Showing 3 results

Authority record
Person Ytrikot í Norðurárdal

Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir (1882-1961)

  • S02828
  • Person
  • 20. maí 1882 - 18. ágúst 1961

Foreldrar: Halldór Stefánsson bóndi í Stóra-Dunhaga og kona hans Lilja Daníelsdóttir. Friðbjörg missti ung foreldra sína og ólst upp hjá Sæunni, hálfsystur sinni og hennar manni. Fluttist með þeim að Sólheimum í Blönduhlíð 1898 frá Sörlatungu. Maki: Gunnlaugur Guðmundsson frá Bási í Hörgárdal. Þau eignuðust 5 börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og síðast á Bakka í Vallhólmi 1933.

Gunnlaugur Guðmundsson (1876-1938)

  • S02827
  • Person
  • 25. mars 1877 - 17. maí 1938

Gunnlaugur Guðmundsson, f. 25.03.1876 að Bási í Hörgárdal. Foreldrar: Guðmundur Jónsson, bóndi á Bási og víðar og kona hans Lilja Gunnlaugsdóttir. Gunnlaugur ólst upp í foreldrahúsum til fermingaraldurs. Fór þá í vinnumennsku í nokkur ár, keypti sér lausamennskubréf og stundaði vinnu hér og þar. Maki: Friðbjörg Jóhanna Halldórsdóttir, f. 20.05.1882. Þau eignuðust fimm börn. Þau hófu búskap í Djúpadal 1909. Á Ytri-Kotum 1910-1924, Uppsölum 1924-1925, Sólheimagerði 1925-1926, Grófargili 1926-1928, Íbishóli 1928-1933 og loks á Bakka í Vallhólmi 1933 til æviloka.

Jóhanna Sigríður Jónína Helgadóttir (1906-1999)

  • S02033
  • Person
  • 19.07.1906-19.04.1999

Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson og Margrét Sigurðardóttir á Ánastöðum. Sigríður var næstyngst níu systkina og dvaldist hjá foreldrum sínum á Ánastöðum fyrst, fylgdi þeim er þau fluttu að Mælifellsá, Kolgröf og síðast að Reykjum í Tungusveit. Hún naut tilsagnar heimiliskennara í æsku, og er hún hafði aldur til, fór hún til náms í fatasaumi, fyrst hjá Hólmfríði systur sinni á Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur síðla vetrar árið 1927 til framhaldsmenntunar. Þar var hún til heimilis hjá Ísfold systur sinni, sem þá var orðin húsmóðir þar. Hún komst í nám hjá Herdísi Maríu Brynjólfsdóttur saumakonu, en fór síðan að stunda fiskvinnslu sér til framfærslu. Sumarið 1930 kom Sigríður aftur heim í Skagafjörð og kvæntist Svavari Péturssyni. Þau hófu búskap á Reykjum 1931, en fluttust síðan að Hvammkoti, þaðan að Ytrikotum í Norðurárdal og síðan að Silfrastöðum og bjuggu þar í sex ár, þá byggðu þau nýbýli úr landi Reykjaborgar sem þau nefndu Laugarbakka. Þar stunduðu þau búskap til ársins 1963 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til æviloka. Sigríður og Svavar eignuðust fjögur börn.