Sýnir 6397 niðurstöður

Nafnspjöld

Elínborg Jónsdóttir (1886-1975)

  • S00615
  • Person
  • 23. júlí 1886 - 23. júlí 1975

Dóttir Jóns Guðmundssonar hreppstjóra á Sauðárkróki (1907-1920) og s.k.h. Guðnýjar Eggertsdóttur. Kvæntist Tómasi Gíslasyni kaupmanni á Sauðárkróki.

Anna Valgerða Claessen Briem (1889-1966)

  • S00216
  • Person
  • 22.08.1889-08.05.1966

Dóttir Jean Valgard Claessen kaupmanns á Sauðárkróki og landsféhirðis í Reykjavík og Önnu Margrétar Þuríðar Kristjánsdóttur Möller. Anna Valgerða ólst upp á Sauðárkróki í stórum systkinahópi. Kvæntist Ólafi Jóhanni Gunnlaugssyni Briem, síðar framkvæmdastjóra í Reykjavík. Anna Valgerða var húsfreyja í Reykjavík og starfaði m.a. sem píanókennari.
Anna Valgerða og Ólafur maður hennar voru systkinabörn en Frederike C.J. Claessen móðir Ólafs var systir Jean Valgard Claessen.

Lestrarfélag Goðdalasóknar

  • S03736
  • Association
  • 1909 - 1979

Í elstu gjörðabók í þessu safni segir í upphafi að aðalfundur Lestrarfélags Goðdalssóknar haldin að Goðdölum 31.maí 1909. Málefni fundar voru, endurskoðun og samþykktir reikningar félagsins og kosin stjórn til næsta árs þeir sömu sem síðastliðið ár. Þessi bók er því trúlega ekki stofnfundarbók félagsins og lestrarfélagið því greinilega eldra en þetta safn sýnir. Eins og segir í lögum félagsins þá er tilgangurinn að auka menntun og þekkingu félagsmanna, glæða hjá þeim félagsanda og framfarahug og efla ánægju þeirra. Til að ná þeim tilgangi sínum er vert að útvega eins mikið af bókum sem séu skemmtandi, fræðandi og vekjandi. En í lok sömu bókar segir: Með aðalfundi Lestrarfélags Goðdalsóknar árið 1956 verða þáttaskil í sögu félagsins. Þá hefur Alþingi sett ný lög um bókasöfn og lestrarfélög og eru þau að koma til framkvæmda. Þar með er myndað embætti bókafulltrúa. Samkvæmt þeim lögum hefur hreppsnefnd Lýtingstaðarhrepps skipað einn mann í stjórn félagsins ( Rósmund G Ingvarsson).

Pála Pálsdóttir (1912-1993)

  • S00419
  • Person
  • 25.10.1912 - 29.05.1993

Pála Pálsdóttir fæddist á Hofsósi 25. október 1912. Foreldrar hennar voru Páll Árnason og Halldóra Jóhannsdóttir í Ártúni á Höfðaströnd. Pála útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1933. Að námi loknu varð hún kennari, og skólastjóri um tíma, við Barnaskóla Súðavíkur. Þar kenndi hún til vors 1939, að undanskildu árinu 1935, en þá sótti hún kennaranámskeið við lýðháskólann í Askov í Danmörku og í Vadstena í Svíþjóð. Vorið 1939 var hún skipuð kennari við barnaskólann á Hofsósi og gegndi því starfi til 1975, síðar stundakennari til 1977. 11 ára gömul byrjaði hún að læra á orgel og var organisti við Hofskirkju og síðar Fellskirkju frá 1939-1960, einnig í Hofsóskirkju 1960-1972. Hún var frumkvöðull að stofnun Kvenfélagsins Öldunnar í Hofsósi árið 1951 og formaður þess til 1965 og síðan aftur frá 1975. Hún vann einnig töluvert fyrir Samband skagfirskra kvenna.
Hún sæmd hinni íslensku fálkaorðu árið 1983, sérstaklega fyrir framlag sitt til tónlistar og söngmenntunar.
Maður hennar var Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1993) póst- og símstöðvarstjóri á Hofsósi, þau eignuðust níu börn.

Páll Sigurðsson (1904-1992)

  • S01729
  • Person
  • 3. júní 1904 - 25. des. 1992

Foreldrar: María Guðmundsdóttir og Sigurður Kristjánsson. Fæddist í Háakoti í Stíflu þar sem foreldrar hans bjuggu fyrstu æviár hans, síðar fluttust þau að Lundi í Stíflu. Páll fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1927. Stundaði nám hjá Sigurði Greipssyni í Haukadal 1929­-1930 og var í glímuflokki sem sýndi á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Árið 1934 gerðist hann kennari við Hólaskóla og kenndi þar íþróttir allt til ársins 1963, að vetrinum 1936­-1937 undanskildum, er hann var við nám í Íþróttaskólanum á Laugarvatni. Bóndi á Hofi í Hjaltadal 1945-1963. Formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 1939-­1942, kenndi sund víðsvegar um Skagafjörð um langt árabil, sat í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti um skeið. Flutti ásamt konu sinni til Akureyrar árið 1963 þar sem þau unnu til ársins 1983, árið 1985 lá leið þeirra aftur heim í Skagafjörðinn og settust þau þá að á Sauðárkróki. Páll vann að mikilli heimildasöfnum fyrir Sögufélag Skagfirðinga og ritaði auk þess margt á eigin vegum. Páll kvæntist Önnu Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi í Hjaltadal, þau eignuðust þrjú börn.

Guðjón Sigurðsson (1908-1986)

  • S00174
  • Person
  • 03.11.1908-16.06.1986

Guðjón var fæddur að Mannskaðahóli á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru Sigurður Sveinsson og Guðbjörg Þuríður Sigmundsdóttir. Þegar Guðjón var aðeins nokkurra mánaða gamall fór hann í fóstur til föðurbróður síns Sveinbjörns Sveinssonar og konu hans Önnu Hallfríðar Sölvadóttur í Hornbrekku á Höfðaströnd, síðar Á í Unadal. Í kringum árið 1928 fluttist hann til Sauðárkróks og hóf nám í bakaraiðn hjá Snæbirni Sigurgeirssyni bakarameistara. Árið 1931 lauk hann svo iðnskóla- og sveinsprófi í bakaraiðn frá kaupmannahöfn. Eftir það kom hann aftur til Sauðárkróks og starfaði hjá Snæbirni og tók svo við rekstri bakarísins að honum látnum. Guðjón giftist Ólínu Ingibjörgu Björnsdóttur frá Skefilsstöðum á Skaga og eignuðust þau saman þrjú börn. Fyrir átti Ólína fimm börn sem Guðjón gekk í föðurstað.
Guðjón tók ríkan þátt í félagsstarfi og starfaði í flestum félögum á Sauðárkróki. Árið 1946 var hann kjörinn í hreppsnefnd, síðar bæjarstjórn, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og átti þar sæti óslitið til ársins 1974. Jafnframt var hann forseti bæjarstjórnar 1958-1966.

Áhugamannafélagið Drangey

  • S03743
  • Association
  • 1959 - 1966

Sunnudaginn 5, júní 1966 voru nokkrir flekaveiðimenn við Drangey samankomnir á Sauðárkróki til þess að ræða þá hagsmunaskerðingu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna setningar laga nr. 33. 1966 um fuglaveiðar og suglafriðun en þau lög banna með öllu flekaveiðar við Drangey, þótti heldur anda köldu til sín frá hinu háa Alþingi er það samþykkti að afnema þennan aldargamla atvinnuveg Skagfirðinga og heldur " höggva sá er hlífa skyldi" , er einn af þingmönnum kjördæmisins veitti þessari lagasetningu fylgi sitt. Urðu menn ásáttir um að stofna með sér félagsskap er hafa skildi að aðalstefnumáli að stuðla að breytingu nefndra laga svo niður verði felld 1.mg. 23.gr laganna þar sem rætt er um flekaveiði. 16 menn gerðust aðillar að félagsskapnum og sunnudaginn 19.06.1966 var haldin stofnfundur áhugamanna um fuglaveiðar við Drangey lesin voru upp lög félasins þar segir í 2.gr. Tilgangur félagsins sem áhugamannafélag er að fá aflétt banni því er sett hefur verið varðandi nytjar af Drangey en á síðasta Alþingi voru sett lög nr. 33.1966 um bann við fuglaveiðum á snörufleka. ( segir í fundagjörðabók hér).

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

  • S02634
  • Félag/samtök
  • 1907-

Ungmennafélagið Tindastóll (U.M.F.T.) er íþróttafélag á Sauðárkróki stofnað 23. október 1907 í kjölfar þess að auglýst var á Sauðárkróki að fyrirhugað væri að stofna ungmennafélag er tæki yfir Skarðs- og Sauðárkrókshrepp. Auglýsing þessi var undirrituð af fjórum búfræðingum frá Hólaskóla, þeim Sigurði Á. Björnssyni og Þorbirni Björnssyni frá Veðramóti, Pétri Jakobssyni frá Skollatungu og Kristjáni Sigurðssyni á Sauðárkróki. Í kjölfar auglýsingarinnar var haldinn fundur á Sauðárkróki þann 26. október 1907. Á fundinum var rætt um þessa nýju félagshreyfingu og lýst starfstefnum ungmannafélaga hér á landi og gildi þeirra fyrir komandi kynslóð. Á fyrsta fundinum voru sambandslög fyrir ungmennafélög Íslands lesin upp ásamt skuldbindingaskrá, skrá þessi var lögð fram til undirritunar þeirra er vildu stofna hér ungmennafélag. Fjórtán manns rituðu nafn sitt undir skuldbindingaskrána þar með var Ungmennafélagið Tindastóll myndað. Ákveðið var að fresta fundinum um nokkra daga til að hægt væri að kjósa stjórn í félagið þar að eru svo fáir félagar höfðu skráð sig, en þeir sem þegar gengu í félagið höfðu tíma til að safna sem flestum stofnendum fyrir næsta fund. Tillagan var svo greidd með öllum greiddum atkvæðum. Fundarstjóra var síðan falið á fundinum að hafa samband við sambandsstjórnar ungmennafélaga á Akureyri að fá upplýsingar um atriði er félagið varðaði.
Í fyrstu lögum félagsins segir að tilgangur þess sé a) Að reyna að alefli vekja löngun hjá æskulýðnum, að starfa ötullega fyrir sjálft sig, land sitt og þjóð. b) Temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags. c) Allir félagar kappkostist við að efla andlegt trúarlíf meðal þjóðarinnar, einnig styðja og viðhalda öllu því sem þjóðlegt og rammíslenskt er viðhalda og halda móðurmálinu hreinu.

Ungmennafélagið Hegri (1908-1978)

  • S03669
  • Félag/samtök
  • 1908 - 1978

Sunnudaginn 30. maí 1908 var stofnfundur Ungmennafélagsins Hegri haldin að Ási í Hegrannesi.
Málshefjandi var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi er vakið hafði fyrst máls á stofnun slíks félags nokkru áður við messu á Ríp. Eftir nokkrar umræður var félagið stofnað með tólf meðlimum. Lög voru samin og samþykkt og allir meðlimir skrifuðu undir skuldbindingar félagsins. Í stjórn félagsins var kosið og hlutu þessir kosningu, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, gjaldkeri. Ólafur Sigurðsson Hellulandi, formaður. Stefanía Guðmundsdóttir Ási, skrifari. Stofnendur félagsins voru þessir: Einar Guðmundsson Ási, Hróbjartur Jónasson Keldudal, Jósteinn Jónasson Vatnsskarði, Magnús Gunnarsson Utanverðunesi, Ólafur Sigurðsson Hellulandi, Páll Magnússon HEllulandi, Sigurlaug Hannesdóttir Ríp, Sigurlau Guðmundsdóttir Ási, Stefanía Guðmundsdóttir Ási, Skúli Guðjónsson Vatnskoti, Valdimar Guðmundsson Ási, Þórarinn Jóhannsson Ríp.
Á fundinum kom fram athugasemd frá Ólafi Sigurðssyni: Nú var félagið stofnað, allir stofnendur voru sammála um þða að hér væri slæmur félagsskapur og s´tor þörf að bæta úr slíku, að vísu væri ekki svo erfitt að stofna félag en það væri verra aða halda þeim saman eða að minnsta kosti vissu allir það að svo hafði það gengið með áður stofnuð félög. Nú vildu allir stofnendur þessa félags halda í orustu, allir fyrir einn og einn fyrir alla móti þessum sundrungar anda og ófélagslyndi sem væri svo mjög ríkjandi í þessari litlu sveit. Með þetta fyrir augum fór hver heim til sín.

Sparisjóður Hólahrepps

  • N00478
  • Opinber aðili
  • 1909 - 2004

Í gögnum einkaskjalasafns Harðar Jónssonar er handskrifað ljósrit Útdráttur úr fundargerðum málfundarfélagsins " Hjalta " viðvíkjandi sparisjóð Hólahrepps. Þar segir: Árið 1909 þann 11 júlí hafði málfundarfélagið "Hjalti " til meðferðar málefni um stofnun sparisjóðs í Hólahreppi. Kom fram eindreginn vilji fundarins að koma sjóðnum á fót. Loks var málið rætt á aðalfundi sem haldin var á Hólum 28.des.1909 og kosin stjórn sjóðsins. "Vér undirritaðir stofnendur Sparisjóðs Hólahrepps tökumst hér með á hendur einn fyrir alla og allir fyrir einn 500. kr ábyrgð sem tryggingu fyrir því að sjóðurinn standi í skilum". 18 stofnfundarmenn undirrita á Hólum í Hjaltadal 28.des 1909. ( bréfsefni sett í ýmis gögn ). Gögnum ber ekki saman hvenær sparisjóður Hólahrepps var stofnaður því eins og segir í Gjörðabók Hólahrepps: Frá fyrsta degi janúarmánaðar 1915 er stofnaður sparisjóður Hólahrepps í Skagafjarðasýslu, stofnendur eru fyrst um sinn 12. Eins er það tekið fram hjá Afl sparisjóð ( linkur hér að neðan ) að sparisjóður Hólahrepps hafi verið stofnaður 1907.
Sparisjóðir voru staðbundnar stofnanir sem ætlað var að þjóna ákveðnum landsvæðum, með tilgang að gefa íbúm kost á að varðveita og ávaxta peninga sína en löggjöf þeirra varð strangari og takmarkaðri en bankanna.
Sparisjóðurinn hét Sparisjóður Hólahrepps þar til síðla árs 2004, þá Sparisjóður Skagafjarðar. Samruni varð síðan með Sparisjóð Siglufjarðar 13. ágúst 2007 og hinn sama dag var samruninn samþykktur í Sparisjóði Skagafjarðar. Bókhaldslegur samruni þeirra miðaðist við 1. janúar 2008. Sameinaður sparisjóður starfaði síðan undir nafni Sparisjóðs Siglufjarðar, þar til nafni hans var breytt í „Afl sparisjóð“ á fundi 18. apríl 2008. Í lok árs 2007, fyrir fall bankanna, námu heildareignir sparisjóðsins 8 milljörðum króna. https://www.rna.is/sparisjodir/skyrsla-nefndarinnar/5-bindi/21-kafli/.

Egill Bjarnason (1927-2015)

  • S00026
  • Person
  • 09.11.1927-15.04.2015

Egill Bjarnason var fæddur í Uppsölum í Akrahreppi, Skagafirði þann 9. nóvember 1927. Egill var Búfræðikandídat, héraðsráðunautur á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands og Ræktunarsambands Skagafjarðar um áratugaskeið. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum, var handhafi hinnar íslensku fálkaorðu, heiðursfélagi í Sögufélagi Skagfirðinga og hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín. Egill var búsettur á Öldustíg á Sauðárkróki. Kona hans var Anna Alda Vilhjálmsdóttir (f. 1928).
Egill lést á Sauðárkróki 15. apríl 2015.

Hrossaræktarsamband Norðurlands

  • S03745
  • Opinber aðili
  • 1958 - 1969

Fimmtudaginn 15. maí 1958 komu stjórnir hestamannafélaganna í Skagafirði, Akureyri og Blönduósi saman til fundar í Varmahlíð. Egill Bjarnason, ráðunautur setti fundinn og fól Haraldi Árnasyni ráðunaut fundarstjórn en Magnúsi á Frostastöðum að rita fundargjörð. Tilefni fundarins var að ræða um stofnun hrossaræktarsambands fyrir Norðlendinga - fjórðung. Forsaga málsins er sú að hinn 8. maí s.l. kvaddi stjórn B.S.S. stjórnar hestamannafélaganna í Skagafirði á fund í Varmahlíð og skýrði þeim frá því, að ef af stofnun áminnsts hrossaræktarsambands yrði, þá myndi hún leggja til við næsta aðalfund Búnaðarsambandssins að það afhendi hinu væntanlega hrossaræktarsambandi endurgjaldslaust þá 3. stóðhesta er það nú á, svo og þann sjóð er það hefur undir höndum til styrktar. hrossaræktarstarfseminni.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Norðurlands haldinn á Hótel KEA Akureyri 14.09.1969 samþykkir að leysa sambandið uoo með það fyrir augum að stofnuð verði þrjú sjálfstæð sambönd á núverandi sambandssvæði. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 8. Þá kom fram tillaga frá hestamannafélaginu Stíganda, flutningsmaður Sveinn Jóhannsson, að aðalfundurinn leggur til að Hrossaræktarsambandið Norðurlands verði skipt í þrjár deildir með undirstjórnum og ein yfirstjórn. 1. Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla. 2. Skagafjarðarsýsla. 3. Húnavatnssýslur. ( tekið frá fundagerðabók).

Björn Egilsson (1905-1999)

  • S00042
  • Person
  • 7. ágúst 1905 - 2. mars 1999

Björn Egilsson fæddist á Sveinsstöðum í Tungusveit í Skagafírði 7. ágúst 1905. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 2. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Egill Benediktsson, f. 13.5.1877, d. 23.2. 1960, og Jakobína Sveinsdóttir, f. 15.2.1879, d. 13.1. 1947, búandi á Sveinsstöðum. Björn ólst upp á Sveinsstöðum og var bóndi þar 1935-1945 og aftur 1949-1972. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, var m.a. oddviti Lýtingsstaðahrepps 1968 og sýslunefndarmaður sama hrepps 1971-1978. Hann var kjörinn heiðursfélagi Sögufélags Skagfirðinga 1985 og heiðursborgari Lýtingsstaðahrepps. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Haraldur Jónasson (1895-1978)

  • S00041
  • Person
  • 09.08.1895-30.04.1978

Haraldur var fæddur á Völlum í Vallhólmi, Skag. 9. ágúst 1895 en hann lést á Sauðárkróki 30. apríl 1978. Hann var bóndi, hreppstjóri og oddviti á Völlum í Vallhólmi, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Kona hans var Ingibjörg Bjarnadóttir (1892 - 1975 ) húsfreyja á Völlum. Þau giftust 01.06.1918. Ingibjörg ólst upp frá þriggja ára aldri hjá föðurbróður sínum Ástvaldi Jóhannessyni f. 1868 og konu hans Guðleifu Halldórsdóttur f. 1870.

Haraldur sótti nám í Unglingaskóla Árna Hafstað í Vík í Skagafirði. Síðan lá leið hans til Akureyrar, í Gagnfræðaskólann þar, og þaðan varð hann gagnfræðingur vorið 1915.
Hann var kjörinn í hreppsnefnd Seyluhrepps árið 1925 og átti þar sæti í 45 ár samfellt, til ársins 1970 að hann baðst undan endurkosningu vegna sjóndepru. Oddviti hreppsnefndar var hann nær allan þann tíma eða frá 1935. Árið 1943 var Haraldur skipaður hreppstjóri í Seyluhreppi og gegndi hann því starfi einnig til ársins 1970, eða í hart nær þrjá tugi ára.

Jón Guðmundsson (1843-1938)

  • S01556
  • Person
  • 7. ágúst 1843 - 2. feb. 1938

Foreldrar: Guðmundur Jónsson síðast b. í Brennigerði og k.h. Guðrún Pétursdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og var fyrirvinna á búi móður sinnar eftir að faðir hans lést. Bóndi í Brennigerði 1867-1870 og 1879-1897 er hann flutti til Sauðárkróks. Á árunum 1864-1867 og 1870-1879 var Jón þar húsmaður og leigði jörðina. Meðfram búskapnum sótti Jón sjóinn, fór á vetrarvertíðir á Suðurlandi og vorvertíðir við Drangey. Hann tók einnig allmikinn þátt í verslunarmálum, fyrst með Pétri Sigurðssyni á Sjávarborg og síðar við Pöntunar- og Kaupfélag Skagfirðinga og var einn af stofnendum þess. Jón sat lengi í hreppsnefnd og var sýslunefndarmaður Sauðárhrepps hins forna frá 1887-1904 og hreppstjóri Sauðárkróks frá 1907-1920. Jón var nokkrum sinnum settur sýslumaður, hann var sæmdur fálkaorðunni árið 1938.
Kona 1: Valgerður Guðmundsdóttir frá Naustum á Höfðaströnd, þau eignuðust tvö börn. Valgerður lést árið 1876.
Kona 2: Guðný Eggertsdóttir frá Skefilsstöðum, þau eignuðust tvö börn saman.
Jón eignaðist dóttur utan hjónabands með Guðbjörgu Sölvadóttur frá Skarði.

Slátursamlag Skagfirðinga hf.

  • S03749
  • Association
  • 1965-1986

Þessi fundagerðabók segir ekki frá upphafi félagsins, en kemur inn 25 ágúst 1965 þegar aðalfundur var haldin í Sláturfélagi Skagfirðinga h/f á Sauðárkróki. Formaður félagsins Bjartmar Kristjánsson setti fundinn og stjórnaði honum. Guðjón Jónsson flutti skýrslu stjórnarinnar. Hann minntist lauslega á þá erfiðleika sem Verslunarfélagið hefði átt við að etja að undanförnu og einnig það að vegna þeirra hefði verið horfið að því ráði á síðastliðnu ári að auka hlutafé í Slátursamlaginu og hefði það þegar borið talsverðan árangur. Einnig las Guðjón upp álitsgerð um það að Slátursamlagið h/f keypti sláturhús Verslunarfélags Skagfirðinga og yrði það síðan rekið sem sérstakt fyrirtæki. Síðan 2. sept. 1965 kom stjórn Slátursamlagsins ásamt stjórn V.E.S.S saman á fund og gekk frá kaupsamningi á Sláturhúsinu ásamt afsali hússins. Að því loknu ræddi stjórn samlagssins um væntanlegan rekstur sláturhússins. Það sem eftir var árs 1965 kom stjórnin saman 15 sinnum til umræðu um málefni félagsins og útvegun á fé, til greiðslu til bænda og starfsfólks í sláturhúsi.
( Þetta stendur í fundagerðabók er liggur í þessu safni.) LVj

Franch Bertholt Michelsen (1913-2009)

  • S00074
  • Person
  • 31. des. 1913 - 7. júní 2009

Sonur Frank Michelsen úrsmíðameistara á Sauðárkróki og Guðrúnar Pálsdóttur. Starfaði sem úrsmíðameistari í Reykjavík.

Jens Pétur Eriksen (1903-1971)

  • S01294
  • Person
  • 16. október 1903 - 25. júlí 1971

Foreldrar: Pétur Eriksen skósmiður á Sauðárkróki og k.h. Ingibjörg Ólafsdóttir (Eriksen).
Verkamaður á Sauðárkróki 1930. Síðar kaupmaður í Reykjavík.
Maki: Sigríður Amalía Njálsdóttir, þau eignuðust eina dóttur.

Niðurstöður 6376 to 6397 of 6397