heima og þegar hann hugðist snúa aftur til Hafnar um haustið var heimsstyrjöldin síðari skollin á og varð það til þess að námsferill hans rofnaði. Jóhann Lárus var heimiliskennari á Akureyri 1940-1941, kenndi við Iðnskólann á Akureyri 1941-1942 en lengstur var kennaraferill hans við Menntaskólann á Akureyri, eða frá 1942-1951 og 1952-1954. Við MA kenndi hann stærðfræði, allar helstu raungreinar og dönsku. Árið 1948 kvæntist Jóhann Helgu Kristjánsdóttur frá Fremstafelli, hún var þá skólastýra Húsmæðraskólans á Akureyri. Þau eignuðust einn son. Árið 1951 tóku Jóhann og Helga við búi á Silfrastöðum af Jóhannesi Steingrímssyni, frænda Jóhanns. Jóhann var kosinn oddviti Akrahrepps árið 1958 og hélt þeirri trúnaðarstöðu óslitið ti ársins 1986 og hreppstjóri var hann jafnframt frá 1961-1984."

Jóhann Marinó Pálmason (1887-1959)

  • S00065
  • Person
  • 29.10.1887-17.05.1959

Jóhann Marinó Pálmason var fæddur á Felli, Fellshr. 29. október 1887. Starfaði sem verslunarmaður á Akureyri og Hvammstanga en þar sinnti hann einnig bókhaldsstarfi.
Ókvæntur. Barnsmóðir: Rannveig Jósefsdóttir (1889 - 1993). Barn þeirra var Freyja Jóhannsdóttir (1924-2011). Jóhann lést 17. maí 1959.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.

Jóhann Ólafsson (1891-1972)

  • S02386
  • Person
  • 10. sept. 1891 - 30. sept. 1972

Jóhann fæddist í Grafargerði á Höfðaströnd árið 1891. Foreldrar hans voru Ólafur Kristjánsson bóndi og kona hans Engilráð Kristjánsdóttir. Til tíu ára aldurs ólst Jóhann upp hjá foreldrum sínum, en þá fór hann til föðurbróður síns Jóhanns bónda á Krossi í Óslandshlíð og konu hans Halldóru Þorleifsdóttur. Dvaldi hann hjá þeim til fullorðinsára.
Jóhann naut hefðbundinnar barnaskólafræðslu og haustið 1914 fór hann í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan prófi vorið 1916. Síðar fór hann á námskeið í dýralækningum hjá Sigurði Hlíðar á Akureyri og stundaði töluvert dýralækningar um margra ára skeið. Hann var bóndi í Miðhúsum lengst af (1936-1970). Hann var félagslyndur maður og var kosinn til ýmissa starfa í sveit sinni. Jóhann þótti lipur hagyrðingur og allvíða birtust ljóð eftir hann. Kona Jóhanns var Guðleif Jóhanna Jóhannsdóttir, þau eignuðust tvö börn.

Jóhann Ólafsson (1916-1983)

  • S01488
  • Person
  • 10. ágúst 1916 - 14. sept. 1983

Var á Siglufirði 1920 og 1930. Sjómaður og verslunarmaður á Sauðárkróki. Fósturforeldrar: Ásgrímur Þorsteinsson og Guðrún Guðleif Pálsdóttir.

Jóhann Ólafsson (1958-

  • S01893
  • Person
  • 14.12.1958-

Foreldrar: Alma Björnsdóttir og Stefán Ólafur Stefánsson stöðvarstjóri pósts og síma á Sauðárkróki. Kvæntist Elísabetu Kemp, þau eiga tvær dætur.

Jóhann P. Jónsson (1882-1971)

  • S00659
  • Person
  • 01.12.1882-11.10.1971

Sonur Jóns Jónssonar síðast b. í Stóru-Seylu og Bjargar Pétursdóttur. ,,Fluttist að Vatni á Höfðaströnd með foreldrum sínum 18 ára gamall og fór fljótlega eftir það að vinna við Grafarósverslun. Árið 1908 lauk hann prófi frá verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Kom til Ísafjarðar í kringum 1913 og fór að vinna í Tangsverslun (verslun Leonhard Tangs & Sön), einnig vann hann sem bókari og sýsluskrifari hjá sýslumanninum á Ísafirði. Árið 1925 flutti Jóhann til Vestmannaeyja þar sem hann setti á stofn verslun og sat í bæjarstjórn. Árið 1928 flutti hann til Siglufjarðar og hóf síðar búskap í Vík / Neðra-Haganesi (Haganesvík), bústofninn var lítill svo Jóhann þurfti að sækja vinnu annað, fór m.a. á vertíðir. Árið 1941 sótti Jóhann um leyfi hreppsnefndar að fá að byggja og reka veitingaskála í Haganesvík, leyfið var veitt og gekk reksturinn vel á meðan framkvæmdir við Skeiðsfossvirkjun stóðu yfir. Árið 1949 seldi Jóhann Vík og flutti til Siglufjarðar þar sem hann stofnaði verslunina Dröfn." Jóhann kvæntist Herdísi Þorsteinsdóttur frá Vík (Neðra-Haganesi), þau eignuðust tvö börn saman, fyrir átti Jóhann einn son.

Jóhann Pálsson (1920-2011)

  • S00928
  • Person
  • 28. nóvember 1920 - 24. júní 2011

Jóhann Pálsson, fyrrv. forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri, fæddist á Sauðárkróki 28. nóvember 1920. Foreldrar hans voru Páll I. Jóhannsson og Ágústa Runólfsdóttir. ,,Jóhann ólst upp í stórum systkinahópi á Sauðárkróki, gekk þar í barnaskóla, tvo vetur í unglingaskóla og stundaði nám í biblíuskóla hjá hvítasunnumönnum í Stokkhólmi. Flutti til Akureyrar og vann hjá Akureyrarbæ í tæp 40 ár ásamt því að vera forstöðumaður Hvítasunnuhreyfingarinnar á Akureyri í 36 ár. Að því loknu starfaði hann, ásamt konu sinni, Huldu Sigurbjörnsdóttur, á meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti frá 1989 til 1997. Þá fluttu þau hjónin til Akureyrar að nýju og bjuggu þar til dauðadags."

Jóhann Pétur Guðmundsson (1924-2020)

  • S02682
  • Person
  • 22. jan. 1924 - 20. okt. 2020

Foreldrar: Guðmundur Jónsson b. í Stapa í Tungusveit, síðast bæjarpóstur á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Jónsdóttir. Jóhann fæddist í Grundargerði í Blönduhlíð. Ólst upp í Blönduhlíð og Lýtingsstaðahreppi en keypti jörðina Stapa um tvítugt. Gekk í Bændaskólann á Hvanneyri. Vann við smíðar meðfram búskap og kenndi um skeið teikningu við Steinsstaðaskóla. Eftir að Jóhann brá búi bjó hann um skeið í Reykjavík og vann við smíðar þar og austur í sveitum en fluttist aftur norður um áttrætt og var síðast búsettur í Varmahlíð. Jóhann var landsþekktur hagyrðingur og hefur gefið út ljóðabækurnar Axarsköft og Fleiri axarsköft.
Kvæntist Erlu Stefánsdóttur. Þau skildu.

Jóhann Pétur Magnússon (1892-1979)

  • S00584
  • Person
  • 2.3.1892-8.5.1979

Fæddur og uppalinn í Gilhaga, sonur Magnúsar Jónssonar og Helgu Indriðadóttur ljósmóður. Jóhann var einn vetur í Hvítárbakkaskóla (1912-1913). Kvæntist Lovísu Sveinsdóttur (Lóu) og hófu þau búskap í Breiðargerði en fluttu svo að Syðri-Mælifellsá. Jóhann stundaði auk þess jarðabótavinnu á sumrin og var varðmaður við sauðfjárveikivarnargirðingu á Eyvindarstaðaheiði í sjö sumur. Jóhann fékkst einnig töluvert við hrossaverslun, keypti sláturhross af bændum og rak þau til Akureyrar til slátrunar. Árið 1954 flutti til Keflavíkur og hóf að vinna á "Vellinum", 1957 flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands. Árið 1971 fluttu þau hjón aftur heim í Skagafjörð og bjuggu að Varmalæk. Á búskaparárum sínum sat Jóhann í hreppsnefnd um hríð, hann var eindreginn samvinnumaður. Jóhann var góður hagyrðingur og fóru stökur hans víða, nokkrar þeirra birtust í Skagfirskum Ljóðum 1957. Jóhann var mjög áberandi persóna í sinni sveit.
Jóhann og Lovísa (Lóa) eignuðust fjögur börn og áttu einn fósturson.

Jóhann Pétur Pétursson (1833-1926)

  • S02757
  • Person
  • 11. okt. 1833 - 6. feb. 1926

Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Jóhann var yngstur 12 systkina sem upp komust. Hann missti báða foreldra sína 5 ára gamall. Fór hann þá til vandalausra og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann naut engrar menntunar utan þeirra sem krafist var til fermingar. Rúmlega tvítugur varð hann fyrirvinna hjá ekkjunni Jórunni Sveinsdóttur sem bjó í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi. Skömmu síðar giftist hann dóttur hennar og hóf búskap þar 1861 og bjó þar næstu fimm árin. Bóndi á Brúnastöðum frá 1866 til 1925. Á eignajörð sinni, Reykjum, lét hann byggja kirkju árið 1897. Jóhann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps í rúm 50 ár, sýslunefndarmaður í 6 ár og sáttanefndarmaður frá 1874. Árið 1903 gaf hann 1000 kr til að stofnaður yrði sjóður fyrir munaðarlaus börn í hreppnum. Hann var sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna 1899 fyrir framkvæmdi í búnaði og farsæla stjórn sveitarmála.
Maki 1: Sólveig Jónasdóttir (05.03.1831-17.11.1863) frá Árnesi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem dóu öll í æsku.
Maki 2: Elín Guðmundsdóttir (11.02.1838-28.12.1926) frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturbörn, m.a Jóhannes Kristjánsson frá Hafgrímsstöðum.

Jóhann Pétursson (1913-1984)

  • S01364
  • Person
  • 9. feb. 1913 - 26. nóv. 1984

Foreldrar hans voru hjónin Sigurjóna Steinunn Jóhannsdóttir og Pétur Gunnlaugsson á Brekkukoti í Svarfaðardal. Jóhann Svarfdælingur, einnig nefndur Jóhann risi, hét fullu nafni Jóhann Kristinn Pétursson. Hann var stærsti Íslendingur sem sögur fara af og var 2,34 metrar á hæð þegar hann mældist hæstur og vó þá 163 kg. ,,Jóhann flutti frá Íslandi árið 1935, ferðaðist víða um heim og vann meðal annars við að sýna sig í fjölleikahúsum í Norðurlöndunum. Jóhann festist í Kaupmannahöfn þegar seinni heimsstyrjöld dundi yfir og komst að lokum til Íslands árið 1945. Eftir að hafa ferðast um Ísland við að sýna kvikmyndir, flutti Jóhann til Bandaríkjanna árið 1948 og bjó þar til ársins 1982. Jóhann landaði nokkrum kvikmyndahlutverkum í Bandaríkjunum og lék meðal annars í kvikmynd sem skartaði Gary Busey og Jodie Foster. Þá kom hann fram í eigin persónu í heimildarmynd árið 1981 og þar var hann titlaður hæsti maður heims. Þegar Jóhann kom í síðasta sinn til Íslands, settist hann að á Dalvík og bjó þar til dauðadags. Jóhann lést árið 1984, þá 71 árs að aldri."

Jóhann Salberg Guðmundsson (1912-1999)

  • S00341
  • Person
  • 04.09.1912 - 19.03.1999

Jóhann Salberg Guðmundsson fæddist í Flatey á Breiðafirði þann 4. september 1912. Jóhann var námsmaður í Menntaskólanum í Reykjavík 1930. Átti m.a. heima í Flatey, Breiðafirði. Málaflutningsmaður og sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1958-1982. Jóhann var síðast búsettur í Reykjavík.
Kona hans: Sesselía Helga Jónsdóttir (1916-2006) (Sesselja í Íslendingabók - notaði Helgu nafnið í daglegu tali).
Jóhann lést í Reykjavík 19. mars 1999.

Jóhann Sigurberg Lárusson (1908-1979)

  • S00746
  • Person
  • 16. febrúar 1908 - 4. mars 1979

Sonur Lárusar Stefánssonar b. í Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Verkamaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.

Jóhann Sigurðsson (1869-1934)

  • S03158
  • Person
  • 03.05.1869-04.09.1934

Jóhann Sigurðsson, f. í Vatnskoti í Hegranesi 03.05. 1869, d. 04.09.1934 á Sævarlandi. Foreldrar: Sigurður Stefánsson bóndi í Vatnskoti (1835-1887) og kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir (1835-1908). Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum til 13 ára aldurs, en þá voru þau komin að Heiðarseli og bjuggu þar við mikla fátækt. Vorið 1881 réðst Jóhann að Skíðastöðum í Laxárdal, þar sem hjónin á bænum, Hjörtur og Þórunn, tóku hann að sér. Hann dvaldi 2 vetur á Möðruvallaskóla. Er hann reisti bú á Sævarlandi hafði hann verið ráðsmaður Þórunnar um skeið.
Jóhann átti lengi sæti í hreppsnefnd Skefilstaðahrepps, var oddviti hennar frá 1906-1919, sýslunefndarmaður frá 1901-1922 og hreppsstjóri frá 1901 til æviloka.
Maki (gift 1901): Sigríður Magnúsdóttir (18.09.1868-14.09.1949). Þau eignuðust eina dóttur.

Jóhann Sigurðsson (1883-1970)

  • S00959
  • Person
  • 15.05.1883-14.03.1970

Foreldrar: Sigurður Jónsson b. á Ystu-Grund og k.h. Sigurlaug Sveinsdóttir. Eftir fermingu kom Jóhann sér í daglaunavinnu á Akureyri og stundaði sjó frá Ólafsfirði eitt sumar. Árið 1904, þá 21 árs, hóf hann búskap í Hjaltastaðakoti (nú Grænamýri) þar sem hann bjó í fjögur ár. Árið 1907 keypti hann Borgargerði í Norðurárdal og flutti þangað 1908 en það sama ár kvæntist hann Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur frá Mið-Grund. Árið 1915 keypti Jóhann Úlfsstaði í Blönduhlíð og bjó þar 1917-1943. Jóhann tók virkan þátt í félagsmálum, sat í hreppsnefnd um skeið og var mörg ár formaður Búnaðarfélags Akrahrepps. Jóhann var jafnframt heiðursfélagi Ræktunarfélags Norðurlands og sæmdur heiðurslaunum úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. Jóhann og Ingibjörg eignuðust fjögur börn.

Jóhann Sólberg Þorsteinsson (1910-2006)

  • S00468
  • Person
  • 6. mars 1910 - 12. maí 2006

Jóhann Sólberg var fæddur í Stóru-Gröf í Skagafirði 6. mars 1910, foreldrar hans voru hjónin Þorsteinn Jóhannsson og Mínerva Sveinsdóttir. ,,Jóhann lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1930. Hann lærði mjólkurfræði í Noregi og brautskráðist frá Statens Meieriskole í Þrándheimi sumarið 1938. Eftir heimkomuna hóf hann störf við Mjólkursamlagið í Borgarnesi, en hélt síðan til Akureyrar og starfaði þar við Mjólkursamlagið í fjögur ár. Árið 1945 tók hann við starfi mjólkurbústjóra á Sauðárkróki og gegndi því til ársloka 1982." Jóhann kvæntist Áslaugu Ester Sigfúsdóttur, þau eignuðust þrjár dætur.

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

  • S01757
  • Person
  • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Jóhanna Árnadóttir Blöndal (1903-1988)

  • S00180
  • Person
  • 18.11.1903-29.06.1998

Jóhanna fæddist á Geitaskarði í A-Hún. Jóhanna var tónelsk og hafði fallega söngrödd. Undirbúning sinn fyrir lífið hlaut Jóhanna á umsvifamiklu heimili foreldra sinna og í húsmæðraskóla. Tvítug gekk hún að eiga Valgarð Blöndal og bjuggu þau á Sauðárkróki. Jóhanna og Valgarð bjuggu lengst af í Villa Nova og var heimilið rómað fyrir myndarskap.

Jóhanna Benediktsdóttir (1894-óvíst)

  • S01284
  • Person
  • 1894-óvíst

Dóttir Benedikts Hannessonar og Sigrúnar Daníelsdóttur, þau fluttu til Vesturheims þegar Jóhanna var sex ára gömul. Síðast búsett í Ontario í Kanada.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

  • S00888
  • Person
  • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Jóhanna Björnsdóttir (1929-2012)

  • S02382
  • Person
  • 20. sept. 1929 - 8. okt. 2012

Jóhanna fæddist 20. september 1929 í Reykjavík. Dóttir hjónanna Salbjargar Níelsdóttur og Björns Ástráðs Erlendssonar. Jóhanna fluttist með foreldrum sínum í Kópavog árið 1938. Hún lauk námi við Kvennaskólann árið 1948. Fór eftir það að vinna hjá Hagstofu Íslands. Giftist Óskari Hannibalssyni vagnstjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, þau eignuðust fimm börn. Hún skrifaði mikið síðustu árin og tók m.a. saman ferðadagbók Salbjargar dóttur sinnar og gaf út í nokkrum eintökum. Síðasta verk hennar var að ljúka yfirgripsmiklu riti með ýmsum fróðleik um presta, sem hún nefndi Prestlu.

Jóhanna Eiríksdóttir (1864-1953)

  • S01942
  • Person
  • 22. mars 1864-1953

Foreldrar: Eiríkur Eiríksson og Guðrún Klemensdóttir í Bólu. Alin upp hjá Stefáni Eiríkssyni föðurbróður sínum og k.h. Guðrúnu Andrésdóttur á Höskuldsstöðum. Kvæntist Jóni Jónssyni (1853-1928), þau bjuggu á Höskuldsstöðum og eignuðust tvo syni.

Jóhanna Freyja Jónsdóttir (1922-2016)

  • S01769
  • Person
  • 26. júní 1922 - 30. sept. 2016

Jóhanna Freyja Jónsdóttir fæddist 26. júní 1922 í Réttarholti, Skagafirði. Foreldrar hennar voru Sigríður Rögnvaldsdóttir og Jón Sigurðsson. ,,Jóhanna lauk barna- og gagnfræðaskólanámi í Skagafirði og stundaði nám við Húsmæðraskólann að Staðarfelli veturinn 1941 til 1942. Jóhanna var húsmóðir í Réttarholti og stundaði þar bústörf með fjölskyldu sinni. Seinna starfaði hún í nokkra vetur í mötuneyti Þelamerkurskóla. Árið 2006 fluttist hún til Akureyrar og var síðast búsett þar." Jóhanna giftist Gísla Sigurjóni Kristjánssyni, þau eignuðust þrjú börn.

Jóhanna Gróa Jósafatsdóttir (1877-1960)

  • S01270
  • Person
  • 27. desember 1877 - 11. janúar 1960

Saumakona á Holtastöðum, Holtastaðasókn, Hún. 1901. Húsfreyja í Reykjavík 1910. Húsfreyja á Hverfisgötu 49, Reykjavík 1930.

Jóhanna Guðbjörg Albertsdóttir (1897-1996)

  • S02867
  • Person
  • 11. mars 1897 - 3. mars 1996

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp í Sölvanesi). Jóhanna ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Kvæntist Magnúsi Björnssyni og bjuggu þau alla sína búskapartíð á Syðra-Hóli í Vindhælishreppi Au-Hún, síðustu árin í félagi við Björn son sinn, en Magnús lést árið 1963. Jóhanna bjó áfram á Syðra-Hóli í átján ár eftir það en flutti árið 1981 til Skagastrandar. Síðast búsett á Blönduósi. Jóhanna og Magnús eignuðust sex börn.

Jóhanna Guðlaug Sæmundsdóttir (1896-1978)

  • S02691
  • Person
  • 7. sept. 1896 - 6. jan. 1978

Foreldrar: Sæmundur Jóhannsson og 1.k.h. Ingibjörg Guðmundsdóttir á Krithóli. Missti móður sína tæpra fjögurra ára og ólst síðan upp á ýmsum stöðum hjá föður sínum og stjúpu. Stjúpa hennar lést er Jóhanna var 13 ára og frá þeim tíma dvaldist hún í Saurbæ á Neðribyggð. Jóhanna fékk á unga aldri illkynja meinsemd í annan fótinn og þurfti að taka hann af. Maki: Björn Árnason bóndi í Krithólsgerði, þau eignuðust tvö börn. Eftir andlát Björns árið 1956 bjó Jóhanna áfram í Krithólsgerði með syni sínum allt til ársins 1973 er hún flutti til Sauðárkróks.

Jóhanna Guðný Einarsdóttir (1863-1938)

  • S01268
  • Person
  • 1. apríl 1863 - 26. feb. 1938

Fædd að Grímsnesi á Látraströnd, Eyjaf., foreldrar: Einar Ásgrímsson síðast b. á Mannskaðahóli og f.k.h. Kristbjörg Jónsdóttir. Hún ólst upp hjá foreldum sínum til 16 ára aldurs er hún missti móður sína, fór 18 ára til föðurfrænda síns, sr. Jóns Hallssonar í Glaumbæ þar sem hún dvaldi þangað til hún fór að Ási í Hegranesi til Sigurlaugar Gunnarsdóttur að nema hannyrðir og hússtörf. Það kynntist hún mannsefni sínu, Guðmundi Ólafssyni, syni Sigurlaugar. Þau kvæntust í september 1889 og bjuggu alla sína búskapartíð í Ási, þau eignuðust átta börn.

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir (1921-2018)

  • S00343
  • Person
  • 27.08.1921

Jóhanna Guðný Þórarinsdóttir fæddist á Ríp í Hegranesi þann 27. ágúst 1921. ,,Jó­hanna stundaði nám við Héraðsskól­ann á Laug­um frá 1939-1941. Vefnaðar­nám­skeið sótti hún á Hússtjórn­ar­skól­an­um á Hall­ormsstað vorið 1944. Jó­hanna var um tíma ráðskona hjá vega­gerðarflokk­um, m.a. á Öxna­dals­heiði." Jó­hanna gift­ist árið 1946 Magnúsi Hall­dóri Gísla­syni og bjuggu þau á Frostastöðum.

Jóhanna Gunnarsdóttir (1901-1986)

  • S00559
  • Person
  • 12.05.1901 - 24.01.1986

Jóhanna Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 12. maí 1901. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir. Kvæntist Haraldi Bjarna Stefánssyni frá Brautarholti og tóku þau við búi þar. Jóhanna starfaði lengi með kirkjukór Glaumbæjarsóknar. Hún bjó áfram í Brautarholti eftir lát manns síns og hafði lítilsháttar búskap. Árið 1980 fluttist hún á Sauðárkrók og dvaldi á sjúkrahúsinu þar. Jóhanna og Haraldur eignuðust fimm börn.

Jóhanna Hallsdóttir (1818-1903)

  • S01562
  • Person
  • 29. ágúst 1818 - 31. des. 1902

Foreldrar: Hallur Þórðarson hreppstjóri í Hvammi í Hjaltadal og Kristjana Lovísa Petzdóttir Eeg. Þorbjörg kona Halls, gekk Jóhönnu í móðurstað. Kvæntist Jóni Hallssyni prófasti í Glaumbæ. Áður en þau settust að í Glaumbæ 1874 bjuggu þau í Geldingaholti (1839-1841), að Felli í Sléttuhlíð (1842-1847), í Goðdölum (1847-1858) og í Miklabæ (1858-1874). Síðast búsett á Sauðárkróki. Jóhanna og Jón eignuðust fjórtán börn, tíu náðu fullorðinsaldri. Jón eignaðist auk þess laundóttur með Valgerði Sveinsdóttur.

Jóhanna Jóhannesdóttir (1907-1980)

  • S02717
  • Person
  • 9. maí 1907 - 24. júní 1980

Foreldrar: Jóhannes Björnsson verslunarmaður, f. 1875 og Ólína Björg Benediktsdóttir, f. 1883, búsett á Sauðárkróki. Jóhanna er skráð þjónustustúlka á Njálsgötu 5 í Reykjavík árið 1930. Starfaði um 20 ár í Sælgætisgerð Nóa í Reykjavík og var síðast búsett í Reykjavík. Jóhanna var ógift og barnlaus.

Jóhanna Jónsdóttir (1865-1945)

  • S001165
  • Person
  • 17. des. 1865 - 14. des. 1945

Dóttir Jóns Jónssonar b. í Hátúni og k.h. Guðrúnar Steinsdóttur. Jóhanna kvæntist Pétri Jóhannssyni b. á Húsabakka í Seyluhreppi, þau fluttu til Vesturheims 1899, börn þeirra fædd á Íslandi voru sex.

Jóhanna Kristjónsdóttir (1940-2017)

  • S01342
  • Person
  • 14. feb. 1940 - 11. maí 2017

Jóhanna Kristjónsdóttir fæddist 14. febrúar 1940.
Hún er blaðamaður og rithöfundur, búsett í Reykjavík.
Árið 1960 gaf hún út sína fyrstu skáldsögu, Ást á rauðu ljósi.
Maður hennar var rithöfundurinn Jökull Jakobsson (1933-1978). Jóhanna skrifaði um hann endurminningarbókina Perlur og steinar: árin með Jökli (1993).
Árið 2014 kom út endurminningarbókin Svarthvítir dagar.
Jóhanna hefur skrifað fleiri bækur undanfarna áratugi og um margvísleg málefni, m.a. er varða kvenréttindi og Mið-Austurlönd.

Jóhanna Lárentsínusdóttir (1926-)

  • S00465
  • Person
  • 16.09.1926

Frá Stykkishólmi. Var sambýliskona Erlendar Hansen til 36 ára. Þau stofnuðu og ráku saumastofuna Vöku á Sauðárkróki frá 1972-1988.

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir (1893-1980)

  • S03343
  • Person
  • 04.11.1893-03.12.1980

Jóhanna Lovísa Pálmadóttir, f. 04.11.1893, d. 03.12.1980. Foreldrar: séra Pálmi Þóroddsson (1862-1955) og kona hans
Húsfreyja í Reykjavík.
Maki: Jón ísleifsson verkfræðingur.

Jóhanna Margrét Jónsdóttir (1915-1985)

  • S01594
  • Person
  • 2. feb. 1915 - 22. mars 1985

Dóttir Jóns Þ. Björnssonar skólastjóra á Sauðárkróki og Geirlaugar Jóhannesdóttur. Kvæntist í Noregi og bjó þar. Síðast búsett í Reykjavík.

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir (1916-2015)

  • S00338
  • Person
  • 30.07.1916 - 12.08.2015

Jóhanna Margrét Ólafsdóttir fæddist þann 30. júlí 1916. Hún var á Stóru-Ásgeirsá, Víðidalstungusókn í V-Húnavatnssýslu árið 1930. Húsfreyja á Dalvík og bókavörður á Sauðárkróki og síðar bókavörður í Reykjavík. Gegndi ýmsum félagsstörfum. Hún notaði Margrétar nafnið í daglegu tali.
Maður hennar var Björn Daníelsson (1920-1974).
Margrét lést 12. ágúst 2015.

Jóhanna María Möller Bernhöft (1909-1983)

  • S03122
  • Person
  • 15. feb. 1909 - 24. sept. 1983

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Maki: Guido Bernhöft, þau eignuðust þrjú börn. Þau voru búsett í Reykjavík.

Jóhanna Ögmundsdóttir (1917-1997)

  • S02777
  • Person
  • 06.06.1917-27.05.1997

Jóhanna Ögmundsdóttir, f. 06.06.1917 á Hótel Tindastóli á Sauðárkróki., d. 27.05.1997 í Keflavík. Foreldrar: Kristín Björg Pálsdóttir, f. 1884 og Ögmundur Magnússon, f. 1879, söðlasmiður á Sauðárkróki. Jóhanna ólst upp á Sauðárkróki en á unglingsárum var hún í vist og síldarvinnu. Hún og eiginmaður hennar bjuggu á Sauðárkróki 1940-1949, á Skagaströnd 1949-1955 en eftir það í Ytri-Njarðvík. Jóhanna starfaði með Hvítasunnusöfnuðinum en hún kenndi um skeið við sunnudagaskóla ásamt Kristjáni, einkum í Njarðvík en einnig í Keflavík, Grindavík og Garði.
Maki: Kristján Reykdal, f. 27.06.1918, ökukennari. Þau eignuðust fjögur börn.

Jóhanna Petrea Þorsteinsdóttir (1911-1973)

  • S01370
  • Person
  • 14. apríl 1911 - 8. sept. 1973

Frá Reykjum í Hrútafirði. Kvæntist sr. Helga Konráðssyni, þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki og áttu eina kjördóttur.

Jóhanna Pétursdóttir (1872-1964)

  • S02350
  • Person
  • 31. okt. 1872 - 6. mars 1964

Foreldrar: Pétur Sigurðsson b. á Sjávarborg í Borgarsveit og Bjargar Bjarnadóttur frá Engihlíð í Langadal. Var á Sjávarborg. Bjó áður í Borgargerði í Skarðshreppi. Síðast á Sauðárkróki. Ógift og barnlaus.

Results 2976 to 3060 of 6399