Showing 9 results

Authority record
Neðra-Haganes í Fljótum

Þorsteinn Þorsteinsson (1853-1924)

  • S03030
  • Person
  • 17. júní 1853 - 17. maí 1924

Foreldar: Þorsteinn Þorleifsson bóndi og smiður að Hjallalandi í Vatnsdal og síðar Kjörvogi við Reykjafjörð og kona hans Herdís Jónsdóttir. ,,Þorsteinn ólst upp hjá Katrínu móðursystur sinni og sr. Jóni Norðmann á Barði í Fljótum. Hann sinnti sveitastörfum og sjósókn frá unga aldri. Tvítugur fór hann að Kjörvogi og nam járnsmíði hjá föður sínum einn vetur en fór svo aftur að Barði. Haustið eftir lést sr Jón og fluttust hann og Katrín þá að Langhúsum, þar sem Þorsteinn var ráðsmaður hjá fóstru sinni þar til hann kvæntist. Vorið 1890 reisti hann nýbýli á hálflendu Neðra-Haganess og kallaði Vík. Jarðapartinn keypti hann svo árið 1920. Bjó hann alla sína búskapartíð í Vík en gerði jafnframt út einn eða tvo báta. Einnig kenndi hann piltum sjómannafræði undir próf og hafði með höndum barnakennslu í Haganeshreppi. Hann var formaður skólanefndar Haganeshrepps 1908-1916, í hreppsnefnd Holtshrepps og oddviti þess hrepps 1892-1895 og síðar í hreppsnefnd Haganeshrepps og oddviti þar 1901-1907, sýslunefndarmaður Holtshrepps 1895-1898 og síðar sýslunefndarmaður Haganeshrepps 1898-1907 og aftur 1916-1922. Hreppstjóri Haganeshrepps 1916-1924. Bréfhirðingarmaður í Haganesvík 1914-1924 og símstöðvarstjóri þar sama tímabil. Hann var einn af stofnendum góðtemplarastúku í Haganesvík. Mikill áhrifamaður um flest héraðsmál og beitti sér m.a. fyrir byggingu þinghúss í Haganesvík. Maki: Guðlaug Baldvinsdóttir. Þau eignuðust 3 börn."

Kári Kort Jónsson (1949-2018)

  • S02903
  • Family
  • 6. ágúst 1949 - 10. feb. 2018

Foreldrar: Þuríður Guðlaug Márusdóttir, f. 1926 og Jón Kort Ólafsson, f. 1921, d. 2000. Kári ólst upp í Efra-Haganesi í Fjótum. Hann lærði bifvélavirkjun á bílaverkstæði Áka á Sauðárkróki þar sem hann starfaði þar til hann flutti til Reykjavíkur árið 1972. Árið 1973 stofnaði Kári eigið fyrirtæki og var sjálfstæður atvinnurekandi upp frá því. Síðustu starfsárin vann hann m.a. við fasteigna- og bílasölu. Tók virkan þátt í félagsstarfi, m.a. JC hreyfingunni og var um tíma í hverfisráði Sjálfstæðisflokksins í Breiðholti. Hann var einnig í skagfirsku söngsveitinni.
Maki 1: Sigurlaug Vilborg, f. 1949. Þau slitu samvistum árið 1985. Þau eignuðust þrjú börn. Þau hófu búskap á Sauðárkróki en fluttu til Reykjavíkur.
Maki 2: Kristín Alfreðsdóttir, f. 1959. Þau eignuðust tvö börn. Þau slitu samvistum 2012. Þau bjuggu í Reykjavík.

Jón Pétursson (1867-1946)

  • S02820
  • Person
  • 3. júlí 1867 - 7. feb. 1946

Jón Pétursson, f. í Valadal 03.07.1867. Foreldrar: Pétur Pálmason bóndi í Valadal og síðar á Álfgeirsvöllum og kona hans Jórunn Hannesdóttir frá Hömrum. Jón var bóndi í Sölvanesi 1889-1890, á Löngumýri 1890-1891, í Valadal 1891-1897, á Nautabúi 1897-1912, í Eyhildarholti 1912-1923, Neðri Haganesvík og Dæli í Fljótum 1926-1930 en fluttist þá til Akureyrar.
Jón var landskunnur hagyrðingur og einn af þekktustu hestamönnum í Skagafirði á sínum tíma.
Maki: Sólveig Eggertsdóttir (1869-19446). Þau eignuðustu 13 börn.

Jóhann Benediktsson (1889-1964)

  • S03257
  • Person
  • 14.06.1889-09.06.1964

Jóhann Benediktsson f. í Neðra-Haganesi í Fljótum 14.06.1889, d. 09.06.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Benedikt Stefánsson bóndi í Neðra-Haganesi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum til tíu ára aldurs en þá missti hann föður sinn og fór í fóstur til föðurafa síns og ömmu er þá bjuggu að Minni-Brekku og dvaldist þar til 17 ára aldurs. Þá fór hann í vinnumennsku á ýmsum stöðum fram yfir tvítugt og er fyrst skráður með sjálfstæðan búskap árið 1913. Hann var lengst af leiguliði og bjó á mörgum stöðum í Fljótum og stundaði sjó meðfram búskapnum. Var á Berghyl 1913-1915, í Minni-Brekku 1915-1917, í Háakoti í Stíflu 1917-1921, á Stóra-Grindli 1921-1923 í Hólakoti 1923-1925, á Skeiði 1925-1931, í Langhúsum 1931-1935, á Syðsta-Mói 1937-1943, á Krakavöllum 1943-1044, húsmaður í Vatnshorni í Haganesvík 1944-1945 og bóndi á Minna-Grindli 1945-1955 og aftur 1957-1964.
Jóhann hafði á höndum eftirlit með sullaveiki í hundum og annaðist það um árarraðir i allri sýslunni.
Maki 1: Sigríður Jónsdóttir (17.05.1890-14.10.1939) frá Hvammi í Fljótum. Þau eignuðust tólf börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Maki 2: Helga Jónsdóttir (1894-1973). Þau slitu samvistum.
Bústýra Jóhanns og sambýliskona eftir að hann skildi við Helgu var Björg Þorsteinsdóttir (1903-1981). Þau eignuðust einn son. Fyrir átti Björg eina dóttur.

Guðrún Magnúsdóttir (1880-1956)

  • S01492
  • Person
  • 14. sept. 1880 - 11. júní 1956

Guðrún Magnúsdóttir fæddist að Krakavöllum í Flókadal 14. september 1880, dóttir Magnúsar Björnssonar b. á Krakavöllum og k.h. Önnu Davíðsdóttur. Frá fimm ára aldri var hún í fóstri hjá Guðrúnu Friðriksdóttur og Jóhanni Jónssyni á Læk í Austur-Fljótum. Maður hennar var Guðmundur Jónsson (1877-1959). Þau hófu búskap í Haganesi í Fljótum, fluttu síðar í Neðra-Haganes og bjuggu þar 1905-1918. Síðan fluttu þau að Syðsta-Mói. Þau voru ætíð kennd við þann bæ. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1932 og áttu heima þar síðustu árin.
Guðrún lærði söng og lék á harmonikku. Guðrún og Guðmundur eignuðust níu börn og tóku tvær fósturdætur.

Guðmundur Jónsson (1877-1959)

  • S01493
  • Person
  • 17. maí 1877 - 2. apríl 1959

Guðmundur Jónsson fæddist að Vestara-Hóli í Flókadal 17. júní 1877, sonur Jóns Ólafssonar b. á Vestara-Hóli og k.h. Soffíu Björnsdóttur. Guðmundur var bóndi og skipstjóri. Hann kvæntist Guðrúnu Magnúsdóttur (1880-1956) árið 1900. Þau hófu búskap í Haganesi í Fljótum, fluttu síðar í Neðra-Haganes og bjuggu þar 1905-1918. Síðan fluttu þau að Syðsta-Mói. Þau voru ætíð kennd við þann bæ. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1932 og áttu heima þar seinustu árin. Guðmundur var smiður, bæði á tré og járn og vann að mestu við smíðar, þegar hann var ekki á sjó. Hann vann mörg ár hjá Síldarverksmiðju ríkisins við margs konar störf eftir að þau hjón fluttu til Siglufjarðar. Einnig vann hann við bátasmíði.
Guðmundur og Guðrún eignuðust níu börn og tvær fósturdætur.

Guðmundur Benediktsson (1893-1970)

  • S03259
  • Person
  • 19.07.1893-07.10.1970

Guðmundur Benediktsson, f. að Neðra-Haganesi í Fljótum 19.07.1893, d. 07.10.1970 á Berghyl. Foreldrar: Benedikt Stefánsson sjómaður og bóndi og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum í Neðra-Haganesi til 7 ára aldurs en þá drukknaði pabbi hans. Eftir það var hann að nokkru leyti hjá föðurbróður sínum, Guðmundi Stefánssyni bónda í Minni-Brekku en annars með móður sinni á ýmsum stöðum í Holts-og Haganeshreppi. Á árunum 1917-1923 stundaði hann sjómennsku frá Siglufirði, hákarlaveiði seinni hlutar vetrar og á vorin en á sumrin síldveiðar eða eyrarvinnu. Á árunum 1917-1923 hákarlaveiðar að vorinu frá Akureyri en landbúnað á sumrin. Guðmundur byrjaði búskap í Minni-Brekku 1920-1926, á Stóru-Þverá 1926-1927 og Berghyl 1927-1970. Hann stundaði sjóinn áfram stíft á búskaparárunum til 1923 er hann lenti í skipsháska og hætti sjómennsku eftir það.
Guðmundur var virkur í félagsmálum. Hann starfaði i hreppsnefnd 1928-1936, nokkur ár í Ungmennafélagi Holtshrepps og var þar nýtur starfsmaður sem annars staðar. Hann var í skólanefnd um skeið, stefnuvottur í mörg ár, úttektarmaður og gengdi ýmsum öðrum störfum fyrir sveit sína.
Maki: Jóna Kristín Guðmundsdóttir (29.12.1899-19.12.2003) frá Minni-Brekku. Þau eignuðust þrjú börn og ólu auk þess um Ingimar Benidikts Stefánsson, bróðurson Guðmundar.

Filippus Guðmundur Halldórsson (1875-1949)

  • S03183
  • Person
  • 27.10.1875-05.07.1949

Filuppus Guðmundur Halldórsson, f. að Stóra-Grindli í Fljótum 27.10.1875, d. 05.07.1949 á Molastöðum í Fljótum.
Foreldrar: Halldór Guðmundsson bóndi á Stóra-Grindli og kona hans Kristín Anna Filuppusdóttir frá Illugastöðum.
Guðmundur fór ungur að heiman og var fyrst í vinnumennsku að Efra-Haganesi. Síðan eitt ár á Uppsölum í Blönduhlíð. Vann að öllum hefðbundnum landbúnaðarstörfum en stundaði jafnframt sjóróðra haust og vor og fór einnig í hákarlalegur á vetrarskipum. Vann einnig mikið við vegghleðslur yrir aðra.
Guðmundur og Anna giftu sig 1899 og voru þá tvö ár í húsmennsku í Efra-Haganesi, til 1901, er þau hófu búskap í Neðra-Haganesi og bjuggu þar til 1905. Voru í Neskoti 1905-1916, á Mið-Mói 1916-1919 og í Neðra-Haganesi 1919-1931 er þau bruggðu búi og voru í húsmennsku í Efra-Haganesi í nokkur ár. Fluttu svo til Jóns sonar síns og Helgu konu hans að Molastöðum í Austur-Fljótum. Síðari búskaparár sín í Neðra-Haganesi vann Guðmundur mikið hjá Samvinnufélagi Fljótamanna við margvísleg störf sem til féllu. Hann sat í hreppsnefnd Haganeshrepps í nokkur ár og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.
Maki: Aðalbjörg Anna Pétursdóttir (26.06.1875-25.06.1947).
Þau eignuðust fjögur börn. Einnig ólu þau upp að miklu leyti Sigríði Benediktsdóttur (f. 1896).

Alfreð Jónsson (1921-2011)

  • S02758
  • Person
  • 5. ágúst 1921 - 22. mars 2011

Alfreð Jónsson, f. að Stóru-Reykjum í Fljótum. Foreldrar: Jóns Guðmundsson, f. 1900 og Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 1901. Alfreð var elstur 13 barna þeirra. Maki: Viktoría Lilja Guðbjörnsdóttir, f. 20.10.1924. Þau eignuðust sex börn, en eitt dó í fæðingu. Alfreð ólst upp í foreldrahúsum í Fljótum. Fyrstu árin í Neðra-Haganesi, þá í Dæli og árið 1929 fluttist fjölskyldan í Móskóga. Vorið 1940 flutti hann með foreldrum sínum að Molastöðum. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og aðstoða á heimili foreldra sinna. Alfreð og Lilja hófu búskap á Reykjarhóli 1944 og bjuggu þar til 1973, er Guðmundur sonur þeirra tók við búinu. Meðfram búskapnum stundaði Alfreð ýmis störf til sjós og lands, átti m.a. vörubíl sem hann vann á við gerð Skeiðsfossvirkjunar. Eftir að þau hættu að búa fluttu þau að Nýrækt í Fljótum og þaðan til Siglufjarðar en Alfreð vann þá hjá Vegagerð ríkisins á sumrin og var til sjós á veturna. Hann vann áfram hjá Vegagerðinni eftir að þau fluttu á Sauðárkrók 1978 og sigldi á millilandaskipum Sambandsins nokkra vetur. Einnig átti hann trillu eftir að hann hætti störfum vegna aldurs. Alfreð starfaði talsvert að félagsmálum, sat m.a. í hreppsnefnd Holtshrepps og var í stjórn Landssambands smábátaeigenda um tíma. Á efri árum sat hann við skriftir og skrifaði þætti í Skagfirskar æviskrár og endurminningaþætti sem sumir birtust í Skagfirðingabók. Einnig lauk hann við að rita endurminningar sínar og gefa út fyrir fjölskyldu og vini. Þegar Alfreð og Lilja fluttu á Sauðárkrók byggði hann hús að Fornósi 9 og bjó þar til dánardags.