Sýnir 16 niðurstöður

Nafnspjöld
Vík í Staðarhreppi

Steinunn Alda Hafstað (1919-2005)

  • S03061
  • Person
  • 19. jan. 1919 - 8. des. 2005

Steinunn Hafstað fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 19. janúar 1919. Foreldrar hennar voru Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Steinunn giftist 23. des. 1955 Jóni Guðmundssyni yfirlögregluþjóni, þau eignuðust einn son. Guðmundur lést 1962. ,,Steinunn vann ýmis störf, má þar telja Hótel Björninn í Hafnarfirði, hjá Guðrúnu Eiríksdóttur, á sjúkrahúsi í Glasgow, Vivex veitingahús Kaupmannahöfn, símamær á Landsímanum, ráðskona hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu og hjá Ásólfi bónda á Ásólfsstöðum þar sem var vinsæll sumardvalarstaður. Eftir það varð ekki aftur snúið frá veitingarekstrinum og nam hún hótelfræði í Lewis Hotel Training School í Washington á árunum 1945 til 1947. Eftir að hún kom heim frá námi varð hún hótelstjóri á ýmsum stöðum, fyrst á Hótel KEA á Akureyri, Stúdentagarðinum í Reykjavík, Varmalandi í Borgarfirði, Hótel Borgarnesi, Kvennaskólanum Blönduósi, Hólum í Hjaltadal, Hótel Selfossi, og síðast á Hótel Þóristúni en þar rak hún sitt eigið hótel um árabil. Eftir þetta flutti hún að nýju í Arnarhraun 40 í Hafnarfirði."

Ragnar Örn (1921-2005)

  • S03060
  • Person
  • 7. okt. 1921 - 11. jan. 2005

Ragnar Örn fæddist í Vík í Staðarhreppi í Skagafirði 7. október 1921. Foreldrar: Hallfríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og Árni Hafstað bóndi í Vík. Ragnar ólst upp í Kjartansstaðakoti á Langholti í Skagafirði hjá Óskari Þorsteinssyni og Sigríði Hallgrímsdóttur. Ragnar kvæntist Hansínu Jónsdóttur frá Glaumbæ á Langholti 1957. Þau bjuggu lengst í Fellsmúla 11 í Reykjavík. Ragnar lærði smíðar í Reykjavík og vann hann þar lengstum sem smiður.

Páll Hafstað (1917-1987)

  • S03062
  • Person
  • 8. des. 1917 - 5. sept. 1987

Foreldrar: Árni Hafstað og Ingibjörg Sigurðardóttir í Vík. Fulltrúi orkumálastjóra í Reykjavík. Kvæntist Ragnheiði Baldursdóttur kennara, þau eignuðust þrjú börn.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Jón Jóhannesson (1864-1930)

  • S3405
  • Person
  • 03.12.1864-17.08.1930

Jón Jóhannessonar, f. 03.12.1864, f. 17.08.1930. Foreldrar: Jóhannes Oddsson (1830-1879) og Elínborg Jónsdóttir (1829-1876). Jón missti foreldra sína er hann var á fermingaraldri og varð því snemma að vinna fyrir sér. Hann var mörg ár vinnumaður. Bóndi í vík á parti (Ytri-Vík) 1897-1907, Birkihlíð (Hólkoti) 1907-1912, Auðnum 1912-1917.
Maki: Anna Soffía Jósefsdóttir (1868-1909). Þau eignuðust eina dóttur.

Valgerður Hafstað (1930-2011)

  • S03475
  • Person
  • 01.06.1930-09.03.2011

Valgerður Hafstað, f. í Vík í Skagafirði 01.06.1930, d. 09.03.2011. Foreldrar: Ingibjörg Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð og Árni Hafstað frá Hafsteinsstöðum. Valgerður var yngst tíu systkina sem upp komust. Valgerður stundaði myndlistarnám við Akademi for fri og merkantil kunst í Kaupmannahöfn, Handíða- og myndlistarskóla Íslands og Academi de la Grande Chaumiere í París. Hún lærði m.a. mósaíkvinnslu í Ecole des Arts Italiennes. Af verkum hennar hérlendis má nefna steinda glugga í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal og veggskreytingu í Varmahlíðarskóla í Skagafirði.
Maki: André Énard (1926-) listmálari. Þau bjuggu fyrst í Frakklandi. Þau eignuðust þrjá syni.

Sigurður Sigfússon (1947-)

  • S03538
  • Person
  • 02.11.1947-

Sigurður Sigfússon, f. 02.11.1947. Bóndi í Vík, nú búsettur á Sauðárkróki.

Þórarinn Sigurjónsson (1891-1971)

  • S00986
  • Person
  • 10. maí 1891 - 3. desember 1971

Þórarinn Sigurjónsson, f. á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi 10.05.1891, d. 03.12.1971 á Blönduósi. Foreldrar: Sigurjón Jónsson bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans Björg Runólfsdóttir. Þórarinn ólst upp hjá foreldrum sínum og nau þar venjulegrar barnafræðslu. Hann fór til náms við Bændaskólann á Hólum haustið 1907 en varð að hætta námi sama vetur vegna veikinda. Hann hóf búskap á Sæunnarstöðum í Hallárdal á Skagaströnd og bjó þar 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922, í Glæsibæ í Staðarhreppi 1932-1937, í Garði 1937-1945. Fluttist þá að Grund á Blönduósi, þar sem hann hafði nokkrar kindur og hross. Hann fór til Reykjavíkur um 1922 en flutti aftur norður 1932. Í Reykjavík vann hann meðal annars við miðstöðvarlagnir.
Maki 1: Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (20.05.1893-24.10.1965) frá Auðnum í Sæmundarhlíð. Talið er að þau hjón hafa skilið um 1923, en þór er fjöldkyldan öll talin til heimilis hjá foreldrum Þórarins til 1923. Þó er vitað að Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 1923. Hún bjó á spítalanum og varð síðar hjúkrunarkona þar. Þórarinn og Hallfríður eignuðust fimm börn og Hallfríður eignaðist einn son utan hjónabands.
Maki 2: Sigurlaug Lárusdóttir (18.11.1897-11.08.1973). Þau eignuðust ekki börn saman.

Anna Soffía Jósefsdóttir (1868-1909)

  • S03403
  • Person
  • 28.04.1868-12.10.1909

Anna Soffía Jósefsdóttir, f. 28.04.1868, d. 12.10.1909. Forledrar: Jósef Þorleifsson smiður á Eyrarlandi og Ingibjörg Helgadóttir kona hans.
Anna og Jón bjuggu í Vík 1897-1907 og í Birkihlíð frá 1907.
Maki: Jón Jóhannesson (1864-1930). Þau eignuðust eina dóttur.

Erla Árnadóttir (1921-2000)

  • S00447
  • Person
  • 6. des. 1921 - 28. sept. 2000

Erla fæddist í Vík, Staðarhreppi í Skagafirði 6. desember 1921. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurðardóttir og Árni J. Hafstað bóndi í Vík í Staðarhreppi. Eiginmaður Erlu var Indriði Sigurðsson, stýrimaður, f. 7.5. 1921 að Hofdölum, Skagafirði, d. 6.11. 1986, þau eignuðust fimm börn. ,,Erla útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún vann ýmis störf á sinni starfsævi, þ.á m. hjá Búnaðarbankanum, Búnaðarfélaginu, í Ísbirninum á Seltjarnarnesi og á Lögfræðistofu Sigurðar Baldurssonar, en lengst af vann hún á Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti."

Hallfríður Sigríður Jónsdóttir (1893-1965)

  • S03059
  • Person
  • 20. maí 1893 - 24. okt. 1965

Foreldrar: Jón Pálmason b. á Auðnum í Sæmundarhlíð og k.h. Guðbjörg Sölvadóttir. Árið 1912 kvæntist hún Þórarni Sigurjónssyni frá Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Þau bjuggu á Sæunnarstöðum í Hallárdal 1912-1914, á Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð 1914-1915, á Auðnum í sömu sveit 1915-1920, í Vík í Staðarhreppi 1920-1922. Þau eru sögð hafa skilið árið 1923 en fjölskyldan átti þó lögheimili að Varmalandi hjá foreldrum Þórarins til 1928, jafnframt er yngsti sonur þeirra fæddur 1926. Hallfríður hóf störf á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1923, fyrst sem þvottakona. Í framhaldinu nam hún undirstöðuatriði hjúkrunarfræði hjá Jónasi lækni og varð síðar yfirhjúkrunarkona við sjúkrahúsið og hélt því starfi til ársloka 1962. Eftir það veitti hún ellideild sjúkrahússins forstöðu til 1964. Hallfríður bjó á spítalanum og var þar vakin og sofin öllum stundum. Árið 1948, eftir 25 ára starf á sjúkrahúsinu, sæmdi sýslufélagið hana í heiðursskyni 1000 krónum, sem þótti töluverð upphæð í þá daga. Á síðari árum sæmdi bæjarstjórn Sauðárkróks hana heiðursskjali og peningagjöf.
Hallfríður og Þórarinn eignuðust fimm börn. Hallfríður eignaðist einnig son með Árna Hafstað frá Vík.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Félag/samtök
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Gunnar Ólafsson (1858-1949)

  • S01197
  • Person
  • 13. apríl 1858 - 2. feb. 1949

Foreldrar: Ólafur Jónsson og k.h. Valgerður Gunnarsdóttir á Ögmundarstöðum í Staðarhreppi. Gunnar ólst upp með foreldrum sínum fram að fermingu, fór þá að Eyhildarholti og fermdist þaðan. Hann var svo í vinnumennsku næstu ár, þar til hann kvæntist árið 1885 Sigurlaugu Magnúsdóttur frá Utanverðunesi. Fyrstu þrjú hjúskaparár sín bjuggu þau að Vík í Staðarhreppi en fluttu að Keflavík í Hegranesi 1888 þar sem þau bjuggu til æviloka. Meðfram búskapnum stundaði Gunnar veiðskap. Gunnar og Sigurlaug eignuðust 14 börn saman, 13 þeirra komust á legg. Fyrir hjónaband hafði Gunnar eignast einn son með Arnbjörgu Hannesdóttur.

Súlíma Stefánsdóttir (1862-1953)

  • S02199
  • Person
  • 26. okt. 1862 - 1. okt. 1953

Foreldrar: Stefán Einarsson og k.h. Lilja Kristín Jónsdóttir, þau bjuggu í Þröm á Langholti, í Geldingaholti, á Stóra-Vatnsskarði, í Hátúni, í Vík, á Grófargili, á Litlu-Seylu (nú Brautarholt) og loks í Vatnshlíð. Verkakona í Reykjavík. Ógift og barnlaus.

Sigurbjörg Þórarinsdóttir (1915-1997)

  • S02723
  • Person
  • 23. ágúst 1915 - 27. jan. 1997

Fædd á Auðnum í Sæmundarhlíð. Foreldrar: Þórarinn Sigurjónsson b. á Auðnum í Sæmundarhlíð, Vík í Staðarhreppi, Glæsibæ í Staðarhreppi og Garði í Hegranesi og f.k.h. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir. Maki: Ragnar Marinó Bjarnason rafvirki, fæddur á Álftanesi. Þau eignuðust ekki börn en ólu upp fósturdóttur. Voru búsett í Reykjavík.

Jóhann Oddsson (1864-1949)

  • S03169
  • Person
  • 07.07.1864-14.04.1949

Jóhann Oddsson, f. á Krossi í Óslandshlíð 07.07.1864, d. 14.04.1949 á Siglufirði. Foreldrar: Oddur Hermannsson (1822-1894) bóndi á Krossi og víðar og kona hans Sigríður Bjarnadóttir (1833-1920). Jóhann fór ungur til sjávar og var mörg ár á Siglunesi við hákarla- og þorskveiðar. Jóhann missti konu sína og fluttist eftir það til Skagafjarðar með börn þeirra. Fyrst að Rein til Guðmundar bróður síns árið 1899, þaðan að Glæsibæ þar sem hann var í húsmennsku. Bóndi á parti af Vík (syðri-Vík) 1901-1908, Grænhóli 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925, er hann flutti búferlum að Staðarhóli í Siglufirði og þaðan til Siglufjarðar. Eftir að Jóhann hóf búskap í Skagafirði reisti hann sér sjóbúð á Sauðárkróki og hélt þaðan úti bát sem hann átti, vor og haust. Einnig stundaði hann silungsveiði í Miklavatni og Héraðsvötnum.
Maki 1 (G. 1889): Jóhanna Friðbjarnardóttir (26.08.1863-10.09.1897). Þau eignuðust fjögur börn og tvö þeirra komust til fullorðinsára.
Maki 2: Eftir að Jóhann flutti frá Siglufirði bjó hann með Önnu Sveinsdóttur (f. 18.07.1866). Þau eignuðust ekki börn saman, en ólu upp Kristján Árnason, son Árna Frímanns Árnasonar og Þorbjargar Jóhannesdóttur.