Showing 6399 results

Authority record

Gunnar F Guðmundsson (1952-

  • S03131
  • Person
  • 30. okt. 1952-

Gunnar er sagnfæðingur. Hann er skjalavörður kaþólsku kirkjunnar,rithöfundur, skrifað m.a. ævisögu Jóns Sveinssonar (Nonna)

Gunnar Einarsson (1901-1959)

  • S02005
  • Person
  • 18. okt. 1901 - 30. apríl 1959

Sonur Einars Jónssonar og Rósu Gísladóttur frá Varmalandi. Gunnar lauk prófi frá Húsabakkaskóla vorið 1919. Bóndi í Steinholti í Staðarhreppi 1921-1922, á Bergskála 1938-1959. Aðalævistarf Gunnars var barnakennsla. Hann kenndi börnum í Staðarhreppi 1920-1924. Stundaði unglinga- og heimiliskennslu 1922-1930 og síðan barnakennari í Skefilsstaðahreppi 1930-1958. Annað aðalstarf Gunnars um ævina var veiðiskapur á landi og sjó. Hann stundaði skotveiðar frá unga aldri og eftir að hann fluttist á Skaga var refaskytta í Skefilsstaðahreppi meðan heilsa leyfði, eða fram til 1958. Hann hafði þá stundað grenjavinnslu frá árinu 1919. Rjúpnaveiðar stundaði hann einnig. Árið 1957 hafði Gunnar unnið 1800 tófur og 300 minka, enda hlaut hann heiðursskjal frá Búnaðarfélagi Íslands fyrir vikið. Gunnar var fljúgandi hagmæltur og var oft fenginn til að skemmta á samkomum.
Maki 1: Hildur Jóhannesdóttir ljósmóðir, þau eignuðust sjö börn, aðeins þrjú þeirra komust á legg. Fyrir átti Hildur eina dóttur. Gunnar og Hildur skildu árið 1931.
Maki 2: Halldóra Sigurbjörg Traustadóttir Reykdal, þau eignuðust sex börn.

Gunnar Daníel Pétursson Sighvats (1905-1927)

  • S01277
  • Person
  • 17. október 1905 - 24. maí 1927

Sonur Péturs Sighvats símstöðvarstjóra á Sauðárkróki og k.h. Rósu Daníelsdóttur. Lést ókvæntur og barnlaus.

Gunnar Björnsson (1905-1980)

  • S01816
  • Person
  • 15. ágúst 1905 - 2. júlí 1980

Sonur Björn Ólafssonar á Skefilsstöðum og k.h. Guðrúnar Björnsdóttur. Forstjóri í Kaupmannahöfn, síðar ræðismaður Íslands þar og sendiherra. Síðast bús. í Reykjavík. K: Margrethe D. K. A. Simmelkjær.

Gunnar Árnason (1901-1985)

  • S03086
  • Person
  • 13. júní 1901 - 31. júlí 1985

Fæddist á Skútustöðum við Mývatn sonur Árna Jónssonar prófasts og alþingsmanns á Skútustöðum og k.h. Auðar Gísladóttur. Nam guðfræði við Háskóla Íslands. Sóknarprestur í Bergstaðaprestakalli frá 1925 og bjó á Æsustöðum í Langadal. Veitt Bústaðaprestakall í Reykjavík 1952, sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá því ári og tók við þjónustu Kópavogsprestakalls er því var skipt úr Bústaðaprestakalli 1964, jafnan með búsetu í Kópavogi. Hann lét af prestsþjónustu 1971. Gunnar var afkastamikill rithöfundur, samdi þónokkur útvarps- leikrit, tók saman sagnfræði og þjóðfræðiþætti, samdi bókakafla í ýmis rit og var afkastamikill þýðandi.
Maki: Sigríður Stefánsdóttir (1903-1970) frá Auðkúlu, þau eignuðust fimm börn.

Guðvarður Sigurðsson (1917-1994)

  • S00452
  • Person
  • 11.02.1917-18.05.1994

Fæddist í Hofsgerði á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson og Guðbjörg Sigmundsdóttir. Guðvarður var þríburi. Starfaði sem bakari í Reykjavík. Ókvæntur og barnlaus.

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson (1891-1965)

  • S03241
  • Person
  • 10.09.1891-31.01.1965

Guðvarður Sigurbjörn Steinsson, f. á Kleif á Skaga 10.09.1891, d. 31.01.1965 í Reykjavík. Foreldrar: Steinn Óli Jónasson vinnumaður á Sævarlandi og síðar sjómaður á Seyðisfirði og Ingibjörg Guðvarðardóttir, þá ógift vinnukona á Kleif en síðar húskona á Minna-Felli í Sléttuhlíð. Guðvarður var tökubarn á Borgarlæk á Skaga til 1892 og hjá Sigurlaugu móðursystur sinni á Efra-Nesi á Skaga 1897-1898 en var að öðru leyti með móður sinni fram yfir 10 ára aldur víða um Skagafjörð. Eftir það mun Gðvarður hafa farið að Fossi á Skaga til Sigríðar Gísladóttur og Sigurðar Gunnarssonar. Hann var vinnumaður hjá Sigtryggi Jóhannssyni á Hóli á Skaga 1910-1911 eða lengur en fluttist vestur í Hnífsdal, seinnilega 1914. Hann fékk snemma áhuga á vélum og lærði á þær af sjálfsdáðum. Var vélstjóri til sjós í Hnífsdal og á Ísafirði um skeið, sennilega til 1919. Þar giftist hann fyrri konu sína en missti hana úr spönsku veikinni eftir aðeins tveggja ára hjónaband og gekk hún þá með barn þeirra undir belti en ekki náðist ða bjarga barninu. Eftir það fluttist Guðvarður til Reykjavíkur, eignaðist vörubíl og gerðist bílstjóri um skeið. Þar kynntist hann seinni konu sinni og kvæntist henni árið 1921. Árið 1926 tóku þau sig upp og fluttust í Skagafjörð. Þangað kom hann með vörubíl sinn og var annar af tveimur fyrstu bílstjórum í Skagafirði og kom með fyrsta eða annan bílinn til Sauðárkróks, T-Ford vörubíl sem bar númerið Sk-1. Næstu árin bjó hann á Sauðárkróki en fór á vertíðir syðra, auk þess að stunda akstur og ýmsa flutninga. Einni keyrði hann nokkur sumur fyrir SR á Siglufirði. Árið 1935 gerðist Guðvarður húsmaður á Hvammi í Laxárdal. Hafði þá hlaðist að honum mikil ómegð og höfðu forystumenn hreppsins áhyggjur af því og vildu stjaka honum yfir í fæðingarhrepp sinn. Árið eftir reisti hann bú á Selá á Skaga og bjó þar frá 1936-1943. Því næst varð hann sjómaður á Sauðárkróki í eitt ár en fluttist til Eyrarbakka árið 1944 og bjó þar til 1952 en í Reykjavík 1952-1953. Var hann ha´seti og vélstjóri þar. Árið 1953 gerðist hann aftur bóndi, þá á Kleif á Skaga og bjó þar til 1962. Síðustu árin var hann til skiptis hjá börnum sínum. Guðvarður var nokkuð hagmæltur en fór fremur dult með það.
Maki 1: Sigurbjörg Helgadóttir (30.06.1891-28.11.1918). Þau eignuðust ekki börn en Sigurbjörg var barnshafandi þegar hún lést.
Maki 2: Bentína Þorkelsdóttir (27.07.1898-07.05.1980) úr Reykjavík. Þau eignuðust þrettán börn. Fyrir átti Guðvarður dótturina Guðrúnu (12.04.1916-12.01.1994) með Friðgerði Torfadóttur frá Hattardal í Álftafirði, Guðrúnu

Guðsteinn Guðjónsson (1940-2017)

  • S02609
  • Person
  • 5. maí 1940 - 17. mars 2017

Foreldrar: Guðjón Jónsson og Valborg Hjálmarsdóttir bændur á Tunguhálsi. ,,Guðsteinn bjó til ársins 1991 á Tunguhálsi I og stundaði þar búskap. Flutti þaðan til Sauðárkróks og bjó þar til ársins 1996 og keypti þá Laugardal í Lýtingsstaðahreppi og bjó þar til ársins 2015. Síðast var hann búsettur að Lækjarbakka 11 á Steinsstöðum. Hann var mikill aðdáandi söngs og söng í karlakórnum Heimi og kirkjukór Lýtingsstaðahrepps. Hann var mikil refaskytta og byrjaði á grenjum aðeins 16 ára. Hann vann mikið við vörubílaakstur með búskapnum. Hann gegndi ýmsum nefnda- og félagsstörfum." Guðsteinn kvæntist 31. janúar 1965 Ingu Björk Sigurðardóttur frá Borgarfelli í Lýtingsstaðahreppi, þau eignuðust fjórar dætur.

Guðrún Tómasdóttir (1925-

  • S02188
  • Person
  • 13.04.1925-

Foreldrar: Tómas Jóhannsson kennari á Hólum í Hjaltadal og k.h. Ástríður Magnúsdóttir frá Mosfelli í Mosfellssveit. Faðir Guðrúnar lést þegar hún var fjögurra ára gömul og fluttist þá með móður sinni og systur í Mosfellssveit. Guðrún er söngkona og tónlistarkennari. Stúdent frá MA 1948. Stundaði háskólanám í læknisfræði 1948-1949. Tók einsöngspróf frá New York University 1958 og stundaði víða framhaldsnám í söngfræðum. Stundaði söngkennslu samfleytt frá 1966. Kvæntist Frank Joseph Ponzi listfræðingi frá Dearborn í Bandaríkjunum. Búsett í Brennholti í Mosfellsdal.

Guðrún Þuríður Hannesdóttir (1881-1963)

  • S01181
  • Person
  • 11. maí 1881 - 11. nóv. 1963

Fædd og uppalin í Deildartungu í Borgarfirði. Fyrir aldamótin átti hún hlut í stofnun bindindisfélags og nokkru seinna var hún ein af stofnendum ungmennafélagsins Íslendings og í stjórn þess. Guðrún kvæntist árið 1912 Páli Zóphaníassyni sem síðar varð skólastjóri á Hólum. Þau bjuggu fyrst að Hvanneyri og að Kletti í Reykholtsdal, fluttu svo í Hóla árið 1920 þar sem þau bjuggu í átta ár. Fluttu til Reykjavíkur það sama ár og bjuggu þar til æviloka. Guðrún og Páll eignuðust sex börn.

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir (1939-2007)

  • S03610
  • Person
  • 16.01.1939-23.05.2007

Guðrún Þrúður Vagnsdóttir, f. á Minni-Ökrum í Skagafirði 16.01.1939, d. 23.05.2007. Foreldar: Vagn Gíslason (1901-1986) og Fjóla Stefánsdóttir (1914-2004).
Maki: Hreinn Þorvaldsson. Þau eignuðust fimm börn.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1876-1957)

  • S01567
  • Person
  • 25. sept. 1876 - 6. mars 1957

Dóttir Halldóru Pétursdóttur frá Álfgeirsvöllum og fyrri maður hennar Þorsteinn Eggertsson b. á Haukagili í Vatnsdal. Seinni maður Halldóru og stjúpfaðir Guðrúnar var Ólafur Briem b. og alþingismaður á Álfgeirsvöllum. Guðrún kvæntist Bjarna Jónssyni alþingismanni frá Vogi. Þau skildu. Hún rak brauðgerðarhús á Sauðárkróki um skeið. Húsfreyja í Reykjavík 1930 og 1945. Kennslukona á Sauðárkróki.

Guðrún Þorsteinsdóttir (1863-1954)

  • S00667
  • Person
  • 7. ágúst 1863 - 27. júní 1954

Fædd og uppalin fyrstu árin á Vík í Héðinsfirði en fór svo með móður sinni að Siglunesi og síðan að Bæ á Höfðaströnd. Kvæntist Helga Ólafssyni, þau bjuggu í Ártúni á Höfðaströnd, á Mannskaðahóli, í Hornbrekku, að Læk í Viðvíkursveit, að Vatni á Höfðaströnd og síðast í Mýrakoti.

Guðrún Þorleifsdóttir (1871-1939)

  • S00558
  • Person
  • 30. maí 1871 - 22. júní 1939

Fædd á Undifelli í Vatnsdal. Framan af ævi var Guðrún í vistum á ýmsum bæjum á Norðurlandi, m.a. á Ásláksstöðum í Krækningahlíð. Hún var þrígift, fyrsti maður hennar var Sigurjón Þorsteinsson húsmaður í Ytri-Svartárdal, hann missti hún árið 1896, annar maður hennar var Guðmundur Ólafsson b. á Tunguhálsi, hann missti hún árið 1908, þriðji maður hennar var Sveinn Stefánsson. Guðrún og Sveinn bjuggu myndarlegu búi á Tunguhálsi, þau eignuðust ekki börn en áttu einn fósturson.

Guðrún Þorbjörg Sigurjónsdóttir (1893-1974)

  • S03181
  • Person
  • 14.08.1893 - 30.09.1974

Guðrún Þorgbjörg var fædd í Eyhildarholti í Hegranesi, Skag. Dóttir hjónanna Sigurjóns Marteinssonar bónda í og Guðrúnar Magnúsdóttur, húsfreyju. Guðrún var vinnukona á Sauðárkróki 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Nefnd Þorbjörg Guðrún skv. Skagfirðingabók.

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir (1907-1963

  • S02778
  • Person
  • 19. júní 1907 - 25. feb. 1963

Guðrún Þorbjörg Sigurðardóttir, f. 19.06.1907. Foreldrar: Sigurður Lárusson sjómaður á Sauðárkróki, f. 1880 og Ingibjörg Sigríður Sigurðardóttir, f. 1886. Var verkakona á Akureyri. Guðrún var ógift og barnlaus.

Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935)

  • S02724
  • Person
  • 6. mars 1859 - 5. nóv. 1935

Foreldrar: Þorkell Þorsteinsson á Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Þóra var um langt skeið ljósmóður í Akrahreppi. Maki: Jón Jónasson, f. 1857, bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Þau eignuðust átta börn.

Guðrún Sveinsdóttir (1922-1981)

  • S00916
  • Person
  • 30. mars 1922 - 24. júlí 1981

Húsfreyja og afgreiðslukona á Sauðárkróki. Var í Kálfholti, Oddasókn, Rang. 1930. Síðast bús. á Sauðárkróki.

Guðrún Sveinsdóttir (1892-1967)

  • S00761
  • Person
  • 1. mars 1892 - 18. ágúst 1967

Dóttir Sveins Jónatanssonar og Guðbjargar Jónsdóttur á Hrauni á Skaga. Kvæntist Óskari Þórðarsyni lækni í Reykjavík, síðast búsett í Reykjavík.

Guðrún Sveinsdóttir (1890-1978)

  • S01625
  • Person
  • 30. maí 1890 - 23. okt. 1978

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Kennari á Sauðárkróki. Kvæntist Pétri Guðmundssyni frá Syðra-Vatni, þau skildu.

Guðrún Sveinbjarnardóttir (1947-

  • S02451
  • Person
  • 1947-

Guðrún er ættuð frá Hurðarbaki í Reykholtsdal. Hún er fornleifafræðingur. Verkefnastjóri fornleifarannsókna í Reykholti.

Guðrún Svanfríður Snæbjörnsdóttir (1925-2015)

  • S00111
  • Person
  • 27. júní 1925 - 26. júní 2015

Fædd á Sauðárkróki 27. júní 1925, dóttir Snæbjörns Sigurgeirssonar bakarameistara á Sauðárkróki og Ólínu Ingibjargar Björnsdóttur. Var á Sauðárkróki 1930. Síðar verslunarkona og heildsali í Reykjavík.

Guðrún Steinsdóttir (1916-1999)

  • S00819
  • Person
  • 4. september 1916 - 7. mars 1999

Dóttir Steins Leó Sveinssonar og Guðrúnar Kristmundsdóttur á Hrauni á Skaga. Fædd og uppalin á Hrauni. Sextán ára gömul fór Guðrún til Reykjavíkur og var þar í tvo vetur. Árin 1937-1938 stundaði hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Veturinn eftir var hún ráðskona við Reykjaskóla í Hrútafirði í eitt ár. Stundaði síðan verslunarstörf í Reykjavík í sjö ár, síðan húsfreyja á Reynistað frá 1947. Guðrún starfaði í ungmennafélaginu Æskunni og var gjaldkeri félagsins 1947-1960, í stjórn Kvenfélags Staðarhrepps og ritari þess 1951-1967, síðan formaður 1969-1978. Formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar 1965-1987. Guðrún kvæntist Sigurði Jónssyni frá Reynistað árið 1947, þau eignuðust fjóra syni.

Guðrún Stefánsdóttir (1917-1995)

  • S01525
  • Person
  • 14. des. 1917 - 28. ágúst 1995

Foreldrar hennar voru Sigrún Haraldsdóttir húsmóðir frá Hjalteyri og Stefán Stefánsson frá Sauðárkróki, kaupmaður á Akureyri. Guðrún lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, og var einnig við nám í dönskum kvennaskóla. Kvæntist Jörundi Pálssyni arkitekt frá Hrísey, þau eignuðust tvö börn.

Guðrún Stefánsdóttir (1878-1917)

  • S00723
  • Person
  • 11.04.1878-18.08.1917

Dóttir Stefáns Ásgrímssonar og Helgu Jónsdóttur í Efra-Ási. Kvæntist Sigurði Ásgrímssyni (1876-1939), þau bjuggu fyrst að Efra-Ási, svo að Unastöðum í Kolbeinsdal, í Ólafsfirði, í Ketu í Hegranesi og síðast á Ási í Hegranesi. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn.

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir (1896 -1985)

  • S00530
  • Person
  • 08.10.1896 - 11.02.1985

Guðrún Soffía Gunnarsdóttir fæddist í Keflavík í Hegranesi 8. október 1896. Hún var dóttir Gunnars Ólafssonar og Sigurlaugar Magnúsdóttur. Hún var ráðskona í Garði í Hegranesi, hjá bróður sínum Ólafi Gunnarssyni. Maður Guðrúnar var Páll Stefánsson (1890-1955). Þau giftust árið 1928. Fyrstu árin bjuggu þau í Ásgeirsbrekku og Enni í Viðvíkursveit en fluttu síðan til Sauðárkróks. Þar bjuggu þau á Suðurgötu 18B. Guðrún bjó á Öldustíg 5 eftir að hún missti manninn sinn.

Guðrún Snorradóttir (1896-1989)

  • S01615
  • Person
  • 13. ágúst 1896 - 31. des. 1989

Foreldrar: Snorri Bessason og Anna Björnsdóttir, þá búsett að Hringveri í Hjaltadal, síðar Garðakoti í sömu sveit. Guðrún var ung þegar móðir hennar lést og tók þá við húsmóðurhlutverkinu á bænum. Árið 1920 fór hún til Reykjavíkur í hússtjórnarskóla. Maki: Bjarni Sigmundsson frá Hvalskerjum í Rauðsandshreppi, f. 26.02.1898, d. 28.06.1978. Þau eignuðust fjögur börn. Þau hófu búskap sinn í Tungu við Suðurlandsbraut, reistu seinna nýbýlið Hlíðarhvamm í Sogamýri en bjuggu lengst af í Skipasundi 24. Þar bjuggu einnig tveir synir þeirra ásamt eiginkonum og átta börnum. Árið 1970 fluttu þau hjónin á Hrafnistu og þar bjó Guðrún til dánardags.

Guðrún Símonardóttir (1891-1915)

  • S01008
  • Person
  • 27. nóv. 1891 - 27. júní 1915

Fósturdóttir Sigurður Guðmundssonar (1855-1951) og Jónínu Magnúsdóttur (1857-1916).

Guðrún Símonardóttir (1871-1924)

  • S01563
  • Person
  • 22. feb. 1871-1924

Foreldrar: Símon Pálmason og Sigurlaug Þorkelsdóttir á Brimnesi. Guðrún kvæntist árið 1894 Sigurði Jónssyni frá Tungu í Stíflu. Þau bjuggu sem vinnuhjú Hvalnesi á Skaga 1893-1895, á Bakka í Viðvíkursveit 1895-1897, eitt ár á Sauðárkróki, aftur á Bakka 1898-1903 en tóku það ár við búskap á Hvalnesi og bjuggu þar til 1919 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau dvöldu í þrjú ár. Þaðan fóru þau að Hringveri í Hjaltadal og þar lést Guðrún árið 1924. Guðrún og Sigurður eignuðust tvö börn en sonur þeirra lést aðeins 11 ára gamall.

Guðrún Sigurjónsdóttir (1926-2005)

  • S01843
  • Person
  • 12.03.1926-19.07.2005

Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Erlendsdóttir frá Beinakeldu í Torfalækjarhreppi og Sigurjón Þorlákur Þorláksson frá Brenniborg í Skagafirði. Guðrún ólst upp á Tindum í Svínavatnshreppi ásamt foreldrum sínum og systkinum. Maður hennar var Sveinn Magnússon loftskeytamaður á Veðurstofu Íslands. Síðast búsett í Reykjavík.

Guðrún Sigurðardóttir (1886-1969)

  • S00660
  • Person
  • 29.06.1886-04.07.1969

Guðrún var fædd og uppalin á Víðivöllum í Blönduhlíð, dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Guðrúnar Pétursdóttur. Tvítug fór hún til náms við Alþýðuskólann á Hvítárvöllum og kynntist þar mannsefni sínu, Sigurði S. Þorvaldssyni. Á árunum 1910-1914 bjuggu þau á Ísafirði en fluttu þá að Sleitustöðum þar sem þau bjuggu til ársins 1955. Guðrún og Sigurður eignuðust 12 börn, átta þeirra komust á legg.

Guðrún Sigrún Jónsdóttir (1905-1959)

  • S00780
  • Person
  • 27.08.1905-23.12.1954

Dóttir Jóns Jónssonar á Kimbastöðum og sambýliskonu hans Bjargar Sigurðardóttur. Nokkru eftir fermingu fór hún til Reykjavíkur og síðar til Danmerkur þar sem hún var við nám og störf. Kvæntist sr. Guðmundi Benediktssyni frá Hrafnabjörgum í Svínadal. Þau fluttu að Barði í Fljótum árið 1933 og bjó Guðrún þar til æviloka. Guðrún og Guðmundur eignuðust fimm börn og ólu þar að auki upp stúlku frá níu ára aldri.

Guðrún Sigríður Gísladóttir (1918-1988)

  • S01678
  • Person
  • 26. des. 1918 - 17. feb. 1988

Foreldrar: Gísli Ólafsson skáld frá Eiríksstöðum, verkmaður á Sauðárkróki og k.h. Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Bergsstöðum, síðan á Fjósum árin 1919-1920, þá á Hólabæ í Langadal 1920-1924, á Blönduósi 1924-1928 og síðan á Sauðárkróki. Á unglingsárunum var hún í síld á Siglufirði. Átján ára fór hún til Reykjavíkur og vann þar í Hampiðjunni. Árið 1941 kvæntist hún Inga Gests Sveinssyni, þau fluttu á Neskaupsstað, síðan á Sauðárkrók og til Reykjavíkur 1963. Þau slitu samvistir 1968. Á Neskaupsstað var Guðrún formaður Slysavarnarfélags kvenna og söng í Samkór Neskaupsstaðar. Á Sauðárkróki tók hún mikinn þátt í starfi Kvenfélags Sauðárkróks. Guðrún var söngelsk og lék á ýmis hljóðfæri. Jafnframt var hún hagmælt og eftir hana liggur töluvert af lausavísum. Árið 1978 gaf hún út tvö ljóðakver; Skagfirskar glettur og Norðfjarðarlofsöng. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur árið 1963 rak hún söluturn um tíma og vann svo við matargerð á veitingahúsum. Seinni maður Guðrúnar var Þórður Þorkelsson frá Seyðisfirði.
Guðrún og Ingi eignuðust fjögur börn.

Guðrún Sighvatsdóttir (1960-

  • S02665
  • Person
  • 24. okt. 1960-

Foreldrar: Sigurlaug Pálsdóttir (1934-) frá Laufskálum og Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004) frá Hvítadal í Dalasýslu. Guðrún Sighvatsdóttir er fædd árið 1960 og er búsett á Sauðárkróki ásamt eiginmanni sínum Ásgrími Sigurbjörnssyni, þau eiga einn son.

Guðrún Sigfúsdóttir (1907-1986)

  • S03145
  • Person
  • 2. sept. 1907 - 13. ágúst 1986

Foreldrar: Sigfús Hansson b. á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð og víðar og k.h. Jónína Jósafatsdóttir. Guðrún kvæntist Garðari Skagfjörð Jónssyni skólastjóra á Hofsósi, þau eignuðust eina dóttur saman, fyrir átti Guðrún dóttur.

Guðrún Ragnheiður Sigurðardóttir Urup (1925-2012)

  • S00205
  • Person
  • 25.07.1925-28.06.2012

,,Guðrún Sigurðardóttir Urup, f. 25.07.1925 á Sauðárkróki, d. 28.06.2012 í Holte í Danmörku. Foreldrar hennar voru Stefanía Arnórsdóttir og Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skagfirðinga og bæjarfógeti á Sauðárkróki. Hinn 25.7. 1947 giftist Guðrún Jens Urup listmálara, f. 25.9. 1920, d. 21.11. 2010. Guðrún ólst upp á Sauðárkróki. Hún gekk í Myndlista- og handíðaskólann frá 1941-43 og kenndi í framhaldi af því teikningu í Reykjavík. Hún hóf nám á Kunstakademiet í Kaupmannahöfn 1945 og útskrifaðist 1950. Þar kynntist hún eiginmanni sínum og eignuðust þau 4 börn. Eftir að börnin fæddust sinnti Guðrún barnauppeldi og húsfreyjustörfum og studdi mann sinn á listabrautinni. Á síðari hluta ævinnar tók hún aftur til við listsköpun. Þau hjón unnu ýmis verk sem eru á Íslandi og unnu saman að gerð glermósaikglugga í Sauðárkrókskirkju 1974 og 1985. Guðrún hélt einkasýningu í Reykjavík í Galleríi Gangskör 1987 og hélt margar sýningar í gegnum tíðina í Kaupmannahöfn, m.a. í Jónshúsi. Síðasta stóra sýningin var í Birkerød Kunstforening í desember 2011, þar sem henni var boðið að sýna í minningarsýningu um Jens Urup í tengslum við fráfall hans."

Guðrún Pétursdóttir (1852-1933)

  • S00551
  • Person
  • 20. september 1852 - 4. febrúar 1933

Fædd á Reykjum í Tungusveit, dóttir Péturs Bjarnasonar b. á Reykjum og Guðrúnar Pétursdóttur. Kvæntist Sigurði Sigurðssyni frá Uppsölum og eignuðust þau níu börn, fimm þeirra komust á legg, einnig ólu þau upp eina fósturdóttur. Þau bjuggu á Víðivöllum. Guðrún var þekkt fyrir einstaka gestrisni og gjafmildi og sendi jafnan gjafir til fátækra heimila í nágrenninu.

Guðrún Pálsdóttir Michelsen (1886-1967)

  • S00076
  • Person
  • 9. ágúst 1886 - 31. maí 1967

Frá Draflastöðum í Eyjafirði, flutti til Sauðárkróks 1906. Gift Frank Michelsen úrsmíðameistara, þau eignuðust tólf börn.

Guðrún Pálína Helgadóttir (1922-2006)

  • S02568
  • Person
  • 19. apríl 1922 - 5. júlí 2006

Guðrún fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Ingvarsson læknir og Guðrún Lárusdóttir húsfreyja. Guðrún ólst upp á Vífilsstöðum. Hún tók stúdentspróf frá MR árið 1941, kennarapróf 1945, BA-prófi í íslensku og ensku frá Háskóla Íslands árið 1949 og doktorspróf frá háskólanum í Oxford 1968. Guðrún kenndi íslensku við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í ellefu ár og við Kvennaskólann í Reykjavík frá 1955; varð svo skólastjóri þar 1959 - 1982. Eftir Guðrúnu liggja ýmis rit, greinar og bækur. Hún þótti afburðakennari og var merkur brautryðjandi og baráttukona á sviði menntunar. Guðrún var um skeið formaður félags kvenna í fræðastörfum, Alfadeild og varð síðar heiðursfélagi og sat um tíma í stjórn Þjóðvinafélagsins. Guðrún giftist Oddi Ólafssyni lækni, þau skildu, en eignuðust son. Árið 1949 giftist hún Jóni Jóhannessyni prófessor, sem lést 1957, en þau eignuðust tvo syni. Þriðji eiginmaður Guðrúnar var Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdarstjóri.

Guðrún Ólöf Guðmundsdóttir (1926-2015)

  • S01504
  • Person
  • 28. sept. 1926 - 6. jan. 2015

Foreldrar Guðrúnar voru Jóna Kristín Guðmundsdóttir og Guðmundur Benediktsson. Eiginmaður Guðrúnar var Kristinn Jónasson, þau eignuðust tvö börn. Guðrún og Kristinn bjuggu í Tungu og á Knappsstöðum í Stíflu til ársins 1974 að þau fluttu til Akureyrar, þar unnu bæði í verksmiðjum Sambandsins á Gleráreyrum.

Guðrún Ólafía Jónsdóttir (1935-2016)

  • S02411
  • Person
  • 20. mars 1935 - 2. sept. 2016

Guðrún fæddist á Blönduósi 20. mars 1935. Dóttir hjónanna Huldu Á. Stefánsdóttur skólastjóra og Jóns S. Pálmasonar bónda á Þingeyrum. ,,Guðrún ólst upp á Þingeyrum í Húnaþingi til sjö ára aldurs er hún flutti til Reykjavíkur. Hún útskrifaðist frá MR 1955 og hélt til náms til Kaupmannahafnar. Hún lauk prófi í arkitektúr frá Konunglegu akademíunni 1963 og vann eftir útskrift á teiknistofu prófessors Viggo Möller Jensen og Tyge Arnfred til 1966. Eftir búferlaflutninga til Íslands rak hún teiknistofuna Höfða ásamt Stefáni Jónssyni og Knúti Jeppesen til 1979. Hún var forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkur, síðar Borgarskipulags Reykjavíkur 1979-1984. Frá 1984 rak hún TGJ Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur allt til dauðadags. Á sínum ferli lét Guðrún til sín taka á sviði skipulagsmála og vann að mörgum verkefnum í Reykjavík og á landsbyggðinni. Hún hannaði fjölmargar byggingar víða um land, t.a.m. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Vörðuna – ráðhús Sandgerðisbæjar og Klausturstofuna við Þingeyrakirkju. Guðrún var ákafur talsmaður verndunar byggingararfsins og kom að uppteikningu og endurgerð eldri húsa, auk gerðar byggða- og húsakannana. Guðrún kom víða við á ferlinum, hún sat í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973 og var formaður 1970-1972. Hún var formaður Torfusamtakanna 1972-1979, sat í ráðgjafanefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984, í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976, í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990, í Náttúruverndarráði 1993-1996 og í faghópi vegna Rammaáætlunar 1999-2003. Hún var varaborgarfulltrúi Nýs vettvangs 1990-1994 og Reykjavíkurlista 1994-2002, sat í Skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998, var formaður Menningarmálanefndar Reykjavíkur 1994-2002, formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998-2015. Þá var hún virkur félagi í Zonta-klúbbi Reykjavíkur frá 1971 til dauðadags. Guðrún var kjörin heiðursfélagi Arkitektafélags Íslands 2015."
Guðrún var þrígift, fyrst Ómari Árnasyni tryggingastærðfræðingi, þá Knúti Jeppesen arkitekt og síðast Páli Líndal, fv. borgarlögmanni og ráðuneytisstjóra, Guðrún eignaðist fjögur börn.

Guðrún Margrét Albertsdóttir (1902-1970)

  • S02868
  • Person
  • 4. des. 1902 - 29. apríl 1970

Foreldrar: Gottskálk Albert Björnsson frá Kolgröf og Hólmfríður Margrét Guðjónsdóttir (alin upp á Sölvanesi). Guðrún Margrét ólst upp á Neðstabæ í Húnavatnssýslu. Maki: Valdimar Sigurjónsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hreiðri í Holtum í Rangárvallasýslu til ársins 1964 er þau brugðu búi og fluttust til Hafnarfjarðar.

Guðrún Magnúsdóttir (1880-1956)

  • S01492
  • Person
  • 14. sept. 1880 - 11. júní 1956

Guðrún Magnúsdóttir fæddist að Krakavöllum í Flókadal 14. september 1880, dóttir Magnúsar Björnssonar b. á Krakavöllum og k.h. Önnu Davíðsdóttur. Frá fimm ára aldri var hún í fóstri hjá Guðrúnu Friðriksdóttur og Jóhanni Jónssyni á Læk í Austur-Fljótum. Maður hennar var Guðmundur Jónsson (1877-1959). Þau hófu búskap í Haganesi í Fljótum, fluttu síðar í Neðra-Haganes og bjuggu þar 1905-1918. Síðan fluttu þau að Syðsta-Mói. Þau voru ætíð kennd við þann bæ. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1932 og áttu heima þar síðustu árin.
Guðrún lærði söng og lék á harmonikku. Guðrún og Guðmundur eignuðust níu börn og tóku tvær fósturdætur.

Guðrún Lovísa Snorradóttir (1925-2010)

  • S00463
  • Person
  • 27. febrúar 1925 - 31. mars 2010

Guðrún Lovísa Snorradóttir, f. 27.02.1925 í Stóru-Gröf á Langholti í Skagafirði, d. 31.03.2010 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Snorri Stefánsson og Jórunn Sigurðardóttir, ábúendur í Stóru-Gröf. Guðrún var yngst þriggja systkina sem upp komust. Guðrún ólst upp í Stóru-Gröf til átta ára aldurs en þá flutti fjölskyldan á Sauðárkrók. Hún gekk í barna- og unglingaskóla á Sauðárkróki en á sumrin dvöldu þau í Stóru-Gröf. Árið 1947 hóf hún búskap með Pálma Sigurðssyni og þau giftu sig árið 1953. Þau eignuðust 3 börn.

Guðrún Kvaran (1943-

  • S02577
  • Person
  • 21. júlí 1943-

Guðrún er málfræðingur og prófessor remeritus. Hún starfaði í áratugi við Orðabók Háskólans. Hún var forstöðumaður Orðabókarinar árið 2000 og prófessor við hugvísindadeild Háskólans sama ár.

Guðrún Konráðsdóttir (1899-óvíst)

  • S01159
  • Person
  • 28.07.1899-óvíst

Dóttir Konráðs Þorsteinssonar og Guðrúnar Á. Jóhannsdóttur á Grímsstöðum í Svartárdal sem fluttu til Vesturheims 1904.

Guðrún Jósefsdóttir Blöndal (1865-1898)

  • S02031
  • Person
  • 1865-1898

Dóttir Önnu Margrét Þuríðar Kristjánsdóttur Möller og fyrri manns hennar Jósefs Gottfreðs Björnssonar Blöndal. Guðrún kvæntist Jónasi Jónssyni verslunarstjóra á Hofsósi, þau eignuðust ekki börn. Guðrún lést aðeins 33 ára gömul úr lungnabólgu.

Guðrún Jórunn Anna Jakobsdóttir (1890-1967)

  • S01304
  • Person
  • 3. desember 1890 - 28. janúar 1967

Dóttir Jakobs Brynjólfssonar b. og steinsmiðs í Tungu í Gönguskörðum og k.h. Sigríðar Davíðsdóttur. Saumakona í Reykjavík.

Guðrún Jónsdóttir Briem (1869-1943)

  • S00707
  • Person
  • 11. maí 1869 - 10. jan. 1943

Dóttir Jóns Þórðarsonar prófasts í Auðkúlu og k.h. Sigríðar Eiríksdóttur. Kvæntist Eggerti Briem yngri, sýslumanni í Skagafirði 1897-1904, þau eignuðust tvö börn.

Results 4421 to 4505 of 6399