Sýnir 3637 niðurstöður

Nafnspjöld
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)**

Jón Þórarinsson (1917-2012)

  • S02443
  • Person
  • 13. sept. 1917 - 12. feb. 2012

Jón Þórarinsson fæddist í Gilsárteigi í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Þórarinn Benediktsson, hreppstjóri og alþingismaður, f. í Keldhólum á Völlum og k.h. Anna María Jónsdóttir. Árið 1920 flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. ,,Jón varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1937 og stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann lauk Mus.B-prófi í tónfræði 1946 og Mus.M-prófi í tónsmíði 1947 við Yale-háskólann í Bandaríkjunum. Sumarið 1945 stundaði hann nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York og fór til námsdvalar í Austurríki og Þýskalandi 1954-1955. Jón var yfirkennari í tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík 1947-1968, stundakennari við sama skóla frá 1979 og kennari við Söngskólann í Reykjavík 1983-1987. Hann starfaði við Ríkisútvarpið að mestu óslitið 1938-1956, var dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Ríkissjónvarpsins 1968-1979 og sat í Útvarpsráði 1983-1987. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrsti stjórnarformaður 1950-1953 og framkvæmdastjóri hennar 1956-1961. Þá sat hann aftur í stjórn hljómsveitarinnar frá 1988-2002. Jón var söngstjóri Fóstbræðra 1950-1954, Gamalla Fóstbræðra frá stofnun 1959-1997 og Stúdentakórsins 1964-1967. Hann var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1951-1952 og 1963-1966, var formaður úthlutunarnefndar Kvikmyndasjóðs 1985-1986 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1988. Jón sat í undirbúningsnefnd Samtaka um byggingu tónlistarhúss (1987) og í stjórn samtakanna um skeið. Auk þess að gegna ýmsum öðrum stjórnar- og trúnaðarstörfum hjá samtökum listamanna. Jón var meðlimur í Rótarýklúbbi Reykjavíkur frá 1975 til dauðadags. Eftir Jón liggur fjöldi tónverka. Meðal þekktra sönglaga Jóns eru Fuglinn í fjörunni, Íslenskt vögguljóð á Hörpu og Sex gamlir húsgangar. Jón samdi auk þess tónlist við mörg leikrit og kvikmyndir og gerði fjölda útsetninga á verkum annarra höfunda, meðal annars hljómsveitarútsetningu þjóðsöngsins. Megnið af frumsaminni tónlist Jóns kom út á geisladiskasafninu Fuglinn í fjörunni 1998. Meðal ritverka Jóns eru Stafróf tónfræðinnar (1962) Páll Ísólfsson (1963) Sveinbjörn Sveinbjörnsson ævisaga (1969) og óútgefin Tónlistarsaga Íslands frá landnámsöld til miðbiks tuttugustu aldar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hann skrifaði tónlistargagnrýni og um tónlist og tónlistarmenn í Alþýðublaðið (1948-1950), Morgunblaðið (1962-1968) og Vísi á árum áður. Eftir Jón liggur auk þess mikill fjöldi greina um tónlist og tónlistarmálefni frá ýmsum tímum. Jón var riddari íslensku fálkaorðunnar frá 1978 og stórriddari hennar frá 1999." Fyrri kona Jóns var Þórdís Edda Kvaran, þau eignuðust þrjá syni. Þau skildu. Seinni kona Jóns var Sigurjóna Jakobsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Bergsteinn Jónsson (1926-2006)

  • S02459
  • Person
  • 4. okt. 1926 - 10. júlí 2006

Sonur hjónanna Jóns Árnasonar verkamanns og Kristínar Jónsdóttur húsmóður. ,,Lauk stúdentsprófi frá MR 1945. Hann lauk cand phil. og BA-próf frá HÍ, cand. mag.-próf í sögu Íslands, almennri sögu og ensku frá HÍ 1957. Bergsteinn var póstafgreiðslumaður hjá Póststofunni í Reykjavík 1946 til 1958, kenndi í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1958-1962, í Kvennaskólanum í Reykjavík 1960-1961, MR 1959 til 1971 og Háskóla Íslands frá 1967 allt til ársins 1992. Eftir Bergstein liggja eftirtalin rit: Landsnefndin 1770-1771, I og II, 1958-1961; Mannkynssaga 1648-1789, 1963, Bygging Alþingishússins 1880-1881, sérprentun úr ævisögu Tryggva Gunnarssonar, 1972; Tryggvi Gunnarsson I-IV, ásamt Þorkeli Jóhannessyni, 1955 til 1990; Vestræna, ritgerðasafn til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni sjötugum, útg. ásamt Einari Laxness 1981; Ísland, ásamt Birni Þorsteinssyni og Helga Skúla Kjartanssyni, Kaupmannahöfn 1985. Íslandssaga til okkar daga, meðhöf. ásamt Birni Þorsteinssyni 1991. Bergsteinn skrifaði greinar og ritgerðir um sagnfræðileg efni í tímaritum. Hann stundaði ritstörf og rannsóknir fyrir Seðlabankann og Landsbanka Íslands 1963 til 1965 og öðru hvoru síðan. Hann annaðist rannsóknarstörf um ferðir Íslendinga til Vesturheims 1971-1972. Báran rís og hnígur 2005, um samfélag íslenskumælandi fólks í Norður-Dakóta, Eitt og annað um vesturferðir, Vesturheim og Vesturíslendinga, handrit gefið út í tveimur eintökum 2006 í tilefni af áttræðisafmælisári Bergsteins."

Sigfús Elíasson (1896-1972)

  • S02455
  • Person
  • 24. okt. 1896 - 22. okt. 1972

Búfræðingur og hárskerameistari á Akureyri og í Reykjavík. Rakari á Akureyri 1930. Rithöfundur og skáld. Starfrækti Dulspekiskólann í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.

Sigurjón Sæmundsson (1912-2005)

  • S02479
  • Person
  • 5. maí 1912 - 17. mars 2005

Sigurjón fæddist í Lambanesi í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hans voru Sæmundur Jón Kristjánsson útvegsbóndi og Herdís Jónsdóttir húsmóðir og verkakona. Sigurjón missti föður sinn á fjórða ári, þá fór hann til móðursystur sinnar og síðar var hann léttadrengur á ýmsum bæjum milli þess sem hann var hjá móður sinni. Sigurjón fór til Siglufjarðar tólf ára gamall, var þar til sjós og vann í síld. Hann var sextán ára þegar hann flutti til Akureyrar ásamt móður sinni og bræðrum. Þar hóf hann prentnám og festi síðar kaup á Siglufjarðarprentsmiðju. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í 20 ár og formaður Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar í 15 ár. Sigurjón var mikill söngmaður og söng í kórum áratugum saman; söng auk þess einsöng. Hann var frumkvöðull að stofnun Tónlistarskólans Vísis. Eiginkona Sigurjóns var Ragnheiður Jónsdóttir. Þau eignuðust tvö börn.

Borga Jakobson (1918-

  • S02484
  • Person
  • 1918-

Borga er fædd í Kanada. Dóttir hjónanna Indíönu Sveinsdóttur og Kristjóns Sigurðssonar. Eiginmaður Borgu var Bjarki Sigurðsson læknir og einnig alíslenskur. Þau eignuðust átta börn. Indíana var ættuð úr Skagafirði. Indíana flutti ung til Vesturheims.

Hrefna Róbertsdóttir (1961-

  • S02339
  • Person
  • 6. sept. 1961-

Hrefna er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Hún var formaður sagnfræðistofnunar 1994-1996. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður árið 2019.

Vigdís Kristjónsdóttir Bauernhuber

  • S02494
  • Person
  • ?

Vigdís er dóttir Kristjóns Sigurðssonar og Indíönu Sveinsdóttur sem ættuð var úr Skagafirði, en hún flutti ung til Vesturheims. Vigdís er systir Borgu Jakobson. Bræður þeirra voru Ólafur og Sveinn. Indíana var móðursystir Kristmundar. Vigdís giftist Joseph Bauernhuber og eignuðust þau þrjú börn.

Sigurjón Jónasson (1877-1959)

  • S02516
  • Person
  • 9. mars 1877 - 10. nóv. 1959

Sigurjón fæddist á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson og Vigdís Guðmundsdóttir bændur á Hólakoti á Reykjaströnd. Bóndi í Hólakoti á Reykjaströnd 1903-1922 og á Skefilsstöðum á Skaga 1922-1953, bjó áfram á Skefilsstöðum hjá syni sínum. Sigurjón kvæntist Margréti Stefánsdóttur frá Daðastöðum og eignuðust þau fimm syni.

Sigríður Þóra Valgeirsdóttir (1919-2011)

  • S02521
  • Person
  • 15. nóv. 1919 - 3. sept. 2011

Sigríður fæddist í Reykjavík. Hún var kennari frá Kennaraskólanum og síðar prófessor í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Hún var einnig með doktorsgráðu í menntasálfræði. Sigríður veitti forstöðu fyrstu alþjóðlegu PISA rannsóknunum. Hún skrifaði bækurnar Gömlu dansarnir - brot úr íslenskri menningarsögu og Íslenskir söngdansar í þúsund ár. Hún giftist Hjörleifi Baldvinssyni - þau eignuðust þrjú börn.

Ögmundur Jónasson (1948-

  • S02527
  • Person
  • 17. júlí 1948-

Ögmundur fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jónas B. Jónsson og Guðrún Ö. Stephensen. Ögmundur er kvæntur Valgerði Andrésdóttur.

Brunavarnir Skagafjarðar (1975- )

  • S02109
  • Félag/samtök
  • 1975-

Brunavarnir Skagafjarðar voru stofnaðar árið 1975 og voru samþykktir þeirra undirritaðar 06.05.1975. Stofnendur voru Sauðárkrókur, Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akrahreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofshreppur, Hofsóshreppur, Fellshreppur, Haganeshreppur og Holtshreppur. Tilgangurinn var að koma á sem fullkomnustu brunavörnum á svæðinu, annast þær og kosta. Í því skyni skyldi félagið reka tvö slökkvilið og búa þau nauðsynlegum tækjakosti, sem og koma upp góðum búnaði og tækjum til eldvarna á ýmsum stöðum í héraðinu.

Margrét Ólafsdóttir (1838-1926)

  • S02281
  • Person
  • 30. júlí 1838 - 17. júní 1926

Foreldrar: Ólafur Gottskálksson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Maki: Snorri Pálsson frá Viðvík, verslunarmaður á Hofósi, Skagaströnd og Siglufirði. Var einnig alþingismaður Eyfirðinga. Þau eignuðust sjö börn. Margrét fluttist síðan til Ísafjarðar og á Súðavík.

Þuríður Kristjánsdóttir (1921-1991)

  • S01812
  • Person
  • 9. jan. 1921 - 28. apríl 1991

Foreldrar: Kristján Árnason b. á Krithóli o.v. og k.h. Ingibjörg Jóhannesdóttir. Þuríður stundaði nám í Laugaskóla 1940-1942. Árið 1943 kvæntist Þuríður Gunnari Jóhannssyni frá Mælifellsá. Þau byggðu nýbýlið Varmalæk úr landi Skíðastaða á Neðribyggð og ráku þar saumastofu, gróðurhús og verslun. Gunnar glímdi við hrörnunarsjúkdóm og árið 1954 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur til þess að hann gæti fengið betri læknisþjónustu. Þuríður og Gunnar slitu samvistir árið 1970, þau eignuðust átta börn. Eftir að Þuríður fluttist til Reykjavíkur vann hún í mörg ár sem gangbrautarvörður við Langholtsskólann og síðan á barnaheimili í Kópavogi. Þuríður var einn af stofnendum Skagfirsku söngsveitarinnar og söng einnig í Drangeyjarkórnum, hún var mjög virk í öllu kórastarfi. Seinni sambýlismaður Þuríðar var Jóhann Jóhannesson frá Reykjum í Tungusveit, hann lést árið 1982.

Jóhann Pétur Pétursson (1833-1926)

  • S02757
  • Person
  • 11. okt. 1833 - 6. feb. 1926

Foreldrar: Pétur Arngrímsson bóndi á Geirmundarstöðum og kona hans Björg Árnadóttir. Jóhann var yngstur 12 systkina sem upp komust. Hann missti báða foreldra sína 5 ára gamall. Fór hann þá til vandalausra og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann naut engrar menntunar utan þeirra sem krafist var til fermingar. Rúmlega tvítugur varð hann fyrirvinna hjá ekkjunni Jórunni Sveinsdóttur sem bjó í Árnesi í Lýtingsstaðahreppi. Skömmu síðar giftist hann dóttur hennar og hóf búskap þar 1861 og bjó þar næstu fimm árin. Bóndi á Brúnastöðum frá 1866 til 1925. Á eignajörð sinni, Reykjum, lét hann byggja kirkju árið 1897. Jóhann var hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps í rúm 50 ár, sýslunefndarmaður í 6 ár og sáttanefndarmaður frá 1874. Árið 1903 gaf hann 1000 kr til að stofnaður yrði sjóður fyrir munaðarlaus börn í hreppnum. Hann var sæmdur heiðursmerki Dannebrogsmanna 1899 fyrir framkvæmdi í búnaði og farsæla stjórn sveitarmála.
Maki 1: Sólveig Jónasdóttir (05.03.1831-17.11.1863) frá Árnesi. Þau hjón eignuðust þrjú börn sem dóu öll í æsku.
Maki 2: Elín Guðmundsdóttir (11.02.1838-28.12.1926) frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturbörn, m.a Jóhannes Kristjánsson frá Hafgrímsstöðum.

Jón Guðmundsson (1857-1940)

  • S02774
  • Person
  • 23. mars 1857 - 8. sept. 1940

Jón Guðmundsson, f. á Hömrum 23.03.1857. Foreldrar: Guðmundur Hannesson bóndi á Hömrum og kona hans María Guðrún Ásgrímsdóttir. Jón var bóndi á Fremri-Kotum 1883-1884, á Hömrum 1884-1919. Fluttist þá með Jóel syni sínum að Ökrum og átti þar heima til æviloka. Maki: Katrín Friðriksdóttir (1857-1930) frá Borgargerði í Norðurárdal. Þau eignuðust 4 börn.

Sigurður Jónsson (1863-1952)

  • S02955
  • Person
  • 19. ágúst 1863 - 16. maí 1952

Sigurður Jónsson, f. í Tungu í Stíflu. Foreldrar: Jóns Steinsson og Guðrún Nikulásdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en árið 1871 drukknaði faðir hans. Fór þá Sigurður til föðurbróður síns, Bessa Steinssonar, að Kýrholti í Viðvíkursveit og ólst upp hjá honum og konu hans, Guðrúnu Pálmadóttur. Var hann skráður þar til heimilis til 1892. Þá er hann eitt ár vinnumaður að Bakka í Viðvíkursveit. Árin 1893-1895 er hann skráður vinnumaður að Hvalnesi á Skaga. Eftir það flutti hann með konuefni sínu að Bakka í Viðvíkursveit og var þar 1895-1897. Þaðan á Sauðárkrók þar sem þau voru eitt ár og aftur að Bakka 1898-1903. Þá réðust þau til hjónanna að Hvalnesi og taka þar við búi og búa þar 1903-1919, nema hvað þau leigðu jörðina árið 1908-1909 og voru sjálf í húsmennsku. Árið 1919 fóru þau á Sauðárkrók þar sem Sigurður rak verslun næstu þrjú árin. Árið 1922-1923 bjuggu þau að Hringveri í Hjaltadal, þar sem Guðrún lést. Vorið 1929 fluttist Sigurður til Sigurlaugar dóttur sinnar í Brimnesi og var þar til dánardags. Sigurður sat um skeið í sveitarstjórn og gegndi fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Lengi hafði hann og verslun í Hvalnesi. Maki: Guðrún Símonardóttir (1871-1924), frá Brimnesi. Þau eignuðust tvö börn, en sonur þeirra lést ungur úr mislingum.

Agner Francisco Kofoed Hansen

  • S03555
  • Person
  • 1869-1957

Anger Fransisco Kofoed Hansen fæddist í Danmörku árið 1869. Hann var skógfræðingur að mennt og hafði mikla reynslu í stjórnun ræktunarframkvæmda, bæði frá Svíþjóð og Rússlandi. Hann var skipaður skógræktarstjóri í byrjun árs 1908. Hann lést í Reykjavík árið 1957.

Karl Bjarnason (1916-2012)

  • S03044
  • Person
  • 31. ágúst 1916 - 6. mars 2012

Foreldrar hans voru Margrét Guðfinna Bjarnadóttir og Bjarni Gíslason á Siglufirði. ,,Faðir Kalla drukknaði þegar mótorbáturinn Samson fórst í hákarlalegu og var Kalla skömmu síðar komið í fóstur að Brúnastöðum í Fljótum til hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Sveins Arngrímssonar. Hann fluttist með fósturforeldrum sínum að Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit árið 1928. Hann átti síðan heima á allmörgum bæjum þar í nágrenninu, lengst í Hofstaðaseli en einnig á Dýrfinnustöðum og Lóni, síðast búsettur á Sauðárkróki." Hann vann margvísleg sveitastörf alla sína starfsævi. Kalli var ókvæntur og barnlaus.

Búnaðarfélag Seyluhrepps

  • S03668
  • Association
  • 14.1.1884

Búnaðarfélag Seyluhrepps var stofnað í þeim tilgangi að styðja við umbætur og efla framfarir í landbúnaði í hreppnum, einnig hafa eftirfylgni með jarðvinnslu og framkvæmdum á bújörðum. Fyrsti fundur hins nýstofnaðs félags var haldinn á Fjalli og mættu meirihluti þeirra bænda í Seyluhreppi er ætluðu að ganga í búnaðarfélag sem átti að koma á fót fyrir alla Skagafjarðarsýslu árið 1882.
Í 2. gr. gjörðabókar Búnaðarfélags Seyluhrepps frá árinu 1884 segir að tilgangur félagsins sé að efla allskonar framfarir í búnaði félagsmanna. Það skal efla allskonar jarðabætur sem auka og bæta heyföng manna á túni og engjum, rétta meðferð á áburði, garðyrkju, svarðartekju, kynbætur á búpeningi, hentugar og varanlegar húsbyggingar fyrir menn og skepnur og hlöðubyggingar fyrir heyforða, snoturlega og reglusama bústjórn utanbæjar sem innan. Þar á meðal telst að menn haldi verktöflur og búreikninga.
Ennfremur segir í 3. gr laganna.
Sérhver félagsmaður er skyldur til að láta vinna að jarðabótum á bújörð sinni á vori hverju. Tvö fullkomin dagsverk fyrir hver 5 hundruð á jörðu þeirri er hann býr á. Til þessara skyldu jarðabóta telst einungis það sem gjört er til þess að auka og bæta heyföng en ekki má þar með teljast það sem í byggingarbréfum er áskilið að unnið sé.
Þann 7.2.1930 var samþykkt frumvarp til breytingar á 2. gr laga félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla allskonar framfarir í búnaði, svo sem jarðkosts, rétta meðferð á innlendum og erlendum áburði. Stuðla að bættum húsabótum. Einnig stuðla að því að félagsmenn bæti bústofn sinn, sér í lagi með góðri meðferð og kynbótum

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Sigurfinnur Bjarnason (1868-1928)

  • S03048
  • Person
  • 14. júní 1868 - 20. júlí 1928

Fæddur á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Bjarni Þorfinnsson b. á Daðastöðum og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir. Sigurfinnur ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim á Sauðárkrók er þau brugðu búi 1887. Næstu ár var hann á ýmsum stöðum þar til hann fór að búa. Bóndi á Herjólfsstöðum á Laxárdal 1893-1897, Meyjarlandi 1897-1928.
Maki: Jóhanna Sigurbjörg Sigurðardóttir (1871-1949). Þau eignuðust níu börn en sex þeirra náðu fullorðinsaldri. Auk þess átti Sigurfinnur laundóttur með Helgu Gunnarsdóttur.

Jón Arnbjörnsson (1882-1961)

  • S02514
  • Person
  • 23. apríl 1882 - 12. okt. 1961

Í manntali 1890 er Jón ásamt foreldrum sínum, Arnbirni Jónssyni og Maríu Soffíu Jónsdóttur á Kvíabekk í Ólafsfirði. 1910 er hann skráður vinnumaður á hjá Birni Hafliðasyni á Saurbæ í Kolbeinsdal, móðir hans er þar líka. Samkvæmt manntali er hann kominn í Svaðastaði 1920 og var þar vinnumaður til í kringum 1945. Síðast búsettur á Marbæli í Óslandshlíð. Ógiftur og barnlaus.

Sigurlaug Guðrún Sigurðardóttir (1903-1971)

  • S03064
  • Person
  • 6. maí 1903 - 23. feb. 1971

Foreldrar: Sigurður Jónsson og Guðrún Símonardóttir á Hvalnesi á Skaga. 16 ára gömul fór hún til Margrétar móðursystur sinnar að Brimnesi í Viðvíkursveit en þar hafði hún oft dvalið tímabundið frá barnsaldri. Veturinn 1920-1921 var hún við nám í Kvennaskóla í Reykjavík. Vorið 1921 flutti hún í Svaðastaði og kvæntist Jóni Pálmasyni. Næstu árin voru þau í húsmennsku á Svaðastöðum. Árið 1923 yfirgaf Jón konu sína og tvær ungar dætur og fór til Ameríku. Þau skildu að lögum stuttu seinna og dvaldist Sigurlaug áfram á Svaðastöðum fyrst um sinn en fór þaðan alfarin til Reykjavíkur árið 1925 þar sem hún gekk að eiga Gunnlaug Björnsson frá Narfastöðum í Viðvíkursveit. Vorið 1929 fluttu Sigurlaug og Gunnlaugur í Brimnes og hófu þar búskap og bjuggu þar síðan. Sigurlaug og Gunnlaugur eignuðust saman einn son en fyrir hafði Sigurlaug eignast tvær dætur með fyrri manni sínum.

Reynir Þorgrímsson (1936-2014)

  • S03072
  • Person
  • 7. okt. 1936 - 1. maí 2014

Reynir Þorgrímsson fæddist á Siglufirði 7. október 1936. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynjólfsson frá Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum og Margét Ingibjörg Jónsdóttir frá Ljótsstöðum á Höfðaströnd. ,,Reynir ólst upp á Siglufirði og bjó þar til 16 ára aldurs. Þá flutti hann til Reykjavíkur og stundaði nám við Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan árið 1954. Reynir kom víða komið við í atvinnulífinu, hann var einn af stofnendum Hagkaups, rak og átti verksmiðju á Sauðárkróki þar sem sokkabuxur undir nafninu Gleymmérei voru framleiddar. Hann átti bílasöluna Bílakaup sem var í Borgartúninu. Þá stofnaði hann Fyrirtækjasöluna í Suðurveri árið 1986 og rak hana þar til hann settist í helgan stein árið 2012. Reynir var áhugaljósmyndari og hélt hann margar ljósmyndasýningar, meðal annars í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hann sýndi og seldi ljósmyndir sem hann hafði tekið og nefndi Skartgripi fjallkonunnar. Reynir var virkur í félagsstörfum, hann var félagsmaður í JCI og var þar landsforseti frá '73-'74, hann var einn af stofnfélögum Lionsklúbbsins Víðarr og þá var hann einnig frímúrari. Reynir kvæntist Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, þau eignuðust fjögur börn, þau bjuggu meirihluta ævi sinnar í vesturbænum í Kópavogi."

Jóhann Bernhard (1918-1963)

  • S03078
  • Person
  • 8. okt. 1918 - 16. ágúst 1963

Ritstjóri, teiknari og skrifstofumaður í Reykjavík, hann var áberandi innan íþróttahreyfingarinnar. Kvæntist Svövu Þorbjarnardóttur söngkonu, þau eignuðust þrjú börn.

Haukur Snorrason (1916-1958)

  • S03080
  • Person
  • 1. júlí 1916 - 10. maí 1958

Fæddur á Flateyri. Búsettur á Akureyri 1930-1956, síðustu tvö árin í Reykjavík. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri og fór síðan til náms í Englandi. Starfaði sem gjaldkeri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga um tíma og var einnig fræðslufulltrúi þess. Tók við ritstjórn blaðsins Dags á Akureyri árið 1944 og hélt því starfi til 1956. Þá varð hann annar af tveimur ritstjórum Tímans í Reykjavík. Á árunum 1947-1950 var hann einnig ritstjóri Samvinnunnar.
Maki: Else Friðfinnsson, þau eignuðust þrjú börn.

Ingimundur K. Guðjónsson (1958-

  • S03094
  • Person
  • 25. feb. 1958-

Sonur Guðjóns Ingimundarsonar íþróttakennara á Sauðárkróki og k.h. Ingibjargar Kristjánsdóttur. Tannlæknir á Sauðárkróki. Kvæntur Agnesi Huldu Agnarsdóttur, þau eiga fimm börn.

Hákon G. Torfason (1929-2020)

  • S03102
  • Person
  • 1. mars 1929 - 13. sept. 2020

Verkfræðingur í Reykjavík. Bæjarstjóri á Sauðárkróki 1966-1974. Maki: Ásta Kristjánsdóttir, þau eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Ásta tvær dætur sem Hákon gekk í föðurstað.

Gísli Halldórsson (1914-2012)

  • S03104
  • Person
  • 12. ágúst 1914 - 8. okt. 2012

Gísli fædd­ist 12. ág­úst 1914 á Jörfa á Kjal­ar­nesi. ,,Gísli lauk prófi frá Iðnskól­an­um í Reykja­vík 1933 og sveins­prófi í húsa­smíði árið 1935. Að því loknu lá leið hans til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hann lauk prófi sem bygg­ing­ar­fræðing­ur frá Det Tekn­iske Selska­bs Skole árið 1938. Síðan stundaði hann nám í Det Kong­elige Aka­demi for de Skønne Kun­ster 1938-1940 en kom þá heim vegna seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hann lauk brott­farar­prófi sem arki­tekt 1947. Gísli setti á fót eig­in teikni­stofu í Reykja­vík ásamt Sig­valda Thor­d­ar­son arki­tekt sem þeir starf­ræktu sam­eig­in­lega til árs­ins 1948. Hann rak stof­una síðan einn til 1957 en eft­ir það sem sam­eign­ar­fé­lag með nokkr­um sam­starfs­mönn­um. Gísli hef­ur teiknað fjöl­mörg mann­virki, þar á meðal mörg fé­lags­heim­ili og íþrótta­mann­virki. Gísli sat sem varamaður í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur 1954-1958 og borg­ar­full­trúi 1958-1974. Var vara­for­seti borg­ar­stjórn­ar 1958 og for­seti borg­ar­stjórn­ar 1970-1974. Í borg­ar­ráði 1962-1970. Sat í bygg­ing­ar­nefnd Reykja­vík­ur 1954-1958. Skipu­lags­nefnd Reykja­vík­ur 1958-1974 og um­ferðar­nefnd 1962-1966. Formaður í stjórn íþrótta­vall­anna 1958-1961. Formaður íþróttaráðs 1961-1974. Gísli starfaði um ára­bil fyr­ir KR og íþrótta­hreyf­ing­una." Eig­in­kona Gísla var Mar­grét Hall­dórs­son, fædd í Kaupmannahöfn, þau eignuðust einn son.

Björn Guðnason (1929-1992)

  • S03106
  • Person
  • 27. apríl 1929 - 11. maí 1992

Björn fæddist að Nöf í Hofsósi. Foreldrar: (Kristinn) Guðni Þórarinsson og s.k.h. Jóhanna Ragnheiður Jónasdóttir. ,,Byggingameistari á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hlyns hf. Björn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sauðárkrókskaupstað, samtök iðnaðarmanna á Sauðárkróki og átti um skeið sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir Sjálfstæðisflokkinn." Maki: Margrét Guðvinsdóttir, þau eignuðust fjögur börn.

Hjörleifur Andrésson (1885-1965)

  • S03115
  • Person
  • 12. júlí 1885 - 31. des. 1965

Foreldrar: Andrés Pétursson b. á Öldubakka á Skaga og k.h. Kristjana Jónsdóttir. Bóndi á Öldubakka 1912-1916, á Þorbjargarstöðum í Laxárdal 1919-1920, á Breiðstöðum í Skörðum 1920-1921 er hann flutti til Sauðárkróks. Á Sauðárkróki starfaði hann m.a. við sláturhús K.S. og var í sigflokki Marons Sigurðssonar í Drangey. Hjörleifur tók þátt í starfsemi Leikfélags Sauðárkróks og lék m.a. hlutverk Skugga-Sveins í samnefndu leikriti. Árið 1925 kvæntist Hjörleifur Steinvöru Júníusdóttur. Þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. Hjörleifur kvæntist ekki aftur og var barnlaus.

Lovísa Möller (1914-1966)

  • S03121
  • Person
  • 19. ágúst 1914 - 14. mars 1966

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Sigurður Samúelsson prófessor, þau eignuðust þrjú börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Ólöf Jóhannesdóttir (1902-1952)

  • S03128
  • Person
  • 5. feb. 1902 - 18. mars 1952

Foreldrar: Jóhannes Björnsson verslunarmaður á Sauðárkróki og barnsmóðir hans Filippía Þorsteinsdóttir frá Miklagarði. Filippía kvæntist síðar Bjarna Oddssyni, þau bjuggu á Rein í Hegranesi, í Birkihlíð í Staðarhreppi (þá Hólkoti) og síðan á Sauðárkróki. Ólöf ólst upp með móður sinni. Hótelstýra á Stykkishólmi. Ógift og barnlaus.

Fjóla Kristjánsdóttir (1918-2014)

  • S03136
  • Person
  • 10. nóv. 1918 - 16. feb. 2014

Foreldrar: Ingibjörg Jóhannsdóttir og Kristján Árnason bændur á Krithóli og víðar. Kvæntist Jósefi Sigfússyni, þau bjuggu á Torfustöðum í Svartárdal Au-Hún, síðar á Sauðárkróki, þau eignuðust tvö börn.

Sigurður Jónasson (1913-1989)

  • S03141
  • Person
  • 25. júlí 1913 - 6. des. 1989

Foreldrar: Jónas Jónsson b. og smáskammtalæknir í Hróarsdal í Hegranesi og 3. k. h. Lilja Jónsdóttir. Sigurður starfaði sem smiður. Kvæntist Lilju Sigurðardóttur kennara frá Sleitustöðum árið 1955, þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap í Hróarsdal árið 1957 og bjuggu þar til ársins 1969 er þau fluttu til Akureyrar en dvöldu þó flest sumur í Hróarsdal.

Skafti Stefánsson (1894-1979)

  • S03161
  • Person
  • 06.03.1894-27.07.1979

Skafti Stefánsson f.í Málmey á Skagafirði 06.03.1894 , d. Í Reykjavík 27.07.1979. Foreldrar: Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Hann var elstur fimm systkina. Árið 1897 fluttist fjölskyldan frá Málmey að Litlu-Brekku á Höfðaströnd og bjó þar nokkur ár. Þar veiktist Stefán og gat ekki stundað búskap og fluttist fjölskyldan þá aftur í Amálmey þar sem hann stundaði sjóróðra. Ungur fór Skafti að aðstoða föður sinn, m.a. við beituskurð. Á seinni búskaparárunum í Málmey veiktist faðir hans alvarlega og varð óvinnufær en lifði þó 26 ár eftir það og við það varð Stefán fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Fjölskyldan fluttist þá aftur til lands og hóf búskap á litlu býli við Hofsós sem kallað var Nöf. Árið 1920 flutti Skafti til Siglufjarðar og gerði útgerð og fiskkaup að atvinnu sinni. Skafti var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirðinga og sat lengi í stjórn þess. Hann átti sæti í bæjarstjórn um tíma og einnig hafnanefnd og fleiri nefndum.
Maki: Helga Jónsdóttir frá Akureyri. Þau giftu sig 06.03.1924. Þau eignuðust fjögur börn.

Björn Sveinsson (1867-1958)

  • S03175
  • Person
  • 20.05.1867-21.08.1958

Björn Sveinsson, f. í Hátúngi á Langholti, 20.05.1867, d. 21.08.1958 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Sveinn Jónsson (1842-1871), bóndi í Ketu í Hegranesi og víðar og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir (1830-1911). Þegar börnum þeirra fjölgaði var Birni komið fyrir að Þorleifsstöðum í Blönduhlíð til Jóhanns Hallssonar þáverandi hreppsstjóra. Þegar Hjóhann fluttist þaðan að Egg í Hegranesi fluttist Björn með honum og ólst þar upp þar til Jóhann fór til Vesturheims 1876. Þá fór Björn til móður sinnar sem var þá vinnukona í Tungusveit. Var hann með henni næstu árin, aðallega á Reykjum og Steinsstöðum. Þaðan fór hann smali að Bergstöðum í Svartárdal og var fermdur þaðan 1881. Var svo í vistum vestra næstu árin. Þar kvæntist hann fermingarsystur sinni árið 1891. Næstu ár voru þau hjú eða í húsmennsku í Blöndudalshólum, reistu svo bú og bjuggu á parti af Skeggstöðum 1894-1897, Valadal 1897-1899, Mörk 1899-1900, Torfustöðum 1900-1901, er þau brugðu búi og voru næstu ár í húsmennsku. Reistu bú á Botnastöðum 1908 og bjuggu þar til 1915. Keyptu Þverárdal og bjuggu þar til 1921 með sonum sínum. Bjuggu á parti af Sjávarborg 1921-1923, á Gíli í Borgarsveit 1923-1928. Brugðu þá búi og fóru í húsmennsku til Eiríks sonar síns. Árið 1937 fluttu þau til Sauðárkróks og dvöldu þar til æviloka.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir (1866-1943). Þau eignuðust tvo syni.

Zóphonías Magnús Jónasson (1896-1983)

  • S03176
  • Person
  • 12.09.1896-02.04.1983

Zóphonías Magnús Jónasson, f. í Ökrum í Fljótum 12.09.1896, d. 02.04.1983. Foreldrar: Solveig Guðbjörg Ásmundsdóttir (1853-1921) og Jónas Jónasson (1853-1921). Þau bjuggu í Ökrum, Stóraholti og Molastöðum. Fluttu til Siglufjarðar er þau brugðu búi. Zóphonías var yngstur tíu systkina. Zophónías ólst upp á Ökrum til fjórtán ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan að Stóraholti og tveimur árum síðar að Molastöðum. en gerðist bóndi á Molastöðum 1921-1923, flutti þá til Akureyrar. Vann þar við smíði laxastiga, að sprengja grjót og hlaða grjótkanta. Virku í starfi Framsóknarmanna.
Maki: Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja (1901-1983). Þau eignuðust fimm börn.

Filippus Guðmundur Halldórsson (1875-1949)

  • S03183
  • Person
  • 27.10.1875-05.07.1949

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir (1869-1953)

  • S03189
  • Person
  • 10.09.1869-21.02.1953

Rannveig Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 10.09.1869, d. 21.02.1953. Foreldrar: Bjarni Bjarnason og Margrét Jónsdóttir á Mannskaðahóli. Rannveig ólst upp með foreldrum sínum á Mannskaðahóli. Var síðan vinnukona, m.a. á Hrauni í Unadal og fluttist þaðan að Hrauni í Sléttuhlíð er hún gistist Jóni, en fyrri kona hans var alsystir hennar. Eftir að Jón drukknaði leystist heimilið upp og börnin fóru í fóstur á ýmsa staði, nema yngsta dóttirin, sem fylgdi móður sinni. Fór hún í vinnumennsku og var á ýmsum stöðum í Sléttuhlíð. Þegar Stefanía, dóttir hennar, byrjaði búskap á Hrauni árið 1918 fluttist Rannveig til hennar og dvaldist hjá henni til dauðadags að undanskildum tveimur árum sem hún dvaldi á Svaðastöðum.
Maki: Jón Zóphonías Eyjólfsson (10.09.1868-01þ06þ1910. Hann drukknaði 41 árs er bátur hvölfdi með hann á Sléttuhlíðarvatni. Hann átti eitt barn með fyrr konu sinni, sem dó í bernsku og sjö börn með Rannveigu. Þrjú þeirra dóu í bernsku.

Ólöf Konráðsdóttir (1890-1956)

  • S03190
  • Person
  • 16.03.1890-16.03.1956

Ólöf Konráðsdóttir, f. á Ysta-Hóli 16.03.1890, d. 16.03.1956 á Tjörnum. Foreldrar: Konráð Jón Sigurðsson bóndi á Ysta-Hóli og kona hans Indíana Guðbjörg Sveinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum, elst fjögurra systra. Um tveggja ára skeið lærði hún karlamannafatasaum og hannyrðir á Sauðárkróki, Akureyri og Siglufiri. Fékkst hún mikið við saumaskap eftir það.
Maki: Ásgrímur Halldórsson (27.2.2886-21.02.1960), bóndi á Tjörnum. Þau eignuðust sjö börn.Tvö dóu í bernsku. Auk þeirra ólu þau upp fósturbörnin Guðna Kristján Hans Friðríksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Ólöf Guðmundsdóttir (1841-1916)

  • S03202
  • Person
  • 1841-1916

Ólöf Guðmundsdóttir, 23.11.1841, d. 1916. Foreldrar: Guðmundur Jónsson bóndi í Efri-Skútu í Siglufirði og kona hans Sigríður Þorsteinsdóttir. Ólöf ólst upp hjá foreldrum sínum og fermdist frá þeim árið 1857. Vann að búi þeirra í Efri-Skútu til 1862. Bjó ásamt manni í sínum í Efri-Skútu 1862-1869, en það ár drukknaði Árni á Siglufirði, ásamt Guðmundi föður Ólafar. Eftir lát hans bjó Ólöf í Efri-Skútu 1869-1872 , er hún giftist Magnúsi. Þau bjuggu áfram í Efri-Skútu 1872-1879. Fóru þá að Brekkukoti í Óslandshlíð og voru til 1881 eða lengur. Voru á Háleggsstöðum 1885-1887 og í Grafargerði 1887 og þar til Magnús lést 1889. Eftir lát hans var Ólöf vinnukona á Torfhóli 1890 og 1901, húskona í Berlín á Hofsósi 1910 en síðast á sveitarframfæri á Krossi.
Maki 1 (g. 1860): Árni Árnason. Hann drukknaði á Siglufirði ásamt tengdaföður síns í miklum hafís. Árni og Ólöf eignuðust 5 börn og létust 2 þeirra í frumbernsku.
Maki 2 (1872): Magnús Gíslason (1851-24.01.1889). Hann drukknaði í Kolkuósi. Þau eignuðust þrjú börn sem öll dóu ung.

Gunnlaugur Jón Jóhannsson (1874-1942)

  • S03206
  • Person
  • 26.04.1874-08.12.1942

Gunnlaugur Jón Jóhannsson, f. að Hringveri í Hjaltadal 26.04.1874, d. 08.12.1942 á Illugastöðum í Flókadal. Foreldrar: Jóhann Gunnlaugsson og Guðrún Einarsdóttir, ógift vinnuhjú að Hirngveri. Jóhann ólst upp hjá móður sinni sem var vinnukona á Litla-Hóli í Viðvíkursveit hjá Aðalsteini Steinssyni bónda þar og konu hans Helgu Pálmadóttur og hafði son sinn á kaupi sínu, þar til hann fór að geta unnið fyrir sér. Gunnlagur bjó á Litla-Hóli 1899-1906, Háleggsstöðum 1906-1916, Stafni 1916-1925 og Illugastöðum í Flókadal 1925-1934. Hann hafði alltaf lítið bú og vann því oft utan heimilis. M.a. við torfristu, vegghleðslu og byggingu. Einnig þótti hann laginn að hjálpa skepnum við burð og var oft fenginn í slíkt.
Maki (gift 1899): Jónína Sigurðardóttir (14.02.1877-04.02.1964). Þau eignuðust átta börn og misstu eitt þeirra tveggja ára gamalt.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03207
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Runólfsson (1851-1934) bóndi á Atlastöðum og kona hans Anna Björnsdóttir (1859-1954). Páll ólst upp í föðurgarði og vann að búi föður síns að mestu til 1900, að hann fór í Möðruvallaskóla og varð gagnfræðingur þaðan 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu að vetrinum, í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði. Bjó þar 1907 til 1910, að hann fluttist að Hofi á Höfðaströnd. Bjó þar eitt ár og brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946 að hann fluttist aftur í Hofsós og átti þar heimili til dauðadags. Páll vann mikið að opinberum störfum fyrir sveit sína. Var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi um skeið og endurskoðandi reikninga félagsins í 25 ár. Var skattanefndarmaður, úttektarmaður, kjótmats- og ullarmatsmaður og fleira í mörg ár.
Maki (gift 114.07.1904): Þórey Halldóra Jóhannsdóttir, f. 21.08.1875, d. 31.07.1957. Þau eignuðust 4 börn og ólu einnig upp að mestu þrjú fósturbörn.

Páll Ágúst Þorgilsson (1872-1925)

  • S03203
  • Person
  • 09.09.1872-15.02.1925

Páll Ágúst Þorgilsson, f. á Kambi í Deildardal 09.09.1872, d. 15.02.1925. Foreldrar: Þorgils Þórðarson, bóndi á Kambi og kona hans Steinunn Árnadóttir. Páll ólst upp með foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Fór í Flensborgarskólann í Hafnarfirði og lauk þar námi. Reisti bú á Stafni í Deildardal 1897, bóndi þar til 1905, á Brúarlandi frá 1905 til æviloka.
Maki: Guðfinna Ásta (29.06.1873-09.05.1959). Þau eignuðust 7 börn sem upp komust. Auk þess eignaðist Páll tvö börn utan hjónabands með Pálínu Sumarrós Pálsdóttur, mágkonu sinni.

Sigríður Guðrún Þorkelsdóttir (1901-1995)

  • S03209
  • Person
  • 26.10.1901-24.11.1995

Sigríður Þorkelsdóttir fæddist 26. október 1901. Faðir: Þorkell Jónsson frá Egg í Hegranesi. Móðir: Anna Sigríður Sigurðuardóttir frá Kjartansstaðakoti. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum á Ríp, Rein, Daðastöðum og Ingveldarstöðum syðri. Á síðastnefnda bænum var hún til vors 1930 en þá flutti hún til Sauðárkróks, trúlofuð Þorsteini Andréssyni sem hún síðar giftist. Saman bjuggu þau á Sauðárkróki og áttu heima í húsi sem er nefnt Sólheimar. Sigríður vann ýmis störf, m.a. í fiskverkun, í síld og í sláturhúsi.
Giftist Þorsteini Andréssyni. Sigríður lést 24. nóvember 1995.

Jónas Pétur Jónsson (1898-1940)

  • S03214
  • Person
  • 21.03.1898-20.06.1940

Jónas Pétur Jónsson, f. á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð 21.03.1898, d. 20.06.1940. Foreldrar: Jón Jónasson (1857-1922) bóndi á Þorleifsstöðum og Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935) ljósmóðir. (Jónas) Pétur var málari á Sauðárkróki og í Kanada.

Jón Júlíusson (1871-1961)

  • S03215
  • Person
  • 18.12.1889-07.05.1961

Jón Júlíusson, f. í Enni á Höfðaströnd 18.12.1889-07.05.1961. Foreldrar: Guðný Gunnarsdóttir (f. 10.05.1858-13.10.1943) og Gunnlaugur Júlíus Jónsson (05.07.1871-24.06.1957). Foreldrar Jóns voru trúlofuð um skeið en giftust ekki. Þau eignuðust þrjú börn saman. Júlíus faðir hans giftist Aðalbjörgu Sigurjónsdóttuir og átti með henni 9 börn. Jón ólst upp með föðurömmu sinni, Sólveigu Guðmundsdóttur, og manni hennar Guðmundi Jóni Sigurðssyni. Eftir að Sólveig lést bjó Guðmundur með Guðnýju, móður Jóns. Jón tók við búi á Grindum 1910 og bjó þar með Sólveigu systur sinni, sem einnig hafði alist þar upp með ömmu sinni og Guðmundi. Jón var ógiftur og barnlaus.

Björg Sveinsdóttir (1899-1976)

  • S03217
  • Person
  • 14.07.1899-14.05.1976

Björg Sveinsdóttir, f. að Felli í Sléttuhlíð 14.07.1899, d. 14.05.1976 í Reykjavík. Foreldrar: Sveinn Árnason og Jórunn Sgteinunn Sæmundsdóttir. Björg tók ljósmæðrapróf frá Ljósmæðraskóla Íslands 1919 og hjúkrunarpróf í hjúkrun geðveikra 1926. Hjúkrúnarpróf í almennri hjúkrun 1931. Var ljósmóðir í Fellsumdæmi frá 1919 til haustsins 1921 og starfandi ljósmóðir á Kópaskeri og nágrenni um skeið. Hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi og við einkahjúkrun í London 1931-1948 og 1958-1968. Starfandi 1948-1958 á sjúkrahúsum í Durban Brookenhill og Salisbury í Afríku. Stofnfélagi í Ljósmæðrafélagi Íslands 2. maí 1919.
Maki 1: Harry Edwin Bird byggingarmeistari.
Maki 2: Harold Cox rafvirkjameistari í Hastings á Englandi.

Jóhannes Sigtryggsson (-1919)

  • S03227
  • Person
  • 14.02.1895-23.06.1919

Jóhannes Sigtryggsson, f. 14.02.1895, d. 23.06.1919. Foreldrar: Sigtryggur Jónatansson bóndi í Framnesi og kona hans
Námsmaður. Drukknaði í Héraðsvötnum.

Guðmundur Guðmundsson (1880-1951)

  • S03230
  • Person
  • 20.10.1880-23.12.1953

Guðmundur Guðmundsson f. í Flatatungu 20.10.1880, d. 23.12.1953 á Akureyri. Foreldrar: Guðmundur Björnsson bóndi á Giljum í Vesturdal og víðar og kona hans Guðrún Björnsdóttir. Guðmundur ólst upp með foreldrum sínum í framanverðum Skagafirði og var stoð þeirra á síðustu búskaparárum þeirra. Hann lærði trésmíði hjá Þorsteini Sigurðssyni á Sauðárkróki og lauk sveinsprófi 1904. Stundaði þá iðn nær eingöngu þar til hann hóf búskap. Tvö fyrstu árin eftir að Guðmundur kvæntist átti hann heimili í Goðdölum og hafði grasnyt þar en taldist ekki búnandi. Bóndi í Brekku hjá Víðimýri 1909-1915. Keypti þá Reykjarhól og bjó þar til 1935. Árið 1930 lét hann hluta úr landinu undir nýbýli, er síðar hlaut nafnið Varmahlíð. Eftir að þau hjónin hættu búskap áttu þau heima á Sauðárkróki til 1941 en fluttu þá til Akureyrar og bjuggu þar til æviloka. Á báðum stöðum stundaði Guðmundur smíðar.
Maki: Stefanía Guðrún Guðmundsdóttir (16.09.1887-15.10.1946). Þau eignuðust þrjú börn og ólu upp eina fósturdóttur, Þóreyju Pétursdóttur.
Maki:

Tryggvi Magnússon (1900-1960)

  • Person
  • 06.06.1900-08.09.1960

Tryggvi Magnússon, f. í Bæ við Steingrímsfjörð 06.06.1900, d. 08.09.1960. Foreldrar: Magnús Magnússon og kona hans Anna Eymundsdóttir.
Tryggvi stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1919. Hann fór sama ár til Kaupmannahafnar og nam í Tekniske Selskabsskole og hjá einkakennurum 1919-1921. Hann nam teikningu og málaralist og tók próf upp í Listaháskólann en gat ekki haldið áfram námi þar. Hann gekk í League Art í New York 1921-1922 og nam þar andlitsmyndagerð. Fór síðan í einkaskólann Der Weg í Dresden 1922-1923 og lagði þar stund á málaralist. Árið 1923 kom hann til Reykjavíkur og bjó þar síðan.
Tryggvi teiknaði m.a. drög að öllum sýslumerkjum fyrir Alþingishátíðina 1930 og skjaldarmerkið. Var um árabil aðalteiknarinn í skopritið Spegilinn og þar einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar.
Maki: Sigríður Jónína Sigurðardóttir (23.07.1904-22.05.1971) listmálari frá Minni-Þverá í Fljótum. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu síðar samvistir.

Guðmundur Björnsson (1867-1962)

  • S03245
  • Person
  • 11.08.1867-19.07.1962

Guðmundur Björnsson, f. 11.08.1962, d. 19.07.1962. Foreldrar: Björn Guðmundsson bóndi á Ytra-Mallandi á Skaga og kona hans Sigríður Pétursdóttir. Guðmundur var lengi hjá Björgu móðursystur sinni og hmanni hennar, Jón Jónssyni á Stóru-Seylu. Hann reisti fyrst bú þar á móti þeim, þá ókvæntur. Bóndi á hluta Seylu 1894-1897, Holtskoti 1898-1900, Vallanesi 1900-1907, Reykjum í Tungusveit 1907-1911. Keypti Syðra-Vatn 1911 og bjó þar til 1941 er hann hætti búskap og fór til Jóhannesar sonar síns.
Maki: Anna Jóhannesdóttir (10.08.1872-11.07.1941). Þau eignuðust sjö börn sem upp komust.

Ásgrímur Árnason (1896-1933)

  • S03331
  • Person
  • 30.09.1896-18.01.1933

Ásgrímur Árnason, f. á Lundi í Stíflu 30.09.1896, d. 18.01.1933 á Syðra-Mallandi. Foreldrar: Áeni Magnússon bóndi, síðast á Syðra-Mallandi og kona hans Baldvina Ásgrímsdóttir. Ásgrímur ólst upp í foreldrahúsum, fyrst á Lundi í Stíflu til 1898, Enni á Höfðaströnd 1898-1903, Ketu á Skaga 1903-1904 og loks á Syðra-Mallandi til 1923 að hann reisti þar bú. Hann var þá nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyi. Ásgrímur veiktist eftir að hann sótti lækni til konu sinnar og lést upp úr því úr ókennilegri hitaveiki.
Maki: Sigríður Sigurlína Árnadóttir (1905-1985).Þau eignuðust þrjú börn.

Hermann Sigurvin Sigurjónsson (1901-1981)

  • S03252
  • Person
  • 08.01.1901-05.06.1981

Hermann Sigurvin Sigurjónsson, f. á Lækjarbakka á Upsaströnd við Dalvík 08.01.1901, d. 05.06.1981 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sigurjón Jóhannsson bóndi á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðfinna Vormsdóttir.
Hermann missti móður sína á fimmta ári en ólst upp hjá föður og stjúpu á Þorsteinsstöðum. Hann varð vinnumaður á bæjunum Dæli, Hlíð og Klængshóli í Skíðadal 1907-1915 að hann fór vestur í Skagafjörð að Egg í Hegranesi og er þar tvö ár, titlaður hjú fyrra árið en lausamaður hið síðara. Hermann hafði kynnst konuefni sínu, er þau voru sambæja á Klængshóli í Skíðadal. Giftu þau sig árið 1922. Fluttust vorið eftir í vinnumennsku að Hvammi í Hjaltadal en voru síðan húsmennsku í Hlíð árið 1924-1925. Settu þau saman bú á Ingveldarstöðum árið 1925. Næstu 13 árin eru þau búendur á fjórum bæjum í Hólahreppi þar til þau flytjast að Lóni í Viðvíkursveit þar sem þau búa allt til ársins 1963, er þau bregða búi og flytjast til Sauðárkróks. Byggðu þau sér tvíbýlishús að Hólavegi 28 í félagi við son sinn og tengdadóttur.
Á Sauðárkróki stundaði Hermann ýmsa verkamannavinnu meðan heilsu naut.
Maki (giftust 25.11.1922): Rósa Júlíusdóttir (15.05.1897-08.04.1988). Þau eignuðust sex börn en eitt þeirra dó á fyrsta ári.

Gísli Þorfinnsson (1866-1936)

  • S03266
  • Person
  • 23.09.1866-26.05.1936

Gísli Þorfinnsson, f. að Ási í Hegranesi 23.09.1866, d. 26.05.1936 á Sauðárkróki. Foreldrar: Þorfinnur Hallsson og Guðrún Björnsdóttir ógift vinnuhjú í Ási. Gísli ólst upp á vegum móður sinnar sem var vinnukona á ýmsum stöðum. Er Gísli var á áttunda ári missti hann móður sína og fór um það leyti að Litlu-Brekku á Höfðaströnd. Þar var hann á vegum Arnfríðar ömmu sinnar en fór sem vinnumaður í fram í Blönduhlíð 17 ára gamall. Meðan hann var í Litlu-Brekku tók hann að stunda sjómennsku ungur að árum og reri eina eða tvær Drangeyjarvertíðir og fór einnig á Suðurnes til sjóróðra. Hann var bóndi á Meyjarlandi á Reykjaströnd 1892-1893, Minni-Ökrum 1893-1900, Miðhúsum 1900-1936. Síðustu árin bjó hann á litlum hluta jarðarinnar á móti Jóni syni sínum. Gísli var bæði góð skytta og vefari.
Maki: Guðrún Jónsdóttir (06.07.1863-07.01.1941). Þau eignuðust níu börn en tvö þeirra dóu ung.

Jónas Guðlaugur Antonsson (1909-1983)

  • S03262
  • Person
  • 14.08.1909-01.06.1983

Jónas Guðlaugur Antonsson, f. á Deplum í Stíflu 14.08.1909, d. 01.06.1983 í Reykjavík. Foreldrar: Anton Grímur Jónsson bóndi á Deplum og Nefstöðum og kona hans Stefanía Jónasdóttir. Jónas ólst upp í foreldrahúsum til 15 ára aldurs en þá fór hann í vinnu til Siglufjarðar og lærði trésmíðar. Árið 1931 féll faðir hans frá og féll þá í hans hlut að standa fyrir búi með móður sinni. Nokkru síðar tók hann við búsforráðum á Nefstöðum tils ársins 1936 er hann fluttist til Ólafsfjarðar þar sem hann bjó næstu 18 árin. Þá fluttist hann til Siglufjarðar og dvaldi þar í átta ár þar til hann fluttist til Kópavogs árið 1961. Lengst af starfaði hann við trésmíðar og á fullorðinsaldri, eða árið 1962, tók hann sveinspróf í þeirri grein.
Maki: Hólmfríður Guðleif Jónsdóttir (03.04.1913-21.01.1972) frá Ólafsfirði. Þau eignuðust tvö börn, en annað þeirra lést samdægurs. Einnig ólu þau upp systurdóttur Hólmfríðar, Margréti Jónfríði Helgadóttur upp. Kom hún til þeirra tveggja ára gömul.

Elísabet Davíðsdóttir (1864-1950)

  • S03272
  • Person
  • 07.07.1864-02.09.1950

Elísabet Davíðsdóttir, f. á Sneis á Laxárdal 07.07.1864, d. 02.09.1950. Húsfreyja á Dæli í Sæmundarhlíð frá 1890.
Maki: Önundur Jónasson (1846-1928). Þau eignuðust eina dóttur.

Solveig Sigurðardóttir (1868-1948)

  • S03299
  • Person
  • 1868-27.12.1948

Solveig SIgurðardóttir, f. 1868, d. 27.12.1948. Foreldrar: Sigurður SIgurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Þau bjuggu víða í vinnumennsku og húsmennsku.
Vinnukona í Flatatungu, systir Sesselju Sigurðardóttur (1872-1945) sem þar var húsmóðir frá 1899, gift Einari Jónssyni (1863-1950).
Solveig var ógift og barnlaus.

Eiríkur Einarsson (1898-1952)

  • S03307
  • Person
  • 24.07.1898-06.06.1952

Eiríkur Einarsson, f. í Ytri-Svartárdal í Svartárdal 24.07.1898, d. 06.06.1952 á Akureyri. Foreldrar: Einar Björnsson og Stefanía Björnsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en fór snemma að vinna fyrir sér. Hann fór í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1921. Hann hóf búskap á Sveinsstöðum í Tungusveit 1925-1927, í Breiðargerði í sömu sveit 1927-1931 og á Lýtingsstöðum 1931-1937. Þaðan fluttust Eiríkur og kona hans til Akureyrar þar sem Eiríkur stundaði ýms averkamannavinnu. Þau reistu sér hús í Laxagötu 7 og síðar að Hólabraut 22. Síðasta árið sem Eiríkur lifði var hann auglýsingastjóri og afgreiðslumaður Íslendings á Akureyri. Hann tók virkan þátt í félagsmálum og var einn stofnenda Sleipnis, málfundafélags Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna á Akureyri og formaður þess félags fyrstu árin. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna og var eitt skeið fyrsti varamaður flokksins í bæjarstjórn.
Maki: Rut Ófeigsdóttir, f. 27.03.1900, d. 04.06.1981. Þau eignuðust sjö börn.

Sigurður Gunnar Jósafatsson (1893-1969)

  • S03309
  • Person
  • 15.04.1893-05.08.1969

Sigurður Gunnar Jósafatsson, f. í Krossanesi í Vallhólmi 15.04.1893, d. 05.08.1969 á Sauðárkróki. Foreldrar: Jósafat Guðmundsson bóndi í Krossanesi og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum en missti móður sína átta ára gamall og tók systir hennar, Margrét Ólafsdóttir þá við hússtjórn á bænum. Hann fór í Hólaskóla og lauk prófi þaðan 1912. Hann fluttist með föður sínum og fjölskyldu að Syðri-Hofdölum 1914 og vann að búi hans uns hann gifti sig. Fyrstu þrjú ár hjúskaparins voru hann og kona hans í húsmennsku á Syðri-Hofdölum við lítil efni en vorið 1919 tóku þau sig upp og hófu búskap á Hvalnesi á Skaga. Bjuggu þar til 1923 en síðan á Selá á Skaga 1923-1924. Þá misstu þau nær öll lömb sín úr fjöruskjögri og heimilið leystist upp og Sigurður gerðist farandverkamaður. Kona hans varð vinnukona á Hvammi í Laxárdal.Árið 1926 settust þau að á Sauðárkróki og áttu þar heimili síðan.
Maki: Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19.08.1895, d. 30.07.1968. Þau eignuðust átta börn og ólu auk þess upp frá fimm ára aldri dótturson sinn, Ævar Sigurþór.

Alþýðusamband Íslands (1916-)

  • S03567
  • Félag/samtök
  • 12.03.1916-

"Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er heildarsamtök íslenskra stéttarfélaga, stofnað 12. mars 1916. Í dag eru meðlimir þess um það bil 108.000 u.þ.b. helmingur starfandi vinnuafls. Félagsmenn eru hvort tveggja starfandi á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Á heimasíðu ASÍ segir að „verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum.“"

Haukur Hannesson (1959-

  • S02533
  • Person
  • 31. okt. 1959-

Haukur er sonur hjónanna Hannesar Pálma Péturssonar og Ingibjargar Hauksdóttur. Haukur er íslenskufræðingur/bókmenntafræðingur.

Haraldur Ásgeirsson (1918-2009)

  • S02543
  • Person
  • 4. maí 1918 - 20. nóv. 2009

Haraldur fæddist á Sólbakka í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Ásgeir Torfason skipstjóri og Ragnheiður Eiríksdóttir húsfreyja. Haraldur varð stúdent frá MA árið 1940. Hann lauk svo MSc - gráðu í efnaverkfræði 1945 frá University of Illinois. Í starfi sín lagði Haraldur áherslu á rannsóknir, framfarir og þróun. Hann hlaut stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir rannsóknar -og þróunarstörf í þágu byggingariðnaðarins á Íslandi. Haraldur kvæntist Halldóru Einarsdóttur húsmæðrakennara, þau eignuðust fjögur börn.

Hallgrímur Jónsson (1915-1973)

  • S02563
  • Person
  • 6. okt. 1915 - 1. okt. 1987

Hallgrímur var fæddur í Vestra-Íragerði, Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og sjómaður og Guðný Benediktsdóttir húsfreyja. Hallgrímur ólst upp við störf til sjávar og sveita, sem varð undirstaðan að lífsstarfi hans. En aðalstarf Hallgríms var sjósókn og var hann einungis 15 ára þegar hann fór á sína fyrstu vetrarvertíð. Í 57 ár stundaði hann vetrarvertíðir, eða alla sína tíð. Hann stundaði einnig á sjómennsku að sumarlagi síðustu áratugina. Hallgrímur sótti námskeið í vélfræði og öðlaðist réttindi sem vélstjóri á bátum og starfaði sem slíkur í hartnær 50 ár. Hann var þekktur fyrir dugnað og árverkni í starfi sínu. Einnig starfaði Hallgrímur við byggingavinnu þegar hlé gafst frá sjómennskunni. Vann líka við múrverk og pípulagnir og fékk réttindi sem múrari með námskeiðum. Hallgrímur kvæntist Guðrúnu Alexandersdóttur og eignuðust þau sjö börn.

Sigurður Björnsson (1917-2008)

  • S02623
  • Person
  • 24. apríl 1917 - 10. apríl 2008

Sigurður Björnsson fæddist á Kvískerjum í Öræfum hinn 24. apríl 1917 og bjó þar alla tíð síðan. ,,Þó að Sigurður ætti heima á Kvískerjum tók hann að sér verkefni á ýmsum stöðum um landið framan af ævi, vann m.a. töluvert við jarðvinnslu. Sigurður var póstur í allmörg ár, einnig sinnti hann ýmsum félagsstörfum fyrir sveitina í áratugi. Hann var varamaður í sýslunefnd frá 1964-1965 og aðalmaður frá 1966-1988. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga fyrir bóklestri og ritstörfum og skrifaði í tímarit og bækur, einkum í Skaftfelling. Öræfasveitin og Austur-Skaftafellssýsla voru honum hugleikin í skrifum sínum, einnig hafði hann mikinn áhuga á sagnfræði og fornleifum."

Valdimar Jóhannsson (1915-1999)

  • S02638
  • Person
  • 28. júní 1915 - 27. jan. 1999

,,Valdimar var fæddur á Skriðulandi í Arnarneshreppi í Eyjafirði, en ólst upp í Svarfaðardal. Sonur hjónanna Jóhanns Páls Jónssonar bónda og kennara og konu hans Önnu Jóhannesdóttur. Valdimar lauk kennaraprófi árið 1937 og kenndi við Samvinnuskólann 1937 til 1940. Einnig sótti hann fyrirlestra í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands. Árið 1938 var Valdimar blaðamaður við Nýja dagblaðið og ritstjóri tímaritsins Vöku 1938-1939. Hann var ritstjóri vikublaðsins Þjóðólfs árin 1941- 1942. Einnig var hann blaðamaður við Alþýðublaðið 1943-1944. Valdimar var og ritstjóri Frjálsrar þjóðar 1952-1953. Hann varð formaður Þjóðvarnarflokkssins frá upphafi árið 1953 til 1960. Um skeið var hann formaður Verkalýðsfélags Dalvíkur. Var í fræðsluráði Reykjavíkur árabilið 1954-1958 og í stjórn Félags íslenskra bókaútgefanda í mörg ár. Valdimar var útgefandi og forstjóri forlagsins Iðunnar 1945-1988. Árið 1942 kvæntist Valdimar Ingunni Ásgeirsdóttur og eignuðust þau þrjú börn."

Birna Jónsdóttir (1905-2008)

  • S02570
  • Person
  • 18. nóv. 1905 - 28. júlí 2008

Birna fæddist á Grófárgili í Seyluhreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Brynjólfsdóttir húsfreyja og Jón Benediktsson bóndi. Birna missti föður sinn átján ára gömul. Skólaganga Birnu var ekki löng, en hún var um tíma í farskóla og einn vetur í unglingaskóla á Sauðárkróki. Eiginmaður Birnu var Eiríkur Sigmundsson, þau eignuðust fimm börn. Birna og Eiríkur bjuggu á Grófargili árabilið 1928 til 1934, en fluttu þá að Reykjum á Reykjaströnd og bjuggu þar til 1939, er þau fluttu að Hólakoti og voru þar í fjögur ár. Um vorið 1943 fluttu þau svo að Fagranesi. Birna var síðast búsett á Sauðárkróki.

Freyja Norðdahl (1926-

  • S02572
  • Person
  • 28. des. 1926 - 16. jan. 2013

Freyja fæddist í Vestmannaeyjum árið 1926. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Úlfarsdóttir Norðdahl og Kjartan S. Norðdahl. Freyja ólst upp í Reykjavík og í Mosfellssveit. Hún nam við Brúarlandsskóla í Mosfellssveit og Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík. Freyja lauk námi við Húsmæðraskóla Reykjavíkur árið 1949. Á árunum 1944 til 1951 vann hún sem ritari, gjaldkeri og við bókhald. Freyja kom víða við í félagsmálum; var m.a. formaður Kvenfélags Lágafellssóknar og gegndi einnig formennsku í Kvenfélagasambandi Gullbringu-og Kjósarsýslu. Hún var ein stofnenda Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Freyja var um skeið formaður Barnaverndarnefndar í Mosfellssveit. Hún var mikil áhugamanneskja um félags -og mannúðarmál í Mosfellssveit og kom að ýmsum stjórnarstörfum í fjölda ráða og nefnda. Eiginmaður Freyju var Þórður Guðmundsson vélfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn.

Baldur Eyjólfsson (1882-1949)

  • S03249
  • Person
  • 17.05.1882-16.06.1949

Baldur Eyjólfsson, f. að Gilsfjarðarmúla 17.05.1882, d. 16.06.1949 í Reykjavík. Foreldrar: Eyjólfur Bjarnason bóndi í Gilsfjarðarmúla og kona hans Jóhanna Halldórsdóttir. Baldur ólst frá barnæsku upp hjá hjónunum Eggert Stefánssyni og Kristrúnu Þorsteinsdóttur í Króksfjarðarnesi. Er Ragnheiður dóttir þeirra giftist Arnóri Árnasyni að Felli í Kollafirði og síðar að Hvammi í Laxárdal, flutti Baldur með þeim mæðgum til sr Arnórs að Felli og átti heimili sitt hjá þeim Arnóri og Ragnheiði oftast upp frá því. Fluttist hann með konu sinni frá Rauðamýri á Langadalsströnd til Húsavíkur 1905 og að Hvammi í Laxárdal 1907. Voru hjónin þar í vinnumennsku í eitt ár. Bjuggu á Selá á Skaga 1908-1909. Fluttust þá aftur vestur að Rauðamýri og var Baldur síðan vestra til 1912, er hann kom aftur að Hvammi. Var hann þá skilinn við konu sína.
Fyrstu árin eftir 1916 hafði Baldur póstferðir á Skaga, en seinna um margra ára skeið hafði hann á hendi póstferðir milli Víðimýrar og Sauðárkróks. Einhvern tíma á þessum árum annaðist hann einnig póstferðir milli Hóla og Sauðárkróks, jafnvel alla leið út í Hofsós. Hélt hann þá til á Sauðárkróki með hesta sína og átti hús fyrir þá og hafði sjálfur herbergi á Hótel Tindastól. Póstferðir stundaði hann alveg til 1936.
Maki: Hólmfríður Ingibjörg Halldórsdóttir. Þau eignuðust einn son.

Guðlaugur Jónsson (1895-1982)

  • S02579
  • Person
  • 31. mars 1895 - 3. des. 1981

Guðlaugur var fæddur Ölviskrossi í Kolbeinsstaðarhreppi í Hnappadalssýslu þann 31. mars 1895. Foreldrar hans voru Stílveig Þórhalladóttir og Jón Guðmundsson. Guðlaugur ólst þar upp og stundaði hefðbundin landbúnaðarstörf fram yfir tvítugassaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1919 gerðist Guðlaugur lögregluþjónn og vann við það allar götur síðan.

Pálína Þorfinnsdóttir (1890-1977)

  • S02582
  • Person
  • 18. apríl 1890 - 19. júlí 1977

Fædd á Eilífsstöðum í Kjós. Foreldrar: Þorfinnur Jónsson og Þuríður Pálsdóttir. Búsett í Reykjavík frá 1908, félagi í Verkakvennafélaginu Framsókn, Jafnaðarfélagi Reykjavíkur, Alþýðuflokknum og kvenfélagi Alþýðuflokksins. Starfaði aldarfjórðung hjá alþýðudeild Háskóla Íslands. Gift Magnúsi Péturssyni og áttu þau tvö börn saman, en Pálína tvö börn af fyrra hjónabandi.

Anna Margrét Magnúsdóttir (1873-1959)

  • S03408
  • Person
  • 18.11.1873-16.07.1959

Anna Margrét Magnúsdóttir, f. á Möðruvöllum í Eyjafirði 18.11.1873, d. 16.07.1959. Foreldrar: Magnús Ólafsson bóndi og hreppstjóri á Möðruvöllum og kona hans Marselína Kristjánsdóttir. Anna var í Kvennaskólanum á Laugalandi 1889-1892. Hún lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn um 1897. Mun einnig hafa lært matreiðslu þar. Þá lærði hún handavinnu og hattagerð í Kaupmannahöfn um 1901. Rak ljósmyndastofu í Lækjargötu 3 á Akureyri frá 1902 og síðar í Brekkugötu 1b. Rak handavinnuskóla á Akureyri 1911-1922. Fluttist frá Akureyri um 1930 og var eftir það m.a. búsett í Reykjavík, á Siglufirði og Vestmannaeyjum. Anna var ógfit og barnlaus en ól upp Jóhönnu Jóhannsdóttur, söngkonu.

Ríkharður Jónsson (1888-1972)

  • S02589
  • Person
  • 20. sept. 1888 - 17. jan. 1977

Ríkarður Jónsson fæddist 20. september árið 1888 að Tunguhóli í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur Jóns Þórarinssonar, sem var frægur þjóðhagasmiður og bóndi að Núpi á Berufjarðarströnd og síðan að Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari konu hans, Ólafar Finnsdóttur húsfreyju. Ríkharður ólst upp að Strýtu, en fór sautján ára til Reykjavíkur í trésmíðanám til Stefáns Eiríkssonar og lauk prófi í þeirri grein tvítugur að aldri. Hann stundaði síðan nám hjá Einari Jónssyni myndhöggvara í Kaupmannahöfn og í Teknisk Selskabs Skole og stundaði nám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn í fimm og hálft ár. Ríkharður gerði mannamyndir og minnisvarða en einnig rismyndir og tréskurðarverk í kirkjur og aðrar opinberar byggingar. Meðal þekktra verka Ríkarðs má nefna biskupsstól í Kristskirkju í Landakoti, krossmark þar með Kristslíkneski og hurðina á Arnarhvoli. Hann gerði auk þess fjölda brjóstmynda og lágmynda af samtíðarmönnum, skírnarfonta og predikunarstóla.

Samband íslenskra samvinnufélaga (1902-1993)

  • S02591
  • Corporate body
  • 20.02.1902-1993

Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) var stofnað á Ysta-Felli Þingeyjasýslu 20. febrúar 1902 sem Sambandskaupfélag Þingeyinga en fékk síðan nafn sitt endanlega árið 1906.
SÍS var stofnað upphaflega til að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og þróaðist síðan yfir í samvinnuvettvang þeirra á sviði út- og innflutnings og til að ná hagstæðum samningum erlendis vegna þess taks sem danska kaupmannastéttin hafði enn á íslensku viðskiptalífi á þeim tíma.

Jónas Hálfdánarson (1919-2011)

  • S02583
  • Person
  • 8. feb. 1919 - 3. mars 2011

Jónas var fæddur á Giljum í Vesturdal í Skagafirði þann 8. febrúar 1919. Foreldrar hans voru Hálfdán Helgi Jónasson og Guðrún Jónatansdóttir. Þegar faðir Jónasar lést fluttist hann með móður sinni og ömmu á Sauðárkrók, þá um átta ára gamall. Á sumrin dvaldi hann mikið á Vindheimum í Skagafirði. Jónas hóf störf hjá Kaupfélagi Skagirðinga við akstur og síðar hjá Haraldi Júlíussyni kaupmanni. Jónas kynntist tilvonandi eiginkonu sinni, Konkordíu Sigmundsdóttur, um þrítugt og fluttu þau til Hofsóss, þar sem hann vann hin ýmsu störf, en starfaði svo hjá Stuðlabergi æ síðan, eða þar til um sjötugt. Þau áttu einn uppeldisson. Jónas var mikið í félagsmálum, var til að mynda formaður í verkalýðsfélaginu og starfaði einnig með leikfélaginu. Hann var mikill unnandi tónlistar og lærði um skeið söng og orgelleik hjá Eyþóri Stefánssyni. Jónas spilaði og söng með kirkjukór Hofsóskirkju og var stjórnandi hans um skeið.

Richard Beck (1897-1980)

  • S02597
  • Person
  • 9. júní 1897 - 20. júní 1980

Richard Beck, fæddur á Svínaskálastekk í Reyðarfirði. Foreldrar: Hans Kjartan Beck og Þórunn Vigfúsína Vigfúsdóttir. Kona: Ólöf Daníelsdóttir frá Helgustöðum. Hún lést skömmu eftir að þau giftu sig. Fór vestur um haf með móður sinni. Kennari, prófessor og rithöfundur í Kanada.

Valborg Hjálmarsdóttir (1907-1997)

  • S02600
  • Person
  • 1. maí 1907 - 27. sept. 1997

Fædd á Breið í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Rósa Björnsdóttir og Hjálmar Sigurður Pétursson bændur á Breið. Vinnukona á Mælifelli og húskona á Sauðárkróki. Húsfreyja á Tunguhálsi frá 1926. Kvæntist Guðjóni Jónssyni, þau eignuðust sex börn. Starfaði í Kvenfélagi Lýtingsstaðahrepps og kirkjukór Goðdalasóknar. Fluttist á Sauðárkrók 1964. Starfaði í fiski og á Saumastofunni Ylrúnu á Sauðárkróki.

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir (1893-1964)

  • S02605
  • Person
  • 31. jan. 1893 - 12. mars 1964

Steinunn Guðrún Eiríksdóttir, f. í Fremri-Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Eiríkur Sigurðsson b. á Írafelli í Svartárdal og k.h. Helga Björnsdóttir. Maki: Stefán Stefánsson, járnsmíðameistari á Akureyri, f. í Litlu- Hlíð í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Þau eignuðust tvö börn og bjuggu á Akureyri.

Þórhallur Vilmundarson (1924-2013)

  • S02639
  • Person
  • 29. mars 1924 - 27. nóv. 2013

Þórhallur var fæddur á Ísafirði 1924. Foreldrar hans voru Kristín Ólafsdóttir læknir og Vilmundur Jónsson landlæknir. Árið 1941 lauk Þórhallur stúdentsprófi frá menntaskólanum í Reykjavík og cand.mag. gráðu í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1950, því næst stundaði hann nám háskóla í Danmörku og Noregi (Kaupmannahöfn og Osló). Þórhallur var kennari við Menntaskólann í Reykjavík árabilið 1951 til 1960. Þar kenndi hann íslenska bókmenntasögu við heimspekideild HÍ og var skipaður prófessor í sögu Íslands 1961 og var hann forseti heimspekideildar 1969-1971. Þá var hann forstöðumaður Örnafnastofnunar frá stofnun hennar eða frá 1969-1998 og var formaður örnefnanefndar. Einnig átti hann sæti í nýyrðanefnd árabilið 1961-1964 og íslenskri málnefnd 1964-2001.

Eiður Sigurjónsson (1893-1964)

  • S02641
  • Person
  • 10. sept. 1893 - 15. okt. 1964

Eiður Sigurjónsson f. 10.09.1893 á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurjón Jónsson Ósland og Sigurjóna Magnúsdóttir. Ólst upp á Óslandi í Óslandshlíð. Gekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Hólaskóla. Vann við verslun Ólafs Jenssonar á Hofsósi við afgreiðslu og skrifstofustörf. Bóndi á Skálá 1918-1954. Kennari í Fellshreppi í 35 ár. Í hreppsnefnd frá 1923 og oddviti frá 1928, sýslunefndarmaður 1925-1942 og 1946-1954. Hreppstjóri 1935-1954. Í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga í 24 ár. Fluttist til Reykjavíkur 1964 og gerðist þingvörður og stundaði það starf fram til síðasta árs. Kvæntist árið 1918 Guðlaugu Veróniku Franzdóttur f. 1896 á Vatni á Höfðaströnd. Foreldrar: Franz Jónatansson bóndi og kennari í Málmey á Skagafirði og Jóhanna Gunnarsdóttir. Eiður og Verónika eignuðust fjögur börn.

Jón Guðbrandsson (1903-1979)

  • S02644
  • Person
  • 11. sept. 1903 - 11. nóv. 1979

Jón Guðbrandsson f. 11.09.1903 í Saurbæ í Fljótum. Foreldrar: Guðbrandur Árnason bóndi í Saurbæ og k.h. Þuríður Jónasdóttir. Ólst upp hjá foreldrum sínum í Saurbæ. Var til sjós og síðan bóndi í Saurbæ 1928-1976. Vann mikið við grenjavinnslu og skrifaði talsvert í blaðið Dýraverndarann. Maki: Guðbjörg Margrét Jónsdóttir, þau eignuðust tvö börn.

Árskógshreppur (1911-1998)

  • S03626
  • Félag/samtök
  • 1911-1998

Hreppur í Eyjafirði. Varð til árið 1911 þegar Arnarneshreppi var skipt í tvennt. Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Árskógshreppur Dalvíkurbyggð og Svarfaðardalshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.

Niðurstöður 3316 to 3400 of 3637