Showing 6400 results

Authority record

Hans Vilhelm Pálsson (1857-1933)

  • S00068
  • Person
  • 14. ágúst 1857 - 25. apríl 1935

Hans Vilhelm Pálsson fæddist 14. ágúst 1857 á Norðurlandi. Faðir hans var Páll Erlendsson en móðir hans hét Guðrún. Vilhelm flutti til Kanada 1883. Árið 1897 kvæntist hann Önnu Kristínu Nikulásdóttur. Vilhelm var verslunarmaður en hafði einnig brennandi áhuga á innflytjandamálum og virðist hafa unnið mikið að þeim málum, sérstaklega 1896-1905. Vilhelm var fyst kosinn á Saskatchewan lögþing 1912 og endurkosinn 1917. Aftur var hann kosinn á lögþing 1924 í aukakosningum og endurkosinn 1925 og 1929 fyrir Quill Plains. Hann lést árið 1935.

Hans Ragnar Linnet (1924-2002)

  • S01261
  • Person
  • 31. maí 1924 - 23. maí 2002

Sonur Kristjáns Linnet sýslumanns Skagafjarðarsýslu 1918-1924 og k.h. Jóhönnu Eyjólfu Ólafíu Júlíusdóttur Linnet.

Hans Kristjánsson (1891-1952)

  • S03347
  • Person
  • 22.05.1891-01.08.1952

Hans Kristjánsson, f. 22.05.1891-01.08.1952. Foreldrar: Sigríður Híramína Jóhannesdóttir (1879-1946) og Kristján Albert Kristjánsson útvegsbóndi og kaupmaður á Suðureyri.
Hans ólst upp á Suðureyri og hóf sjósókn 12 ára gamall. 18 ára gerðist hann formaður á vélbát föður síns. Hann var stofnandi Sjóklæðagerðar Íslands.
Maki 2: María Helga Guðmundsdóttir (d. 1937). Þau eignuðust átta börn.
Maki 2: Ólafía Á Einarsdóttir.

Hans Birgir Friðriksson (1953-

  • S02888
  • Person
  • 06.06.1953-

Sonur Sesselju Hannesdóttur og Málfreðs Friðriks Friðrikssonar. Búsettur á Sauðárkróki.

Hannes Pétursson (1931-)

  • S00182
  • Person
  • 14.12.1931-

Hannes Pálmi Pétursson fæddist 14. desember 1931 á Sauðárkróki. Hann ólst upp á Sauðárkróki hjá foreldrum sínum, Pétri Hannessyni (1893-1960) og Sigríði Sigtryggsdóttur (1894-1979). Hann var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952. Í kjölfarið stundaði hann nám í germönskum fræðum við háskólana í Köln og Heidelberg.
Hann útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 1959, Cand. mag. í íslenskum fræðum. Hans fyrsta bók kom út árið 1955, en hún nefnist Kvæðabók. Hann hefur gefið út fjölda bók, ljóð, ferðasögur, frásöguþættir og ævisögu Steingríms Thorsteinssonar. Árið 2011 kom út endurminningabók hans, Jarðlag í tímanum.
Hannes hefur sinnt ritstörfum eingöngu frá árinu 1976. Hann er búsettur á Álftanesi ásamt konu sinni Ingibjörgu Hauksdóttur (1939-).

Hannes Pálsson (1920-2015)

  • S01180
  • Person
  • 5. október 1920 - 23. júlí 2015

Hannes Pálsson fæddist 5. október 1920 að Hólum í Hjaltadal. Hann var sonur Páls Zóphóníassonar, skólastjóra þar og síðar alþingismanns, og konu hans, Guðrúnar Hannesdóttur.
,,Hannes varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1940 og á árunum 1942 til 1943 var hann við nám hjá Manufacture Trust Co, einum stærsta banka New York. Hann hóf störf hjá Búnaðarbanka Íslands haustið 1939 og starfaði við bankann í 53 ár. Hann varð útibússtjóri Austurbæjarútibús Búnaðarbankans þegar það var stofnað í desember 1948 og gegndi þeirri stöðu þar til hann var ráðinn aðstoðarbankastjóri Búnaðarbankans 1976. Hannes vann einnig lengi og ötullega að hagsmunamálum almennra bankamanna. Hannes sinnti mörgum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík í átta ár frá 1966, sat í miðstjórn flokksins um árabil, var á lista til alþingiskosninga nokkur ár, sat í uppstillingarnefnd flokksins, var formaður Húsbyggingasjóðs framsóknarfélaganna í Reykjavík auk annarra trúnaðarstarfa. Þá var hann fulltrúi flokksins í sendinefnd Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fjórum sinnum, fyrst 1971." Hannes var kvæntur Sigrúnu Helgadóttur, f. 27. september 1920, d. 28. maí 2015. Þau voru gift í 72 ár, þau eignuðust fimm börn.

Hannes Jónasson (1877-1957)

  • S02112
  • Person
  • 10. apríl 1877 - 2. maí 1957

Húsmaður í Saurbæ í Siglufirði 1910. Bóksali á Siglufirði 1930. Bóksali og ritstjóri á Akureyri og á Siglufirði.

Hannes J. Magnússon (1899-1972)

  • S00139
  • Person
  • 22.03.1899-18.02.1972

Hannes J. Magnússon var fæddur á Torfmýri í Akrahreppi, Skagafirði þann 22. mars 1899.
Hann var kennari, skólastjóri og rithöfundur á Akureyri, síðast búsettur í Reykjavík. Móðir hans hét Ragnheiður Jakobína Gísladóttir og notaði hún miðnafnið í daglegu tali. Þaðan er J í nafni Hannesar dregið.
Kona hans var Solveig Einarsdóttir (1905-1976).
Hannes lést 18. febrúar 1972.

Hannes Hannesson (1893-1958)

  • S02276
  • Person
  • 13. jan. 1893 - 14. jan. 1958

Sonur Hannesar Hannessonar b. á Daufá og k.h. Kristjönu Kristjánsdóttur. Bóndi á Daufá, sambýliskona hans frá 1936 var Þórunn Sigríður Jóhannesdóttir frá Hring í Stíflu. Þórunn hafði áður verið tvígift og misst menn sína báða, hún átti tíu börn úr fyrri samböndum.

Hannes Hannesson (1888–1963)

  • S02956
  • Person
  • 25. mars 1888 - 20. júlí 1963

Hannes Hannesson var fæddur á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi. Foreldrar hans voru Hannes Gottskálksson húsmaður í Kjartansstaðakoti á Langholti og barnsmóðir hans Steinunn Jónsdóttir vinnukona á Hraunum í Fljótum. Hannes fór í fóstur til Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Jóns Sigurðssonar hreppsstjóra á Molastöðum, síðar Illugastöðum í Holtshreppi og ólst upp hjá þeim. Hannes lauk prófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1917 og fékkst við kennslu nánast óslitið næstu fjóra áratugina. Bóndi á Melbreið í Stíflu 1921-1963. Hannes tók fullan þátt í flestum menningar- og hagsældarmálum sveitarinnar, var einn af stofnendum Málfundarfélagsins Vonar í Stíflu og Ungmennafélags Holtshrepps. Jafnframt sat hann í sveitarstjórn Holtshrepps í 30 ár, ásamt því að sitja í skattanefnd, sóknarnefnd og í stjórn Samvinnufélags Fljóta. Hannes ritaði mikið af þjóðlegum fróðleik, skrifaði annála úr Fljótum, safnaði kveðskap, þjóðsögum og margskonar persónufróðleik. Hannes var giftur Sigríði Jónsdóttur (1900-1995) frá Melbreið og eignuðust þau átta börn.

Hannes Guðvin Benediktsson (1896-1977)

  • S01207
  • Person
  • 19. janúar 1896 - 27. september 1977

Sonur Benedikts Þorsteinssonar b. í Birkihlíð, Kimbastöðum og Gili og s.k.h. Sigurborgar Jóhannesdóttur. Árið 1918 kvæntist Hannes Sigríði Björnsdóttur frá Skefilsstöðum og bjuggu þau þar fyrstu hjúskaparár sín. Árið 1921 fluttust þau að Hvammkoti og þaðan 1937 að Hvammi í Laxárdal þar sem þau bjuggu til 1943 er þau fluttu til Sauðárkróks. Stuttu eftir flutningana til Sauðárkróks slitu þau samvistum og upp frá því settist Hannes að á Akureyri. Hann var póstur á Skaga frá árinu 1937 og sinnti því starfi þar til hann fluttist til Sauðárkróks. Einnig höfðu þau hjón umsjón með símstöðinni í Hvammi meðan þau bjuggu þar. Eftir að hann fluttist til Akureyar starfaði hann í klæðaverksmiðjunni Gefjunni og varð þar fyrir því slysi að missa annan framhandlegg við olnboga. Hannes og Sigríður eignuðust sjö börn.

Hannes Eyjólfsson (1889-1909)

  • S01994
  • Person
  • 1889-1909

Foreldrar: Eyjólfur Einarsson síðast b. á Reykjum í Tungusveit og k.h. Margrét Þormóðsdóttir. Foreldrar hans létust bæði árið 1896. Fór þá í fóstur að Undirfelli í Vatnsdal til Bjargar föðursystur sinnar. Verslunarmaður á Blönduósi.

Hannes Davíðsson (1880-1963)

  • S02549
  • Person
  • 4. nóv. 1880 - 16. apríl 1963

Hann ólst upp á Hofi í Hörgárdal. Foreldrar hans voru Davíð Guðmundsson og Sigríður Ólafsdóttir Briem. Hannes tók við búskap á Hofi eftir foreldra sína. Hannes var ókvæntur og barnlaus.

Hannes Björnsson (1856-1945)

  • S01067
  • Person
  • 1856 - 29. mars 1945

Var á Þorsteinsstöðum í Skagafirði 1860. Sennilega sá sem fór til Vesturheims 1883. Bóndi í Mountain, N-Dakota.

Hanna Ingibjörg Pétursdóttir (1926-2012)

  • S00115
  • Person
  • 08.08.1926-31.01.2012

Hanna I. Pétursdóttir fæddist á Sauðárkróki 8. ágúst 1926. Hún andaðist á Droplaugarstöðum hinn 31. janúar 2012. Hanna var eitt þriggja barna hjónanna Péturs Hannessonar, póst- og símstöðvarstjóra, og Sigríðar Sigtryggsdóttur. Hanna gekk í barna- og unglingaskóla á Króknum, stundaði nám við MR veturinn 1942-3 og lauk þaðan gagnfræðaprófi en hvarf síðan aftur norður og vann við afgreiðslustörf. Veturinn 1944-45 stundaði hún nám við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Þá lá leiðin aftur suður þar sem hún starfaði í verslunum í Reykjavík, m.a. hinni rómuðu Haraldarverslun.

Hanna kynntist verðandi eiginmanni sínum, Svavari Júlíussyni, bifvélavirkjameistara og verkstjóra hjá Vegagerð ríkisins, árið 1946 og þau gengu í hjónaband hinn 25. október 1947. Börn Hönnu og Svavars urðu fjögur. Hanna vann heimavið meðan börnin voru yngri en sinnti þó ýmsum störfum utan heimilis annað slagið. Eftir að hún varð ekkja, nýorðin fimmtug, vann hún lengst af hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík og unni þeim vinnustað af heilum hug. Hún var mikill Skagfirðingur í sér þótt hún flytti ung suður og heimsótti Krókinn sinn reglulega. Hanna sat í stjórn Skagfirðingafélagsins í Reykjavík um hríð og var ötul í starfi kvennadeildar félagsins um árabil.

Hallur Pálsson (1898-1979)

  • S01781
  • Person
  • 18. mars 1898 - 23. ágúst 1979

Foreldrar: Páll Pálsson lengst af b. í Garði í Hegranesi og k.h. Steinunn Hallsdóttir. Hallur fluttist með foreldrum sínum í Framnes vorið 1920 þar sem hann kynntist konuefni sínu, Kristínu Sigtryggsdóttur. Þau hófu búskap á hluta Framness 1922 og bjuggu þar í tvö ár. Þaðan fóru þau í Brimnes þar sem þau virðast hafa dvalið í tvö ár. Árið 1926 festu þau kaup á hluta Garðs í Hegranesi þar sem þau bjuggu til 1937 er þau fluttu til Akureyrar. Á Akureyri starfaði Hallur í Skinnaverksmiðjunni. Vorið 1946 fluttu þau suður til Reykjavíkur þar sem Hallur fékk starf sem fangavörður í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Árið 1955 hóf hann störf sem verkstjóri hjá Trésmiðjunni Víði og starfaði þar í tíu ár. Hallur og Kristín eignuðust ekki börn en tóku tvö fósturbörn.

Hallur Jónasson (1918-2011)

  • S02114
  • Person
  • 20.07.1918-20.02.2011

Foreldrar hans voru Jónas Jón Gunnarsson bóndi í Hátúni og k.h. Steinunn Sigurjónsdóttir. ,,Þriggja ára að aldri fluttist Hallur með foreldrum sínum að Hátúni í Seyluhreppi, þar sem hann ólst upp og var ávallt kenndur við Hátún. Þegar Hallur var á áttunda ári vann hann sem „kúskur“ í vegavinnu. 26. október 1944 kvæntist Hallur Aðalbjörgu Önnu Jónsdóttur (Öbbu), fædd 8. ágúst 1926 í Dæli, Fljótum, Skagafirði. Þau eignuðust 4 börn. Árið 1944 fluttust Hallur og Abba til Akureyrar, þar sem hann stundaði vörubílaakstur frá Bifreiðastöð Akureyrar (BSA) eða þar til þau fluttust til Skagafjarðar. Þá byggði hann Lindarbrekku við Varmahlíð, þar sem þau bjuggu alla tíð, utan nokkur ár sem þau bjuggu í Reykjavík. Hallur var mjólkurbílstjóri í allmörg ár. Þá sá hann um vöruflutninga milli Sauðárkróks og Reykjavíkur fyrir Kaupfélag Skagfirðinga. Á þeim árum sem hann bjó í Reykjavík vann hann við vörubílaakstur hjá byggingavöruversluninni BYKO. Hallur tók virkan þátt í kórastarfi, var um margra ára skeið í karlakórnum Heimi og í stjórn þess félagsskapar og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, ásamt því að vera í kirkjukór Víðimýrarsóknar. Þá var hann einn af stofnendum Skagfirsku Söngsveitarinnar á þeim árum sem hann bjó í Reykjavík."

Hallur Jóhannsson (1853-1918)

  • S00675
  • Person
  • 31.07.1853-11.04.1918

Bóndi í Garði í Hegranesi, Sat lengi í hreppsnefnd og var formaður sóknarnefndar um skeið. Einnig var hann prófdómari barnafræðslu eftir að hún var lögskipuð. Fyrri kona Halls var Ingibjörg Engilráð Jóhannesdóttir, þau eignuðust fjögur börn. Seinni kona Halls var Kristín Sigurðardóttir frá Skriðulandi í Kolbeinsdal, þau eignuðust engin börn.

Hallgrímur Þorsteinsson (1864-1952)

  • S01628
  • Person
  • 10. apríl 1864 - 9. nóv. 1952

Hallgrímur fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 1864, en ólst upp að mestu hjá séra Jóhanni Briem í Hruna. Hann nam orgelleik hjá Einari orgelleikara og trésmið Einarssyni. Hallgrímur tók organistapróf hjá séra Sæmundi Jónssyni í Hraungerði. Hallgrímur var organisti, tónskáld, söngkennari og stjórnandi lúðrasveitar og kóra. Flutti til Sauðárkróks árið 1893 til að starfa við barnaskólann þar og hjá Sauðárkrókssöfnuði. Ári síðar stofnaði hann Söngfélagið Svölu og tók Svalan m.a. að sér kirkjusöng. Söngkennari í Reykjavík á þriðja og fjórða áratug 20. aldar, einn af fyrstu hvatamönnum af stofnun Lúðrasveitar Reykjavíkur. Kvæntist Margréti Sigríði Björnsdóttur frá Hjaltastaðahvammi, þau eignuðust þrjú börn.

Hallgrímur Thorlacius (1864-1944)

  • S01256
  • Person
  • 18. júlí 1864 - 31. okt. 1944

Foreldrar: Magnús Hallgrímsson prestur á Fagranesi, síðar prófastur á Reynistað og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum á Fagranesi og Hafsteinsstöðum. Stúdent frá Reykjavík 1886, cand. theol. frá Prestaskólanum 1888. Veitt Rípurprestakall 1888 og vígður sama ár. Veitt Glaumbæjarprestakall 1894, fékk lausn frá embætti 1935. Bóndi á Ríp 1889-1894 og í Glaumbæ 1895-1935. Eftir að hann lét af embætti dvaldi hann lengst af á Marbæli og síðast í Hátúni. Kvæntist Sigríði Þorsteinsdóttur árið 1895 og eignaðist með henni tvær dætur, þau skildu.

Hallgrímur Þorbergsson (1880-1961)

  • S03223
  • Person
  • 08.01.1880-12.02.1961

Hallgrímur Þorbergsson, f. á Helgastöðum í Reykjadal 08.01.1880, d. 12.02.1961. Foreldrar: Þorbergur Hallgrímssonar og Þóra Hálfdánardóttir.
Hann stundaði nám við Búnaðarskólann á Eiðum og útskrifaðist þaðan 1908. Síðar dvaldi hann um skeið í Noregi og Bretlandi og kynnti sér sauðfjárrækt þar. Heimkominn ferðaðist hann víða um land með styrk frá Búnaðarfélagi Íslands og kynnti sér sauðfjárræktina í landinu. Beitti hann sér fyrir margs konar umbótum á því sviði og kenndi bændum t.d. að búa til og nota ker til böðunar og nýjar baðlyfjategundir. Hallgrímur var einn af stofendum Búnaðarsambands Suður-Þingeyjarsýslu. Halldór var bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu frá 1915 til dánardags. Rak tóvinnuvélar á Halldórsstöðum eftir tengdaföður sinn. Eftir að þær brunnu 1922 kom hann upp slíkri verksmiðju hjá Kaupfélagi Þingeyinga.
Maki: Bergþóra Magnúsdóttir. Þau eignuðust eina dóttur.

Hallgrímur Sigurðsson (1865-1911)

  • S00786
  • Person
  • 26.10.1865-19.12.1911

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Hallgrímsdóttir. Hallgrímur var bóndi á Þröm, Holtsmúla og í Elivogum, annars var hann í húsmennsku á ýmsum stöðum í Staðarhrepp, síðast á Sólheimum í Sæmundarhlíð. Hallgrímur varð úti árið 1911. Hallgrímur kvæntist Ingiríði Hannesdóttur, þau eignuðust ekki börn. Fyrir hjónaband eignaðist Hallgrímur son með Hólmfríði Eldjárnsdóttur frá Miklahóli.

Hallgrímur Pétursson (1923-2001)

  • S01715
  • Person
  • 9. apríl 1923 - 15. feb. 2001

Hallgrímur Pétursson var fæddur á Hofi í Hjaltadal 9. apríl 1923. Foreldrar hans voru Pétur Pálsson bóndi á Hofi í Hjaltadal, og k.h. Anna Ingibjörg Jónsdóttir. ,,Hallgrímur ólst upp á Hofi og fluttist að Kjarvalsstöðum í sömu sveit árið 1947 og hóf þar búskap, bjó þar til æviloka. Hann kvæntist 27. janúar 1948 Svövu Antonsdóttur, þau eignuðust tvö börn."

Hallgrímur Marinósson (1944-2012)

  • S02574
  • Person
  • 16. júlí 1944 - 25. sept. 2012

Hallgrímur var fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Katrín Kristín Hallgrímsdóttir húsfreyja og Marinó Kristinn Jónsson bifreiðastjóri. Hallgrímur kvæntist Arndísi Kristínu Sigurbjörnsdóttur hannyrðakonu og leiðbeinanda. Þau eignuðust fjögur börn.

Hallgrímur Jónsson (1915-1973)

  • S02563
  • Person
  • 6. okt. 1915 - 1. okt. 1987

Hallgrímur var fæddur í Vestra-Íragerði, Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi og sjómaður og Guðný Benediktsdóttir húsfreyja. Hallgrímur ólst upp við störf til sjávar og sveita, sem varð undirstaðan að lífsstarfi hans. En aðalstarf Hallgríms var sjósókn og var hann einungis 15 ára þegar hann fór á sína fyrstu vetrarvertíð. Í 57 ár stundaði hann vetrarvertíðir, eða alla sína tíð. Hann stundaði einnig á sjómennsku að sumarlagi síðustu áratugina. Hallgrímur sótti námskeið í vélfræði og öðlaðist réttindi sem vélstjóri á bátum og starfaði sem slíkur í hartnær 50 ár. Hann var þekktur fyrir dugnað og árverkni í starfi sínu. Einnig starfaði Hallgrímur við byggingavinnu þegar hlé gafst frá sjómennskunni. Vann líka við múrverk og pípulagnir og fékk réttindi sem múrari með námskeiðum. Hallgrímur kvæntist Guðrúnu Alexandersdóttur og eignuðust þau sjö börn.

Hallgrímur Helgason (1959-

  • S02631
  • Person
  • 18. feb. 1959-

Hallgrímur Helgason er íslenskur rithöfundur, málari, þýðandi, skopteiknari og greinahöfundur. Hann nam við Myndlista- og Handíðaskólann veturinn 1979-1980 og Listaakademíuna í München 1981-1982. Hallgrímur hefur starfað sjálfstætt sem myndlistarmaður og rithöfundur frá árinu 1982. Tónskáld.

Hallgrímur Einarsson (1878-1948)

  • S00007
  • Person
  • 20.02.1878-26.09.1948

Hallgrímur Einarsson var fæddur á Akureyri árið 1878. Faðir hans var Einar Hallgrímsson Thorlacius (1846-1926), verslunarstjóri á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, N.-Múlasýslu og síðar kaupmaður á Vopnafirði. Móðir hans var Vilhelmína Pálsdóttir (1847-1921), húsfreyja. Hallgrímur lærði ljósmyndun hjá Christian Christiansen í Kaupmannahöfn 1894-1895. Hann rak ljósmyndastofu á Vestdalseyri, Seyðisfirði, 1895-1901. Starfaði sem ljósmyndari á Akureyri frá 1901 og rak sína eigin ljósmyndastofu frá 1903 til dánardægurs, ýmist einn eða í félagi með öðrum. Rak einnig verslun með ljósmyndavörur.

Hallgrímur Bogason (1898-1985)

  • S03027
  • Person
  • 17. ágúst 1898 - 12. júní 1985

Fæddur í Stóra-Holti í Fljótum. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson og Kristrún Hallgrímsdóttir, bændur á Minni-Þverá í Fljótum og víðar. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu á ýmsum jörðum í Austur-Fljótum. Hann hóf ungur störf til sjós. Er þau bjuggu á Skeiði kynntist hann verðandi eiginkonu sinni. Hófu þau búskap í sambýli við foreldra Hallgríms og fluttust með þeim að Sléttu ári síðar. Árið 1925 hófu þau sjálfstæðan búskap á Minna-Grindli en fóru tveimur árum síðar að Knappstöðum í Stíflu og voru þar fyrstu tvö árin í sambýli með foreldrum Kristrúnar. Árið 1929 tóku þau við jörðinni allri og bjuggu til ársins 1960 er þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík hóf Hallgrímur störf við útkeyrslu hjá ÁTVR en lenti í vinnuslysi sem hann jafnaði sig ekki af. Hallgrímur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sínu byggðarlagi, var um áraraðir meðhjálpari við Knappstaðakirkju og lengi kjötmatsmaður hjá Samvinnufélagi Fljótamanna.
Maki: Kristrún Aronía Jónasdóttir (1903-1989) frá Knappstöðum. Þau eignuðust átta börn.

Hallfríður Sigurðardóttir (1862-1921)

  • S01201
  • Person
  • 10. ágúst 1862 - 23. mars 1921

Foreldrar hennar voru Sigurður Bjarnason og Ingibjörg Sölvadóttir. Hallfríður giftist Sveini Jónssyni b. á Hóli í Sæmundarhlíð 1881. Þau eignuðust átta börn, sex þeirra komust á legg.

Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (1893-1965)

  • S03059
  • Person
  • 20. maí 1893 - 24. okt. 1965

Foreldrar: Jón Pálmason b. á Auðnum í Sæmundarhlíð og k.h. Guðbjörg Sölvadóttir. Árið 1912 kvæntist hún Þórarni Sigurjónssyni frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922. Þau eru sögð hafa skilið árið 1923 en fjölskyldan átti þó lögheimili að Varmalandi hjá foreldrum Þórarins til 1928, jafnframt er yngsti sonur þeirra fæddur 1926. Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1923, fyrst sem þvottakona. Í framhaldinu nam hún undirstöðuatriði hjúkrunarfræði hjá Jónasi lækni og varð síðar yfirhjúkrunarkona við sjúkrahúsið og hélt því starfi til ársloka 1962. Eftir það veitti hún ellideild sjúkrahússins forstöðu til 1964. Hallfríður bjó á spítalanum og var þar vakin og sofin öllum stundum. Árið 1948, eftir 25 ára starf á sjúkrahúsinu, sæmdi sýslufélagið hana í heiðursskyni 1000 krónum, sem þótti töluverð upphæð í þá daga. Á síðari árum sæmdi bæjarstjórn Sauðárkróks hana heiðursskjali og peningagjöf.
Hallfríður og Þórarinn eignuðust fimm börn. Hallfríður eignaðist einnig son með Árna Hafstað frá Vík.

Hallfríður Ingibjörg Egilsdóttir (1945-)

  • S00443
  • Person
  • 15.04.1945

Hallfríður Ingibjörg Egilsdóttir fæddist 15. apríl 1945.
Hún var dóttir Jóhanns Egils Sigurðssonar og Dýrfinnu Gunnarsdóttur.

Hallfríður Gunnarsdóttir (1907-1982)

  • S00523
  • Person
  • 15.04.1907 - 21.11.1982

Hallfríður Gunnarsdóttir fæddist 15. apríl 1907. Foreldrar hennar voru Gunnar Ólafsson og Sigurlaug Magnúsdóttir. Hún bjó með Aðalgeiri Sigurðssyni á Máná á Tjörnesi, en hann lést árið 1931. Þá flutti hún til Sauðárkróks og starfaði við hjúkrun á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Hún lærði klæðskerasaum hjá Stefáni klæðskera í Skjaldarvík. Hún réð sig sem ráðskonu hjá Kristjáni Kristjánssyni frá Birningsstöðum. Þar kynntist hún sínum seinni manni, Mikael Þorfinnsson frá Hrísey. Þau bjuggu á Akureyri. Hallfríður eignaðist eina dóttur.

Hallfríður Guðmundsdóttir (1931-

  • S01506
  • Person
  • 29. jan. 1931-

Dóttir Guðmundar Sveinssonar og Dýrleifar Árnadóttur. Lyfjatæknir og húsmóðir, búsett í Reykjavík. Kvæntist Agli Einarssyni bifreiðastjóra.

Hallfríður Gísladóttir (1910-1982)

  • S00449
  • Person
  • 31. jan. 1910 - 2. ágúst 1982

Fædd 31. janúar 1910 á Egg í Hegranesi og ólst upp á Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Kvæntist Hákoni Pálssyni frá Miðhvammi í Aðaldal árið 1934. Þau bjuggu fyrst um sinn á Húsavík en fluttu til Sauðárkróks árið 1949. Þau áttu einn kjörson.

Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir (1927-2015)

  • S00104
  • Person
  • 08.11.1927-30.11.2015

Hallfríður Eybjörg Rútsdóttir f. á Sauðárkróki 08.11.1927, d. 30.11.2015. Foreldrar: Sigrún Sveinsína Sigurðardóttir (1892-1972) og Rútur Þorsteinsson (1905-1994). Halla gekk í húsmæðraskólann á Löngumýri og fór svo suður til Reykjavíkur og starfaði þar á barnaheimili. Síðan fluttist hún norður og fór að vinna á Hótel Varmahlíð þar sem hún kynntist Guðbrnadi. Þau bjuggu á Sauðárkróki alla sína búskapartíð. Halla hafði mikinn áhuga á tónlist, spilaði bæði á píanó og gítar og söng í kirkjukór Sauðárkróks og síðar kór eldri borgara.
Maki: Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000) frá Austara-Hóli í Fljótum. Þau eignuðust fjögur börn.

Hallfríður Bára Haraldsdóttir (1928-2012)

  • S00186
  • Person
  • 28.04.1928-10.10.2012

,,Hallfríður Bára Haraldsdóttir fæddist á Sauðárkróki 28. apríl 1928. Hún var einkabarn foreldra sinna, Karólínu Júníusdóttur og Haraldar Andréssonar. Bára, eins og hún var einatt nefnd, lauk hefðbundnu skyldunámi á Sauðárkróki, en að því loknu lá leið hennar út á vinnumarkaðinn. Mestalla starfsævi sína vann hún ýmis störf við fiskvinnslu á heimaslóð, lengst af hjá Fiskiðju Sauðárkróks. Bára var mjög virk í stéttarfélagi sínu, Verkakvennafélaginu Öldunni, og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, hafði meðal annars um árabil umsjón með sjúkrasjóði félagsins og var trúnaðarmaður starfsfólks á vinnustað. Bára hélt heimili með foreldrum sínum á Öldustíg 6 allt til dauðadags þeirra. Sambýlismaður Báru síðan 1995 var Herbert K. Andersen (1930-2014)."

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir (1921-2009)

  • S00935
  • Person
  • 11.03.1921-25.09.2009

Halldóra Sigurlaug Jónsdóttir fæddist í Þverárdal í Bólstaðarhlíðarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu, 11. mars 1921. Foreldrar Halldóru voru Jón Björnsson bóndi á Heiði og Finney Reginbaldsdóttir. ,,Halldóra ólst upp í Skagafirði. Fram til 5 ára aldurs bjó hún á Sjávarborg í Borgarsveit og til 15 ára aldurs á Heiði í Gönguskörðum er hún flutti til Sauðárkróks. Hún hóf skólagöngu sína í farskólum til skiptis á bæjunum Heiði og Veðramóti og útskrifaðist gagnfræðingur frá Sauðárkróki. Hún stundaði síðan nám í húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík. Halldóra fór þá til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Á Siglufirði kynntist hún eiginmanni sínum Jóhannesi Þórðarsyni og bjuggu þau þar eftir það. Halldóra vann meðal annars við verslunarstörf, síldarsöltun og ræstingar. Halldóra starfaði mikið að félagsmálum og lét til sín taka í mörgum félagasamtökum, meðal annars í Slysavarnafélaginu, Rauða krossinum, Krabbameinsfélaginu, Hjartavernd og Framsóknarflokknum. Í mörgum félögunum á Siglufirði var hún formaður um langt skeið. Hún starfaði jafnframt í nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar." Halldóra og Jóhannes eignuðust tvö börn.

Halldóra Reykdal (1916-1998)

  • S02072
  • Person
  • 5. nóv. 1916 - 19. júlí 1998

Foreldrar: Trausti Reykdal Árnason b. á Hrafnagili og k.h. Anna Tómasdóttir. Halldóra ólst upp hjá foreldrum sínum á Akureyri og fluttist með þeim í Hrafnagil vorið 1933, þá 17 ára gömul. Þar kynntist hún Gunnari Einarssyni, sem þá var barnakennari í Skefilsstaðahreppi og trúlofaðist honum árið 1935. Hófu þau þá sambúð á Hrafnagili og voru til vors 1937. Fóru þá að Borgarlæk og voru þar til vors 1938. Sumarið 1938 voru þau á Hvalnesi en fóru síðan að Bergskála á Skaga um haustið. Eftir að Gunnar dó árið 1959 bjó Halldóra ásamt Hafsteini tengdasyni sínum á Bergskála til vors 1963. Þá fluttist hún til Þorlákshafnar og gerðist ráðskona. Jafnframt vann hún að fiskverkun hjá Meitlinum í Þorlákshöfn og síðan við afgreiðslustörf hjá útibúi Kaupfélags Árnesinga þar. Halldóra og Gunnar eignuðust sex börn saman, fyrir hafði Gunnar eignast sjö börn með fyrri konu sinni, aðeins þrjú þeirra komust á legg.

Halldóra Jónsdóttir (1897-1973)

  • S02822
  • Person
  • 22. feb. 1897 - 13. mars 1973

Halldóra Jónsdóttir, f. 22.02.1896 á Torfhóli í Óslandshlíð. Foreldrar: Jón Jónsson bóndi á Torfhóli í Óslandshlíð og kona hans Anna Kristín Jóhannsdóttir. Halldóra ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra. Hún var í barnaskóla í sinni heimasveit, en þar var kennari Sigurður Gíslason. Á unglingsárunum sínum fór Halldóra til Akureyrar og var þar vetrarpart vinnukona en sótti kvöldtíma í dönsku. Maki: Andrés Þorsteinsson vélsmiður frá Hjaltastöðum í Blönduhlíð. Þau bjuggu á Hjaltastöðum 1917-1922 er þau fluttu til Siglufjarðar. Eftir að til Siglufjarðar kom vann Halldóra flest sumur í síld auk þess sem hún sá um heimilið. Fyrstu átta árin voru foreldrar hennar á heimilinu. Árið 1930 dó móðir hennar og fór þá faðir hennar til dóttur sinnar á Akureyri. Þau eignuðust einn son og tóku einn fósturson.

Halldóra Helgadóttir (1945-

  • S01898
  • Person
  • 25.11.1945-

Foreldrar: Sigríður Björg Ögmundsdóttir og Helgi Einarsson. Halldóra er kvænt Ingimari Pálssyni, þau eiga þrjú börn. Búsett á Sauðárkróki.

Halldóra Helgadóttir (1932-2005)

  • S01706
  • Person
  • 15. apríl 1932 - 7. feb. 2005

Halldóra Helgadóttir fæddist á Akureyri 15. apríl 1932, dóttir Helga Ólafssonar kennara á Sauðárkróki og Akureyri og k.h. Valýar Þorbjargar Ágústsdóttur. ,,Halldóra var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri, hjúkrunarnemi, síðar sjúkraliði á Landakoti um árabil." Halldóra giftist Friðrik Sigurbjörnssyni lögfræðingi, þau eignuðust þrjú börn.

Halldóra Guðrún Albertsdóttir (1875-1950)

  • S01791
  • Person
  • 11. apríl 1875 - 4. apríl 1950

Dóttir Alberts Þiðrikssonar frá Sviðningi og k.h. Elínar Petrínu Pétursdóttur. Þau sigldu til Vesturheims þegar Halldóra var eins árs gömul. Kvæntist Þorvaldi Sveinssyni b. í Hvarfi í Víðinesbyggð á Nýja-Íslandi.

Halldóra Bjarnadóttir (1873-1981)

  • S00420
  • Person
  • 15.10.1873 - 27.11.1981

Halldóra Bjarnadóttir fæddist í Ási í Vatnsdal 14. október 1873. Hún var kennslukona á Háteigi við Háteigsveg, Reykjavík 1930. Búsett í Blönduóshreppi, A-Húnavatnssýslu 1957. Var elst Íslendinga þegar hún lést, 108 ára að aldri. Hún var formaður Sambands norðlenskra kvenna.

Halldóra Bergsdóttir (1891-1914)

  • S03198
  • Person
  • 19.10.1891-03.12.1914

Halldóra Bergsdóttir, f. 19.10.1891, d. 03.12.1914. Móðir: Ingibjörg Gísladóttir (1864-1935). Skráð á Knappstöðum í Fljótum 1901 og vinnukona í Helgahúsi í Hvanneyrarsókn 1910.
Kvittun sem liggur í skjalasafni sýslunefndar bendir til að hún hafi látist úr berklum á Vífilstöðum.

Halldóra Baldvinsdóttir (1872-1955)

  • S01492
  • Person
  • 20.11.1872 - 27.05.1955

Halldóra Baldvinsdóttir fæddist 20. nóvember 1872.
Hún bjó á Vestara-Hóli ásamt manni sínum Sigmundi Jónssyni (1860-1941). Þau voru foreldrar Indíönu.
Halldóra lést 27. maí 1955.

Halldór Þormar Jónsson (1929-1995)

  • S00340
  • Person
  • 19. nóv. 1929 - 14. des. 1995

Halldór Þormar Jónsson fæddist á Mel í Staðarhreppi þann 19. nóvember 1929. Sýslumaður og bæjarfógeti á Sauðárkróki 1982-1995 og forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks 1970-1974. Hann sat á alþingi í maí 1972. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Kona hans: Aðalheiður Ormsdóttir (1933-).
Halldór lést á Sauðárkróki 14. desember 1995.

Halldór Þormar (1929-

  • S00577
  • Person
  • 09.03.1929-

Fæddur 9. mars 1929. Sonur hjónanna Ólínu Mörtu Jónsdóttur og sr. Þorvarðar Þormar, Laufási í Eyjafirði.

Results 4166 to 4250 of 6400